Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 + Blý- og zinknáma verði lýst gjaldþrota: Eina ráðið til að halda áfram rekstri námunnar — segir Tom Höyem Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, Grænlandsfréttaritara Morgunblaðsins. DANSKI Grænlandsmálaráðherrann, Tom Höyem, hefur krafist þess að námafyrirtækið Greenex verði lýst gjald- þrota. Greenex rekur blý- og zinknámuna Marmorilik við Umanak á norðvesturströnd Grænlands. Landsréttur Grænlendinga fjallar um beiðnina um að fyrirtækið verði lýst gjaldþrota á fimmtudag. Höyem fór fram á að fyrirtækið yrði lýst gjaldþrota vegna þess að Greenex hefur tilkynnt að námunni yrði lokað. Það borgi sig ekki lengur að reka hana vegna lækkandi zink- verðs. Kanadíska móðurfyrirtækið Cominco sendi fyrr á þessu ári 35 milljónir dollara til grænlensku námunnar. Cominco neitaði að senda meira þegar þetta fé fór allt í rekstur og ákvað Greenex þá að loka námunni. Blý- og zinknáman er stærsti vinnustaður á Grænlandi og vinna þar 350 manns. Umanak- sveitarfélagið hefur helming tekna sinna af skattheimtu af starfsmönn- um við námuna. Danska Grænlandsmálaráðu- neytið reyndi að komast að sam- komulagi við ýmsa aðilja um að halda áfram rekstri námunnar eftir að tilkynnt var að henni ætti að loka. Bæði sænska fyrirtækið Bolid- en og finnska fyrirtækið Outu- kompu komu til greina, en Cominco krafðist hærri upphæðar fyrir hlutabréf í Greenex en Boliden vildi greiða. Höyem segir að þetta hafi verið eina ráðið til að halda áfram rekstri námunnar. Áskorun frá 20 rithöfundum í Kína: Ottast að allt að 600manns hafi farist AÐFARANÓTT sl. mánudags hvolfdi tviþilja farþegafeiju I ofsaveðri á Bengalflóa. Var skipið á siglingu með skemmtiferðarfólk á heimleið frá eyjunni Bhola á Bengalflóa til Dhaka, höfuðborgar Bangladesh. Talið er, að um 1500 manns hafi verið með í þessari ferð, en feijan mátti mest taka 1000 farþega. Um 200 lík hafa þegar fundist, en óttast er að allt að 600 manns hafi farist í slysinu. Eins og sjá má á myndinni reyndu þeir, sem lifðu fyrstu byltuna af, að haldast við á kili skipsins, en sterkar vind- hviður sviptu mörgum þeirra á brott. Yilja lög til að tryggja tjáfrelsi Sakharov býðst til Peking. AP. TUTTUGU af kunnustu rithöfundum Kína hafa hvatt til þess, að sett verði lög til að tryggja, að rithöfundar, lista- menn og vísindamenn hafi frelsi til að láta í ljós skoðanir að hætta öllu andófi sinar. Skýrði Xinhua, hin frá þessu í gær. Rithöfundamir halda því fram, að slík stefna sé grundvallarþáttur í kenningum marx-leninismans og sósíalísku lýðræði. Báru þeir til- lögu sína um hin nýju lög fram í síðustu viku á ráðsteftiu, sem hald- in var á vegum Dagblaðs alþýðunn- ar, málgagns kínverska kommún- istaflokksins. Var ráðstefnan hald- in til þess að minnast 30 ára afmælis „Hundrað blóma“-hreyf- ingarinnar svonefndu, sem barðist opinbera fréttastofa landsins, fyrir frelsi menntamanna en varð skammlíf. Hreyfing þessi kom fram 1956 og dró nafn af hvatningarorðum Maos formanns: „Lofum hundrað blómum að blómstra og hundrað hugmyndastefnum að keppa.