Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1986
Eftirmáli
kj arasamnings
eftirBjöm
Björnsson
Það orð hefur farið af íslending-
um að þeir séu öðrum þjóðum
þrætugjamari. Áreiðanlega er eitt-
hvað til í þessu. Við emm full af
stolti, tökum okkur sjálf heldur
hátíðlega og lítum hlutina alvarleg-
um augum. Þess vegna þrætugim-
in. Hatíðleikinn er hins vegar sjald-
an slíkur, að við getum ekki brosað
að sjálfum okkur, að minnsta kosti
eftirá.
Þrætur okkar snúast stundum
um málefni sem í raun og veru
skipta engu. Okkur er líka einkar
kært að deila um löngu útkljáð
málefni. Stundum fer þannig að
þeir sem deila eiga eiginlega ekki
orðastað við neinn. Þá þrasa menn
þrætunnar vegna.
Eins og við var að búast hafa
kjarasamningamir sem gerðir vom
í febrúar orðið ýmsum deiluefni.
Listamenn af því tagi sem hér hafa
verið gerðir að umtalsefni hafa
verið atkvæðamiklir í þessu efni.
Fyrirgangurinn hefur á stundum
verið slíkur, að helst lítur út fyrir
að lítill minnihluti hafi þvingað fram
samningana í nærri tvö hundruð
verkalýðsfélögum innan ASÍ. Stað-
reyndimar em auðvitað þær, að
þeir vom víðast hvar samþykktir
með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða. Svo mun nærri komið, að
ekki fínnist nokkur maður sem
hafði í sér geð til þess að þreyja
deilu við ódeiga andmælendur
samninganna, allra sfst rétt fyrír
kosningar til sveitastjóma. Fram-
bjóðendur í þeim kosningum hafa
Ifka ýmislegt til samninga og launa-
mála að leggja, en hafa verður í
huga að á þeim markaði sem þeir
falbjóða vaming sinn er mikið fram-
boð en takmörkuð eftirspum.
Hvernig’ samninga?
í janúar stóðu samningamenn á
krossgötum. Um miðjan mánuðinn
var haldinn fundur viðræðuneftidar
Alþýðusambandsins, þar sem kröfu-
gerð var útfærð nánar en gert hafði
verið á formannafiindi snemma í
desember. Samkvæmt þeim hug-
myndum sem menn höfðu þá um
verðlagsþróun á árinu 1986 var
talið, að um 35% kauphækkun
þyrfti á árínu til þess eins að halda
kaupmætti síðasta árs. Verðbólga
hafði farið vaxandi á síðustu mán-
uðum ársins 1985. Stöðnun átti að
kosta 35% verðbólgu. Það lá ljóst
fyrir að umtalsverð sókn í kaup-
mætti hlyti að kosta enn frekari
verðlagshækkanir, þannig að 40-
50% verðlagshækkun á árínu virtist
óumflýjanleg. Ekki var að undra
þótt flestum óaði sú tilhugsun, að
enn ætti að færa slíkar fómir á
altari verðbólgunnar.
Af kjarasamningunum haustið
1984 höfðu menn reynslu sem enn
var öllum í fersku minni. Þá var
samið um verulegar launahækkan-
ir, — menn vildu snúa við öfugþróun
áranna á undan. Við þessum samn-
■ingum var bmgðið með eftirminni-
legum hætti. Blekið var vart þurrt
á samningunum þegar gengið var
fellt, nánast jafnmikið og nam
upphafshækkun samninganna. í
kjölfarið fylgdi stórhækkun á verði
búvara, opinberrar þjónustu o.fl.
Afleiðingamar létu heldur ekki á
sér standa, verðlag stórhækkaði svo
að fjórum mánuðum eftir samninga
stóðu menn nánast í sömu sporum
og þeir höfðu gert fyrir samninga.
Allir höfðu tapað. Ný verðbólgu-
sveifla var staðreynd. Þeir sem
vafist höfðu í skuldir, td. vegna
húsbygginga, horfðu á skuldimar
stíga og eignimar rýma að raun-
gildi. Þennan vítahring verðbólgu
vildu auðvitað allir rjúfa, en um
miðjan janúar varð ekki séð með
hvaða hætti slíkt væri unnt. Staða
helstu útflutningsgreinar lands-
manna var líka þannig, að víða var
skeggrætt hversu mikið gengið yrði
að falla áður en til launahækkana
gæti komið.
Á nokkmm dögum upp úr miðj-
um janúar breyttust horfiir f okkar
efnahagsmálum mjög vemlega.
Saman fóm hækkanir á afurðum
eriendis og lækkun á olíuverði.
