Morgunblaðið - 04.06.1986, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. JÚNl 1986
Danska blaðið BT um atvikið yfir Austfjörðum:
• •
„Orfáum sekúndum
frá dauðans dyrum
186 farþegar SAS höfðu ekki
hugmynd um hættuástandið
DANSKA blaðið BT greindi á
litríkan hátt frá þeim atburði
sem átti sér stað yfir Austfjörð-
um í fyrradag, þegar nærri lá
að Boeing 747-júmbóþota og
DCB-þota frá SAS flygju saman
í 10 þúsund metra hæð sunnan
við Eskifjörð.
hafí of seint komið auga á hina
vélina og því hafí vélamar þotið
hvor fram hjá annarri í skelfílegri
nálægð, án þess að hvorugur fengi
nokkuð að gert.
Blaðamaður breska dagblaðsins
Daily Mail sem kynnti sér mál þetta
amaeti
SflS-fly sekunder fra
at blive knust mod
jumbojet
Radioamatðr underrettede B.f ]
---------...____...j
Atburðurinn yfir Austfjörðum var mikill uppsláttur i danska dag-
blaðinu BT í gær, eins og glöggt má sjá af þessari mynd. í frétt
blaðsins kemur fram að það var danskur „radio-áhugamaður" sem
kom BT á sporið en hann fylgdist með talstöðvarsamtali flugstjóra
SAS-þotunnar við flugumferðarstjórnina í Reykjavík.
í BT segir m.a.: „Það voru fagn-
aðarfundir þeirra 186 farþega SAS
DC8-þotunnar er þeir hittu sína
nánustu á Kastrup-flugvelli í gær-
kveldi, en vélin var þá að koma
frá Grænlandi. Enginn þeirra hafði
hugmynd um að þeir voru aðeins
örfáum sekúndum frá dauðans
dyrum er júmbóþota stefndi beint
á vél þeirra yfír Atlantshafínu. Það
var stórkostlegt lán hinna flölmörgu
farþega og 12 áhafnarmeðlima að
ekki varð af árekstri."
Síðan greinir blaðið frá því að
flugmaður SAS-vélarinnar, Fritz
Eric Quit, hafí titrandi röddu til-
kynnt flugumferðarstjóm í Reykja-
vík kl. 17.36: „Það hryggir mig að
upplýsa að rétt í þessu sluppum við
mjög naumlega við árekstur við
breska júmbóþotu 0085.“
Því næst greinir blaðið frá því
að skömmu áður hafí flugumferðar-
stjóm í Reykjavík stýrt báðum flug-
vélunum inn á beina árekstrarbraut
hvora við aðra. Flugmenn vélanna
hafði í gær aflað sér upplýsinga
um að breski flugstjóri júmbóþot-
unnar, Ian Basnet, hefði gefíð þá
skýrslu eftir komuna til Seattle í
Bandaríkjunum að fjarlægðin á
milli vélanna hefði aðeins verið um
200 fet, þegar tæpast stóð, og að
SAS-vélin hefði verið ca. 50 fetum
fyrir neðan júmbóþotuna þegar
atvikið átti sér stað.
Blaðafulltrúar flugfélaganna
British Airways (BA) og Skandin-
aviska Airlines Service (SAS) eru
heldur fámálgir vegna þess at-
burðar sem átti sér stað sl. mánu-
dag yfír Austijörðum þegar Boeing
747-júmbóþota frá BA ogDC8-þota
frá SAS voru hættulega nálægt
því að fljúga hvor á aðra. Segja
blaðafulltrúamir einungis að félög
þeirra hafí þegar krafíð íslensk
flugstjómaiyfírvöld skýringa á
þessum atburði og bíði þess nú að
niðurstöður þeirrar rannsóknar sem
hófst í gærmorgun liggi fyrir. Að
öðm leyti vildu blaðafulltrúamir
ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Flugumferðarstj órar
aflétta yfirvinnubanni
FÉLAG íslenskra flugumferð-
arstjóra hefur aflétt yfirvinnu-
banni flugumferðarstjóra. Var
það gert í gær að ósk fulltrúa
ríkisins í sérkjarasamningum
við flugumferðarstjóra.
