Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 46
T>|K 46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 Um margföld mistök Sjálf- stæðisflokksins í skipu- lags- og byggingarmálum eftir Magnús Skúlason Fyrir síðustu borgarstjómar- kosningar hafði Sjálfstæðisflokkur- inn uppi mikinn áróður vegna skipu- lagsáforma þáverandi vinstri meiri- hluta. Sá áróður einkenndist af slík- um óheilindum og rökleysum að furðu sætti. Dæmi: Fullyrt var að byggja ætti á grænu svæðunum. Rauðavatnssvæðið væri svo spmngið að lífshættulegt væri að búa þar. Skólpræsi þaðan þyrftu að afkasta helmingi meira annars staðar miðað við höfðatölu, sem þýddi að það væri mörgum sinnum dýrara í byggingu. Forystumenn Abl. hefðu hugsað sér lóðir fyrir sjálfa sig á Miklatúni. Fylla ætti Laugardalinn af hús- um o.s.frv., o.s.frv. Sjálfstæðisflokkurinn vann kosn- ingamar m.a. með þessum ósann- indum. Því er rétt að líta nánar á afrek hins „samhent" og trausta" meiri- hluta sem hælist nú yfír að hafa efnt kosningaloforð sín. Þegar að er gáð blasa hvarvetna við hrapalleg mistök, en sem betur fer hefur ekki allt verið framkvæmt, þannig að enn er von. Verði hins vegar ekkert að gert verður fyrir- sjáanlega unnið óbætanlegt tjón á byggð og borgarlífi í Reykjavík. Grafarvogsskipulag Hugmyndin á bak við Rauða- vatnsskipulagið var að þar væri hægt að byija á því að byggja eftir þörfum og tengja við núverandi hverfí — Artúnshverfí og Selás — um leið og unnið væri að þéttingu núverandi byggðar annars staðar. Ljóst var þá þegar að áhugi fólks var ekki fyrst og fremst á stórum lóðum heldur var straumurinn tek- inn að beinast meira niður í eldri hverfin, bæði í endurbætt hús þar og nýbyggingar. Mistökin felast í eftirfarandi: Lítt áhugaverðu skipulagi frá fagurfræðilegu sjónarmiði — lóðir em allar í stöllum, eins og hrís- grjónaakrar í halla, þær em allt of stórar, byggðin þar með dreifð og lóðimar því dýrar. Offramboði á lóðum sem verður til þess að hverfíð verður ófrágengið um áraraðir og langt að sækja alla þjónustu. Punktakerfið, sem vinstri meiri- hlutinn kom á, var tilraun til að leiðrétta það misrétti sem hafði tíðkast gegnum árin, þ.e. að helst þurfí flokksskírteini í Sjálfstæðis- flokknum til að fá lóð. Punktakerfið var spor í rétta átt þó á því væra gallar. Það er góðra gjalda vert að reyna að anna eftirspum eftir lóðum, en að gera það með lántökum hjá væntanlegum byggjendum er ófyr- irleitið. Offramboðið sem nú er á lóðum í Grafarvogi er ein af mörgum óarð- bæmm fjárfestingum sem útsvars- greiðendur þurfa að borga. Skúlagötuskipulag Allir em sammála um að þétta byggð á þessu sviði, byggja íbúðir og fegra hverfíð, enda var sú þróun hafín. Samkvæmt skipulaginu á hins vegar að byggja svo mikið og hátt að jafnvel borgarmyndin sjálf rask- ast og eyðileggst, stórfellt niðurrif merkilegra og ágætra húsa er á dagskrá, hús sem ella gætu átt þátt í að glæða hverfíð lífí og hlýlegu yfírbragði. Allt þetta virðist gert til að hygla ákveðnum lóðareigendum. Þetta em ekki „bara“ mistök heldur einnig spilling. Astandið í hverfínu er nú skelfí- legt. Fólk er unnvörpum flúið á brott, borgin búin að kaupa fyölda húsa til niðurrifs, hverfísverslanir ramba á barmi gjaldþrots o.s.frv. Við höfum reynslu af skipulagi sem gerir ráð fyrir stórfelldu niður- rifí. Sú reynsla sýnir að slíkt skipu- lag stenst ekki, því það er aldrei útfært til fulls. Sumt verður rifíð og þá byggt stórt í staðinn og því standa bmnagaflamir upp úr eins og stórvaxin minnismerki