Morgunblaðið - 18.05.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 18.05.1986, Síða 23
G 23 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986 Frá hljómleikum Dirty Dozen Brass Band í Broadway að virtist ekki ríkja mikii eftir- vænting á Broadway áður en Dirty Dosen Brass Band kom þar fram, miðvikudaginn 14. maí — það var eins og þeir vissu ekki við hverju þeir ættu að búast, skrifar Kristján Logason sem fylgdist með hljómleikunum. Það tók þá Dirty Dosen-félaga nokkurn tíma að ná upp stemmningu en eftir hlé tókst þeim það sannarlega til fulls. Að hléi loknu bauð Vernharður Linnet Dirty Dosen-bandið aftur velkomið á svið. Innan um gömul hefðbundin lúðrasveitarlög og ný- lega marsa mátti heyra lög sem á sínum tíma voru flutt af köppum eins og Rolling Stones og Michael Jackson. Sá blandaði aldurshópur sem þarna var kunni vel að meta þessa fjölbreytni. Það fór líka svo að því fleiri sem lögin urðu því ókyrrara varð fólkið í sætunum, og í lokin þegar hljómsveitarmeðlimir tóku sig til og gengu fram í salinn stóð fólk upp, bæði eldri og yngri, og dansaði og klappaði. Gerðu sumir sig líklega til að mynda skrúðgöngu á staðnum. Það má því með sanni segja að þetta kvöld sem byrjaði heldur rólega hafi endað í einni allsherjar gleði. Ég ræddi stuttlega við þá kappa eftir tónleikana og voru þeir sam- mála um það að dvölin hér á Fróni hafði verið dásamleg. Landið yndis- lcgt og fólkið mjög gestrisið. Þeir höfðu • spilað á Akureyri áður en þeir spiluðu í Broadway og einnig höfðu þeir verið með einskonar „work shop“ með íslenskum tónlist- armönnum sem þeim fannst bara skolli góðir. Allir voru þeir sammála um það að æðislegt hefði verið að fara til Akureyrar þrátt fyrir kuld- ann. Þeir voru nokkuð hissa á því að áhorfendur á Akureyri héldu í fyrstu að þeir spiluðu ekki sjálfir heldur væru með plötu bakvið sig. Áhorfendurnir sannfærðust þó um að þessi frábæra spilamennska væri ekta þegar þeir gengu um salinn og spiluðu. Aðspurðir sögðust þeir hafa spil- að saman í ein átta ár. Þegar þeir voru spurðir út í viðbrögðin við tón- list þeirra fyrst, sögðu þeir að sú kynslóð sem væri að vaxa úr grasi hefði annan smekk en sú fyrri og þess vegna hefðu þeir lagt sig í líma við að hafa á efnisskrá tónlist fyrir alla aldurshópa þrátt fyrir gagn- rýni. Meira var ekki hægt að ræða við þá því þeir voru á þeytingi heim á hótel til að ná einhverjum svefni áður en þeir héldu úr landi að morgni. Þeytingurinn á þeim er svo mikill þessa dagana að þeir voru ekki vissir hvaða dagur var, hvert þeir væru að fara eða hvaðan þeir voru að koma. Eitt voru þeir þó vissir um að einhvem tíma myndu þeir koma aftur til íslands. Sérstæðir skrautmunir eila má um notagildi hlutanna sem stúlkumar á myndinni em með en framleiðandinn í London segir að hlutir sem þessir njóti þar tölu- verðra vinsælda. Fólk notar þá til að skreyta íbúðir sínar og einnig eru þeir vinsælir til útstillingar í búðargluggum. COSPER PIB COMHMtlN ■ Hún er bráðfalleg — röddin. Ferdaskrifstolan Úrval v/Austurvölt. Simi (91) 26900. Það tók þá Dirty Dozen- félaga nokkurn tima að ná upp stemmningu en eftir hlé tókst þeim það svo sannarlega tilfulls. arís er full af lífi og krafti, fjöri og ferðamannalúxus. JL Þar blómstrar lifandi menning og sérdeilis lystaukandi matarlist; kræsingar fyrir líkama og sál á hverju götuhorni. Vika á wöu hóteli kostarjrá kr 23.295r Úrval býður farþegum sínum mikinn fjölda hótela í París. Allt frá notalegum 3ja stjörnu hótelurn uppf 5 stjörnu lúxushótel. Innifalið í verði er flug, gisting og morgunverður. Vika íglœsilegum íbúóum kostar Jrá kr 20.934.- i boði eru glæsilegar íbúðir á besta stað í borginni. Þar eru öll þægindi. Ef dvalið er lengur en 7 daga fæst 15% afsláttur og 30% ef dvalið er lengur en 3 vikur. Innifalið: Flug, gisting, söluskattur, hreingerning o.fl. Brottfarir til Parísar: Alla miðvikudaga og sunnudaga f júní, júlí og ágúst. Sérstakar viku hóþ- Jeióir 6. og 20. ágást Gist er á fallegu 3ja stjörnu hóteli-verðá mann f tvíbýli: kr. 24.470,— eða lúxus- hótelinu Lutetia Concorde - verð á mann í tvíbýli: kr. 28.390,-. Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, akstur frá og að flugvelli í París, skoðunarferðir um París og Versali og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur. Morgunblaðið/Kristján Logason Dirty Dozen Brass Band gerði stormandi lukku í Broadway á dögunum. I Gon Föy

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.