Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986 49 en á ýmsum aldri og því skólatími þeirra mjög mismunandi. Sú leið hefur því verið farin hingað til að láta þeim í té ókeypis farmiða með strætisvagninum sem þau nota, hver eftir sínum þörfum, án þess að þurfa að bíða. Nú er skóla- bömum heldur að fjölga á svæð- inu og með vaxandi samfelldni í skólum er þetta nú til athugunar á ný í Skólaskrifstofu borgarinn- ar. 6. Tillögur um Suðurgötu em til en ekki alveg endanlegar m.a. -vegna þess að eíin er unnið að skipulagi háskólasvæðisins beggja vegna hennar. Að öllum líkindum verður lokið við hana á næsta ári vestur að innkeyrslu að Hótel Sögu. Brúin á Bústaðavegi Eiður Guðnason, Kúrlandi 24, spyr: Fulltrúar foreldrafélaga við Fossvogsskóla, Hvassaleitis- skóla og Réttarholtsskóla rit- uðu nýlega Umferðarnefnd Reykjavíkur bréf og lýstu þar áhyggjum vegna umferðar- þunga. í riti sem Sjálfstæðisflokkur- inn dreifði á öll lieimili í borg- inni um síðustu helgi og heitir Áfram Reykjavík er næst á eftir ávarpsorðum borgar- stjóra fjallað um greiða umferð ogslysavamir. Þar er talað um brúna á Bústaðavegi, „sem tekin var í notkun fyrir tæpu ári“. Rangt. Vonandi eru aðrar staðreyndir í þessu riti traustari. Bústaða- vegsbrú var tekin í notkun 17. desember 1985. Síðan eru rúm- ir fimm mánuðir. Þar er talað um Bústaða- vegsbrú, sem lið í þvi að byggja upp stofnbrautir í höfuðborg- inni. Nú er Bústaðavegur ekki stofnbraut, heldur tengibraut að því er undirritaður veit best. Bústaðavegur liggur í gegnuin íbúðahverfi og sker skóla- hverfi. Hvenær varð Bústaða- vegur stofnbraut? Ennfremur segir í áður- nefndu riti: „Áfram verður unnið við Bústaðaveginn á næstunni þannig að brúin nýtist til fullnustu". Spurt er: Hvaða framkvæmdir eru á döfinni við Bústaðaveg og hvenær verður í þær ráðist? Verður ráðist í framkvæmdir samkvæmt til- lögum foreldra og kennarafé- laga í hverfinu? Svör: Núgildandi aðalskipulag Reykjavfkurborgar gerir ráð fyrir, að Bústaðavegur framlengist vestur fyrir Kringlumýrarbraut, sveigi norður fyrir Öskjuhlíð og komi sem ný gata suðvestan við slökkvistöð og Sölufélag garð- yrkjumanna. Bústaðavegur verð- ur fjórar akreinar á kaflanum milli Kringlumýrarbrautar og Miklatorgs. Umferðarspár gefa til kynna, að f framtfðinni verði meirihluti umferðar á þessum kafla tengdur Kringlumýrarbraut, þ.e. bílar, sem eru á leið til eða frá nágrannasveitarfélögunum í suðri. Þessi kafli er þvf eðlilega flokkaður sem stofnbraut. Austan Kringlumýrarbrautar hefur Bú- staðavegur ávallt verið flokkaður sem tengibraut, og liggur engin ákvörðun fyrir um að breyta því. Um þessar mundir er verið að vinna við endurskoðun á aðal- skipulagi Reykjavíkurborgar. í því sambandi hafa verið lögð fram drög að stefnumörkun fyrir bíla- umferð. Samkvæmt þeim drögum er lagt til að stofnbrautakerfíð verði gert það vel úr garði, að það rúmi alla þá umferð, sem vill nota það. í sambandi við Bústaðaveg austan Kringlumýrarbrautar virðist Fossvogsbraut vera sá kostur, sem helst kemur til álita til að draga úr umferð á Bústaðavegi. Annar kostur er