Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1986 Lægsta tilboði tekið í byggingu tveggja skóla Á FUNDI Borgarráðs í gær var ákveðið að taka lægsta tilboði frá Sigurði og Loga sf. í bygg- ingu tveggja skóla á Eiðsgranda og í Selási. Tilboðið hijóðaði upp á kr. 23.061.120 i báða skólana og er það 76,86% af áætluðu kostnaðarverði. Frá menntamálaráðuneytinu var lagt fram til umsagnar leyfi til handa Iðnskólanum í Reykjavík um að útskrifa stúdenta. Meðal annarra mála sem lögð voru fyrir fundinn var samþykkt Búnaðarsambands Suðurlands til stuðnings dýragarði í Laugardal. Á sama fundi var samþykkt að leyfa vinstri beygju á ný upp Vatnsstíg frá Skúlagötu og niður Laugaveg af Vitastíg. Mjólkurlítrinn kostar 36,20 kr. ÚTSÖLUVERÐ búvara hækkaði á bilinu 0,8% til rúmlega 3% um mánaðamótin. Mjólk í eins lítra pökkum kostar nú 36,20 og hækkaði um 80 aura, eða 2,2%. Rjómi í eins lítra femum hækkaði úr 225,70 í 227,60 kr., eða um 1,90 kr. (0,8%). Undanrenna í 11 femum hækkaði úr 24,30 í 24,50 kr., eða um 0,20 kr. (0,8%). Eitt kíló af skyri hækkaði úr 63,40 í 63,90 kr., eða um 50 aura (0,8%). Smjörk- flóið hækkaði úr 275,00 í 279,10 kr. eða um 4,10 kr. (1,5%). Kíló af 45% osti hækkaði um 2,70 kr., úr 346,80 f 349,50 kr. (0,8%). Þá hækkaði nýmjólkurduft úr 253,10 í 272,90 kr., eða um 3,7%. Dilkakjöt í 1. verðflokki (DI) í heilum skrokkum, skipt að ósk kaupenda, hækkaði um 6,30 kr. hvert kfló, úr 217,90 í 224,20 kr., eða um 2,9%. Nautakjöt í heilum og hálfum skrokkum 2. verðflokki (UNI) hækkaði um 4,90 kr. (2%), úr 240,70 í 245,60 krónur kílóið. í ofangreindum dæmum er í öll- um tilvikum miðað við hámarks- smásöluverð. Smásöluverð er ftjálst á hrossakjöti og kartöflum. Afurðir þessar hækkuðu um 2,5% til fram- leiðenda eins og aðrar búvörur. Verðið til bænda á einu kflói af hrossakjöti (dýrasti verðflokkur) er nú 102,72 krónur. Þá eiga bændur að fá 32,85 krónur fyrir hvert kfló af kartöflum í úrvalsflokki. Vilhjálmur Ketilsson bæjarstjóri Keflavíkur FULLTRÚAR Alþýðuflokksins í bæjarstjóm Keflavíkur sem þar náðu meirihluta í kosningunum hafa ákveðið að Vilhjálmur Ket- ilsson skólastjóri, sem skipaði annað sæti lista þeirra, verði bæjarstjóri Keflavíkur næstu fjögur árin. Efsti maður listans, Guðfinnur Sigurvinsson deildar- stjóri, verður forseti bæjar- stjórnar og Hannes Einarsson, byggingameistari, sem skipaði þriðja sæti listans, verður for- maður bæjarráðs. Að sögn Guðfinns verður fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjómar eftir miðjan mánuðinn og verður þá formlega gengið frá þessum hlutum. Hann sagði að nú væri verið að velja menn í nefndir bæjar- ins; í Kópavogi vom fundir í flokks- félögum alþýðubandalags- og al- þýðuflokksmanna þar sem ræða átti meirihlutasamstarf. Guðmundur Oddsson efsti maður á lista Al- þýðuflokksins taldi mestar líkur á að þessir flokkar ræddu saman um meirihlutamyndun. í gærkvöldi funduðu bæjarfulltrúar Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags um hugsanlegt meirihlutasamstarf þessarra flokka í bæjarstjóm Hafn- arfjarðar. Sveinn R. Eiríksson, siökkviliðsstfóri, látinn SVEINN Eiríksson, slökkviliðs- stjóri