Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1986
Gulko kominn til
Vínar ásamt
fjölskyldu sinni
Vínarborg. AP.
BORIS Gulko, fyrrverandi skákmeistari Sovétríkjanna, kom ásamt
konu sinni og sjö ára gömlum syni þeirra til Vínarborgar frá Sovet-
ríkjunum í gær. Fulltrúi frá Heimssambandi gyðinga tók á móti
þeim á flugvellinum, en þau hyggjast flyija til ísraels, strax og
gengið hefur verið frá nauðsynlegum skjölum í þeim tilgangi.
Gulko talar hvorki ensku né
þýzku, en kona hans, Anna Akhs-
harumova, sem einnig er kunnur
skákmeistari, sagði á ensku við
fréttamenn, er biðu þeirra í Vín,
að þau væru „mjög hamingjusöm"
yfír því að vera farin frá Sovétríkj-
unum. Sjö ár eru nú liðin frá því
þau hjónin sóttu fýrst um leyfí til
að flytjast þaðan til ísraels.
Um tuttugu manns — ættingjar
og vinir — höfðu kvatt þau á flug-
vellinum í Moskvu. „Verið meistar-
ar hinum megin líka,“ sagði einn
vinur þeirra, er hann kvaddi þau.
„Þið eruð þegar orðnir meistarar
með því að fá brottfararleyfí," sagði
annar. Samkvæmt frásögnum vina
þeirra hjóna héldu sovézkir tollverð-
ir eftir öllum skákorðum og verð-
Símamynd/V erdens Gang
Ekkjan May Andreassen og sonur hennar, Roy Vang. Eins og
sjá má ber sonurinn merki átakanna við útför í Krístiansand.
Þau voru bæði slegin niður er líkfylgdin var að leggja af stað
frá kirkju.
Handalögmál
viðjarðarför
Osló. Krá Jan Erik Laure, fréttarítara Horgunblaðsina.
TIL HÖRKU slagsmála kom við útför frá Oddernes-kirkjunni
í Kristiansand og varð að kalla til lögreglu tíl að stia syrgjendur
í sundur svo takast mætti að koma hinum látna undir græna
torfu.
Þegar líkfylgdin nálgaðist graf-
reitinn réðst ijölskyldumeðlimur
skjmdilega á ekkju og son hins
látna og veitti þeim bylmings-
högg. Hann sló ekkjuna tvisvar
niður. Sonurinn hlaut verri útreið
því eftir að hann var sleginn niður
var sparkað í hann kyrfilega þar
sem hann lá í valnum.
Alls blönduðust sex menn í
átökin áður en yfír lauk. Sá sem
hóf leikinn hélt því fram að sonur
hins látna hefði mætt drukkinn
til útfararinnar og þess vegna
hefði hann látið til skarar skríða.
Það var mikill hávaði og skark-
ali við kirkjuna meðan á átökun-
um stóð. Kona, sem var í lfk-
fylgdinni, hljóp til kirkju, komst
þar í síma og hringdi á lögreglu,
sem var skjót á vettvang og stíaði
mönnum í sundur. Hópur lög-
reglumanna var síðan viðstaddur
svo takast mætti að ljúka útför-
inni án frekari skakkafalla.
Ljubojevic
vann Yusupov
Bugojno. AP.
Júgóslavneski skákmeist-
arinn Ljubomir Ljubojevic
sigraði Sovétmanmnn Artur
Yusupov í 32 leikjum í þriðju
umferð skákmótsins í Bugoj-
no I Júgóslavíu, sem tefld var
á miðvikudagskvöld.
Anthony Miles frá Bretlandi
hafði þá enn forystu í mótinu
með tvo vinninga, en næstir
komu þeir Boris Spassky, Ana-
toly Karpov og Ljubojevic með
1 ‘/2vinning hver og eina bið-
skák. Önnur úrslit í þriðju um-
ferð urðu þau, að jafritefli varð
hjá Miles og Sokolov, Spassky
og Portisch og Timman og
Karpov.
Borís Gulko
launagripum, sem þau höfðu unnið
til, en gáfn þeim munnlegt loforð
um, að þessir munir yrðu sendir
þeim síðar.
Gulko varð skákmeistari Sovét-
ríkjanna 1977, en eftir að hann
sótti um leyfi til að flytjast úr landi
1979, þá var honum meinað að taka
þátt í öllum alþjóðlegum skákmót-
Chemobyl:
Tala látinna
orðin 23
Moskvu og KSIn, 29 maí. AP.
