Morgunblaðið - 04.06.1986, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1986
Nýr ferðamannastaður l
Sunnan við Vatnajökul stendur
Lómagnúpur og horfír mikilúðlegur út
yfír sanda og til sjávar. Stundum er hann
hæruskotinn, en oft feykja vindar skýjum
af honum og opinberast þá hinn ægilegi
hamraveggur í sinni margbreytilegu
mynd, sem fáir nema jarðfræðingar geta
til hlítar lesið. Austan Lómagnúps er
Skeiðarárjökull, skítugur og
óárennilegur, og fyrir neðan er
Skeiðarársandur, milljarðar tonna af
framburði jökulvatna. Hér á öldum áður
var þetta landsvæði ógreiðfært og tók á
tíðum toll af mönnum og hestum. Nú er
hins vegar flennifæri yfír Skeiðarársand
eftir olíubornum vegum og steinsteyptum
brúm. Jökullinn er þó enn á sínum stað,
þó hann hafí hörfað nokkuð og skilið
eftir sig háa ruðninga, jökulgarða. Sem
fyrr er hann óárennilegur og ljótur.
Líklega skotrar einn og einn
ferðalangur augunum inn með hlíðum
Lómagnúps. Fyrir augum verða eyrar,
hlíðar, gljúfur og stálbrattir hamraveggir.
Fjær rísa hæðir í fjöll. Líklegast er þó
að flestir ferðalangar beini frekar augum
sínum í austur, þar sem Öræfajökull
skefur himininn, tignarlegur og mikiil
um sig. AHir þekkja hæsta tind landsins,
Hvannadalshnúk, 2119 m háan. Og
Lómagnúpur, gilin, gljúfrin og áreyrarnar
gleymast um leið.
Súla í Súlutindum. Fyrir neöan er Skeiöarárjökull og í fjarska má greina
Skaftafellsfjöll.
Margt hefur verið skrifað um
Öræfajökul, Skaftafell og landið
þar um slóðir. Hvort tveggja er
að náttúrufegurð er mikil og sögu-
leg frægð einnig. Þarna er líka
vinsæll ferðamannastaður. En
reynum þó að gleyma Skaftafelli
um stund og staðnæmumst frekar
við Lómagnúp. Lítum í norður og
aðgætum landakortið. Við erum
við Núpsvötn, en þau myndast
þegar jökulámar Súla og Núpsá
renna saman. Súla kemur undan
Skeiðarárjökli, en upptök hennar
eru í Grænalóni um 20 km ofar.
Núpsá mun einnig hafa komið hér
áðurfyrr úr Grænalóni en svo mun
ekki vera lengur. Núpsá er orðin
að bergvatnsá og safnast vatn í
hana víða að. Stundum er Núpsá
þó með jökullit og valda því tvær
ár, sem nefnast Vestri- og Mið-
Bergvatnsár, en þær fá stundum
vatn undan Vatnajökli, vestan við
Grænalón.
Jeppaslóð liggur af þjóðveginum
upp með Lómagnúp. Slóðin lætur
lítið yfir sér og hún er ekki merkt.
Leiðin liggur þvers og kruss yfir
Núpsá og gamlan farveg Súlu. Súla
hefur breytt sér talsvert frá því
sem sýnt er á landakorti. Hún
rennur ekki lengur í vestur heldur
fyrst og fremst í suður.
Smám saman opnast undarlegt
land. Fæstir búast við þessu lands-
lagi hér í skjóli jökla. Nær væri
að búast við iökulsleiktum hæðum
og fjöllum. A vinstri hönd höfum
við haft hinar breytilegu hlíðar
Lómagnúps með fjölmörgum ör-
nefnum; Geldingatorfur, Klifna-
nef, Morskora, Fjaðrárdalshnúk-
ur, Fossdalur, Seldalasnið, Hvirfil-
dalur, Loftsárhnúkur og fleiri og
fleiri. Þegar hér er komið sögu
erum við til móts við upptök Súlu
úr Skeiðarárjökli og höfum hann
á hægri hönd. Þar rís upp Eystra-
fja.ll. í því vestanverðu eru Núps-
staðarskógar, þangað sem ferðinni
er heitið. Núpsstaðarskógar eru
kenndir við Núpsstað og er landið
afréttur. Þama er útivistarparadís,
sem tiltölulega fáum er kunnugt
um. Landið líkist um margt Þórs-
mörk og Goðalandi, en er þó um
leið allt öðru vísi. Eystrafjall skiptist
í Ámundaflöt, Bunka, Súludal og
Súlutinda. Utan í Súlutindum nudd-
ar Skeiðarárjökull sér og sækir
svartan lit.
Vestan megin er fjallgarður sem
nefnist Björninn. Út úr honum
ganga fjölmargir fjallsranar,
klofnir í herðar niður af hrikaleg-
um gljúfrum og dölum. Á milli eru
sléttar áreyrar.
Mynni þessa dals er vítt og sér
þaðan út yfir víðan Skeiðarársand,
jafnvel til sjávar. Eftir því sem
innar dregur mjókkar dalurinn og
endar loks í háu gljúfri: Innst í
því eru tveir fossar sem falla sem
næst ofan í sama hylinn. Þetta eru
Núpsárfoss og Hvítárfoss, sem eru
í samnefndum ám. Hvítá er berg-
vatnsá og svo ætti Núpsá að vera
svo að öllu jöfnu. Hér áður fyrr
var Núpsá jökulfljót ættað úr
Grænalóni og blandaðist þá berg-
vatnsá og jökulfljót í sama hylnum
og nefnist hann því Tvílitihylur.
