Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 26
26 _____________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986_ Valið stendur um forystu sjálfstæðismanna eða sundraða vinstri flokka eftir Guðjón Guðmundsson Á Akranesi hefur verið meirihluta- samstarf með Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki frá kosningunum 1982. í upphafi var Alþýðubanda- iagið einnig í meirihlutanum en hætti strax vegna einstrengings- legra skoðana við val á bæjarstjóra. Eftir síðustu kosningar var end- umýjað meirihlutasamstarf þriggja flokka sem hófst eftir að vinstri meirihlutinn hrökklaðist frá 1977. Við auglýstum strax eftir bæjar- stjóra því fyrir lá að þáverandi bæjarstjóri myndi ekki vilja starfa áfram. Alþýðubandalagið beit það í sig að aðeins einn maður kæmi til greina í starfíð en aðrir fulltrúar meirihlutaflokkana voru ekki tii- búnir að fallast á það og þar með hættu þeir samstarfi við okkur. Það er augljóst að í samstarfí sex full- trúa úr þrem flokkum gengur ekki svona einstrengingsháttur. í dag sjá allir að vel tókst til með ráðningu bæjarstjóra. Ingimundur Sigurpáls- son hefur staðið sig framúrskarandi vel í starfí og ýmsir þeir sem greiddu atkvæði gegn honum fyrir §órum ámm vilja nú að hann haldi áfram starfi sínu að loknum kosn- ingum. Samstarf okkar sjálfstæðis- manna og Guðmundar Vésteinsson- ar bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins hefur gengið í alla staði mjög vel. Við höfum rætt þau mál sem hefur þurft að leysa og alltaf getað náð samkomulagi. í svona samstarfí verða menn að hafa vilja til að leysa ágreiningsmái og virða skoðanir annarra og þannig tel ég að við höfum unnið. Miklar framkvæmdir Skólamálin hafa verið númer eitt hjá meirihlutanum á kjörtímabilinu því við höfum búið við vandræði í grunnskólamálum. Við höfum á þessu kjörtímabili sett í fram- kvæmdir og byggingar á skólum alls 136 milljónir króna á verðlagi í dag, sem eru stórar upphæðir fyrir ekki stærra bæjarfélag. Við höfum einnig sinnt varanlegri gatnagerð á myndarlegan hátt. Alls hafa verið lagðir um 4 km af bundnu slitlagi og svipuð vegalengd í gangstéttum og jafnframt þessu höfum við snyrt umhverfí gatnanna t.d. við inn- keyrsluna í bæinn sem tekið hefur algjörum stakkaskiptum. Við stönd- um einnig í framkvæmdum við byggingu sundlaugar og stefnum að því að taka hana í notkun á næsta ári. Þessi framkvæmd var orðin mjög aðkallandi, því laugin sem við búum við er orðin alltof lítil. Við höfum einnig tekið mjög myndarlega á hafnarmálunum, t.d. lokið við gerð flotbryggju fyrir smábáta og einnig við uppsetningu löndunarkrana. Einnig hefur verið reistur viðlegukantur fyrir skipavið- gerðir í Lambhúsasundi. Grjótvörn hefur verið stórbætt með yfír 50.000 m8 af gijóti. Undanfarið hafa staðið yfír umfangsmiklar lík- anatilraunir hjá Hafnarmálastjóm vegna brimvamaraðgerða. Við höf- um tekið í notkun nýtt dagheimili sem leyst hefur biýnan vanda. Við höfum eflt og endurskipulagt vinnu- skóla bæjarins og óhætt er að segja að hann sé til fyrirmyndar miðað við aðra hliðstæða starfsemi. Fleira mætti nefna en þetta er það helsta. Áf ramhaldandi upp- bygging Á yfírstandandi kjörtímabili hef- ur okkur í meirihlutasamstarfínu tekist að koma í framkvæmd svo til öllum stefnumálum okkar frá síðustu kosningum, enda hefur kjörtímabilið sem nú er að ljúka verið Akumesingum mjög farsælt. Fyrir þessar kosningar leggjum við áherslu á áframhaidandi þróttmikið uppbyggingarstarf í bænum. Við viljum að dvalarheimilið Höfði verði stækkað enda mjög brýn fram- kvæmd. Við viljum að haldið verði áfram uppbyggingu hafnarinnar samkvæmt hafnaráætlun sem samþykkt hefur verið. Við viljum að lokið verði byggingu sundlaugar á næsta ári. Við viljum að enn meira átak verði gert í varanlegri gatnagerð, lagningu gangstétta og fegrun opinna svæða. Við leggjum þunga áherslu á atvinnumálin, enda eru þau undirstaða góðrar efna- hagsafkomu bæjarbúa. Við viljum einnig leggja ríka áherslu á öflugt æskulýðs- og íþróttastarf, jafn- framt því sem hafin verði sókn til vamar vímuefnum. Þá viljum við að áframhald verði á öflugri upp- byggingu grunnskólanna. Að lokum vil ég nefna það að nauðsynlegt er að koma sorpeyðingu í viðunandi horf og eins að koma skolpúthlaup- um bæjarins út fyrir stórstraums- íjöruborð og að því munum við vinna af krafti. Tímamótasamning’ur Alþýðubandalagið hefur haldið uppi miklum áróðri gegn okkur, sérstaklega sl. haust og greinilegt var að þeirra áætlun var að gera skólamálin að miklu kosningamáli