um mis- tökin, sbr. Iðnaðarbankinn og Nýja bíó í Lækjargötu. Þetta má sjá um alla gömlu Reykjavík sem afleið- ingu af skipuiaginu frá 1929 sem gerði einmitt ráð fyrir stórfelldu niðurrifí. í borg eins og Reykjavík, þar sem ekki er meira um íjármagn en raun er á, er uppbygging eins og sú, sem fyrirhuguð er við Skúla- götu, óraunhæf. Miðbæjarskipulag- Hæð húsa tekur mið af hæstu húsum. Við Lækjargötu er t.d. tekið mið af Iðnaðarbanka og Nýja bíói. í deiliskipulagi frá 1981 af svoköll- Byg’gingastarf í Selja- sókn á kosningadag í SELJAHVERFI er unnið að -- miklnm framkvæmdum í ungu lí | hverfi, þar sem er lægstur meðal- aldur allra hverfa i Reykjavík. I safnaðarstarfinu er líka mikil gróska, þótt aðstæður þar séu allar erfiðar vegna húsnæðis- leysis. En kirkjubyggingin er á fullu. Þar er nú unnið við að undirbúa þak á einu húsinu af Ijórum, sem mjmda eiga kirkjumiðstöðina, og á einhveijum næstu vikum rís þar þakið. Stefnt er að því að hefja starfsemi þar þegar vetrarstarfið byijar í haust og því er mikill hugur í íbúum hverfisins við bygginguna. Þar þurfa allir að standa saman og leggja sitt fram. Kvenfélag Seljasóknar ætlar á kosningadaginn að minna íbúa hverfisins á byggingaframkvæmd- imar og jafnframt gefa þeim kost á að leggja hönd á plóginn og styðja kirkjubygginguna. A kjörstað f Ölduselsskóla munu konumar koma og bjóða merki kirkjubyggingarinn- ar. Kl. 13.30 opna konumar köku- basar í safnaðarsalnum í Tindaseli 3. Það er rétt við kjörstaðinn og upplagt að koma við, þegar búið er að kjósa og kaupa merki og taka þá með sér kökur til að hafa með kaffínu þegar heim er komið. íbúar Seljahverfís munu standa myndarlega að þessu eins og öðm, vinna að framlagi hins góða starfs í hverfínu og koma kirkjumiðstöð- inni upp hið fyrsta. Valgeir Astráðsson uðum Pósthússtrætisreit var allt annað upp á teningnum. Þar var gert ráð fyrir mun lægri húsum og lægri nýtingu til að tengja t.d. Kokkhúsið húsunum við Skólabrú, Kirkjutorg og Dómkirkjuna. Það er því ekki rétt sem Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson segir í blaði sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæ um núverandi skipulagstil- lögu að „þar sé gert ráð fyrir svip- aðri breytingu á götumynd Lækjar- götu að Skólabrú og í Austurstræti milli Lækjargötu og Pósthússtrætis. Ráðgert er að rífa á fjórða tug húsa sem skipulagshöfundar segja að séu einskis virði!! Fagleg vinnu- brögð eða hitt þó heldur. Hvað með homið á Austurstræti og Lækjar- götu þegar búið verður að rífa það og Hressingarskálann og byggja upp á 5 hæðir? Hvemig verður mannlífíð þar í skugganum? Halda skipulagshöfundar og aðrir sem halda þessum tillögum á loft, að sólin skíni ióðrétt yfír Reykvíkinga, eða á e.t.v. að leysa málið með því að hengja upp sólbaðslampa? Reykjavíkurflugvöllur Nú er búið að samþykkja að völlurinn skuli standa um eilífið í stað þess að leita í alvöm að öðmm stað fyrir innanlandsflugið. Það hefur ekki verið gert. Raunhæfur möguleiki gæti t.d. verið sá að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og leggja einteinungsbraut fyrir lest á milli, sem færi með a.m.k. 200 km hraða. Flugvallarsvæðið á skilyrðislaust að byggja. Það tengist byggðinni sem fyrir er eðlilega og er að öllu leyti mjög hagkvæmur kostur. Af flugvellinum er auk þess stórfelld slysahætta og hávaðamengun eins og dæmin sýna. Auk þess má ekkert byggja hærra upp í loftið en 60 metra yfír só og það getur verið annmarki út af fyrir sig þar sem slíkt væri ella fysilegt. (Tum