Hlíðar Eystrafjalls og Bjamarins
eru sundurskomar af gljúfmm og
giljum. Beggja vegna em skógar-
torfur, misstórar að vísu, en því
lengra sem komið er inn í daiinn,
því stærri verður birkiskógurinn.
Mestur er hann við svonefndan
Staðarhól og þar fyrir innan. Þar
er jafnframt fegursta svæðið.
Víða má finna tjaldsvæði á
aurunum fyrir neðan Eystrafjall.
Þær grastorfur sem þar er að finna
eru þó viðkvæmar eins og gerist
og gengur með gróður á áraurum.
Með vaxandi ferðamannastraumi
verður því að leggja áherslu á að
útbúa góð tjaldsvæði. Við Fálka-
tind er nokkuð stór grastó og þar
hefur ferðafélagið Útivist yfirleitt
sett upp tjaldbúðjr sínar. Finna
má betri tjaldsvæði ef farið er upp
fyrir kiettabeltin, sérstaklega
framarlega á Eystrafjalli, s.s. þar
sem heita Hnúkar, eða ofan við
Meingilin. Þar er gróður allur
meiri og þroskaðri enda kjörlendi.
Gallinn er hinsvegar sá að fara
verður upp um 100 metra og þá
um frekar ógreiðfær gljúfur. Fyrir
ungt fólk og hraust er þetta erfiði
tvímælalaust á sig leggjandi.
Gönguleiðir eru fjölmargar á
þessum slóðum. Nefna má hér
tvær. Sú fyrri er inn að Tvílitahyl
og upp á Bunka. Þetta er auðveld
hringleið. Sú síðari er upp á
Eystrafjall, suður fyrir Bunka, í
Súludal og á Súlutinda og siðan
með jökulröndinni til baka. Hér
skal nú þessum gönguleiðum lýst
nokkuö nánar.
Tvflitihylur og Bunki
Frá tjaldsvæðinu við Fálkatind
eru aðeins um fjórir km að Tvílita-
hyl. Gengið er um áreyrarnar sem
eru ákaflega auðveldar yfirferðar.
Við úfinn og Ijótan Skeiðarárjökul.
Á leiðinni ber margt fyrir augu.
Helst vekja athygli hin þverhníptu
björg og margbreytileg uppbygg-
ing þeirra. Þarna má sjá stuðla-
berg, bólstraberg, móberg og fleira
og fleira, hvert upp af öðru. Austan
Núpsár gína gljúfurkjaftar og bera
vitni um gífurleg árrof.
Fyrir innan Staðarh'.I var fyrir
nokkrum áratugum lón er nefndist
Núpsárlón, en tíð hlaup úr Græna-
vatni í Núpsá báru með sér feikn
af aur svo botn lónsins hækkaði
smám saman og neyddi ána upp
að fjallinu þar sem hún hefur
fundið sér farveg.
Staðarhóll er stór skógartorfa
sem teygir sig út á áraurana. Má
vart á milli sjá hvort uppblástur
sé að byrja í suðurjaðri hennar eða
skógurinn sé að klæða þar fornan
árbakka. Líklega er það síðar-
nefnda þó raunin.
*
Þarna er gróður allur mikill.
Finna má breiður af eyrarrós og
fleiri bjartlita jurtum. Fyrir fram-
an rísa upp hamrarnir við Kálfs-
klif, þverhníptir og greinilega erf-
iðir upp að fara. Upp eftir skriðum
teygja sig skógarbleðlar. Skyndi-
lega opnast hrikalegt gljúfur á
hægri hönd. Klifgil segir landa-
kortið. Þama eru risastórir
hamraveggir, stakstæðir vatns-
sorfnir tindar og hnausar. Langir
berggangar vekja athygli, minjar
um eldvirkni fyrr á tímum. Berg-
gangarnir eru ótrúlega samfelldir
og háir. Með tíð og tíma hefur áin
sorfið burt veikara berg umhverfis
gangana og skilið þá eina eftir.
Lengra verður ekki komist án
þess að klífa bergið. Hér kemur
áin fram milli hárra bjarga og er
ekki manngengt þar undir. Stígur
liggur upp í gegnum kjarrið að
bereveggnum. Þar hangir keðja og
má styðjast við hana á uppleið.
Bergið þarna um slóðir er þó ekki
með öllu ókleift, en öruggast er
að notast við keðjuna. Skammt
austan við keðjuna sker gil nokk-
urt bergtind frá heiðinni. Upp á
hann er auðvelt að fara og er hann
sléttur að ofan, vaxinn mosa.
Þegar upp á heiðina er komið
liggur beinast við að ganga að
þverhnípinu fyrir ofan Tvílitahyl,
sem áður var getið. Þar falla tveir
fossar því sem næst ofan í sama
hylinn. Hvítárfoss er í samnefndri
bergvatnsá og er vatnið því fagur-
blátt, en Núpsá er mjólkurgrá. í
hylnum verða til skörp skil milli
þessara tveggja lita. En annað-
hvort er vatnsmagnið í Núpsá
meira eða grái liturinn má sín