breikkun Miklu- brautar og gerð umferðarbrúa á gatnamótum hennar. Þessir kostir verða athugaðir nánar á næst- unni. Að svo komnu máli er ekki á dagskrá að breikka Bústaðaveg austan Háaleitisbrautar, umferð- arljós hafa nú verið sett upp á öllum meiriháttar gatnamótum við Bústaðaveg nema gatnamót hans og' Sogavegar/Stjömugróf- ar. Á dagskrá er að setja gang- brautarljós á Bústaðaveg á móts við Ásgarð. Á þessu sumri verða sett umferðarljós á gatnamót Bústaðavegar og Reykjanes- brautar, sem era nyrstu umferð- arljós í keðju samstilltra ljósa á Reykjanesbraut allt að Nýbýla- Vegi. Þessi ljós era nauðsynleg vegna tenginga Reykjanesbrautar suður til Hafnarfjarðar sem lokið verður á þessu ári. Einstefna í Einholti? Marís Kristinn Arason, Ein- holti 9, spyr: Mikil umferð er í Einholtinu og bílarnir aka hér greitt. Þvi spyr ég borgarstjóra hvort hann vilji beita sér fyrir því að Einholtið verði gert að ein- stefnuakstursgötu frá Háteigs- vegi og að Skipholti? Svar: Þetta mál hefur aldrei komið upp og varhugavert er að setja á einstefnu í einstökum götum án þess að líta á hverfín í heild. Engu að síður mun ég biðja umferðar- deild að líta á þetta mál. Bílastæði við Landakotstún Stefana G. Karlsdóttir, Há- vallagötu 17, spyr: Hvað varð um öll þau bíla- stæði sem teiknuð voru fyrir framan safnaðarheimili og skrifstofubyggingu kaþólska safnaðarins númer 14 og 16 við Hávallagötu. Teikningin var birt í Morg- unblaðinu um það leyti sem framkvæmdir voru að hefjast og voru þá bílastæðin í ská í röð fyrir framan byggingam- ar. Þar sem aðeins eru bílastæði fyrir íbúa götunnar á Hávalla- götu getur þú ímyndað þér öngþveitið sem skapast þarna vegna ólöglega lagðra bifreiða þegar haldnir eru fjölmennir bræðrafundir, basarar og önn- ur kaffisamsæti. Bíllinn á meðfylgjandi mynd er bUI systra sem áttu erindi við skrif- stofuna en var lagt í bílastæði undirritaðrar. Svar: Borgin lét skipuleggja austur- hluta Landakotstúns og vora gerðar tillögur um skástæði með- fram Hólavallagötu, en íbúar mótmæltu þeim og var hætt við þau. Varðandi stæði fyrir bygg- ingar kaþólska safnaðarins var gert ráð fyrir að bflastæðaþörf væri fullnægt á lóð þeirra og fímm stæði eiga að vera norðan við götu samsíða kanti. Sé þetta ekki nóg verð ég að beina til þeirra tilmælum um úrbætur. Gangstétt við Eiðsgranda Hólmfríður Jensdóttir, Meistaravöllum 5, spyr: a) Getur borgarráð ekki beitt sér fyrir því að endurbæta hreinsibúnað í síldar- og fisk- mjölsverksmiðjunni við Norð- urgarð í Örfirisey? I vissri átt leggst mikill óþefur yfir Vest- urbæinn og inn í íbúðir fólks. Svar: Þessi verksmiðja starfar nú aðeins á meðan á loðnuvertíð stendur. Mér er tjáð að illa hafí gengið að ná burt lykt með tækni- búnaði en þetta fyrirtæki hefur sótt um starfsleyfí hjá Hollustu- vemd ríkisins en kvartanir um starfsemi þess era mjög fátíðar. b) Hvers vegna eru sund- staðir borgarinnar ekki merkt- ir, eins og flugvöllur og sjúkra- hús, erlendra ferðamanna vegna? Svar: Góð spuming, ég mun gera tillögu um bætta merkingu. c) Hvenær verður lagfærð gangstétt á Eiðsgranda, móts við