Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986 23 stjómmálaflokkanna í landsmálum. Það væri sterkri fjármálastjóm Sjálfstæðisflokksins að þakka að nú væri íjármálastjóm landsins komin á fastan gmnn og kvað hann Alþýðubandalagsmenn mega hafa það hugfast, hvemig sá flokkur hefði skert launin 14 sinnum í stjómartíð þess með valdboðum. Hann gerði síðan góðlátlegt grín að spumingalista Alþýðuflokks, sem sendur hefði verið í hús í bænum, og kvaðst ekki hafa talið neina — nema framsóknarmenn — geta spurt slíkra spuminga. Næst á dagskrá voru fyrirspum- ir. Hver flokkur fékk fimm mínútur til að svara þeim. Spumingamar verða ekki raktar hér né einstök svör, en þær fjölluðu um dagvistar- mál, um afstöðu til 30 þús. kr. lág- markslauna, Hitaveitu Akraness, Fjölbrautaskólann, fjármál, hús- næðismál Tónlistarskólans, félags- aðstöðu unglinga, málefni öryrkja o.fl. Ein spuming barst í bundnu máli til eins frambjóðenda Alþýðu- flokksins og var hún svohljóðandi: Eruð þið kratar aðcins hjómið, sem athugið ekki nokkur gögn. Og af hveiju drepur þú blessað blómið barasta til þess að skreyta þig ögn? „Höldum áfram traustri fjármálastjórn“ í lok fundarins fékk hver flokkur fímm mínútur til lokaræðu. Oddviti sjálfstæðismanna, Guðjón Guð- mundsson, var ræðumaður þess flokks. Hann fjallaði fyrst um ýmis- legt af því sem fram hafði komið, m.a. samninginn við ríkið um skóla- byggingar. Hann sagði m.a. að sú ádeila að sjálfstæðismenn hefðu ekki verið nógu duglegir við að notfæra sér það að eiga ráðherra í ríkisstjóm væri hrakin með þessum samningi. Varðandi ádeilu á Hag- virki benti hann á að ræðumaður Alþýðuflokksins, sem haldið hefði henni uppi, hefði samþykkt sjálfur þær framkvæmdir í bæjarráði. Hann kvað fjármál bæjarins ekki verri en annarra bæjarfélaga, rekja mætti bága stöðu þeirra til mikillar óðaverðbólgu í upphafí kjörtíma- bilsins og erfíðast væri fyrir sveitar- félögin við þær aðstæður, því flestir Itekjustofnar þeirra væm óverð- Itiyggðir. Varðandi það að Akranes væri láglaunasvæði sagði hann að meðaltalslaun þar væra 7% yfír landsmeðaltali, aftur á móti væra tekjur kaupstaðarins sjálfs lágar miðað við landsmeðaltal. Atvinnu á Akranesi sagði hann næga, því til sanninda sagði hann að aðeins hefðu 17 manns verið á atvinnuleys- isskrá um síðustu mánaðamót. Þætti það gott miðað við hvemig staðið væri að þeirri skráningu. Sagði hann Sjálfstæðisflokkinn ætla að halda áfram traustri fjár- málastjóm. Flokkurinn ætlaði sér að halda sínum fjórða manni og í lok ræðu sinnar beindi hann orðum sínum til ungs fólks, sem kysi nk. laugardag í fyrsta sinn. Sagði hann að með því að styðja Sjálfstæðis- flokkinn kæmist Qórði maður list- ans, ungur maður, í bæjarstjóm, en hann hefði unnið mikið og gott starf. „Þakka ber þeim sem þakkir eru skyldar“ Ingibjörg Pálmadóttir var ræðumaður FVamsóknarflokksins. Hún byijaði einnig á að svara fram- komnum ádeilum. Þá sagði hún að hver kosningabarátta ætti að hefj- ast daginn eftir kjördag en ekki síðustu daga fyrir hveijar kosning- ar. Hún gerði samninginn við ríkið að umræðuefni og sagði að hann bæri að þakka öllum þeim sem þakkir væra skyldar. Sér væri þetta sérstaklega mikið fagnaðarefni sem skólanefndarmanni, og málið væri alls ekki eingöngu sjálfstæðismönn- um að þakka. Rétt væri rétt, en sjálfstæðismenn mættu alveg hrósa sér af þessu. Þá hvatti hún Akur- nesinga til að íhuga vel framboðin áður en þeir tækju ákvörðun við kjörborðin á morgun, laugardag. „Stefnan er að gera þjóö- félagið manneslgulegra“ M-listinn, Flokkur mannsins, tefldi fram Smára Hannessyni. Hann sagði flokkinn setja á oddinn öll mál sem vörðuðu efnahagsmál fólks, því vildi hann 30 þúsund kr. lágmarkslaun. Þá vildi flokkurinn að komið væri á kaupleiguhúsnæði fyrir launafólk. Dagheimilisgjöld ætti að lækka um helming og greiða ætti húsmæðram laun fyrir að vera heima með börn sín. Kjami málsins við framboð flokksins væri sú stefna flokksins að gera þjóðfélagið manneskjulegra með því að treysta efnahagslega afkomu fólks. „ Vonumst til að fá tvo bæjarfulltrúa“ Jóhann Ársælsson talaði fyrir hönd Alþýðubandalags. Sagði hann m.a. að það væri skemmtilegt að heyra sjálfstæðismenn telja það afrek að semja við sína eigin menn í ríkisstjóm. Hann rakti síðan ýmis stefnumál flokks síns m.a. í at- vinnumálum og sagði flokkinn leggja til að starfsemi fram- kvæmdasjóðs Akraness yrði tekin til endurskoðunar með það fyrir augum að gera hann að öflugu . tæki til atvinnuuppbyggingar. í lok ræðu sinnar kvaðst hann vonast til að Alþýðubandalagið fengi tvo menn inn í bæjarstjóm, þakkaði hann síðan fundarmönnumn kom- juna og rólegt yfirbragð fundarins. „Við rOdsvaldið að sak- ast - ekki bæjarstjóm“ Af hálfu Alþýðuflokks flutti Ing- var Ingvarsson lokaræðuna. Hann varði dijúgum tíma til að svara framkomnum fullyrðingum. Hann sagðist vilja vekja athygli á lið í stefnuskrá flokks síns sem varðaði starfshætti bæjarstjómar og kvað seinagang í afgreiðslum óþolandi. Það væriJiður sem betrumbæta yrði með góðri samvinnu bæjarfull- trúa. Þá sagði hann húsnæðismál hvað brýnust úrlausnar, en þar væri við ríkisvaldið að sakast en ekki bæjarstjóm. Hann þakkaði í lokin fundarstjóram fyrir ágæt störf. Fundarstjórar lásu í lokin svar eins Alþýðuflokksmanns við fram- kominni fyrirspum í bundnu máli, en svarið var þannig: Andstæðinga dugur dvín, daprast þeirra orkuljós. Öfiindin úr augum skín allir dást að kratarós. Texti: Fríða Proppé Ljósm.: Júlíus Sigurjónsson FLOKKUR mannsins ÚTIFUNDUR Á LÆKJAR TORGI ÍDAGKL. 17.00. Nýtt fólk í borgarstjórn Ræðumenn: 3 efstu menn á framboðslista Flokks manns- ins Áshildur Jónsdóttir, Júl- íus Valdimarsson, Þór Vík- ingsson. Ávarp: Pétur Guðjónsson, formaður flokksins. Mannsæmandi laun - Manneskjuleg borg Kjósum fíokk mannsins íborgarstjóm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.