Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 21 '+ % 33 starfsstúlkur dagheimila hækka um tvo launaflokka eftir námskeið Morgunblaðið/Bjami Starfsstúlkumar, nýútskrifaðar af námskeiðinu. Myndin er tekin fyrir framan Miðbæjarskólann, en þar fór kennslan fram. FYRSTA námskeiðinu, sem haldið hefur verið á vegum borgarinnar fyrir starfsfólk á barnaheimilum, lauk i vikunni og útskrifuðust þá 33 starfs- stúlkur. Við það hækka þær um tvo launaflokka samkvæmt Sóknartaxta. Af tilefninu hélt borgarstjóri þeim boð i Höfða. „Þetta er langþráður draumur sem er að rætast,“ sagði Aðal- heiður Bjamfreðsdóttir, formaður Sóknar, í samtali við blaðamann, „og geri ég fastlega ráð fyrir að áframhald verði á námskeiðunum ef marka má ummæli borgarstjóra í Morgunblaðinu 27. maí. Almenn ánægja ríkti meðal kvennanna með námskeiðahaldið og allt skipulag, sem var í höndum skóla- stjóra Námsflokka Reykjavíkur, Guðrúnar Halldórsdóttur." Námskeiðið hófst 28. apríl sl. Það stóð yfir í 100 tíma og er þar með lengsta námskeiðið sem hald- ið hefur verið fyrir Sóknarfólk. Aðalheiður sagði jafnframt að einnig væri þetta í fyrsta sinn sem starfsfólki væri boðið upp á nám- skeið í vinnutímanum, en annars hefðu námskeiðin á vegum borg- arinnar ævinlega verið haldin í frítíma starfsfólks og hefði megn óánægja ríkt með það fyrirkomu- lag. Starfsstúlkumar, sem lokið hafa námskeiðinu, hækka í laun- um um rúmlega 3.000 krónur og eru laun flestra þeirra nú um 27.800 krónur. Hæst geta þær farið sem hafa 15 ára starfsaldur og eru yfírmenn deilda - þær fá nú um 29.700 krónur í mánaðar- laun, að sögn Aðalheiðar. Valtýr Pétursson við málverk á síðustu sýningu sinni á Kjarvalsstöð- um. Listasafn Borgarness: 44 myndir eftir Valtý Pétursson á vorsýningu Borgarnesi. VORSÝNING Lástasafns Borgar- ness 1986 hefst klukkan 18 í dag, föstudaginn 30. maí, í Grunnskóia Borgamess og stendur til sunnu- dagskvölds 1. júní. Listasafnið sýnir að þessu sinni 44 myndir eftir hinn kunna listmálara Valtý Pétursson. Valtýr var á heiðurslaunum hjá Reykjavíkurborg 1985. Hann var síðast með sýningu á Kjarvalsstöð- um sem lauk þann 6. apríl síðastlið- inn. - TKÞ Minningarsjóður Sam- taka um kvennaathvarf SAMTÖK um kvennaathvarf hafa nýlega látið gera minning- arkort og mun það fé sem þannig kemur inn renna óskert til rekstrar Kvennaathvarfsins. Nokkrar gjafir hafa þegar bor- ist. Kortin eru afgreidd á tveim stöð- um, Reykjavíkurapóteki og á skrif- stofu samtakanna í Hlaðvarpanum á Vesturgötu 3, 2. hæð, sem er opin alla virka daga árdegis kl. 10—12 (og stundum lengur). Þeir sem þess óska geta hringt á skrif- stofuna og fengið senda gíróseðla fyrir greiðslunni. Síminn er 23720. (Fréttatílkynnmg) Shm premium bensín t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.