fjölbýlishús Byggung? Svar: Gangstétt við Eiðsgranda verð- ur fullgerð strax og Byggung hefur lokið við byggingu á bflskýli sem er meðfram gangstéttinni. Væntanlega verður þeim fram- kvæmdum lokið um mitt sumar. d) Hversvegna er borgin svo fátæk af sctbekkjum? Okkur, sem þykir gaman að ganga um borgina, þykir líka gott að geta sest niður og hvílst? Svar: Á þessu ári hafa verið keyptir 50 bekkir, alls munu verða um 400 bekkir á almannafæri í borg- inni í sumar. Hraöahindranir við Kambasel Halla Þorsteinsdóttir, Kambaseli 8, spyr: Fyrir tveim árum voru sendir undirskriftalistar til gatna- málastjóra þar sem beðið var um að settar yrðu upp hraða- hindranir við Kambasel en ekkert hefur gerst í málinu enn. Hér í hverfinu er mikið af börnum og skóli stendur hinum megin við götuna. Því langar mig til að spyija borgar- stjóra hvort hann sé tilbúinn til þess að beita sér fyrir því að hraðahindranirnar verði settar upp við Kambasel og þá hvenær íbúar hverfisins geti átt von á því að það verði gert? Svar: Þetta erindi hefur verið til athugunar í umferðamefnd. Hef- ur nefndin m.a. skoðað aðstæður á staðnum, en hefur ekki afgreitt þetta mál að svo komnu máli. Umferðaróhöpp í Reykjavík Kristín Viktorsdóttir, Byggðaenda 8. Umferðarþungi hefur aukist mjög á Bústaðavegi eftir að brúin yfir Kringlumýrarbraut var tekin í notkun. Mikið af bílum sem eiga leið í Breið- holtið aka nú um Bústaðaveg. Þeir sem búa hér í hverfinu eiga erfitt með að komast inn á Bústaðaveg. Sérstaklega eru gatnamótin fyrir neðan Bú- staðakirkju og gatnamótin Bú- staðavegur, Sogavegur og Stjömugróf umferðarþung. Því spyr ég hvað stendur til með að gera varðandi umferð- ina á þessu svæði? Einnig vil ég spyija að því hvað almennt stendur til að gera í gatnamálum borgarinn- ar. Alls staðar liggja þvergötur út á aðalbrautir. Væri ekki hægt að hafa fleiri undirgöng og brýr eins og víða erlendis? c) Hefur verið gerð úttekt á árekstrum í borginni? Hvaða árekstrar séu algengastir og við hvaða aðstæður? Ef svo er hvað á að gera til úrbóta? Svar: Um þessar mundir stendur yfír vinna við endurskoðun aðalskipu- lags Reykjavíkur. í því sambandi hafa verið lögð fram drög að stefnumörkun fyrir bflaumferð. Samkvæmt þeim drögum er gert ráð fyrir því, að stofnbrautarkerfí Reykjavíkur verði byggt það vel upp, að það rúmi alla þá umferð, sem um það vill aka. I sambandi við Bústaðaveg virðist Fossvogs- braut vera besti kosturinn við að draga úr umferð á Bústaðavegi. Umferðarspár gefa til kynna, að umferð á Bústaðavegi myndi þá minnka um helming. Annar kost- ur er að byggja umferðarbiýr á Miklubraut og breikka hana upp í 6—8 akreinar. Á síðari áram hafa menn horfíð meir frá síðari kostinum, sérstaklega vegna umhverfisspjalla í Hlíðahverfí. Þessir valkostir verða bomir nán- ar saman á næstunni. Ekki hefur enn verið gerð heild- arúttekt á árekstram í Reykjavík. Umferðardeild Borgarverkfræð- ins hefur gert staðbundnar at- huganir á flestum þeim stöðum, þar sem granur leikur á, að um slysagildra sé að ræða. í því sambandi hafa á undanfömum árum verið gerðar endurbætur á mörgum af