Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1986 Ályktun verkamannafélagsins Hlífar: Kjarasamningamir duga ekki til framfærslu þeirra lægst launuðu AÐALFUNDUR Verkamannafé- lagains Hlífar i Hafnarfirði ályktaði svo á aðalfundi sínum i siðustu viku að kjaraaamningar verkalýðshreyfingarinnar frá því í febrúar á þessu ári væru hvergi nærri þvi markmiði að hver einstakur launþegi gæti sómasamlega fleytt sér fram af dagvinnutebjum sínum. I fréttatilkynningu frá félaginu segir að þeim lægst launuðu sé ætlað að lifað við slfk kjör að jafn- vel laun tveggja dugi ekki til að framfæra meðalstórri flölskyldu. Það er því af þessum orsökum sem verkamannafélagið Hlíf mun reyna að fá laun félagsmanna sinna hækkuð, og þeirra mest er lægst hafa launin. Mun félagið ætla f samstarfi við önnur verkalýðsfélög f Hafnarfirði að reyna að ná samn- ingum við Hafnarfjarðarbæ sem yrðu svipaðir þeim sem gerðir voru í Bolungarvík. Segir f fréttatilkjmn- ingunni að slíkur samningur gæti verið stórt skref í þá átt að ná mannsæmandi launum almennnt hjá láglaunafólki. Verkamannafélagið Hlíf skorar því á nýkjöma bæjarfulltrúa Hafn- arfjarðar að láta það verða eitt sitt fyréta verk að semja við verkalýðs- félögin í bænum um verulegar kjarabætur. Húsmsæðraskólinn Laugarvatni: Skólanefnd fordæmir vinnubrögð ráðherra VEGNA ákvörðunar Sverris Hermannssonar menntamálaráð- herra um að leggja niður hús- mæðraskólann á Laugarvatni vill Þórarinn Siguijónsson formaður skólanefndar koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingu á um- mælum ráðherrans. „í Morgunblaðinu sunnudaginn 1. júní er haft eftir menntamálaráð- herra Sverri Hermannssyni að á liðnum vetri hafi aðeins 7 náms- meyjar verið í skólanum að Laugar- vatni en hið nýja og stóra húsnæði skólans rúmi 80 nemendur. Hér er Hests saknað LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir nú eftir hesti, sem saknað hefur verið siðan í síðustu viku. Þeir, sem kunna að hafa orðið hans varir, eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna vita af því. Hesturinn, sem lýst er eftir, er flögurra vetra foli, dökksteingrár, ómarkaður, grannur og í meðallagi stór. Hann var jámaður á báðum vinstri fótum. Hesturinn var ásamt sjö öðrum hrossum í hóp neðan við Kiðafell við Vesturlandsveg og hefiir verið saknað síðan á miðviku- dag í síðustu viku. ráðherrann að fara með rangar upplýsingar sem virðast vera úr Iausu lofti gripnar. Hið sanna er að fyrir áramót, frá því skólinn tók til starfa 1. október og fram að jólum, voru 23 námsmeyjar í skól- anum. Eftir áramótin komu 16 nemendur í skólann og af þeim luku prófi í vor 10. Auk þess kenndu í vetur eins og á undanfömum ámm kennarar hússtjómarskólans nem- endum úr öðmm skólum á Laugar- vatni heimilisfræðsiu. Vom það í vetur milli 50 og 60 nemendur. Ekki er minni firra borin fram um stærð skólans þar sem skólinn er ætlaður fyrir 54 nemendur og hefur aldrei verið lokið við byggingu hans. Þá skal það einnig tekið fram að neðri hæð heimavistarálmu skól- ans og einnig ein kennslustofa skól- ans hefur um árabil verið leigð Iþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni til afnota fyrir hluta af nemendum hans. Að lokum fordæmir skólanefnd hússtjómarskólans og mótmælir harðlega vinnubrögðum ráðherrans að hann geti lagt niður skólastarf í hússtjómarskóla Suðurlands á Laugarvatni án samráðs við skóla- nefnd og meðeigendur ríkisins að skólanum og vitnar til laga um húsmæðrafræðslu." Stjúpsystur, Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir, i