Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1986
fltofgtiiiHafeifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Haldið til vinstri?
Astæða er til að vekja athygli
á því, að Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubandalagsins,
vill eiga hlutdeild í fýlgisaukn-
ingu Alþýðuflokksins í kosning-
unum á laugardaginn. Svavar
túlkar úrslitin á þann veg, að í
þeim felist fyrirheit um samvinnu
vinstri aflanna, Alþýðubanda-
lags, Alþýðuflokks og Kvenna-
lista. í Morgunblaðsviðtali telur
formaður Alþýðubandalagsins
„eðlilegt og sjálfsagt, að í fram-
haldi þessara úrslita leggi félags-
hyggjuöfl í landinu, sem einkum
er að fínna í Alþýðubandalaginu,
Alþýðuflokknum og Kvennalist-
anum, áherslu á að vinna meiri-
hluta í næstu alþingiskosningum.
Ég tel það ekki eins fjarlægan
möguleika og áður eftir þessi
kosningaúrslit að vinna slíkan
meirihluta."
Yfirlýsingar Svavars Gests-
sonar um að sigur Alþýðuflokks-
ins komi Alþýðubandalaginu að
notum og sé fyrirheit um vinstri
stjórn í landinu hljóta aukið vægi,
þegar litið er til þess, að forvígis-
menn Alþýðuflokksins til að
mynda í Hafnarfírði og Kópavogi
leita ekki til neins annars flokks
með tilmæii um samstarf en
Alþýðubandalagsins. Þá beinist
athygli manna að þeirri stað-
reynd, að þeir Svavar Gestsson
og Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins, héldu
sameiginlegan fund í Siglufírði
1. maí síðastliðinn. Hlýtur að eiga
að líta á þá samvinnu í stórpóli-
tísku ljósi; styðja orð Svavars
Gestssonar nú að kosningum
loknum þá skoðun. Atkvæði
greidd Alþýðuflokknum eru að
hans mati stuðningur við vinstri
stjórn í landsmálum.
Morgunblaðið dregur í efa, að
þeim, sem greiddu Alþýðuflokkn-
um atkvæði í sveitarstjómar-
kosningunum, hafí verið það
almennt ljóst, að þeir voru að
votta Svavari Gestssyni og Al-
þýðubandalaginu traust í lands-
málum. Miklu líklegra er, að
háttvirtir kjósendur hafí verið
með hugann við bónorð Jóns
Baldvins Hannibalssonar, for-
manns Alþýðuflokksins, til sjálf-
stæðismanna. Af því, sem Jón
Baldvin hefur sagt, eftir að hann
var kjörinn formaður Alþýðu-
flokksins, sitja þau orð hans
áreiðanlega helst eftir í huga
almennings, að Alþýðuflokkurinn
eigi að setjast með Sjálfstæðis-
flokknum í ríkisstjóm.
Nú eftir kosningar er komist
þannig að orði í forystugrein
Alþýðublaðsins: „í framhaldi af
þessum kosningum þurfa verka-
lýðssinnar og jafnaðarmenn inn-
an Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags að auka samstarf sín
á milli.“ Sú spuming vaknar,
hvort Jón Baldvin Hannibalsson
sé þessarar skoðunar? Sé svo, á
hann að segja kjósendum AI-
þýðuflokksins það umbúðalaust,
að atkvæði greitt flokknum sé
stuðningur við Svavar Gestsson
og Alþýðubandalagið. Annað er
óheiðarlegt.
Sé hreyfing atkvæða í sveitar-
stjómarkosningunum 1982 og nú
skoðuð, kemur í ljós, að Alþýðu-
flokkurinn hefur tæplega endur-
heimt fylgið, sem hann missti þá.
1982 tapaði Alþýðuflokkurinn
4,9% af heildarfylgi sínu en jók
það nú um 4,7%. Alþýðubanda-
lagið fór á hinn bóginn þannig út
úr kosningunum 1982, að það
tapaði 6,8% af heildarfylgi en jók
það nú um aðeins 1,8% (Kvenna-
listinn tapaði 1,9% núna). Af
þessum tölum er ekki unnt að
draga þá ályktun, að kjósendur
hafí verið að stíga afgerandi
skref til vinstri á laugardaginn.
Þeir hefðu þá streymt til þeirra
flokka, sem þora að flagga vinstri
stefnu jafnt fyrir og eftir kosn-
ingar: Alþýðubandalagsins og
Kvennalistans.
Kjósendur Alþýðuflokksins
eiga heimtingu á því, að forystu-
menn flokksins taki af allan vafa
um það, hvort Svavar Gestsson
talar fyrir munn þeirra, hann
telur það „eðlilegt og sjálfsagt",
að atkvæði greidd Alþýðuflokki
séu atkvæði greidd vinstri stjóm.
Dræm
kjörsókn
Aundanfömum fímmtán
ámm hafa kjósendur sýnt
því síminnkandi áhuga að greiða
atkvæði í sveitarstjómarkosning-
um. Kjörsóknin var til að mynda
89,1% í kosningunum 1970 en
82,35% á laugardaginn. Tölur
sýna að hún hefur dregist jafnt
og þétt saman.
An athugana er ekki unnt að
fullyrða neitt um það, sem hér
er að gerast. Em tengsl á milli
þessara talna og hins háa hlut-
falls fólks, sem tekur ekki afstöðu
í skoðanakönnunum? Hafði hinn
mikli fjöldi nýrra kjósenda að
þessu sinni ekki áhuga á að nota
rétt sinn? Er minni áhugi á sveit-
arstjómarmálum en landsmálum?
-Höfða flokkamir ekki þannig til
fólks, að það veki sama áhuga
og áður á að taka afstöðu til
þeirra?
