Morgunblaðið - 04.06.1986, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1986
Jónína
Ben.
Einsog alþjóð veit sér Jónína
Benediktsdóttir um morgun-
trimmið og ferst það bara vel úr
hendi að mínu mati. Ýmsir hafa
fundið að því er Jónína kemur með
athugasemdir um lífíð og tilveruna
mitt í hita leiksins. Ég kann bara
vel við þessar athugasemdir Jónínu,
enda lít ég ekki á líkamsrækt sem
einskonar helgiathöfn þar sem
menn fetta sig og bretta grafalvar-
legir á svip og heilastarfsemin
stöðvast á meðan ósköpin dynja
yfír. Af hveiju ekki að krydda leik-
fímitímana með hnittnum athuga-
semdum um menn og málefni og
þá á hún Jónína það til að mata
sveitta heilsuræktendur á kjam-
miklum fróðleiksmolum er að vísu
verða ekki mældir í kaloríum en
gætu samt styrkt menn í trúnni á
heilbrigða sál í hraustum líkama.
Einn slíkur fróðleiksmoli er féll úr
svuntu Jónínu Ben. í morguntrimmi
mánudagsins verður nú skoðaður
nánar.
Fróðleiksmolinn
Jónína sagði okkur frá því að
nýlegar rannsóknir í Bandaríkjun-
um bentu til þess að eldra fólk
þarlendis væri sífellt ötulla við
trimmið enda hefðu Bandaríkja-
menn að undanfömu lyft grettistaki
á þessu sviði. Máð mynd skreppur
hér fram á hugarspegil. Undirritað-
ur er staddur á ægifögrum íþrótta-
velli uppi í fjallshlíðum N-Kalifom-
íu. Sólin bakar hlauparana þar sem
þeir silar hring eftir hring í 10
þúsund metra hlaupinu. Að lokum
er aðeins einn eftir á hlaupabraut-
inni, kona á áttræðisaldri. Þögn
slær á ungæðislegan áhorfenda-
skarann er konan stikar sjóðheita
brautina og það er eins og tíminn
standi á öndinni. Svo titrar loftið
af fagnaðarlátum, fólkið sprettur á
fætur og konan lyftir upp höndun-
um brosandi — andinn hefír sigrað
efnið.
En ekki er úti...
En ekki er úti ævintýri, hún Jón-
ína fræddi okkur í fyrrgreindum
morguntrimmþætti ekki bara um
aukna líkamsrækt eldri borgara í
Bandaríkjunum hún bætti við ...
rannsóknir benda ennfremur til að
böm séu orðin helstu kyrrsetumenn
í Bandaríkjunum ... Þau hanga
fýrir framan sjónvarpið daginn út
og inn og éta óhollan mat. Það lá
nú við að mér svelgdist á morgun-
kaffinu er þessi hluti fróðleiksmol-
ans skaust inn um hlustimar og ég
var ekki í rónni fýrr en ég hafði
grafíð upp marktækar tölur er
sýndu reyndar að meðalfjölskylda í
Bandaríkjunum setti nýtt met í
fyrra í neyslu vitundarfóðurs. Þann-
ig héngu fjölskyldumeðlimir að
meðaltali í sjö klukkustundir og tíu
mínútur á dag fýrir framan sjón-
varpstækin á því herrans ári 1985
og hafði glápið aukist um tvær
mínútur á dag frá fyrra ári. Ja,
hvar endar þetta nú allt saman?
En það er annars fróðlegt fyrir
okkur íslendinga er nú stöndum á
tímamótum á þessu sviði að skoða
fýrrgreindar tölur ögn nánar. Það
kemur nefnilega í ljós að hin venju-
lega ^ölskylda horfír nú skemur á
þráðlausar sendingar sjónvarps en
fyrr, þannig horfðu menn að meðal-
tali í sex klukkustundir og 36 mín-
útur á dag á þráðlausar sendingar
1984 en í sex klukkustundir og 31
mínútu 1985. Það sem eftir lifír
sjónvarpsdags glápa menn svo á
ljósþráðasendingar og virðist slík
þjónusta njóta aukinna vinsælda.
Eg hef þessar tölur eftir þekktasta
hlustendakannanafýrirtæki Banda-
ríkjanna, A.C. Nielsen Co, svo
sennilega hefur hún Jónína bara á
réttu að standa. En hvenær kemur
röðin að okkur?
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
Ludwig van Beethoven
Síðdegistónleikar:
Píanótónlist
Vladimir Ashkenazy
■1 Leikin verður
20 píanótónlist af
“” plötum á síð-
degistónleikum sem eru á
dagskrá rásar eitt í dag.
Vladimir Ashkenazy leikur
sónötu nr. 21 í C-dúr op.
53 eftir Ludwig van Beet-
hoven og Claudio Arrau
leikur „Papillons" op. 2
eftir Robert Schumann.
Hótel:
Gömul kynni
MMB Gömul kynni,
OA55 16- þáttur
v — bandaríska
myndaflokksins Hótel, er á
dagskrá sjónvarps í kvöld.
Með aðalhlutverk fara
James Brolin, Connie
Sellecca og Anne Baxter.
Þýðandi er Kristrún Þórð-
ardóttir.
Um konur og bókmenntir:
Að hverfa inn í hugarheim
■H Þátturinn um
20 konur og bók-
““ menntir er á
dagskrá rásar eitt í kvöld.
