Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986
Mikið
annríki
í golf-
kennslu
MJÖG mikið hefur verið að
gera í goifskóla John Drumm-
ond að undanförnu og hafa
þeir félagar, Drummond og
Martyn Knipe, varla haft
undan að kenna áhugasöm-
um kylfingum á öllum aldri
golf.
Þegar blaðamaður leit við í
skólanum í gær var mikið að
gera. Bæði var að þeir félagar
voru úti á velli með námfúsa
nemendur, bæði vana kylfinga
og byrjendur, og að auki eru
þeir nú í óða önn að skipu-
leggja ferðir út á land en mikiö
hefur verið spurst fyrir um
möguleikann á að fá annan
hvorn þeirra til að kenna þar.
„Martyn fer nú eftir helgina
til Hornafjarðar þar sem hann
verður í nokkra daga að kenna
og heldur síðan þaðan á Eski-
fjörð og kennir þar. Stefnan
hjá okkur er að fara út á land
einu sinni í viku og kenna og
það virðist ekki verða neinn
verkefnaskortur hjá okkur. Það
er svo mikið að gera hér í
Reykjavík, bæði í golfbúðinni,
kennslunni og ekki síst í við-
gerðum, að ég sé ekki núna
hvernig ég fer að því að fara
út á land aö kenna. Ætli við
reynum ekki að skipta þessu
eitthvað á milli okkar," sagöi
John Drummond er hann var
spurður að því hvort það væri
nóg að gera hjá þeim félögum.
Já, það er greinilegt að þeir
félagar hafa í nógu að snúast
varðandi golfið og virðist áhugi
fyrir golfinu sífellt aukast. Ef
einhverjir eru sem áhuga hafa
á að reyna sig í golfi þá er um
að gera að hafa samband við
þá félaga og fá leiðsögn.
Morgunblaðið/Börkur
• Christian Staub mun leið-
beina ítennisíþróttinni.
Lærið
tennis
ALMENNINGI mun í júnímán-
uði gefast kostur á að læra
tennis án endurgjalds í Þrek-
miðstöðinni i Hafnarfirði.
Hvern laugardag miili klukk-
an 12 og 14 verður Christian
Staub þar til að leiðbeina
þeim sem áhuga hafa á að
kynnast þessari vinsælu
fþrótt.
Við Þrekmiðstöðina eru
tveir góðir tennisvellir og er
þetta framtak viö kennsluna
liður í að reyna að efla veg
tennisíþróttarinnar á (slandi.
Þeir sem áhuga hafa á að
reyna sig í tennis geta skráð
sig í síma 54845.
Englendingurinn Nigel Mansell vann annan sigur sinn á árinu í Belgíska Formula l-kappakstrinum á Williams Honda. MorKunb|a*i«/Gunniaugur Rögnvaidsson
„Heimsmeistarakeppnin aldrei
verið eins spennandi og núna11
BRETINN Nigel Mansell á Williams Honda hafði betur í einvígi við
Brasiiíumanninn Ayrton Senna, þegar þeir áttust við um sigurinn í
belgíska Formula l-kappakstrinum á sunnudaginn. Ók Mansell hraðar
í lokasprettinum, en Senna varð að hægja á til að verða ekki bensi'n-
laus. Ferrari-bílar Stefan Johansson og Michel Alboreto urðu í næstu
tveimur sætum, var það fyrsti markverði árangur þeirra í ár.
Nelson Piquet náði forystu
keppninni, en hann fór fyrstur af
stað, eftir að hafa náð bestu æf-
ingatímum fyrir keppnina, sem lá
um hlykkjótta brautina í Spa. í fyrra
var sömu keppni frestað, vegna
þess að brautin molnaði upp þegar
7—800 hestafla bílarnir þeystu um,
en viðgerð á brautinni varð til þess
að hún stóðst mátið núna. Forysta
Piquet féll í sextánda hring í hend-
ur Senna, þegar vél í Williams
Piquet bræddi úr sér. Mansell var
aðeins tveimur sekúndum fyrir
aftan Senna. „Það var stutt á milli
okkar allan tímann," sagði Mans-
ell, „en ég sá að dekkin hjá honum
fóru jafnilla á brautinni og mín,
því var ég nokkuð öruggur um að
ná fyrsta sætinu. Við þurftum báðir
á dekkjaskiptingu í miðri keppni
að halda."
