Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1986 45 Kuldaboli kemur eftir Guðna Jóhannesson. í grein sinni í Mbl. 28. maí bregð- ur Guðrún Zoéga verkfræðingur og 17. maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins sér í líki fréttamannsins og greinir frá vinnustaðafundi Al- þýðubandalagsins hjá Fjarhitun hf. og fleiri fyrirtækjum í Borgartúni 17 20. maí sl. ekki til. Hún fullyrðir hins vegar að ég hafi ekki svarað hvað það kostaði að tvöfalda dreifikerfi hita- veitunnar til þess að geta hitað vatn með afgangsrafmagni. Um það var ekki spurt vegna þess að allir, sem til þekkja, vita að þegar er fyrir hendi 100 MW olíukyndistöð í Reykjavík sem nota má til þess að hita bakrennslisvatn frá tvöföld- um kerfum í kuldaköstum. Oddssonar í Mbl. 23. maí eru safn almennra fullyrðinga um hitt og þetta, sem settar eru fram til þess að breiða yfir að engin heilstæð áætlun er til um framtíðarorkuöflun Hitaveitu Reykjavíkur þar sem metin er arðsemi mismunandi val- kosta og áhrif þeirra á orkuverð. Sjálfstæðismenn hafa þess í stað valið þann kostinn að hræða fólk til fylgis við sóunarstefnu sína í málefnum hitaveitunnar og tefla fram í því skyrii garminum honum kuldabola. Davíð Oddsson segir í niðurlagi greinar sinnar sem áður er vitnað til: „Ef þessari stefnu yrði fylgt sætu Reykvíkingar að tíu árum liðnum með sárt ennið hundruðum milljóna króna fátækari í kuldalegri borg.“ Og Guðrún „Zoéga segir í niður- lagi greinar sinnar: „ ... að hvorki þeir né framsýnni Reykvíkingar þurfi að sitja skjálf- andi í kaldri borg að tíu árum liðn- um...“ Hvetju er fólkið að lýsa? Kjam- orkuvetri? Nei. Þau eru að lýsa afleiðingunum af stefnu Alþýðu- bandalagsins í málefnum Hitaveitu Reykjavíkur. Höfundur er verkfrtedingur og skipar 13. sæti á lista Alþýðu- bandalagsins til horgarstjómar- kosninga 31. maí. Rétt Hún greinir þar réttilega frá því að ég hafi látið orð falla um það að ef 60 milljónir króna væru ávaxt- aðar með 7% vöxtum til 50 ára, sem er nokkum veginn sá tími, sem fyrirsjáanlegt er að líði þar til þörf verður fýrir virkjanir í landi Olfus- vatns, þá mjmdi höfuðstóll með vöxtum nema tæplega 2000 millj- ónum að raunvirði við lok tímabils- ins. Rangt Hún greinir ranglega frá því áð fátt hafí orðið um svör þegar spurt var hvar ætti að fá þá orku, sem nota ætti til fiskeldis í stórum stíl ef ekki yrði virkjað á Nesjavöllum. Ég svaraði því til að ætlunin væri ekki að rækta hveragæfa fiska og að kjörhiti fyrir fískeldi af þessu tagi væri mun lægri en hitastig þess vatns sem nú fer út af hitakerf- um húsa út í frárennslið. Hún hefur hins vegar ekki skilið þá spumingu sem fylgdi um það hvað það kostaði að safna afgangsvatninu saman til þessara nota. Um það hafði ég ekki tölur enda ekki áhugi fyrir þessum möguleika hjá forsvarsmönnum hitaveitunnar og slík áætlun því Rétt Hún greinir réttilega frá því að ég hafí látið þau orð falla að ég ruglaði alltaf saman megawöttum og Gigawattstundum þegar hún bað mig að rekja fyrir sig tvær orku- spár nokkur ár fram í tímann og lét sér ekki nægja það svar að við teldum spá hitaveitustjóra helmingi of háa sem við m.a. rökstuddum út frá þeim forsendum um mannfjölda- aukningu og þróun íbúðastærðar, sem hann hefur gefið sér. Þessa óvægnu sjálfsgagnrýni gerir Guðr- ún að áhersluefni greinar sinnar og kemst reyndar að því í greininni að ég hafí í raun og veru ruglað saman grundvallarhugtökum, án þess að nefna nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Ég verð víst í framtíðinni að læra að uphefja sjálf- an mig í stað þess að lítillækka og helst á kostnað annarra ef ég á að hljóta náð fyrir augum Guðrúnar. vaiJf»tO Morgunblaðið/Theodór. Kuldaboli kemur Þau skrif sem hér er vitnað til staðfesta betur en nokkuð annað að málefnastaða Sjálfstæðisflokks- ins varðandi virkjunaráfangann við Nesjavelli er öll á brauðfótum. Grein Guðrúnar sem og skrif Davíðs 170 manns hlupu í Borgarnesi Borgaraesi í AFRÍKUHLAUPINU í Borgamesi síðastliðinn sunnudag hlupu um 170 manns á ýmsum aldri tveggja og hálfs km hring f bænum. Alls seldust merki og bolir fyrir 44.100 krónur. Á myndinni sést hluti hópsins leggja af stað frá íþróttamiðstöðinni. EIVIGIIXI ÚTBORGUIM! TILBOÐ TIL 20. JÚNÍ Vegna óvenju hagstæðra samninga getum við boðið stórglæsileg orlofshús á Spáni tilsölu. Prima Vera: Einbýlishús 100 m2. Húsin skiptast í góða stofu, eld- hús, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Þessi hús skera sig úr að því leyti að þau hafa svalir á þaki og bogalagaöa verönd sem gefa þeim óneitanlega sérstakan stíl. Öll þjónusta á svæðinu, svo sem matsölustaðir, sund- laugar, vatnsrennibrautir, minigolf, tennisvöllur ásamt hinum fræga 18 holu Villa Martin golfvelli. Húsin eru staðsett á Costa Blanca ströndinni í skandinavísku hverfi. Upplýsingar um flug og aðra þjónustu veittar í símum skrifstofunnar. Ath. 5 daga kynningarferð farin 5. júní. Orlofsferöir hf., Laugavegi 28, símar 622675 og 622634. Noregur: Raðhús 45 m2 með 30 m 2 garði. Húsin skiptast í stofu, eldhús, svefnherbergi, bað og þvottahús. Hús þetta kostar fullklárað kr. 725.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.