Morgunblaðið - 18.05.1986, Side 31

Morgunblaðið - 18.05.1986, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986 C 31 Breska kvikmyndahátíðin: Kairórósin valin besta mynd ársins Breska kvikmyndaakademían heldur hátíð á hverju ári rétt eins og hin bandaríska með óskarinn sinn. Bretar hafa svipaðan hátt- inn á og Bandaríkjamenn, fjórir til fimm eru útvaidir í hverri deild, en Bretar horfa meira í eigin barm en vestur um haf, eins og gefur að skilja. Fimm myndir voru útnefndar: Amadeus eftir Milos Forman, Aftur rósin eftir Woddy Allen hlaut hnossið. Fjórir karlleikarar í aðalhlutverk- um voru útnefndir: Victor Banjeree fyrir Ferðina til Indlands, Harrison Ford fyrir Vitnið, Murray Abra- hanm fyrir Amadeus, en William Hurt hlaut verðlaunin fyrir Koss köngulóarkonunnar. Fjórar leikkonur í aðalhlutverk- um voru útnefndar: Mia Farrow Breska kvikmyndaakademfan valdi Kairórós Woody Allens bestu mynd ársins 1985. Jane Fonda, sem hefur leikið í myndunum „Coming Home“, „The China Syndromeu og „9 til 5“, finnur hér göng undir nunnuklaustrinu, en þar álrtur hún að karlmaður hafi flekað Agnesi. fyrir Kairórósina, Kelly McGillis fyrir Vitnið, Alexandra Pigg fyrir Bréf til Bresnjéfs, en það var Peggy Ashcroft sem hlaut hnossið fyrir Ferðina til Indlands. Að vanda voru fjórir leikarar í aukahlutverkum útnefndir: James Fox fyrir Ferðina til Indlands, John- Gielgud fyrir Plenty, Saeed Jaffrey fyrir My Beautiful Laundrette, en Denholm Elliott hlaut verðlaunin fyrir Defence of the Realm. Fjórar leikkonur í aukahlutverk- um voru útnefndar eins og lög gera ráö fyrir: Judy Dench fyrir Wetherby, Anjelica Huston fyrir Heiður Prizzis, Tracy Ullman fyrir Plenty, en Rosanna Arquette (í Desperately Seeking Susan) skaut þeim öllum ref fyrir rass. Besta erlenda myndin var kosin Redp ofursti eftir Ungverjann Szabo. Að þessu sinni var enginn leikstjóri valinn besti stjóri ársins, en bresku kvikmyndaakademíunni þótt engu aö síður ástæða til að heiðra Steven Spielberg fyrir fram- lag hans til kvikmyndagerðar, með því að gera hann aö félaga í aka- demíunni. Jane Fonda leikur í færri og færri myndum Denholm Elliott var valinn besti aukakarlleikari ársins. til framtíðar eftir Robert Zemeckis, Ferðin til Indlands eftir David Lean, Vitnið eftir Peter Weir, en Kairó- JANE Fonda leikur alltaf í færri og færri myndum. Sú var tíðin að hún var fastagestur á kvik- myndatjaldinu, en nú segist hún ekki leika í myndum nema hún geti réttlætt fyrir sjálfri sér gerð þeirra. „Agnes, barn guðs“ er ein slík. Þar er á ferðinni mynd sem varð að gera eða eins og leikkonan segir sjálf: „Leikritið var mjög áhrifaríkt. Maður neyðist til að kafa ofan í eigin sál og taka af- stöðu til kraftaverka, trúar, sak- leysis og þörf manna til að trúa á hið yfirskilvitlega. Þetta eru grundvallarspurningar sem ræddar hafa verið i gegnum ald- irnar. Þeim verður ekki svarað i þessari mynd, en þeim er varpað fram á listrænan hátt.