hættulegustu stöðun- um í gatnakerfinu. Á þessu ári verður komið upp viðamiklum gagnagranni fyrir rannsóknir á umferðaróhöppum. Öll lögreglu- skráð umferðaróhöpp í Reykjavík yfír nokkurra ára tímabil verða skráð á segulmiðil fyrir tölvu- vinnslu. Með því móti verða rann- sóknir á slysagildram bæði mark- vissari og öraggari. Þá verður einnig auðveldara að raða endur- bótum á slysagildram í skynsam- lega forgangsröð. Austurstræti Skúli Jóhannesson, Kúriandi 18, spyr: Þegar gengið er um Banka- stræti þá blasir við mikill og hlaðinn gijótveggur, sem minnir helst á skriðdrekagirð- ingar sem sjá má enn i Þýska- landi. Turninn byrgir allt út- sýni yfir Austurstræti og líkist varðturni. Það er ekki hlýleg tilfinning að þurfa að bijótast gegn um þessar hindranir til að komast i Austurstræti. Raunar er þar fátt fallegt að sjá, aðeins margmisheppnað götuskipulag, með sóðalegum útimarkaði. Hvenær megum við fá að sjá fallegt, hlýlegt og aðlaðandi Austurstræti? Væri ekki hægt að bíða með að staðsetja styttur í Austur- stræti þangað til að fallegt skipulg i samráði við íbúa og vegfarendur liggur fyrir? Tjörnin í krikanum hjá Leik- félagi Reykjavíkur býður upp á ótrúlega mikla möguleika til mannlífs og útveru. Er ekki tímabært að taka til starfa þar? Gleymum ekki gamla mið- bænum. Svar: Á sl. ári vora lagðar fram nýjar tillögur að deiliskipulagi Kvosar- innar. Þessar tillögur hafa hlotið umfíöllun borgaryfirvalda og vora kynntar borgarbúum á fundum og á sýningu í Gallerí Borg í nóv- ember 1985. Tillögumar gera ráð fyrir breyttu fyrirkomulagi á Lækjar- torgi, göngugötu í Austurstræti öllu með skjólþökum og Borgar- torgi á Hótel íslands lóðinni („Hallærisplani"). Staðsetning styttunnar af Tóm- asi Guðmundssyni er _ felld að þessu nýja skipulagi. Áætlað er að heíja framkvæmdir við lag- færingu tjamarbakkanna á næsta ári. Varðandi nágrenni Tjamarinn- ar að öðra leyti visa ég til svars við fyrirspum Leifs Sveinssonar, lögfræðings. Tómasarhagi — Dunhagi Gyða Einarsdóttir, Tómasar- haga 44, spyr: Gangstígur liggur frá Tóm- asarhaga upp í Dunhaga. Við stíginn stendur barnaheimili og þess vegna er umferð gangandi vegfarenda þarna mikil. Stíg- urinn er hins vegar ekki mal- bikaður og er þetta eini gang- stígurinn í hverfinu sem þannig er ástatt um. Því spyr ég hvort ekki standi til að malbika stíg- inn og þá hvenær? Svar: Gangstígurinn frá Tómasar- haga upp í Dunhaga er malbikað- ur að hluta og er á áætlun að ljúka því verki í sumar. 0 Asg'arður Hafdís Hannesdóttir, Ás- garði 103, spyr: Ég vil leggja tvær spurning- ar fyrir borgarstjóra. a) Hvenær má vænta frá- gangs á gangstétt austan við Asgarð 22-24? b) Er áætlað að gera Ásgarð að einstefnuakstursgötu og þá hvenær? Svar: a) Við vesturendann á Ásgarði 22—24 er hús í byggingu. Gang- stígurinn verður fullgerður eftir að byggingarframkvæmdum er lokið. Norðan við húsið stendur til að malbika bflastæði og endur- steypa gangstétt í sumar. b) Ekki er fyrirhugað að gera Ásgarð að einstefnuakstursgötu. Mannlíf í Austurstræti. Morgunblaðið/Börkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.