Umskipti í fslensku efnahagslífi
hafa oft verið skjót, en sjaldan sem
nú í vetur. Þessar breyttu aðstæður,
ásamt með reynslunni af samning-
unum 1984, leiddu til þess að
áhersla var lögð á að leita nýrra
leiða í kjarasamningunum sem f
hönd fóm. Menn höfðu lært af
reynslunni. Þess vegna var tekið
að ræða hvemig unnt væri að hnýta
fasta þá enda, sem leikið höfðu
lausir í undangengnum samningum.
Menn fóm að velta fyrir sér hvort
hægt væri að gera kjarasamninga
sem miðuðu við festu í gengismál-
um, að verðlag á opinberri þjónustu
yrði lækkað og síðan fryst, að
hækkanir á búvömverði jrrðu
bundnar við fyrirfram ákveðin mörk
o.s.frv.
Hugmyndir kynntar
í lok janúar snem aðilar sér til
ríkisstjómarinnar og leituðu eftir
viðhorfum hennar til nokkurra
meginatriða í hugmyndum sínum.
Svör ríkisstjómarinnar vom um
margt óljós, en jákvæð afstaða kom
þó fram til hugmynda samningsað-
ila um fast gengi og lækkun á verði
ýmissa liða opinberrar þjónustu.
Að fengnum þessum svömm héldu
oddamenn úr viðræðunefnd ASÍ í
jrfirreið um landið. Hugmyndir aðila
um inntak nýrra kjarasamninga
vora kynntar á fundum með stjóm-
um félaga og á félagsfundum víðs
vegar um landið. Undirtektir vom
þannig, að elstu menn minnast þess
varla að hafa fengið slíkar viðtökur
áður. Afdráttarlaus niðurstaða
þessara funda var, að viðræðu-
nefndin væri á réttri leið og að tví-
mælalaust ætti að stefna að kjara-
samningum af því tagi sem farið
var að grilla í. Alls staðar sögðu
menn eitthvað á þessa leið:
„Við þekkjum gömlu aðferðimar
og þær hafa ekki skilað okkur
neinu. Ef við eigum þess kost að
standa að samningum á annan hátt
en við höfum gert og getum tryggt
stighækkandi kaupmátt og hjöðnun
verðbólgu, þá eigum við að semja.
Við megum ekki við því að fá yfir
okkur nýja holskeflu verðbólgu. Við
höfum ekkert að gera með samn-
inga sem gefa okkur verðlausar
krónur."
Samnmgamir
Þótt skammt sé liðið frá kjara-
samningum er ástæða til þess að
ri^a upp meginefni þeirra. Ýmsir
hafa látið í veðri vaka, að inntak
samninganna hafi verið lækkun á
bflverði um 30%, sem auðvitað
gagnist ekki öðmm en þeim sem
betur mega sín. Sömu menn neita
að horfast í augu við þá staðreynd,
að einkabíllinn er almenningsfarar-
tæki á íslandi. Fyrir 7 ámm áttu
92% af öllum fjölskyldum launa-
fólks eigin bifreið. Síðan þá hefur
bifreiðum Qölgað um 30% þannig
að þetta hlutfall hefur eflaust
hækkað. Hingað til hefur verið
reiknað með því að verðhækkanir
á bílum rýri afkomu. Vart getur
mikill vafi leikið á því að verðlækk-
un hafi áhrif í gagnstæða átt.
Verðlækkun á bflum var ekki
meginatriði í samningunum. Þessi
lækkun var ekki einu sinni meginat-
riði í þeim niðurfærsluaðgerðum
sem samningunum fylgdu. í heild
má meta áhrif þessara aðgerða á
4.5-5%. Verðlækkun bifreiða vegur
innan við þriðjung.
Það sem fram náðist í samning-
unum og skiptir mestu máli er
þettæ
Afdráttariausar yfirlýsingar
fengust af hendi stjómvalda um að
stefnt væri að stöðugleika í gengis-
málum. Fall bandaríkjadollara á
alþjóðamarkaði hefur leitt til nokk-
urrar lækkunar krónunnar gagn-
vart helstu innflutningsmyntum.
Bjöm Bjömsson
„Sá hluti þjóðarinnar
sem býr við raunveru-
lega fátækt er lítill
minnihlutahópur. Hlut-
ur þessa fólks verður
ekki réttur nema til
komi skilningur þeirra
sem betur eru settir.
Ábyrgð verkalýðs-
hreyf ingarinnar í þessu
efni er augljóslega
mikiU.“
Að öðm leyti hefur gengisstefnan
staðist.