Hall- grímskirkju nær reyndar 100 m yfír sjávarmál, en að vísu í óþökk flugmálayfírvalda.) Nýi miðbær- inn — Hagkaup Sú gífurlega aukning á verslun- arrými, sem þar er að verða til, er atlaga að allri verslun í gamla miðbænum og víðar og aigjör þver- sögn þegar um leið er sagt að í Kvosinni eigi að vera „miðstöð við- skipta, þjónustu og fjölskrúðugs mannlífs". Þessi stórfellda aukning á verslunarrými þýðir að í Reykja- vík verður tvöfalt meira verslunar- rými en þekkist annars staðar í heiminum. Spyija má einnig hvort þær 50 milljónir, sem það kostar að gera undirgöng að þessu verslun- arhverfí, mætti ekki nýta betur til einhvers annars. Umf erðarskipulag Þau áform sem uppi em um að breikka Sóleyjargötu og Fríkirkju- veg til að koma sem mestri umferð niður í gamla miðbæ em ekki ein- ungis mistök heldur afglöp og úr takt við tímann. Hluti af þessum hugmyndum er svo lagning Foss- vogsbrautar og Öskjuhlíðarbrautar. Með sæmilega siðuðum þjóðum em menn löngu hættir að auka bfla- umferð að gömlum borgarkjömum. Fyrir löngu er komið í ljós að slíkt stuðlar ekki að betra mannlífi held- ur þvert á móti. Þess í stað verður að efla almenningsvagnakerfíð og auka forgang þess og leigubíla. Niðurrif sstef nan sem nú er að ná sér aftur á strik Ég hef setið í byggingamefnd borgarinnar, bæði sem formaður á Magnús Skúlason „ Við erum kannski komin að kjarna máls- ins. Það er engum flokki hollt að vera stöðugt við völd og það í tugi ára, raða mönn- um sínum á garðann án tillits til menntunar og hæfileika. Slíkt býður upp á spillingu og mis- tök eins og dæmin sýna.“ dögum vinstri meirihluta og nú sem óbreyttur liðsmaður. Með nýrri byggingarreglugerð og byggingarlögum frá 1979 var það leitt í lög að sækja þyrfti um niðurrif til byggingamefnda. Þetta var okkur, sem höfðum barist gegn niðurrifi merkra húsa, mjög kær- komið. Við umQöllun á umsóknum um niðurrif var þá komið á þeirri verk- lagsreglu að sýnt skyldi hvað koma ætti í stað húss sem hyrfi, áður en heimild yrði veitt. Um þetta var algjör samstaða í nefndinni, enda á þessi regla sér stoð í byggingarlög- unum frá 1978 þar sem segir að um öll „þau mannvirki sem áhrif hafa á útlit umhverfísins" skuli fjallað í byggingamefnd. Eins og allir vita er mikill sjónar- sviptir að því að fjarlægja hús, og því nauðsynlegt að vita hvað koma skal í staðinn. Á tímabilinu 1978—1982 var ekki rifíð eitt einasta merkilegt hús, þess var gætt. Þegar hins vegar hinn nýi meirihluti tók við, kom fljótléga í ljós mikill áhugi á að rífa sem mest og fengnir vora lög- fræðingar, sem þekktir vom fyrir skilningsleysi á eldri byggð, til að úrskurða að fyrrgreind verklags- regla stæðist ekki lög og skyldi ekki notuð. Það er auðvitað hægt að rífa hús þó að þessi regla sé við lýði, en þegar meirihlutanum liggur svo á að láta rífa sem raun ber vitni, þvælist svona regla fyrir. Nógu slæmt er að þurfa að senda málin til umíjöllunar Umhverfismálaráðs, sem þó hefur samþykkt flestar niðurrifsbeiðnir. Á kjörtímabilinu hafa horfið ýmis merk hús, svo sem Fjalakötturinn, Breiðfírðingabúð og nokkrir stein- bæir, en á dagskrá er að rífa á næstunni nærri 100 hús, sem hvert um sig er mjög mrkilegt, þ.e.a.s. fái núverandi meirihluti að ráða ferðinni. Byggingamefnd er eiginlega nokkurs konar afgreiðslu- og eftir- litsnefnd, sem á að gæta þess að farið sé eftir lögum og reglugerðum ýmsum, auk þess að fjalla um mannvirki með tilliti til útlits. Ég hef átt ágæta samvinnu við núverandi formann nefndarinnar, Hilmar