Þetta er þriðji þáttur af
fjórum og nefnist hann Að
hverfa inn í hugarheim og
er í umsjá þeirra Soffíu
Auðar Birgisdóttur og Sig-
urrósar Erlingsdóttur. Þar
segir frá gyðju lífsins,
Demeter og dætrum henn-
ar, sem allar völdu sér ólík
hlutskipti nema Persifóna,
sem Hades, konungur
undirheima, nauðgaði og
nam á brott til að hún yrði
eiginkona hans. Sagt er
frá Persifónu nútímans,
andstöðu hennar við hlut-
skipti sitt og dóma sam-
félagsins. Lesið verður í
þessu sambandi úr verkum
Nínu Bjarkar Ámadóttur,
Bergþóru Ingólfsdóttur,
Sylviu Plath o.fl.
ÚTVARP
MIÐVIKUDAGUR
4. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.16 Morgunvaktin
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.16 Veðurfregnir.
8.30 Fréttir á ensku
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „I afahúsi" eftir Guð-
rúnu Helgadóttur. Steinunn
Jóhannesdóttir lýkur lestrin-
um (8).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem Guömundur Sæ-
mundsson flytur.
10.10 Veöurfregnir.
10.30 Áður fyrr á árunum.
Umsjón Ágústa Björnsdótt-
ir.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Hljóm-
sveitan/erk og Ijóðasöngur.
12.00 Dagskrá.Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Börn
og umhverfi þeirra. Umsjón:
Anna G. Magnúsdóttir.
14.00 Miödegissagan „Fölna
stjörnur" eftir Karl Bjarnhof.
Kristmann Guðmundsson
þýddi. Arnhildur Jonsdóttir
les (8).
14.30 Segðu mér að sunnan.
Ellý Vilhjálms velur og kynnir
lög af suöraenum slóðum.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Hvað finnst ykkur?
Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akur-
eyri.)
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar.
a. Sónata nr. 21 í C-dúr op.
53 eftir Ludwig van Beet-
hoven. Vladimir Ashkenazy
leikur.
b. „Papillons" op. 2 eftir
Robert Schumann. Claudio
Arrau leikur.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpið. Stjórn-
andi: Vernharður Linnet.
Aðstoðarmaður: Sigurlaug
M. Jónasdóttir.
17.45 í loftinu. Blandaður þátt-
ur úr neysluþjóðfélaginu.
Umsjón: Hallgrímur Thor-
17.00 Úrmyndabókinni.
Barnaþáttur með innlendu
og erlendu efni: Kuggur —
myndasaga eftir Sigrúnu
Eldjárn. Klettagjá, Snúlli
snigill og Alli Álfur, Arnar-
fjörður, Raggi ráöagóöi. og
Lalli leirkerasmiður.
Umsjón AgnesJohansen.
17.50 Vestur-Þýskaland —
Uruguay
Bein útsending frá Heims-
steinsson og Sigrún Hall-
dórsdóttir.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Að utan. Þáttur um er-
lend málefni.
20.00 Sagan: „Sundrung á
Flambardssetrinu" eftir
K.M. Pe>don. Silja Aðal-
steinsdóttir byrjar lestur
þýöingarsinnar.
20.30 Ýmsar hliðar. Þáttur í
umsjá Bernharös Guð-
mundssonar.
21.00 Islenskir einsöngvarar
og kórar syngja.
21.30 Þankar úr Japansferð.
Guömundur Georgsson
læknirflytur. Fyrri hluti.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
MIÐVIKUDAGUR
4. júní
meistarakeppninni f knatt-
spyrnu.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.40 Listahátíö f Reykjavik
1986.
20.55 Hótel
16.Gömulkynni.
Bandarískur myndaflokkur f
22.20 Að hverfa inn í hugar-
heim. Þriðji þáttur af fjórum
um konur og bókmenntir.
Umsjónarmenn: Soffia Auð-
ur Birgisdóttir og Sigurrós
MIÐVIKUDAGUR
4. júní
09.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Kolbrún Hall-
dórsdóttir, Kristján Sigur-
jónsson og Páll Þorsteins-
22 þáttum.
Aðalhlutverk: James Brolin,
Connie Sellecca og Anne
Baxter.
Þýðandi Kristrún Þórðar-
dóttir.
21.50 Skotland — Danmörk
Bein útsending frá Heims-
meistarakeppninni í knatt-
spyrnu.
23.46 Fréttir í dagskrárlok.
Erlingsdóttir. Lesari með
þeim: María Sigurðardóttir.
23.00 Djassþáttur. Tómas R.
Einarsson.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
son. Inn í þáttinn fléttast
u.þ.b. fimmtán minútna
barnaefni kl. 10.05 sem
Guöríður Haraldsdóttir ann-
ast.
12.00 Hlé
14.00 Kliður
Þáttur f umsjá Sigurðar
Kristinssonar. (Frá Akureyri)
15.00 Núerlag
Gunnar Salvarsson kynnir
gömul og ný úrvalslög að
hætti hússins.
16.00 Taktar
Stjórnandi: Heiðbjört Jó-
hannsdóttir.
17.00 Erill og ferill
Erna Arnardóttir sér um tón-
listarþátt blandaðan spjalli
við gesti og hlustendur.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar í þrjár
minútur kl. 11.00, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVÖRP
REYKJAVÍK
17.03—18.15 Svæöisútvarp
fyrir Reykjavik og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.
SJÓNVARP