Stefan Johansson og Michel
Alboreto áttust við um þriðja
sætið, báðir á Ferrári, en í ár hafa
tæknileg vandamál gert þeim lífið
leitt. Slapp Johanson naumlega við
Sundmót
Ármanns
SUNDMÓT Ármanns verður hald-
ið i Sundlauginni í Laugardal,
Reykjavík, sunnudaginn 22. júnf
1986 oghefstkl. 15:00.
Keppnisgreinar verða: 200 m
baksund kvenna, 200 m baksund
karla, 100 m bringusund kvenna,
100 m flugsund karla, 100 m skrið-
sund kvenna, 100 m skriðsund
karla (bikarsund), 200 m fjórsund
kvenna, 200 m fjórsund karla, 100
m flugsund kvenna, 100 m bringu-
sund karla, 4x100 m skriðsund
kvenna, 4x100 fjórsund karla.
Stigabikar SSÍ er fyrir besta
afrek mótsins.
Þátttökutilkynningum ber að
skila á þar til gerðum kortum til
Brynjólfs Björnssonar, Eyjabakka
11, Reykjavík, eða í Laugardals-
laugina fyrir kl. 13:00 laugardaginn
10. júnínk.
Skráningargjald er kr. 100 fyrir
hverja skráningu einstaklings og
kr. 200 fyrir boðsundssveit.
Skráningargjöld skulu fylgja
þáttökutilkynningum ásamt nafna-
lista yfir keppendui.
meiðsl, þegar Ferrari hans varð
bremsulaus í keppni fyrr á árinu.
Þegar tíu hringir voru eftir skaust
Johanson framúr Alboreto, þó
hann hefði fengið merki frá við-
gerðasvæðinu um að halda sínu
sæti, taka ekki áhættu. „Ég sá
engin merki," sagði Svíinn bros-
andieftirkeppni.
Eftir þekkta skiptingu komst
Mansell framúr Senna, sem var 3
sekúndum lengur að fá fjögur ný
dekk undir bíl sinn. Fylgdi Senna
Mansell eins og skuggi.
í síðustu hringjunum varð Senna
að láta af eltingarleiknum við
Mansell, vantaði meira eldsneyti.
Eldsneytiseyðsla er nú mjög mikil-
vægur þáttur í kappakstri og finnst
mörgum Formula I vera að færast
of mikiö í sparaksturskeppni.
Mansell tileinkaði fjölskyldu Elio
de Angelis sigurinn, en hann lést
fyrir skömmu, þegar Brabham
keppnisbíll hans fór útaf á æfingu.
„Ég lærði margt af de Angelis,
þegar við vorum hjá Lotus," sagði
Mansell. „Ég hélt ég myndi ekki
ná því að vinna, þegar ég gerði
mistök í byrjun keppninnar. Fór
of hratt í beygju og bíllinn kastaðist
upp í loft að aftan, ég snérist heil-
hring á brautinni en gat haldið
áfram, þó bíllinn strykist við grind-
verk. Ég tapaði miklum tíma, en
náði að vinna hann upp aftur.
Keppnin er grimm í ár, fimm öku-
menn geta orðið meistarar. Ég
held að þetta hafi aldrei verið
svona spennandi áður," sagði
Mansell. Núverandi heimsmeist-
ari, Frakkinn Alain Prost, var lán-
samur í keppninni í Belgíu. Hann
missti stjórn á McLaren sínum í
fyrsta hring, kastaöist yfir annan
bíl og brotnaði fjöðrunarbúnaður
að framan, en eftir viðgerð gat
hann haldið áfram. Tókst honum
að ná sjötta sæti, eftir að hafa
verið í sextánda sæti á tímabili.
Lokastaðan: 1. Mansell Will-
iams 1.27.59,9 klst., 2. Senna
Lotus 1.28.17,3, 3. Johanson Ferr-
ari 1.1.28.24,5, 4. Alboreto Ferrari
1.28.27.5, 5. Laffite Ligier
1.29.08,6, 6. Prost McLarem
1.30.15.6.
