Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986
Tveir nýir skólar í
haust í Reykjavík
eftirBessí
Jóhannesdóttur
Tólf þúsund fermetrar
af skólahúsnæði
Á yfirstandandi kjörtímabili hafa
nær 12 þúsund fermetrar af skóia-
húsnæði verið byggðir eða verið
tilbúnir til notkunar á komandi
hausti. Hér er um að ræða húsnæði
við Hvassaleitisskóla (3. áfangi að
hluta 768 m2 ), Ölduselsskóli (2
áfangi að hluta 233m2), Seljaskóli,
íþróttahús 2023 m2, Hólabrekku-
skóli (3. áfangi að hluta 1360 m2),
Selja-
skóli (hús nr. 7 og gangur 780 m2),
Foldaskóli, 1. áfangi 1760 m2 ,
Breiðholtsskóli (búningsklefar v.
sundlaug 189 m2 ), lausar stofur
413 m2 . Auk þess verða tilbúnir
tveir skólar í haust, Grandaskóli,
sem verður um 70 m2 og 1. áfangi
Selásskóla, sem byggður er eftir
sömu teikningu. Bygging nýs skóla
i Vesturbæ hefst innan tíðar svo
og bygging sundlaugar við Öldu-
selsskóla. Við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti hefur verið lokið við
byggingarframkvæmdir er stóðu
yfir við upphaf kjörtímabilsins og á
síðastliðnu ári var byggð útisund-
laug. Miklar framkvæmdir hafa
því átt sér stað í borginni í þessum
málaflokki.
Hönnun nýrra skóla
Eins og greint var frá í fyrri
grein minni ákvað Fræðsluráð að
fela hönnunamefnd Foldaskóla að
vinna með forstöðumönnum §ár-
máladeildar og kennslumáladeildar
skólaskrifstofu að undirbúningi
hönnunar tveggja nýrra skóla á
Granda og i Selási. Þessu verki
þurfti mjög að hraða því Ijóst var
að skólamir þyrftu að vera tilbúnir
til notkunar haustið 1986. Samráð
var haft við foreldra- og kennarafé-
lög í viðkomandi hverfum svo og
skólastjóra í þeim skólum er fyrir
em í hverfunum. Hafa þessi vinnu-
brögð verið mjög jákvæð fyrir
nefndarmenn og stuðla vonandi að
betra upplýsinga- og hugmynda-
flæði milli þeirra aðiia sem mestra
hagsmuna hafa að gæta í þessu
máli. Það er ljóst að samfelldur
skóladagur brennur heitast á for-
eldrum.
Skólastjórar vilja sam-
felldan skóladag-
Samfelldur skóladagur hefur
ekki sömu merkingu fyrir öllum.
Greina þarf á milli þess að nemandi
þurfi aðeins að koma í skólann eina
ferð á dag og þess að hann fá
viðveru í skólanum ákveðið langan
tíma umfram kennslu. Aðeins í
Foldaskóla í Reykjavfk er boðið upp
á viðveru yngstu bamanna frá kl.
8.00—13.30. Foreldrar greiða vægt
gjald fyrir þá aukaþjónustu sem
veitt er. Mest kr. 800. Hefur þessi
þjónusta mælst vel fyrir. Síðastliðið
haust var haldin ráðstefna skóla-
stjóra grunnskólanna í Reykjavík.
Þessi ráðstefna var vandlega undir-
búin og var m.a. af hálfu skólaskrif-
stofu Reykjavíkur gerð úttekt á
öllu húsnæði grunnskóla í Reykja-
vík. Gerð var vönduð skýrsla yfír
stærðir skólahúsnæðis og notkun
skólaárið 1985—''86, ásamt yfirlits-
kortum af skólunum. í ljós kom á
ráðstefnunni að samfelldni, þ.e. að
nemandi þurfi ekki að fara nema
eina ferð á dag í skólann, er ekki
langt undan í nokkrum skólum ef
samstilltu átaki er beitt og má
raunar segja að þessu marki sé
þegar náð í sumum þeirra skóla sem
ekki hafa unglingadeildir.