BANDARÍSKI sérfræðingurinn dr. Robert Gale sagði í gær, að 23
menn hefðu dáið af völdum kjarnorkuslyssins í Chernobyl og að 55
menn aðrir lægju á sjúkrahúsi í Moskvu og værí ástand þeirra mjög
alvarlegt. Þá mætti búast við því, að enn fleiri ættu eftir að láta
lífið vegna geislunar á næstunni. Þó stæðu vonir til þess, að margir
þeirra, sem lentu í slysinu, næðu sér á ný.
Á ráðstefnu í Köln í Vestur-Þýzka-
landi í gær kom það fram hjá
sovézkum sérfræðingum, að merg-
flutningur, sem verulegar vonir
höfðu verið bundnar við, hefði ekki
reynzt mjög árangursríkur við
meðferð þeirra, sem orðið hefðu
fyrir geislavirkni.
Yevgeny Chazov, annar forseti
Alþjóðasamtaka lækna gegn kjam-
orkuvá, sagði þar, að þeir 100.000
manns, sem fluttir hefðu verið burt
frá Chemobyl, yrðu hafðir undir
lækniseftirliti í mjög langan tíma í
framtíðinni. Hann sagði ennfremur,
að af þeim 299 sem lagðir hefðu
verið á sjúkrahús eftir slysið, væm
30 enn hættulega veikir.
Grikkland:
Sljórnvöld gagn-
rýnd vegna heim-
sóknar Assads
Aþenu. AP.
GRJSKA stjómin sætti harðrí gagnrýni í blöðum stjórnarandstöðunn-
ar í gær fyrir að gefa Hafez Assad Sýrlandsforseta tækifærí til að
veija stjóm sína fyrír ásökunum um, að hún styðji hryðjuverkastarf-
semi — án þess að neitt hafi komið í móti.
Gagnrýni þessi birtist einum degi andreou forsætisráðherra verði á
eftir að opinberri heimsókn Assads
í Grikklandi lauk. Þar neitaði forset-
inn því, að stjóm sín styddi hryðju-
verkastarfsemi, heldur kvað hana
liðsinna stríðandi „þjóðfrelsishrejrf-
ingum".
Búist er við, að Andreas Pap-
ný tekinn á beinið vegna heimsókn-
arinnar, þegar gríska þingið kemur
saman í dag til sérstaks fundar um
hryðjuverkastarfsemi, sem leikið
hefur ferðamannaþjónustu í landinu
grátt.
Veður
víða um heim
Laost Hast
Akureyrl 9 skýjað
Amsterdam 11 14 skýjað
Aþena vantar
Barcelona vantar
Berlin 7 17 skýjað
Brussel 7 17 skýjað
Chicago 14 22 skýjað
Dublin S 14 skýjað
Feneyjar 21 skýjað
Frankfurt 8 16 skýjað
Genf 14 20 skýjað
Helsinki 10 16 skýjað
Hong Kong 27 31 skýjað
Jerúsalem 12 23 skýjað
Kaupmannah. 6 15 skýjað
Las Palmas 21 skýjað
Lissabon 16 23 heiðskírt
London 7 16 skýjað
Los Angeles 19 27 heíðskfrt
Lúxemborg 13 skýjað
Malaga vantar
Mallorca vantar
Miami 25 28 skýjað
Montreal 16 27 heiðskfrt
Moskva 9 22 heiðskfrt
NewYork 20 30 heiðskirt
Osló 7 16 heiðskírt
Parfs 8 16 skýjað
Peking 18 30 heiðskfrt
Reykjavfk 7 mlstur
Rfó de Janeiro 18 31 heiðskírt
Rómaborg 16 29 heiðskfrt
Stokkhólmur 8 17 heiðskfrt
Sydney 10 21 heiðskfrt
Tókýó 18 23 skýjað
Vínarborg vantar
Þórshöfn vantar
Asakanir Bandaríkjamanna um eiturefnanotkun Sovét-
manna í Suðaustur-Asíu dregnar í efa:
Eiturefnin koma
fyrir í náttúnmni
Washington. AP.