á Keflavíkurflugvelli, lézt á sjúkrahúsi i London síðastlið- inn mánudag, 51 árs að aldri. Sveinn var þekktur viða um heim fyrir störf sín og hlotnuðust honum ýmsar viðkenningar, bæði heima fyrir og erlendis. Sveinn Eiríksson fæddist á Seyð- isfirði 30. júlí 1934, en ólst upp í Narfakoti í Innri-Njarðvík. Hann lauk gagnfræðaprófí frá Flens- borgarskóla árið 1950 og réðst til vamarliðsins í ágúst sama ár, en í slökkviliðinu var hann frá 1. maí 1952. Hann varð eldvamaeftirlits- maður í nóvember 1962 og slökkvi- liðsstjóri frá 1. júlí 1963. Hann hlaut atvinnuflugmannsréttindi árið 1965 og stundaði flug í nokkur ár með starfi sínu í slökkviliðinu. Sveinn sótti fjölmörg námskeið í stjómun á sviði sínu heima og er- lendis. Árið 1975 tók hann við stjóm snjóruðnings á flugbrautum og upp úr því varð til undir stjóm hans sérstök flugvallarþjónustu- deild, sem annaðist flesta þætti er tengdust þjónustu við flugvélar á jörðu niðri. Hann var í Vestmanna- eyjum í eldgosinu 1973 og stjómaði þar ýmsum aðgerðum, meðal ann- ars kælingu hraunsins. Vegna þeirra starfa var hann sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar í des- ember 1973. Þess utan hlaut Sveinn Qölmargar viðurkenningar frá ís- landi, Bandaríkjunum og öðrum löndum. Meðal annars var hann sæmdur afreksorðu bandaríska sjó- hersins fyrir frábæra þjónustu þeirra deilda, sem hann stjómaði og slökkviliðið undir stjóm hans hefur meðal annars tvívegis hlotið æðstu viðurkenningu Brunavama- samtaka Bandaríkjanna, sem ná yfír Bandaríkin og Kanada auk vama- og herstöðva Bandaríkja- hers, sem bezta slökkvilið í sinni grein. Sveinn tók einnig virkan þátt í stjóm- og félagsmálum. Hann átti sæti í bæjarstjóm Njarðvíkur síð- asta kjörtímabil fyir Sjálfstæðis- Morgunblaðið/Stmamynd/Skapti Frá viðræðum fulltrúa Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks í bæjarstjóm Akureyrar í gær. Vinstra megin eru Bergljót Rafnar, Björn Jósef Arnviðarson og Gunnar Ragnars. Á móti þeim eru Áslaug Einarsdóttir, Freyr Ófeigsson, Sigurður J. Sigurðsson og Gísli Bragi Hjartarson. Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur á Akureyri: Verulegar líkur eru taidar á samstarfi Akureyri. VERULEGAR líkur eru á meiri- hlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í bæjarstjóm Akureyrar næsta kjörtímabil, samkvæmt heimiidum Morgun- blaðsins. Nýlqömir bæjarfull- trúar flokkanna funduðu í gær, nær stanslaust frá klukkan 13.30 til miðnættis, fyrstu stundirnar óformlega þar sem kannaðar var grundvöllur viðræðna en síðan formlega um möguleika á meiri- hlutasamstarfi og mun góður andi hafa verið i viðræðunum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 4 menn kjöma f bæjarstjóm Akur- eyrar, jafn marga og áður, og Alþýðuflokkurinn fékk þtjá, en hafði einn áður. Samtals hafa þessir flokkar því góðan meirihluta, eða sjö af ellefu fulltrúum í bæjarstjóm- inni. Fulltrúar flokkanna hafa boð- að blaðamenn á fund sinn í dag klukkan 13 þar sem staðan í við- ræðunum verður skýrð. Á fundi hjá Alþýðubandalaginu í fyrrakvöld var ákveðið að fara fram á viðræður við Alþýðuflokk og Framsóknarflokk