Morgunblaðið - 04.06.1986, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1986
Heldur óvistlegur staöur. Myndin er tekin niðri í þröngu gili milli Skeiðarár-
jökuls og Eystrafjalls.
Bulak verður sóttur
fyrir byltingaráform
Varsjá. AP.
PÓLSK yfirvöld sögðu í gær að Zbigniew Bujak, leiðtogi neðanjarðar-
deildar Samstöðu, yrði sóttur til saka fyrir að stofna til samsæris
um að bylta stjórn landsins og kollvarpa þjóðskipulagi kommúnism-
ans.
og virða fyrir sér útsýnið. Þarna
má sjá hvernig jökullinn hefur
þrengt sér utan í fjöllin, teygt sig
inn í hverja vík og skoru og tekið
á sig svartan lit af bergmylsnu og
ryki. Greinilegur árniður er frá
jöklinum þar sem leysing er í há-
marki.
Skriðjökull er ekki lifandi, hann
er frekar sem dauðinn, eirir engu,
byggir ekkert upp. Þar sem jökull-
inn hefur farið yfir er venjulega
dautt land í langan tíma.
Við höldum göngunni áfram og
göngum yfir að næsta skarði í
Súlutindum og síðan suðvestur og
niður með Skeiðarárjökli. Þarna á
miðri malarheiði er ákaflega fal-
legt lítið vatn. Á allar hliðar eru
bakkarnir grasi grónir og fífan
setur hlýlegan svip á umhverfið.
Skammt frá fellur Súlnadalsá
fram af háum stalli. Henni eru
búin grimm forlög sem ekki eru
öllum blátærum ám búin.
Hún fellur í fallegri bunu niður
milli jökuls og fjalls og blandast
saman við skítugt leysingarvatnið
af jöklinum. Þvílík forlög, og þarna
hverfur hún töpuð um eilífð.
Heimleiðin er auðveld. Gengið
er í gegnum hið myndarlegasta
berjaland þar sem heita Hnúkar
og niður að tjaldsvæðinu við
Fálkatind.
Leiðin sem hér hefur verið lýst
er líklega um 14 km að lengd og
tekur gönguferðin um 6 tíma. Hún
er mjög auðveld, á allra færi, fátt
er sem glepur nema Súla, Skeiðar-
árjökull og stöku berjalyng.
Nýr ferðamannastaÖur
Fleiri gönguleiðir mætti nefna í
Núpsárdal og á Eystrafjalli. Fjöldi
þeirra er varla tæmandi. Hér hefur
þó ekki verið getið um gönguleiðir
vestan Núpsár á fjalli því sem
nefnist Björninn. Það er geysilega
víðáttumikið og gengur fjöldi
fjallsrana og hnúka fram úr því
til austurs. Undirlendi milli þessa
fjalls og Núpsár er víðast lítið. Þó
er nokkuð stórt land þar sem heitir
Rauðabergshólar. Þar er skógar-
bleðill og vottur af jarðhita.
Nefna mætti lengri gönguleiðir,
s.s. upp af Grænalóni, en þangað
eru um 20 km. Jafnvel er hægt að
fara upp í jökul, þar sem heita
Hágöngur og Eldgígur. Þar mun
vera athyglisvert land. Best er þó
að ætla sér tvo daga í svo langa
leið og hafa með sér tjald. Enn er
ógetið gönguleiða á Lómagnúp, en
þeir ku vera fáir sem gengið hafa
fram á syðsta hluta hans, hafi
nokkrir farið svo langt.
Núpsstaðarskógar eiga tvímæla-
laust framtíð fyrir sér. Þangað
vantar þó tilfinnanlega betri veg
og um leið merkingar á veginn
þangað. Ókunnugum er hætt við
villum því svo virðist sem slóðir
liggi þvers og kruss upp í dalinn.
í Núpsstaðarskógum þarf að koma
upp sæluhúsi eða skála til öryggis
fyrir ferðamenn. Skálinn verður
að vera þannig staðsettur að hlaup
í Súlu eða Núpsá ógni honum ekki.
Fjarlægðin frá þéttbýlinu við
Faxaflóa veldur því að ferða-
mannastraumurinn verður að
óbreyttu aldrei mikill í Skógana.
Þangað er um 6 stunda akstur og
því koma þangað ekki aðrir en
þeir sem hafa meiri tíma en helgi
til ferðarinnar. Einnig veldur
miklu að upp í Skóga er aðeins
jeppafæri. Hins vegar er rétt að
hugsa stórt. Ekki væri úr vegi að
koma upp litlum flugvelli á áreyr-
um Núpsár. Slíkt þarf ekki að vera
■mikið fyrirtæki, þvi efnið er til á
staðnum. Aðeins þarf að ryðja
burt stórum steinum og valta völl-
inn. Með þessu móti mætti fá góð-
an flugvöll þar sem flugvélar á
borð við Twin Otter geta lent. Þá
mun ferðatíminn styttast að mun
og möguieikar á góðum helgarferð-
um aukast að sama skapi. Flug-
ferðir munu varla kosta miklu
meira en rútuferðir. En líklega er
langt í að flugtæknin verði tekin
í þjónustu þeirra sem hingað til
hafa ferðast í rútum um landið á
vegum ferðaskrifstofa og ferðafé-
laga. Að minnsta kosti eru ferðafé-
lög á borð við Útivist og Ferðafélag
íslands ekki enn farin að bjóða upp
á flugferðir í Kverkfjöll, Nýjadal
eða Hveravelli og eru þó litlir
flugvellir á þessum stöðum.