Ami Þorgrímsson, formaður
félagsins, sagði að í gærmorgun
hefði samninganefnd félagsins og
fulltrúar samgönguráðuneytisins
og launadeildar fjármálaráðu-
neytmins komið til fyrsta fundar
aðila um sérkjaraaamning fyrir
flugumferðarstjóra. Fulltrúar rík-
isins hefðu óskað eftir að yfír-
vinnubanninu yrði aflétt ámeðan
á viðraéðunum stæði ..ög. hefðu
flugumferðarstjórar samþykkt að
verða við því.
Aðspurður sagði Ámi að þetta
stæði ekki í neinum tengslum við
atvikið yfír Austurlandi í fyrradag
þegar nærri lá við árekstri tveggja
farþegaflugvéla. Ámi nefíidi það
í þessu sambandi að Félag ís-
lenskra flugumferðarstjóra hefði
óskað eftir því að fulltrúi félagsins
fengi að fylgjast með rannsókn
málsins. Þess hefði verið óskað
munnléga áður, en í gær hefði
óskin-verið ítrekuð með bréfí til
Loftferðaeftiriitsins. - Sagði Ámi
að svar Jiefði ekki -bonát .en taldi
líkurá að viðþessu'yrðiörðið. ^
Slökkviliðsmenn sýndu nokkrar aðferðir við að ráða niðurlögum olíuelds að loknum blaðamannafundin-
um. Hér er verið að kenna tveim starfsmönnum Stálvikur að fara með handslökkvitæki. f baksýn er
norski slökkviliðsbíllinn sem notaður verður við brunavaraaátakið.
Brunabótafélag íslands:
Brunavarnaátak um
allt land í sumar
„ÞAÐ er ekki af þekkingar-
skorti, heldur vegna hugsunar-
leysis að svo oft kviknar í hér á
landi sem raun ber vitni,“ sagði
Ingi R. Helgason forstjóri Bruna-
bótafélags Islands á blaðamanna-
fundi sem haldinn var í skipa-
smiðastöðinni Stálvik í tilefni af
Brunavarnarátaki 86.
Það em Landssamband slökkvi-
liðsmanna, Bmnabótafélag Islands
og Bmnamálastofnun ríkisins sem
standa fyrir þessu átaki ásamt vá-
tryggingafélaginu Storebrand í
Noregi. Ætlunin er að ferðast um
landið með slökkviliðsbíl búinn full-
komnum slökkvitækjum og halda
námskeið og fræðslufundi með vel-
flestum bmnaliðsmönnum landsins.
Storebrand hefur lánað bfl hingað
til lands í þessu skyni og er einn
starfsmaður fyrirtækisins með í för
til trausts og halds. Næstu 7 til 8
vikur verður farið á um sextíu staði
og sýndar nýjustu aðferðir við eld-
vamir. „Aðaltilgangur ferðarinnar
er þó sá að vekja menn til um-
hugsunar um hættuna af eldsvoðum
svo við getum komið í veg fyrir sem
flest allra þeirra slysa sem henda
fyrir einbert andvaraleysi," sagði
Höskuldur Einarsson formaður
landssambands slökkviliðsmanna.
Ingi R. Helgason leiðir starfs-
menn Stálvíkur og blaðamenn í
allan sannleik um Brunavarna-
átak ’86. Honum á vinstri hönd
situr Höskuldur Einarsson for-
maður Landssambands slökkvi-
liðsmanna.
Tíðni eldsvoða hér á landi er í
meðallagi miðað við nágrannalönd-
in, þó eru eldsvoðar í heimahúsum
mun fátíðari hérlendis en gengur
og gerist víða annarsstaðar. „En
betur má ef duga skal,“ sagði
Höskuldur Einarsson, „við getum
hæglega fækkað þeim enn meir,
en til þess þarf stórátak og athygli
sem allra flestra."