Verðlag á opinberri þjónustu var
lækkað að meðaltali um 7%. Aðeins
örfá sveitarfélög hafa vikið sér
undan í þessu efiii. Veigamikil út-
gjöld heimilanna hafa þvf lækkað.
Heitt vatn hefur víðast lækkað um
7% og raforka til almennra nota
er nú liðlega 20% ódýrari en fyrir
samninga, svo nokkuð sé nefnt.
Með samningunum var komið í
veg fyrir 5-6% almenna hækkun
búvömverðs 1. mars sl. Jafnframt
var því lýst yfir af ríkisstjóm, að
verðhækkanir á búvömm síðar á
árinu yrðu innan marka almennra
launahækkana.
Allt snýr þetta beint að kjörum
hverrar einustu Qölskyldu í landinu.
Að auki var samið um sérstakar
bætur til þeirra sem lægstar hafa
tekjur, um rétt foreldra til launa í
veikindum bama og um endurskoð-
un launakerfa. Þá fékkst fram þýð-
ingarmiki! steftiumörkun af hendi
stjómvalda og samningsaðila varð-
andi lífeyrismál. Síðast en ekki síst
var í samningunum lagður gmnnur
að umskipan húsnæðislánakerfís
hins opinbera. Lög sem tryggja
framgang allra meginatriða þessar-
ar stefnu vom afgreidd á Alþingi
fyrirþinglok.
Fátt skiptir meira máli fyrir
afkomu og öryggi almennings en
aðstaða í húsnæðismálum. Ekki er
því að undra að verkalýðshreyfingin
hefur átt framkvæði að mikilsverð-
ustu umbótum á sviði húsnæðis-
mála frá upphafí. Nýju lögin fela
Blómin hennar Bryndisar
eftirHarald
Blöndal
Frú Bryndís Schram birtir grein
hér í Morgunblaðinu sl. miðvikudag
undir fyrirsögninni: Látum þúsund
blóm blómstra.
Er hér vitnað rangt í foman kín-
verskan orðskvið: Látum hundrað
blóm blómstra og þúsund hugsjónir
takast á. Margir kenna hann við Mao
Tse Tung og var hann hentur á lofti
á Vesturiöndum af unglingum og
öðmm, sem fengu glýju í augun
af mikilleika kommúnistaleiðtog-
ans, þegar hann stjómaði einhveij-
um blóðugustu ofsóknum gegn
almennum borgumm eins lands,
sem sagan greinir frá. Menningar-
byltingin er skammarblettur í sögu
Kína.
í Kína varð þessi orðskviður til
þess, að ýmis skáld og rithöfundar
héldu að þjóðfélag blóma væri í
nánd og fóm að skrifa um vanda-
mál daglegs llfs, rétt eins og íslensk'
skáld hafa gert frá örófi. Þau skrif
vom síðan notuð af rauðum varðlið-
um sem tilefni ofsókna gegn sömu
höfundum og skáldum I Kfna á tím-
um menningarbyltingarinnar.
Þeir, sem hitta kínverska
menntamenn í dag og láta sér
þennan orðskvið um munn fara, fá
ekki önnur viðbrögð en hryggð,
enda er orðskviðurinn f huga Kín-
veija meira tengdur dauða og hörm-
ungum saklauss fólks en þeirri
blómaveröld, sem frú Bryndfs að-
hyllist.
Ekki væni ég frú Bryndísi að
fela eiturbrodda í blómunum eins
Haraldur Blöndal
og gert var austur í Kína. Hins
vegar ætti orðskviðurinn að vera
Reykvíkingum áminning um, að
fagurgala fylgir sjaldan alvara, og
eðlilegra er að meta störf stjóm-
málaflokka eftir því, sem þeir hafa
beitt sér fyrir og komið fram, en
því, hvort einstakir frambjóðendur
em snjallir við loftkastalasmíð.
Alþýðuflokkurinn hafði aðild að
stjóm Reykjavíkur um Qögurra ára
skeið, árin 1978 til 1982. Afreks-
verk þeirrar stjómar vom með slík-
um eindæmum, að leitun er að öðm
eins. Fjármál borgarinnar og ein-
stakra borgarfyrirtækja vom skilin
eftir í rú8t, og er þar skýrast dæmi,
að hætt var að malbika götur í
nýjum hverfum.
Hin þúsund blóm frú Biyndísar
geta þegar best lætur aðeins orðið
að arfabreiðum og njólastóði.