Núpsstaðarskógar eru á nátt-
úruminjaskrá Náttúruverndar-
ráðs. í athugasemd með skráning-
unni segir að æskilegt sé að tengja
Skógana við þjóðgarðinn í Skafta-
felli. Sá sem þetta ritar telur það
ekki rétta stefnu. Skaftafell og
Núpsstaðarskógar eiga fátt sam-
eiginlegt. Heilt haf jökuls skilur á
milli og sögulega hafa þeir ætíð
verið aðskildir. Núpsstaðarskógar
eiga friðun skilda, t.d. sem útivist-
arsvæði. Þarna er auðveldlega
hægt að koma upp vinsælum ferða-
mannastað sem sjálfkrafa léttir á
öðrum ferðamannastöðum lands-
ins.
Ferðafélagið Útivist hefur átt
forgöngu um ferðir í Núpsstaðar-
skóga. í fyrra voru farnar þangað
tvær ferðir og í ár hafa þcgar verið
farnar þrjár ferðir og mun vera
ætlunin að bæta þeirri fjórðu við
í september. Berjaland er ágætt í
Núpsstaðarskógum og nú er mjög
gott berjaár.
Jerzy Urban, ríkissaksóknari,
hélt því fram að fundizt hefðu skjöl
í felustað Bujaks, sem sýndu að
hann hefði haft tengsl við „útlend-
ar undirróðursmiðstöðvar". Hann
sagði að Bujak yrði leiddur fyrir
herdómstól og verði hann sekur
fundinn af ákærunni á hann yfír
höfði sér allt að 10 ára fangelsi.
Urban sagði, að ef menn vildu
vita hvar Bujak var handtekinn,
Quito, Ecuador. AP.
FLEST bendir til þess að forseti
Ecuador hafi beðið persónuleg-
an ósigur í þingkosningum sem
fóru fram i landinu á sunnudag
og er búist við að andstæðingar
hans nái meirihluta á þingi.
Eftir að yfir 50% atkvæða höfðu
verið talin höfðu miðju- og
vinstri flokkar hlotið mun meira
fylgi en stuðningsflokkar for-
setans til hægri.
Forsetinn, Leon Febres, virtist
einnig hafa lotið í lægra haldið
fyrir andstæðingum sínum í þjóð-
aratkvæðagreiðslu, sem fór fram
samtímis þingkosningum, en kosið
var um tillögu um að heimila óháð-
um stjómnmálamönnum að bjóða
sig fram til embætta á vegum hins
opinbera. Telja margir fréttaskýr-
endur að þjóðaratkvæðagreiðslan
hafi verið prófsteinn á efnahags-
stefnu forsetans, sem fýlgjandi er
markaðshyggju Ronalds Reagans
Bandaríkjaforseta.
Ef fram heldur sem horfir munu
andstæðingar forsetans fá 43 af
71 þingsæti, eða 35 af þeim 59
sem nú var kosið um. Áður en
forsetinn tók við völdum 1984
höfðu stjómarandstæðingar meiri-
hluta á þingi, en Febres tókst að
fá nokkra stjómarandstöðuþing-
menn til fylgis við samsteypustjóm
sína, sem skipuð er fímm flokkum
á hægri væng stjórmálanna.
Talið er að ein ástæða þess að
stjómarflokkamir misstu nú fylgi
sé sú að efnahagsástandið hefur
versnað mjög vegna þeirrar lækk-
unar, sem orðið hefur á heims-
markaðsverði á olíu, en um 70%
skyldu þeir snúa sér til bandaríska
sendiráðsins. Eigandi íbúðarinnar
hefði fengið boðsbréf á kveðjuhóf
fyrir menningarfulltrúa sendiráðs-
ins og hefði Bujak veitt því mótt-
töku.
Talsmaður sendiráðsins sagði
Urban fara með tilhæfulausar
dylgjur er hann gæfí í skyn að
sendiráðið hefði vitað um dvalar-
stað Bujaks eða verið í sambandi
útflutningstekna Ecuador má rekja
til olíusölu.
við hann.
Að sögn Urbans voru fleiri
Samstöðuleiðtogar handteknir á
laugardag, þ. á m. tveir nánustu
samstarfsmenn hans, Konrad Biel-
inski og Ewa Kulik.
Gengi
gjaldmiðla
Lundúnum. AP.
DOLLARINN snarlækkaði gagn-
vart evrópskum gjaldmiðlum í
gær eftir að bandarískir embætt-
ismenn spáðu því að hann mundi
falla í verði. Hins vegar hækkaði
gullverð nokkuð.
Breska pundið kostaði 1,4925
dollara, en kostaði á mánudag
1,4792. Gengi dollars gagnvart
öðrum helstu gjaldmiðlum var sem
hér segir: 2,2725 vestur-þýsk mörk
(2,3220), 1,3327 svissneskir frank-
ar (1,9210), 7,2500 franskir frank-
ar (7,3875), 2,5620 hollensk gyllini
(2,6075), 1.560,25 ítalskar lírur
(1.539,00), 1,3399 kanadískir doll-
arar (1,3858).
IFALLEGUM
LITUM
-fegrum húsin
Nú er rétti tíminn. Eigum alls konar málningu.
Utanhússseminnan.
Einungis vönduö vara, góð vörumerki.
Ráðgjöf - reynsla - vöruval
Biúrínn
Síðumúla 15, sími 84533
Ecuador:
Stjórnarf lokkar missa
fylgi í þingkosningum