Þessum spumingum er ekki
unnt að svara. Þeim er varpað
fram til íhugunar. Könnun, sem
gerð var fyrir Morgunblaðið, á
afstöðu fólks til stjómmálamanna
og kynnt var sl. haust, sýndi, að
þeir, sem kjömir hafa verið til
trúnaðarstarfa njóta minna álits
en ætla mátti. Dræm kjörsókn á
kannski einfaldlega rætur að
rekja til þess, að menn hafa lítinn
áhuga á stjómmálum eða þeim,
sem við þau fást.
Bandarí ski flotii
stendur á tímam
Deilt um gildi flugmóðurskipa á norðurslóðum
Arásir flugvéla frá 6. flota Bandaríkjamanna á Libýu hafa enn á
ný leitt í Ijós herfræðilegt mikilvægi þess að ráða yfir öflugum
flota. Þær bera einnig vott um þá breytingu tU batnaðar sem orðið
hefur á Bandaríkjaflota i stjómartíð Ronalds Reagan, forseta. Á
siðasta áratug átti flotinn mjög undir högg að sækja. Tækjabúnaður
var lélegur, agi lítill og fíkniefnaneysla algeng meðal sjóliða. Nú
hafa sjóliðarnir fyllst stolti og baráttuanda, þar sem flotanum hefur
nú aftur verið fengið ákveðið hlutverk. Þessar breytingar vom í
raun óhjákvæmilegar. Óljós stefna stjórnar Jimmy Carter, fyrrum
Bandaríkjaforseta, í öryggismálum hafði alvarlegar afleiðingar fyrir
flotann. Þá má þakka John Lehmxn, flotamálaráðherra, sem er
aðeins 43 ára gamall, þann ferska anda sem nú leikur um flota
Bandaríkjamanna.
í Vietnamstríðinu réð bandaríski
flotinn yfír rúmlega 1.000 skipum
en ánð 1980 hafði þeim fækkað í
480 skip. Mörg þeirra höfðu verið
byggð á árum seinni heimsstyijald-
arinnar. Nauðsjmlegri endumýjun
hafði verið frestað og varahluta-
og skotfærabirgðir voru mjög tak-
markaðar. Siðferðisþrek áhafnanna
var í lágmarki. Fyrir kom, að skip
gátu ekki haldið úr höfn, þegar
skipun kom, ýmist vegna þess að
sjóliðamir vom ekki í ástandi til
þess að halda á haf út eða sökum
ólgu og óánægju um borð í skipun-
um.
Þegar Reagan forseti tók við
völdum árið 1981 og kvaðst stað-
ráðinn að „gera Bandaríkin aftur
öflug“ höfðu yfírmenn flotans og
þó einkum John Lehman tilbúna
áætlun um það hvemig svara ætti
kallinu. Samkvæmt henni var gert
ráð fyrir, að í Bandaríkjaflota yrðu
600 skip. Þessi áætlun kom fram
á réttum tíma. Bandaríkjaþing
samþykkti hana hikstalaust. Auk-
inn áhugi stjómvalda á flotanum
varð til þess að efla baráttuþrek
sjóliðanna.
Lehman tók snemma að móta
nýjar herfræðilegar áætlanir, þótt
lögum samkvæmt sé það ekki á
verksviði ráðherra. Nýjar hug-
myndir um aukin umsvif flota
Bandaríkjamanna á norðurslóðum,
þ.e. á Noregshafí og Norður-
Atlantshafí, em kenndar við Leh-
man. Samkvæmt þeim er gert ráð
fyrir, að nokkur bandarísk flugvéla-
Norðursjór
DANMÖRK
PÓLLAND
Varsjá
Poznan
BRETLAND
Birmingham
HOLLAND
A-ÞYSKA-
LAND
London •
TÉKKÓSLÓVAKlA
V-ÞYSKALAND
UNGVERJA
LAND
"AUSTURRIKI
SVISS
Feneyjar./
VIÐTÆK FLUGMOÐURSKIP
Af þessari skýringarteikningu sést, að nútíma
floti flugmóðurskipa spannar yfir gífurlega
stórt svæði. Hér er tekið mið af tveimur
flugmóðurskipum, sem hefur verið valinn
staður í Evrópu. Kjarni flotasveitarinnar er í
London: Varnar-flugvélar yrðu þá yfir Norð-
ursjó og nálægt Sedan í Frakklandi, fylgdar-
herskip yrðu á svæði sem næði frá Lille til
Birmingham. Sóknar-flugvélar létu til sín taka
í nágrenni Feneyja og Poznan í Póllandi
sviþjóð
SOVET
RÍKIN
IRLAND
FLUGMÓÐURSKIP
LOFTVARNARSKIP
VARNAR-VÉLAR
ORRUSTUVÉLAR
LOFTÁRÁSIR
FRAKKLAND
JÚGÓSLÓVAKIA
CONOMIST
500 km
Heirnild: The ECONOMI
19-25/4 1986
Morgunblaðið/Helena
„Ykkur vantar bílstjóra st.ákar mínir?“ kaUaði þessi húfuklæddi maður sem sést á myndinni um leið
og hann stökk um borð í heldur óvenjulegt fley, sem stal senunni þegar kappróður stóð sem hæst i
höfninni á Fáskrúðsfirði á sjómannadaginn. Menn vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar gömlum
fólksvagni var siglt tígulega um hafnarmynnið. Tveir ungir hugvitsmenn reyndust hafa sett botn í hús
bílsins og þétt svo vel að fólksvagninum má sigla hvert á land sem er. Meira um sjómannadaginn á
Fáskrúðsfirði inni í biaðinu.