um möguleika á meirihlutamyndun. Framsóknar- menn lýstu sig reiðubúna til við- ræðna en alþýðuflokksmenn ákváðu að ræða frekar við fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Meirihluta í bæjarstjóm Akur- eyrar á því kjörtímabili sem nú er að ljúka mynduðu Framsóknar- flokkur, Alþýðubandalag og Kvennaframboð. Helgi M. Bergs bæjarstjóri lætur senn af störfum. Vitað er að fuiltrúar Alþýðuflokks- ins hafa mikinn hug á að fá Sigfús Jónsson sveitarstjóra á Skaga- strönd til að taka við bæjarstjóra- starfínu. Ráðherraf undur EFTA hefst í dag í Reykjavík: Samskiptin við Evrópu- bandalagið aðalverkefnið Ráðherrafundur Fríverslunar- samtaka Evrópu, EFTA, hefst í Reykjavik í dag. Aðalefni fund- Sveinn R. Eiríksson flokkinn og skipaði efsta sætið á lista hans til nýafstaðinna sveitar- stjómarkosninga. Hann átti sæti í ýmsum nefndum og ráðum á vegum bæjarins og var auk þess félagi í Varðbergi frá stofnun þess. Sveinn lætur eftir sig þijú böm frá fyrra hjónabandi, sambýliskonu og fósturbam. arins eru samskipti samtakanna við Evrópubandalagið. De Clerq, framkvæmdastjóri utanríkis- mála EBE, er væntanlegur til viðræðna við ráðherrana. 110 manns koma tíl landsins vegna fundarins, auk fréttamanna. Að sögn Þorsteins Ingólfssonar, varafastafulltrúa íslands hjá EFTA, sat ráðgjafamefnd samtakanna á rökstólum á þriðjudag og undirbjó ráðherrafundinn. í nefndinni eiga sæti flmm menn frá hveiju aðildar- ríkjanna, fulltrúar helstu atvinnu- greina í viðkomandi löndum. Ráð- gjafamir skýra álit sitt á stefnu sambandsins fyrir ráðherrunum í dag. Þau mál sem efst verða á baugi em starfsemi samtakanna á undanfömum 6 mánuðum, tollamál, afnám tæknilegra viðskiptahindr- ana, og samræmd stefna í rann- sóknum og þróun. Þungamiðja þessara hugmynda er samvinna EFTA og EB, en 18 Evrópuríki mynda bandalögin tvö. Búist er við að eftir fund ráðherranna með De Clercq liggi fyrir ákvörðun um samræmingu tollskjala á fríverslun- arsvæði Evrópu. Fundur ráðherranefndar EFTA hefur aðeins einu sinni áður verið haldinn á íslandi. Lönd samtakanna skiptast á um að gegna for- mennsku, 6 mánuði í senn. Það er Albert Guðmundsson sem stjómar fundinum, í fjarveru Matthíasar Bjamasonar viðskiptaráðherra. í gærkvöldi sátu allir gestimir veislu á Hótel Sögú, þar sem fundahöldin fara fram. Síðdegis tekur Vigdís Finnbogadóttir forseti á móti ráð- herrunum og fylgdarliði á Bessa- stöðum. í Fríverslunarsamtökum Evrópu em Austurríki, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Sviss og Liechtenstein, auk íslands. Samtökin vom stofnuð árið 1960, en ísland gerðist aðili árið 1970. Á síðasta ári bjuggu 31,7 milijónir manna í EFTA-löndunum. í upplýsingaefiii frá samtökunum segir að stofnun EFTA og þróun sé þáttur í sögu aukinnar efna- hagssamvinnu í , Vestur-Evrópu. Markmið stofnaðilanna var að gera álfuna að einu markaðssvæði. Arið 1984 undirrituðu ráðherrar frá öll- um EFTA- og EB-löndum sam- komulag um að stefna að endanlegu afnámi tolla í viðskiptum rílq'anna. Höfuðstöðvar samtakanna em í Genf, fastafulltrúi íslands er Hann- es Hafstein. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.