Ein hindrunin er litlu leikfímis-
salimir. Þegar skipta þarf bekkjar-
deildum myndast eyða hjá þeim sem
ekki geta fengið leikfímina samtím-
is hinu kyninu. Þennan vanda mætti
í flestum tilfellum leysa með lítils-
háttar auknu kennslumagni til þess
að kenna hálfu bekkjunum almenn-
ar greinar inni í sfnum stofum á
meðan bekkjarsystkinin em í leik-
fími.
Aðalhindrunin fyrir samfelldum
skóladegi er án efa nestismálið. í
unglingadeildum og í elstu aldurs-
flokkum baraastigsins er stunda-
fjöldinn það mikill að daglega þarf
að kenna þessum aldursflokkum
nokkrar stundir eftir hádegið. Þá
er nauðsjm á nesti með einhveijum
hætti. Eftir mikla undirbúnings-
vinnu virtist sem þetta vandamál
væri að leysast fyrir fáum ámm
þegar um samdist við Mjólkursam-
söluna um fullnægjandi nestispakka
á viðunandi verði. En nú hefur sala
þessara pakka minnkað mikið og
er verðhækkunum kennt um. I
nokkmm skólum hefúr verið reynt
að láta smyrja brauð handa nem-
endum en slíkt krefst vinnulauna
og aðstöðu.
Þetta nestismál verður að leysa
með einhveijum hætti eigi skóla-
dagurinn að verða samfelldur.
Á áðumefndri ráðstefnu beindu
skólastjóramir eftirfarandi ályktun
til Fræðsluráðs Reykjavíkur
»Innan þriggja til fimm ára verði
komið á samfelldum skóladegi hjá
öllum gmnnskólanemendum í
Reykjavík. Samfelldur skóladagur
merkir hér að nemendur þurfi að-
eins að koma eina ferð í skólann
dag hvem og eigi því kost á nær-
ingu við hæfí í skólanum. Kannað
verði með skipulegum hætti í hveij-
um skóla, hvað á skortir til að unnt
sé að koma á samfelldum skóladegi,
og í ljósi þeirrar könnunar unnin
áætlun er komist að fullu til fram-
kvæmda innan fimm ára.“
Þessi ályktun er afar jákvæð og
vinnu á gmndvelli hennar þarf að
framkvæma helst nú í sumar þann-
ig að hægt sé að nýta þær upplýs-
ingar við gerð næstu flárhagsáætl-
unar.
Skólarnir mega lengja
viðveru nemenda
Á fundi í Fræðsluráði 6. maí
1985 var lögð fram tillaga frá
greinarhöfundi sem m.a. sagði: „að
þeir gmnnskólar, sem sjá sér fært
að lengja viðveru nemenda í yngstu
bekkjum gmnnskólans hefli sem
allra fyrst undirbúning þess.
Fræðsluráð leggur áherslu á að
Bessí Jóhannesdóttir
gott samstarf komist á milli for-
eldra, kennara og skólastjóra um
framkvæmd þessa máls.“ Hér er
um afar stórt mál að ræða, sem ég
tel að fjalla þurfí um í hveijum
skóla fyrir sig. Hvað varðar fram-
tíðina þá þurfa að eiga sér stað
vissar gmndvallarbreytingar. Vil ég
nefna nokkrar
1. Reglum um skólabyggingar þarf
að breyta þannig að rými vegna
þessarar þjónustu geti komið til.
Ekki er nauðsynlega um að ræða
verulegt viðbótarrými ef tekið er
tillit til þessarar þjónustu þegar við
hönnun skóianna. Þetta hefur þegar
verið gert hér í Reykjavík. Má þar
nefna hönnun Foldaskóla og ný-
justu skólanna í Selási og á Granda.
Hönnun þeirra er miðuð við að
... ..•$-
m wsm
"w ..." . '
Grandaskóli við Keilugranda f byggingu.
Grunnmynd af Grandaskóla. Teiknað af Guðmundi Þór Pálssyni arkitekt, Teiknistofu, Öðinsgötu 7.
auðvelt sé að breyta húsnseðinu
miðað við breyttar þarfír.