“ Innan hreyfingarinnar skapaðist víðtæk gagnrýni á kommúnista- flokkinn, sem svaraði með því að refsa menntamönnum fyrir að láta í ljós skoðanir sinar. Á ráðstefnu rithöfundanna nú var því haldið fram, að ráðstafanir yrði að gera til að hvetja og vemda það fólk, sem starfaði sem frum- kvöðlar á sviði vísinda, bókmennta og lista. Margir menntamenn í Kína voru ofsóttir á dögum menningarbylt- ingarinnar 1966—1976 og margir þeirra eru enn mjög varkárir í að tjá skoðanir sínar. Hamborg’. AP. SOVÉZKI andófsmaðurinn Andrei D. Sakharov hefur boðist til að hætta öllu andófi ef sovézk yfirvöld leyfa honum að snúa aftur til visinda- og fræðistarfa í Moskvu. Þetta kemur fram í viðtali, sem HeraJd Tribune á í gær við stjúpdóttur Sakharovs, Tatiönu Yankelevich. Yankelevich segir Sakharov hafa skrifað Mikhail Gorbachev, for- manni sovézka kommúnistaflokks- ins, bréf í júlí sl. þar sem hann hefði boðist til að hætta andófsað- gerðum gegn því að fá að heíja aftur fræðistörf í Moskvu. Hún sagðist hafa gert sér vonir um að bréfið yrði alla vega til þess að Sakharov og kona hans, Yelena Bonner, fengju að snúa aftur til Moskvu, þar sem þau áttu heimili áður en þau voru dæmd til útlegðar í Gorkí. Þau hafa verið í útlegð í Gorkí frá því í janúar 1980, en þangað voru þau send eftir að Sakharov gagnrýndi innrás Sovét- manna í Afganistan. Yankelevich er búsett í Banda- nkjunum, en er nú í Evrópu ásamt móður sinni, sem snýr á mánudag- inn til Moskvu eftir sex mánaða dvöl á Vesturlöndum þar sem hún leitaði sér lækninga. í gær var fyrirhugaður fundur frú Bonner og Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, í London. í bréfinu til Gorbachevs mun Sakharov hafa áskilið sér rétt til að „tjá sig um sérstök mál“, sem upp kynnu að koma. Hann hefur látið ýms mál til sín taka, t.d. af- vopnunarmál, en ekki einskorðað andóf sitt við mannréttindamál. Vestur-þýzka blaðið Bild segist í gær hafa fengið nýtt myndband af Sakharov. Þar sést hann m.a. í símaklefa og mun þá hafa verið að tala við konu sína, sem stödd var í Bandaríkjunum. Jafnframt sé á því viðtal við Sakharov þar sem hann svarar ýmsum spurningum varðandi slysið í kjamorkuverinu í Chemobyl 26. apríl sl. Thailand: 20 létu lífið 1 skotárás- um á búðir flóttamanna Bangkok, Thailandi. AP. SKOTARASIR voru gerðar á Forfaðir pandabjarnarins fundinn Sidney. AP. VÍSINDAMAÐUR, sem rann- sakað hefur steingervinga sem fundust á Nýju-Gíneu fyrir 20 árum segir að þeir séu af risa- vöxnum pokabirni, sem geti verið forfaðir pandabjarnarins hins kínverska. Dýrið vó sennilega um 200 kíló, lifði fyrst og fremst á bambusviði og gekk um á afturfótunum í hitabeltisskógum. „Þetta gerir dýrið einstakt í sinni röð,“ segir dr. Tim Flannery, steingervinga- fræðingur í Ástralíu. „Þetta er fyrsta vísbendingin um að risa- pokadýr gætu lifað í þessu lofts- lagi og farið ferða sinna upprétt," bætti hann við. Flannery sagði að kolefnisrann- sóknir bentu til þess að steingerv- ingamir væm um 38 þúsund ára gamlir. Segir hann að dýrinu hafi greinilega verið útrýmt af veiði- mönnum á steinaldarstigi. „Þetta er stærsta dýr sem vitað er til að hafi lifað á Nýju-Gíneu,“ sagði hann. Það vom fmmbyggjar á þess- um slóðum sem fundu beinin fyrir 20 ámm, þegar unnið var að gerð flugbrautar á eyjunni. Vegna hjá- trúar vildu þeir ekki snerta þau og eyðilögðu sum þeirra. Prestur á svæðinu gerði sér hins vegar grein fyrir vísindalegu gildi þeirra og kom þeim í hendur vísinda- manna. Þau lágu síðan ósnert á safni í Ástralíu þangið til snemma á þessu ári að hafist var handa um að rannska þau. flóttamannabúðir Kambódíu- manna í Thailandi í gær, skammt innan austurlandamæranna. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið og 41 særðist i árásunum, að sögn háttsetts starfsmanns Rauða krossins. Starfsmaður Alþjóðanefndar Rauða krossins (ICRC) sagði, að fyrir árásunum hefðu orðið búðir, sem nefndin bæri ábyrgð á og sinnti með læknisþjónustu. Talið er, að víetnamskar her- sveitir, sem aðseturhafa í Kambód- íu, hafi staðið fyrir árásunum. Atta flóttamannabúðir eru á þessu svæði meðfram landamærum Thailands ogKambódíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.