nú. Þessar raddir hafa nú snarlega þagnað. Við höfum náð samningum Athugasemd vegna frétt- ar af frumritum Nonna Elsta handrít frá hendi Nonna skrífað í menntaskólanum í Amiens þegar hann var innan við tvítugt. Morgunblaðinu hefur boríst eftirfarandi: Haraldur Hannesson hagfræð- ingur hefur óskað eftir að koma því á framfæri, að mikils misskiln- ings gæti í frétt sem birtist hér í Morgunblaðinu í fyrradag og höfð er eftir Sverri Hermannssyni menntamálaráðherra. Segir þar að Jesúítareglan vilji selja frumrit séra Jóns Sveinssonar, Nonna, sem nú eru varðveitt hér á landi, en ekki í Köln eins og ranglega segir í frá- sögn blaðsins. Slik sala hefur aldrei komið til tals. Þegar séra Jón Sveinsson andað- ist í Köln, 16. október 1944, voru eftirlátin handrit hans, bækur og skjöl tvístruð víðs vegar, enda var álfan að mestu leyti í auðn og upplausn í styijaldarlok. Jóhannesi Gunnarssyni þáver- andi Hólabiskupi, sem var einkavin- ur og nemandi séra Jóns við menntaskólann Sct. Andreas- Kollegium í Ordrup við Kaup- mannahöfn, féll þetta mjög illa, og vildi hann sjá svo til að þessum menningarverðmætum yrði bjarg- að. Nú vissi hann að Haraldur var kunnugur verkum séra Jóns Sveins- sonar og að hann hafði ásamt þekktum tékkneskum Jesúítapresti unnið að útgáfu ævisögu hans á tékknesku. Þessvegna bað hann Harald að ferðast um Evrópu og freista þess að ná þessum íslenska menningararfí saman aftur og ef mögulegt væri að fá hann fluttann hingað til íslands til varðveislu og athugunar. Fyrir tilstuðlan herra biskups var honum hvarvetna vel tekið og tókst að fá þessi gögn hingað til lands á árunum 1947—1950. Var þetta gert með vilja og aðstoð Krists- munka og Herder-forlagsins í Frei- burg, sem frá upphafí hafa séð um útgáfu Nonnabókanna. Á aldarafmæli Nonna, 1957, var eftit til minningarsýningar í Þjóð- minjasafni á þessum gögnum og vakti hún mikla athygli þeirra sem hana skoðuðu. Frá því að þetta safn séra Jóns kom hingað til lands eru nú liðin tæp 40 ár. Allar götur síðan hefur Haraldur unnið þessu safni í hjá- verkum frá stöðu sinni sem for- stöðumaður Bóka- og myntsafns Seðlabanka íslands. Hefur safnið vaxið mjög i höndum hans og er þar nú að finna nærri allt það sem BIBLÍA I'At) KU HEILÖG ItlTNlNG, KNDIIRSKOtMlt) ÚTÍIAFA. PPKN'iTJD í PKKXTKMinJi; STirfTISIVOnnF-S I l.ir.\l)f)NIIM, A KU3INAU IIINH ItlllOKA OU Klíl.K.SHA IIIUlJUVfil.AUS. ISUO. Meðal þess sem Haraldur Hann- esson varðveitir í safni um Nonna er biblía sem móðir hans gaf honum ásamt Passiusálmum Hallgríms Péturssonar daginn sem hann hélt frá Akureyri. vitað er um að komið hafí út um eða eftir séra Jón víðs vegar um allan heim. Þama eru öll handrit hans sem til eru, blaðagreinar, úr- tök, sérprentanir, mikið ljósmynda- safn og margt fleira sem of langt yrði upp að telja. Haraldi er mjög í mun, að safnið verði til frambúðar varðveitt hér á landi og þvl búinn virðulegur sess í þjóðarbókhlöðu landsins. Hefur hann fært þetta í tal við reglu Kristsmunka sem hafa tekið vel undir þessa málaleitan, þótt engin endanleg ákvörðun hafí verið tekin í þessu efni, enda hér um viðkvæmt mál að ræða. En eitt er víst, segir Haraldur, að þetta safn verður Guðjón Guðmundsson „Ég tel að kosningarn- ar snúist fyrst og fremst um það hvort sjálfstæðismenn eigi áfram að hafa forystu í bæjarmálunum á Akranesi eða hvort við á að taka samsuða þriggja eða fjögurra vinstri flokka. Eg vil minna á að vinstra samstarf hefur verið reynt tvisvar á Akra- nesi en endaði í bæði skiptin með ósköpum og urðu sjálfstæðis- menn að taka við á miðju kjörtímabili.“ Jón Sveinsson þegar hann var um sjötugt. aldrei metið til peninga. Slíkt væri ekki samboðið þeim sem þykir vænt um minningu séra Jóns Sveinsson- ar. Hugmjmdum sfnum kom Harald- ur á framfæri við Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra, sem síðan ræddi þetta mál við Sverri Hermannsson mentamálaráðherra. Fögnuðu báðir þessir ágætu menn þessum hugmyndum og gerðu sér ferð til Haraldar til þess að skoða safnið. Er skemmst frá því að segja að þeir hrifust af þessari fágætu íslensku menningararfleifð og hétu því, að þeir skyldu stuðla að þvf eftir mætti að safnið yrði varðveitt með virðulegum hætti heima á ættjörð Nonna, sem hann unni framar öllu öðru alla sína löngu ævi. Haraldur hefur boðist til að af- henda Þjóðminjasafni íslands myndir breska málarans Colling- woods, 36 að tölu, sem Herder bókaútgefandi í Freiburg í Vestur- Þýskalandi gaf honum á sínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.