Að sögn Inga R. Helgasonar er
fjöldi eldsvoða mjög breytilegur
milli ára. „Arið 1983 var mesta
brunaár í 70 ára sögu Brunabótafé-
lagsins," sagði hann. „Síðastliðin
tvö ár hafa verið nokkuð góð, en
nú virðist eldsvoðum aftur fara
Qölgandi. Við þurfum ekki að horfa
aðgerðalaus uppá þessa þróun, það
má breyta henni og það ætlum við
að gera.“
Slökkvibfllinn norski hefur verið
notaður til viðlíka námskeiðshalds
í Noregi og ætlunin er hér. Ingi
R. Helgason sagði að námskeiðin
hefðu gefíst mjög vel í Noregi, og
því stakk Brunabótafélagið upp á
því á síðasta þingi Landssambands
slökkviliðsmanna að þetta yrði
reynt og bauðst til að fara þess á
leit við Norðmennina að þeir lánuðu
bflinn. Annað tilefni átaksins er 70
ára afmæli. Brunabótafélagsins í
janúar 1987.
Auk norska slökkviliðsmannsins
verða fulltrúar Landssambands
slökkviliðsmanna, Brunabótafélags
íslands og Brunamálastoftiunar rík-
isins með í ferðinni.
Bjartsýnisverðlaunin af-
hent Kjartani Ragnarssyni
K&upmannahöfn.
AFHENDING bjartsýnisverð-
launa Bröste fór fram i Kaup-
mannahöfn á þriðjudag. Teter
Bröste forstjóri fyrirtækisins
ávarpaði gesti og síðan afhenti
Bertel Haarder menntamálaráð-
herra Danmerkur Kjartani
Ragnarssyni leikara og leikrita-
höfundi verðlaunin.
Bjartsýnisverðlaunin eru afhent
í byijun júnímánaðar ár hvert til
íslenskra listamanna, og er af-
hendingin nú sú sjötta. Athöfnin
hófst með því að Teter BröSte for-
stjóri sagði frá upphafi bjartsýnis-
verðlaunanna oghvéijirhefðu feng-
ið þau áður. Vigdís Finnbþgadóttir
forseti íslands*er -vémdari hjartsýn-
issjóðs Bröste eins og kunnugt er.
Rakti hann æviatriði Kjartans
Ragnarssonar og sagði frá því hvað
fyrirtækið hefði átt mikil samskipti
við íslendinga.
Bertel Haarder menntamálaráð-
herra Danmerkur hélt ræðu og
sagði meðal annars frá góðum
samskiptum íslendinga og Dana.
Sagði hann að handritamálið hefði
verið leyst á þessu ári með góðri
samvinnu þeirra Sverris Hermanns-
sonar menntamálaráðherra íslands.
Hann sagði að ísland væri eina
landið í heiminum þar sem danska
væri það tungumál sem fyrst væri
byijað að kenna í skólonutn. Haatd-
er hrósaði Bröste-fyrirtækinu fyrir
að fá ungt fólk til starfa og fyrir
þessa verðlaunaveitingar úr sjóðn-
um. Afhenti hann Kjartani Ragn-
arssyni verðlaunin sem voru að fjár-
hæð 30 þúsund danskar krónur
(147 þúsund krónur íslenskar).
Fékk Kjartan verðlaunin I formi
risastórrar ávísunar.
Kjartan þakkaði fyrir að hafa
orðið þessa heiðurs aðnjótandi og
ræddi um samskipti íslendinga og
Dana. Guðrún Ásmundsdóttir, kona
Kjartans, var einnig kölluð upp og
henni færður blómvöndur. Fjöldi
gesta var viðstaddur þessa athöfn
í Bröste-garðinum, bæði heiman að
og danskt leikhúsfólk einnig áber-
andL Á eftir vbru veitingar og léikin
tónlist.
-G.L.ÁSg.