öðm fremur í sér tímabæra aðlögun
kerfisins í kjölfar verðtryggingar,
þegar að baki er sá tími er menn
íjárfestu í ibúðarhúsnæði til þess
að tryggja sparifé sitt. Nú gefst
fólki kostur á láni til langs tíma sem
getur numið allt að 70% af kostn-
aði, á viðráðanlegum vöxtum. Hús-
næðiskaupendur fá vissu fyrir raun-
vemlegu verðmæti lánsins og hve-
nær afgreiðsla getur farið fram.
Óvissa og kostnaður húsbyggjenda
vegna tafa á afgreiðslu lána hefur
á liðnum ámm valdið þeim ómæld-
um skakkaföllum. Endalausar
sláttuferðir úr einni lánastofnun í
aðra eiga að heyra til liðinni tíð.
Fjöldi ungs fólks, sem ekki hefur
eygt neina möguleika til þess að
komast í eigið húsnæði, mun njóta
góðs af þeirri byltingu sem samn-
ingamir lögðu drög að. Fyrir þá sem
skipta þurfa um húsnæði er kerfis-
breytingin líka til mikilla hagsbóta.
Um þessa lagasetningu hefur
mikið verið fjallað. Sérstaka athygli
vakti, að Þjóðviljinn, „málgagn sós-
íalisma, þjóðfrelsis og verkalýðs-
hreyfíngar", sagði frá afgreiðslu
laganna á alþingi og meginatriðum
þeirra í nokkmm greinum í sama
blaðinu. í þeim öllum tókst blaðinu
að sigla af lipurð framhjá því að
nefna, að samningamenn verka-
lýðshreyfingarinnar áttu fmm-
kvæði að framgangi þessa hags-
munamáls.
Hvernig hefur
til tekist?
Þegar tekið var að ræða hug-
myndir um kjarasamninga sem
tryggt gætu batnandi kaupmátt og
lækkun verðbólgu niður fyrir 10%
á ári má segja að viðbrögð hafi
verið lík því sem búast mátti við.
Fyrst gætti undmnar en síðan
brostu menn góðlátlega og hugsuðu
með sér hver nú væri að ganga af
göflunum. í janúar var árshraði
verðbólgunnar 42% á mælikvarða
framfærsluvísitölu.
Þrátt fyrir vantrú í fyrstu sann-
færðust fljótlega flestir um, að
þetta væri tilraun sem gæti tekist.
Áhættan var augljós, en gömlu
leiðimar höfðu líka reynst æði dýr-
keyptar og hættusamar. Þess vegna
var jarðvegur fyrir þeim hugmynd-
um sem samningamir byggjast á.
Þetta var tilraun og hún stendur
enn. En hvemig hefur tekist til?
Flest hefur gengið eins og til var
ætlast. Samningamir áttu fljúgandi
byr í nær öllum verkalýðsfélögum
innan ASÍ og önnur samtök fylgdu
í kjölfarið. Setning laga varðandi
niðurfærsluaðgerðir og húsnæðis-
mál gekk snurðulítið fyrir sig og
sveitarstjómir reyndust flestar
reiðubúnar til þess að taka þátt í
tilrauninni.
í mars og apríl reyndist vísitala
framfærslukostnaðar 0,3-0,4%
lægri en reiknað var með í samning-
unum. Hækkun vísitölunnar frá
áramótum til maíbyijunar mældist
hins vegar 0,55% meiri en miðað
var við. Eins og endranær er ekki
nein ein skýring fullnægjandi til
þess að svara því hvað hafi farið
úrskeiðis. Meginskýringin er að
misgengi gjaldmiðla á alþjóðamörk-
uðum hefur leitt til hækkunar inn-
flutningsverðs umfram það sem
reiknað var með. Nánast má full-
yrða, að ef ekki hefði komið til
j>essa hefði vísitalan í maí verið
nokkuð undir j>eim mörkum sem
samningamir gerðu ráð fyrir.
Trygging kaupmáttar hefur um
skeið verið helsta átakamál kjara-
samninga. í samningunum í febrúar
leituðu menn nýira leiða í þessu
efni sem öðmm. Ýmsir gagnrýndu
þá niðurstöðu sem þar fékkst og
töldu að í ákvæðinu um launanefnd
samningsaðila fælist engin trygg-
ing kaupmáttar.
Reginmunur er á þessu fyrir-
komulagi og gamla vísitölukerfinu.
Áður létu menn e.t.v. skeika að
sköpuðu í kjarasamningum og létu
vísitölukerfínu eftir að mala. For-
senda þess fyrirkomulags sem nú
hefur verið tekið upp er að samn-
ingsaðilar glöggvi sig svo sem
kostur er á væntanlegri framvindu
verðlags- og efnahagsmála. Á
gmndvelli j>essa gera menn áætlan-
ir sem samningamir byggja á.
Markmið em skýr og öllum kunn.