Staðan f heimsmeistarakeppni
ökumanna: Senna 25 stig, Prost
23, Mansell 18, Piquet 15, Ros-
berg 11.
Greinargerð ISÍ um mál Jóns Páls:
Dómurinn byggður
á afar veikum grunni
íþróttasamband íslands
sendi frá sór greinargerð vegna
máls Jóns Páls Sigmarssonar f
gær. Greinargerðin er svohljóð-
andi:
Samþykkt var einróma á fundi
framkvæmdastjórnar (SÍ í gær
að áfrýja til Hæstaréttar dómi
Bæjarþings Reykjavíkur í málinu
nr. 7108/1985, Jón Páll Sig-
marsson gegn íþróttasambandi
íslands o.fl. vegna brots Jóns
Páls á 8. gr. reglugerðar ÍSÍ um
eftirlit með notkun örvunarefna.
Greinargerð:
Framkvæmdastjórn ÍSÍ telur
áfrýjunina nauðsynlega af tveim
megin ástæðum;
1) Forsendur dómsins virðast
byggðar á afar veikum grunni.
2) Ólögleg lyfja- og efnanotkun
er vágestur, eins og tekiö er
fram í forsendum dómarans,
og hefur ÍS( eins og íþrótta-
sambönd annarra landa og
með sama hætti, tekið að sér
að berjast gegn þeim vágesti
með nauðsynlegu eftirliti.
Rétt er að vekja athygli á, að
þrátt fyrir dómsniðurstöðu, hafn-
ar dómarinn yfirleitt kröfum
stefnanda, en byggir dóminn
fyrst og fremst á því, að stefn-
anda (Jóni Páli Sigmarssyni) hafi
ekki verið gefinn kostur á að
skýra mál sitt fyrir nefndinni sem
kvað upp úrskurðinn.
Hér virðist sem það ráði ferð-
inni hjá dómaranum, hvað hon-
um finnst persónulega að hefði
átt aö gera en ekki tekiö mið af
skýrum og ótvíræðum ákvæðum
reglugerðar ÍSÍ um eftirlit með
notkun örvunarefna.
E.t.v. stafar þessi afstaða
dómarans af þekkingar- eða
upplýsingaskorti, en hvergi í
heiminum tíökast að íþrótta-
mennirnir séu kailaðir sérstak-
lega fyrir.
Þá verður að hafa hugfast, að
Jóni Páli var bent á, að hann
gæti áfrýjað úrskurðinum til
Iþróttadómstóls (SÍ, en hann
þáði ekki að nýta sér þann rétt.
Til glöggvunar fyrir alla aðila
er einnig nauðsynlegt að fram
komi, að úrskurður nefndar ÍSÍ
um keppnisbann Jóns Páls Sig-
marssonar er ekki dómsupp-
kvaðning, í venjulegum skilningi,
heldur er í reglugerð um lyfjaeft-
irlit kveðið á um, hvaða brot geti
verið um að ræða og hvaða viður-
lögum skuli beita. Starf um-
ræddrar nefndar, er kveður upp
úrskurðinn, er því alfarið fram-
kvæmd reglugerðarákvæða.
Tekið skal fram, að nefndir á
vegum ÍSÍ hafa í einu og öllu
starfað í fyllsta samræmi við gild-
andi reglugerð.
Lyfjamisnotkun er um allan
heim einn mesti vágestur, er
íþróttastarfsemin hefur staðið
frammi fyrir, og hefur í mörgum
tilvikum leitt til harmleiks og vá-
legra atburða.
(þróttahreyfingin um ailan
heim berst gegn þessum vágesti
og svo mun (Sí gera hér á landi,
enda hafa allir hérlendir íþrótta-
menn og konur virt störf Lyfjaeft-
irlitsnefndar ÍSÍ, nema kraftlyft-
ingamenn.
Af framangreindum ástæðum
og fleirum, telur framkvæmda-
stjórn ÍSÍ einsýnt að fyrrgreind-
um úrskurði skuli áfrýjað til
Hæstaréttar.