Guðlaugsson, yfír árin, og í sameiningu höfum við leyst úr ýmsum vanda manna sem til okkar hafa leitað, en þegar kemur að nýbyggingum í eldri hverfum, þar sem sýna þarf fyllstu aðgát vegna þess umhverfis sem fyrir er og íbúa þess, breytist hljóðið í strokknum. Þá er oft eins og allt sé ákveðið fyrirfram, faglegur metnaður er látinn víkja, lítið tillit tekið til at- hugasemda nágranna, öll umræða til lítils, jafnvel þótt viðkomandi hús sé of stórt og jafnvel illa hannað. Málið er samþykkt með handa- auppréttingum meirihlutans í takt. Sumar hendur hanga að vísu dálítið og ólundarsvipur sést, en málið er í höfn. Þama er hinn „trausti og samhenti" meirihluti að störfum. Við emm kannski komin að kjama málsins. Það er engum flokki hollt að vera stöðugt við völd og það í tugi ára, raða mönnum sínum á garðann án tillits til menntunar og hæfíleika. Slíkt býður upp á spillingu og mistök eins og dæmin sýna. Hvað t.d. með Hamarshúsið, Stangarholtið eða átta hæða íbúðablokk sem breiðir sig fyrir útsýni fólks í Hvassaleiti? Hvað með 100 herbergja hótel upp á 4 hæðir fyrir framan íbúa Sigtúns, með tilheyrandi umferð? Hvað segja íbúar Álfheima við ennþá stærri badmintonskemmu sem breiðir sig fyrir útsýni niður Laugardalinn? Og hvað segja íbúar við Gnoðar- vog þegar skyndibitastaður, banki o.fl. með tilheyrandi bílastæðum rís fyrir utan glugga þeirra? Um leið og ég vil óska okkur til hamingju með nýja Laugaveginn, sem er gömul hugmynd okkar eins og líka Þórsgatan, þykir mér rétt að minnast lítillega á útivistarsvæð- ið í Laugardal sem nú er gumað af. Það er af því góða að planta mnnagróðri umhverfís Laugardal- inn og laga þar til, og kannski kemur einhvem tímann bamatívólí o.fl. Grasgarðurinn er nú þegar kominn. En hvað með Miklatún, er ekki rétt að ljúka við það? Það er ekki nóg að planta bara tijám. Fyrir Iiggur skipulag sem sýnir sam- komusvæði, boltavöll, gæsluvöll, minigolf, umferðarleiksvæði, sér- hannaðan garð fyrir blinda o.fl. Hvemig væri að gera Hljóm- skálagarðinn líka meira aðlaðandi fyrir böm á því sviði. Niðurlag Það er skondið að opna bláu bók- ina núna og finna á fyrstu opnu mynd af borgarstjóranum okkar við hliðina á mynd af bömum sem em að fara yfír upphækkaða gangbraut í gamla Vesturbænum. Látum liggja á milli hluta hvað Breiðholts- vagninn er að gera á Öldugötunni. Ef hann er farinn að gera þess konar framkvæmdir að baráttumál- um sínum, þá emm við orðnir samheijar. Batnandi manni er best að lifa, en sannleikurinn er sá, að borgar- stjórinn og fleiri í borgarráði hafa ekki verið ýkja hrifnir af hraða- hindrandi aðgerðum, hvorki í Gamla bænum né annars staðar. Ástæðan fyrir því að þessi mál hafa þokast í rétta átt nú, er ára- löng barátta íbúasamtaka, foreldra og kennarafélaga. Einnig hefur komið til eindreginn stuðningur Alþýðubandalagsins með Guðrúnu Ágústsdóttur í þroddi fylkingar ásamt dyggum stuðningi Katrínar Fjeldsted, borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins. Þetta dæmi sýnir hvemig sam- vinna borgarfulltrúa og íbúa hverf- anna (hverfasamtaka) gæti gefið af sér jákvæðar lausnir, þar sem sleppt er persónulegu níði, pólitísk- um fyrirgreiðslum — spillingu. Með tilvísun til hinna margföldu mistaka í skipulags- og byggingar- málum, sem drepið hefur verið á, eiga orð núverandi borgarstjóra vel við: „Fortíðin er vegvísir inn í fram- tíðina." Höfundur er arkitekt og fulltrúi Alþýðubandalagsins iByggingar- nefnd Reykja víkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.