“ Jane Fonda segist hafa verið einu sinni ekki ósvipuð Agnesi myndarinnar, hún trúði ekki því sem ekki var hægt að sanna vís- indalega. En nú segist hún hins vegar skynja eitthvert tómarúm sem myndast þegar hún ýtir til hliðar öllu því sem hún skilur ekki. Hún segir: „Ég er opnari fyrir hinu óútskýranlega, hinu óskiljanlega, enda er ég eldri og þroskaðri en þegar ég hafði allt á hornum mér, ung og róttæk með frelsisfánann á lofti." Hún segist meira að segja trúa á guð þótt trúin sem slfk risti ekki djúpt; það sé trúin á eitthvert afl án persónuskilríkja sem fylli upp í fyrrnefnt tómarúm. Jane Fonda, sem verður fimm- tug á næsta ári, átti í stöðugum útistöðum við föður sinn. Hún fyrir- ieit allt sem honum var heilagt, lék í myndum sem deildu á það þjóð- Hér sést Jane Fonda ásamt Meg Tilly, sem leikur ungu nunnuna, Agnesi, sem sökuð er um að myrða eigið bam. félag sem honum var kært, og sættir með þeim feðginum tókust ekki fyrr en skömmu fyrir andlát Henrys. Þau léku svo að segja sjálf sig í myndinni „On Golden Pond" Jane, konu sem er að nálægt miðjum aldri og jafnframt föður sinn, Henry, sem er að nálgast dauðann. „Inn í þá mynd vantaði aðeins Peter bróður minn," segir leikkonan, „en Peter en enn dálítið villtur." Jane Fonda blöskrar ástandið í Hollywood: bitastæð hlutverk handa leikkonum eru nánast hverf- andi. Sjálf segist hún fá óteljandi tilboð, en gallinn við þau sé sá að höfundarnir telja hana enn um þrí- tugt. „Ég lít ekki út fyrir að vera fimmtug," segir hún, „en það er barnaskapur að horfast ekki i augu við staðreyndir. Ég vil geta leikið án farða og ég vil leika konur sem eru næst mínum eigin aldri." Það er einmitt þess vegna sem Jane leikur alltaf i færri og færri mynd- um, hún kærir sig ekki um það ömurlega hlutskipti að leika í ein- hverjum myndum til þess eins að geta leikið í einni mynd á ári. Kryzystof Zanussi: Á faraldsfæti KRYZYSTOF ZANUSSI hefur ferðast með aleigu sína i farangr- inum allar götur síðan herlög voru sett í heimalandi hans, Pól- landi. Hann treystir sér ekki til að starfa þar undir þeim skilyrð- um sem yfirvöldin setja honum. Hann er þvf stöðugt á ferðinni og skiptir, að eigin sögn, oftar um dvalarstaði en skó. Zanussi var risinn í pólskri kvik- myndagerð, ásamt Andrzej Wajda, þegar sósíalisminn herti tökin og myndir hans nutu allmennrar hylli meðal fólks og gagnrýnenda. Myndir hans voru einnig sýndar í öðrum löndum og Zanussi var orðinn mikið umtalaður. En allt breyttist áriö 1980. Zan- ussi neitaði að fylgja harðlínu Jaruzelskis, hann var rekinn úr kvikmyndaakademíunni og missti stöðu sína við kvikmyndaskólann í Lodz. En mestri kvöl fylgdi þó andúðin sem pólskir fjölmiðlar sýndu Zanussi í kjölfar hreinsan- anna. Pólsk blöð ýföu upp sár sem Zanussi segir að seint muni gróa. Hlutskipti Zanussis er ekkert einsdæmi, áður höfðu Zulawski og Skolimowski horfið yfir landamær- Zanussi in. Zanussi var lítt spenntur fyrir að flytjast til Bandaríkjanna, óttað- ist að lenda í sömu hringavitleys- unni og Wim Wenders, sem átti í útistööum við mennina sem fengu hann til að gera mynd þar. Zanussi var boðið að snúa heim árið 1984 og þar gerði hann mynd- ina „Ár hinnar hljóðu sólar". En viðtökurnar voru neikvæðar, pólsk blöð héldu óviðfelldnum árásum áfram. Zanussi rann þetta mjög til rifja og framtíð hans er mjög á huldu sem stendur. Síðast þegar fréttist var hann viöstaddur sýn- ingu nýjustu myndar sinnar í Lund- únum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.