KOMIÐ hefur í Ijós, að eiturefni, sem rikisstjóm Bandaríkjanna
hefur nefnt sem sönnunargögn fyrir beitingu sovéskra efnavopna í
Suðaustur-Asíu, koma í rauninni fyrir í náttúrunni. Það er sveppur
sem framleiðir þau og sýkir matvöra, að því er fram kemur í banda-
ríska dagblaðinu The Washington Post í gær.
Breskir vísindaménn tóku hundr- eiturefnið fannst í blóði 2% fólks.
uðir sýnishoma á 35 stöðum, sem
áttu að hafa orðið fyrir meintum
árásum með eiturefnum og fundu
ekkert sem benti til þess að eitur-
eftiin tricothecenes hefðu verið
notuð, en þau tengjast áráum með
eiturefni, sem kennd hafa verið við
„Gula rigningu".
Kanadískir vísindamenn rann-
sökuðu blóðsýni úr fólki nálægt
bardagasvæðum í Kambódíu og
Laos og komust að raun um að
GENGI
GJALDMIÐLA
London. AP.
Bandaríkjadollar snarhækkaði
I gær gagnvart öllum helztu
gjaldmiðlum heims nema Kan-
adadollar og var þetta þakkað
nýjum upplýsingum um efna-
hagsástand í Bandaríkjunum síð-
ustu mánuði, en þær vora hag-
stæðarí en þær tölur, sem áður.
höfðu komið fram.
í London kostaði sterlingspundið
1,4925 dollara (1,5010), en annars
var gengi dollarans þannig, að fyrir
hann fengust 2,2932 vestur-þýzk
mörk (2,2735), 1,89875 svissneskir
frankar (1,8795), 7,3025 franskir
frankar (7,2325), 2,5780 hollenzk
gyllini (2,5575), 1.572,00 ítalskar
lírur (1.557,50), 1,37535 kanadískir
dollarar (1,37945) og 169,90 jen
(168,90).
Hins vegar töldu þeir að eiturefnið
stafaði frá eitursveppinum, sem
sýkt hefði fæðuna, en ekki frá árás-
um með eiturefni, að sögn dag-
blaðsins.
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðunejrtisins fulljrrðir í viðtali við
blaðið, að eiturefnin geti ekki stafað
af náttúrulegum orsökum og sagði
ríkisstjóm Bandaríkjanna væri
þeirrar skoðunar að eiturefnin
hefðu verið framleidd í Sovétríkjun-
um og Sovétmenn hefðu látið þau
Víetnömum í té, sem hefðu notað
þau til þess að drepa þúsundir
manna.
Vísindamenn sem blaðið ræddi
við vom hins vegar annarrar skoð-
unar og sögðu að niðurstöður rann-
sóknanna væm mjög sannfærandi.
„Ég held að málinu sé hér með
lokið," segir Matthew Meselson, líf-
fræðingur við Harvard-háskólann,
en hann hefur lengi dregið fullyrð-
ingar Bandaríkjastjómar í þessum
efnum í efa. „Þetta er síðasta
andvarp einhvers verst fram-
kvæmda leyniþjónustu verkefnis á
síðustu ámm,“ bætti hann við.
Dr. Joseph Rosen við Rutgers-
háskólann, sem hefur verið þeirrar
skoðunar að Sovétmenn hafí ef til
vill beitt eiturefnavopnum í þessum
heimshluta, sagði að rannsóknimar
sýndu að minnsta kosti að meira
af eiturefninu væri í Suðaustur-
Asíu, en áður hefði verið talið. „Það
em ennþá röksemdir fyrir því að
eiturefni hafí verið notuð og það
em góðar röksemdir fyrir því að
eiturefnin fínnist í náttúmnni, sem
óneitanlega bendir til þess að upp-
mna þeirra megi rekja þangað,"
sagði Rosen.
Alexander M. Haig, fyrram utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði
í september árið 1981, að Banda-
ríkjamenn hefðu sannanir fyrir eit-
urefnanotkun Sovétmanna í Suð-
austur-Asíu. Sönnunargögnin vom
eitt laufblað á stilk, þakið mold, sem
innihélt tricothecene.
The Washington Post segir að
það hafí fengið í hendur rannsókn-
arskýrslu Kanadamannanna eftir
að hafa leitað eftir því við ríkisstjóm
landsins, en niðurstöður bresku
rannsóknarinnar vom gerðar opin-
berar eftir að þarlend þingnefnd
hafði farið fram á það og birtar í
ritinu Nature.