Grandaskóli
Grandaskóli er á lóð við Keilu-
granda, og við hönnun hans þurfti
að taka tillit til þess að hægt verði
að nýta húsið í framtíðinni til ann-
arrar starfsemi ef ekki ‘er lengur
þörf á skóla á svæðinu. Hér er um
að ræða hús sem tengst gæti þjón-
ustu í þágu aldraðra. Forsendur
skólans em tveir bekkir í árgangi
7—9 ára bama að viðbættum for-
skóla fyrir 6 og hugsanlega 5 ára
böm. Sérstakar útgöngudyr em á
einni kennslustofunni þannig að
hægt er að fara t.d. með yngstu
bömin beint út á leiksvæði ef þess
er óskað. Miðrými er rúmgott og
hátt til lofts við útvegg þannig að
birta fæst inn í það. Bókasafn er
tengt hópherbergi og vinnuherbergi
kennara. Kennslustofur em 5 og
hafa allar sérstakt salemi. Kennar-
ar em mjög hlynntir því að hafa
salemi við skólastofuna einkum hjá
yngstu bömunum, enda dregur það
úr rápi og ónæði á göngum.
Við hönnun var leitast við að
hafa skólann hlýlegan og fallegan
að innan þannig að nemendum og
kennumm líði vel á sínum vinnu-
stað.
Selásskóli
Selásskóli verður með tvo bekki
í árgangi heilstæður gmnnskóli
með um 500 nemendur. Iþróttahús
verður byggt við skólann. Búið er
að ráða skólastjóra við báða skólana
og em það Kristjana Kristjánsdóttir
á Granda og Kristin Tryggvadóttir
í Selási. Báðar dugmiklir skóla-
menn. Ég mun ekki fjölyrða um
Foldaskóla hér en vísa til greinar
minnar í bókinni Framtíðin í okkar
höndum, sem Hvöt og Landssam-
band sjálfstæðiskvenna gáfu út í lok
siðasta árs.
Grunnskólinn færist til
sveitarf élag’anna
2. Gmnnskólinn þarf að færast
alfarið til sveitarfélaganna. Það er
heppilegt vegna nálægðar við þau
vandamál sem leysa þarf á hveijum
tíma. Það ieiðir af sér hagkvæmni
og auðveldar allt skipulag. Það er
alltaf erfiðara að eiga við tvo herra
en einn. Verður vikið nánar að
þessum þætti siðar.
Breyttur vinnutími
kennara
3. Mikilvægt er að breyting verði
á vinnutíma kennara þannig að
þeir sem em í fullu starfí séu í
skólunum á starfstíma hans t.d. kl.
8—4. Víða skortir á að aðstaðan í
skólunum sé nægjanlega góð, en
einnig má segja að hér séu gerðar
miklar kröfur. Ef litið er til Banda-
ríkjanna viða þá láta kennarar sér
nægja minna rými en almennt
gerist hér í Reykjavík.
Segja má að þessi breyting ráði
miklu um það hvort hægt verður
að lengja viðvem bama í skólanum.
Ef aftur er vikið að Bandaríkjunum
þá er viðveran víða leyst með vinnu
foreldra en þar em gerðar miklar
kröfur til þeirra. Við vitum að slíkt
gengi ekki nema að litlu leyti hér
vegna útivinnu foreldra. Skóla-
stjómir, sem í ættu sæti fulltrúar
foreldra gætu án efa stuðlað að
aukinni samvinnu skóla og heimila.
Fjölmargt fleira mætti nefna svo
sem spuminguna um það hvaða
menntun starfslið sem til starfa
kemur við skólana á tímum utan
kennslustunda eigi að hafa. Sumir
vilja eingöngu fóstmr, aðrir kenn-
ara, en ég tel að leysa megi þetta
með því að fá húsmæður til starfa,
sem vilja vinna hluta úr degi.
Vandamál sem þessi og hvað verð-
lagningu snertir á viðbótarþjónustu
skólanna á hver skóli að leysa fyrir
sig. Það er einfaldast og best.
Höfundurer varaformaður
Fneðsluráðs Reykjavíkur og for-
maður hönnunamefudar Folda-
skóla.