gömlum búningi. Koma þær fram í þessu úrelta gervi eða tekst þeim að snúa á forstöðukonuna Henríettu? Klúbbur Listahátíðar: Stjúpsystur skemmta í kvöld HLJÓMSVEIT, skipuð Pétri Grét- arssyni, Stefáni Stefánssyni, Tóm- asi R. Einarssyni og Friðrik E. Karlssyni, leikur í Klúbbi Listahá- tíðar í kvöld. Klúbburinn er á Hótel Borg og verður hann opnaður ld. 22.30. Klukkustund síðar koma Stjúpsystur fram á sviðið og er skemmtidagskrá þeirra með revíu- sniði. Að öðm leyti segir forstöðu- kona klúbbsins listrænan stfl Stjúp- systra minna á Andrews-systur sem heimsfrægar vom á sinni tíð og hina íslenzku keppinauta þeirra, Öskubuskur. MorgunblaM/Sigurgeir Hið nýja félagsheimili Skátafélagsins Faxa i V estmannaeyj um og Hjálparsveitar skáta. Skátaheimili vígt í Eyjum FÉLAGSHEIMILI Skátafélagsins Faxa og Hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyjum verður vfgt laugardaginn 7. júní klukkan 5. Félagsheimilið hefur verið í bygg- ingu á undanfömum þremur ámm, en í þvf verða miðstöð hjálp- arsveitarinnar og skátafélagsins, skrifstofur og fundarherbergi. Þá verður félagsheimilið farfiigla- heimili á sumrin þar sem nær 100 manns geta gist. Húsið er 675 fermetrar að stærð, en samkomu- salurinn í húsinu er 135 fermetr- ar. Mikil sjálfboðavinna hefur verið unnin við byggingu hússins. Nokkrir skátanna sem voru að vinna f nýja félagsheimilinu þegar Morgunblaðsm< lenn bar að garði. Aðalfundur Dagsbrúnar ályktar: Brýnt að verkalýðsflokk- arnir gangi til samstarfs í ÁLYKTUN sem aðalfundur verkamannafélagsins Dagsbrúnar sendi frá sér segir að við næstu samninga verði að meta vandlega niður- stöður kjarasamninganna og draga lærdóm af því sem miður hefur farið. Reyna verður til þrautar þá tilraun sem hafin var með siðustu samningum, þó með nýjum áhersluatriðum. í ályktuninni segir að við breyt- ingu á launakerfínu verði að búa svo um hnútana að ínnbyrðis launa- hlutföll breytist þannig að lægstu laun hækki sérstaklega mikið. Gera verður þá kröfu til atvinnurekenda að kaupmáttur launa verði meiri á næsta ári en á yfirstandandi ári. Þá verður einnig að gera þá kröfu til hins opinbera að það auki kaup- mátt launa sérstaklega_ með eftir- farandi aðgerðum: Útflutnings- bótum á búvörum verði hætt og niðurgreiðslur auknar. Lækkaðir verði skattar og útsvar af lægri tekjum og hæsta skattprósenta byrji við hærri tekjur en nú. Gjöld vegna bamagæslu, strætisvagna, notkun rafmagns og síma verði lækkuð og heilbrigðisþjónusta verði aftur ókeypis. Þá verði trygginga- kerfínu gert kleift að mæta erfíð- leikum barnafjölskyldna með hækk- un bóta eða sambærilegum aðgerð- um. Á þennan hátt verður með sameiginlegu átaki reynt að ná nýjum áfanga í hærra kaupmáttar- stigi án vaxandi verðbólgu og aukn- ingar erlendrar skuldasöfnunar. I niðurlagi ályktunarinnar segir að verkalýðshreyfingin geri sér grein fyrir því að það séu takmörk fyrir því hversu Iengi sé hægt að semja um þætti sem þessa þegar um er að ræða ríkisstjóm sem stefnir að þjóðfélagsgerð sem í öll- um megin atriðum er andstæð hefðbundnum hugsjónum verka- lýðshreyfingarinnar. Það er því mjög aðkallandi að verkalýðsflokk- amir tveir gangi til samstarfs fyrir næstu alþingiskosningar til að styrkja málstað verkalýðshreyfing- arinnar í þjóðmálabaráttunni. Þess vegna skorar aðalfundur Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar á verkalýðsflokkana að ganga þegar í stað til viðræðna um nánara samstarf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.