Morgunblaðið - 04.06.1986, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986
39
fylgst með baráttu hennar við erfíð-
an sjúkdóm um þriggja ára skeið,
en á síðustu dögum var ljóst að
hveiju fór.
Anna Margrét Bjömsdóttir fæd-
dist í Reykjavík þann 16. aprfl 1946.
Hún lauk kennaraprófi frá Kenn-
araskólanum vorið 1967. Árið áður
giftist hún skólabróður sínum,
Omari Ingólfssyni. Þau eignuðust
einn son, Jón, sem nú er 10 ára
að aldri. Heimili Önnu og Ómars
að Hlíðarbyggð 13 í Garðabæ ber
samheldni þeirra og listrænni
smekkvísi glöggt vitni.
Árið 1973-1974 stundaði Anna
framhaldsnám í sérkennslufræðum
við Kennaraháskólann og helgaði
sig þaðan í frá því verkefni.
Ánna réðst kennari að Æfinga-
og tilraunaskóla Kennaraháskólans
haustið 1976 og starfaði við skólann
meðan kraftar leyfðu, síðast í jan-
úar og febrúar á þessu ári.
Anna veitti lesveri skólans for-
stöðu og mótaði verulega starfs-
hætti þess. Eftir að hún var ráðin
sem æfingakennari við skólann
kenndi hún að hluta við Kennarahá-
skólann. Um eins vetrar skeið
gegndi hún starfi æfingastjóra,
skipulagði og stýrði æfíngakennslu
kennaranema.
Lífsorka og lífsgleði ólguðu í fasi
Önnu Grétu. Tindrandi brún augun,
full af hlýju, með örlitlum stríðnis-
glampa og dillandi hlátur hrifu til
samstarfs bæði böm og fullorðna.
f dagsins önn birtust skýrt eðlis-
kostir hennar, umhyggja og hrein-
lyndi, í öðrum verkum reistum á
traustri þekkingu og íhygli. Fáir
kunnu henni betur að deila tíma
sínum og atorku milli ijölskyldu,
starfs og margvíslegra hugðarefna.
Kennsla er kreQandi starf og
vandasamt, þar veldur hver á held-
ur. Eitt sérkenni starfsins er að
kennari er tiltölulega einangraður
frá öðmm fullorðnum. Umbun
honum til handa og viðurkenning á
því sem vei er gert kemur einkum
frá nemendum. Anna Gréta lagði
áherslu á það í starfi sínu að efla
og auka samstarf meðal kennara
og sameiginlega ábyrgð þeirra á
verkum sínum.
Sjálf naut hún þess að eiga nána
samverkamenn og vini í lesverinu.
Síðustu árin var Rannveig Jóhanns-
dóttir hennar nánasti samstarfs-
maður og ég veit að vinátta þeirra
var Önnu ómetanlegur styrkur.
Kennari fær því aldrei leynt
hvem mann hann hefur að geyma,
því kennsla er í því fólgin að gefa
af sjálfum sér. Böm og unglingar
fínna glöggt af innsæi sínu hvað
þar er satt og einlægt. Eftirvænt-
ingin sem lesa mátti úr augum
bama á leið í lesverið til fundar við
Önnu segir allt sem máli skiptir um
hvers virði þeim vom samfundir við
hana.
í dag sitja báðar að völdum,
sorgin og gleðin, og fer sorgin
fyrir. Svo mun enn um stund. En
við vitum, að um síðir víkur sorgin
og eftir ríkir þakklát gleði yfir því
að eiga hjartfólgna minningu um
Önnu Grétu.
Við samstarfsfólk og vinir henn-
ar sendum Ómari og Nonna einlæg-
ar samúðarkveðjur.
Ólafur H. Jóhannsson
Við fráfall elskulegrar vinkonu
okkar, Önnu Margrétar Bjöms-
dóttur, reikar hugurinn aftur til
áranna um 1960, áranna í Haga-
Hjónaminning:
Guðjón Jóhannsson og
Jónína Þ. Ámadóttir
Guðjón Jóhannsson var fæddur
4. júní 1886 á Amarstöðum í Helga-
fellssveit. Hann hefði því orðið 100
ára í dag, 4. júní, hefði hann lifað.
Hann lést 5. október 1973.
Jónína Þorbjörg Ámadóttir var
fædd 23. mars 1891 að Miklaholti
í Miklaholtshreppi. Móðir hennar
var dótturdóttir Þorleifs heitins
Þorleifssonar I Bjamarhöfn, hins
dulskyggna. Jónína lést 7. júní
1980. Hún hefði því orðið 95 ára á
þessu ári.
Jónína og Guðjón gengu I hjóna-
band 1912 og bjuggu lengst af á
Hofstöðum í Helgafellssveit, einnig
vom þau búsett í Stykkishólmi og
síðustu árin í Reykjavík. Þau eign-
uðust átta böm, af þeim komust
fimm til fullorðinsára: Berta, Gunn-
ar, Anna (lést 29. apríl sl.), Ámi
og Kristrún svo og fósturdóttir Sól-
veig Eiríksdóttir.
B.G.H.
T
Lionsklúbbur Hafn-
arfjarðar 30 ára
LION SKLÚBBUR Hafnarfjarð-
ar átti 30 ára afmæli 14. apríl
siðastliðinn. Klúbburinn var
stofnaður að tilhlutan Alberts
Guðmundssonar og var Axel
Kristjánsson fyrsti formaður
hans.
í starfi sínu hefur félagið lagt
megináherslu á uppbyggingu
bamaheimilis fyrir þroskahefta í
Hafnarfírði. Einnig hefur félagið
styrkt ýmis félög og einstaklinga í
bænum, má þar nefna St. Jósefs-
spítala og hjálparsveit skáta.
í tilefni afmælisins hefir verið
gefið út veglegt afmælisrit.
skóla. Þá bundumst við fimm skóla-
systur vináttuböndum sem hafa
tengt okkur saman æ síðan. Þrátt
fyrir tímabundinn aðskilnað vegna
búsetu okkar erlendis rofnaði þó
aldrei sambandið við Önnu Grétu;
styrktist frekar eftir því sem árin
liðu. Við minnumst margra ánægju-
stunda sem við áttum með henni,
bæði á unglingsárunum og síðar,
eftir að við vinkonumar höfðum
eignast böm og eiginmenn.
Anna Gréta giftist Ómari Ing-
ólfssyni, forstöðumanni Hugbúnað-
arsviðs Skýrsluvéla ríkisins, og
eignuðust þau eitt bam, Jón Guðna,
sem nú er 10 ára.
Fjölskyldur okkar komu oft
saman og nutu samvistanna. Sein-
ast var það í lok febrúar síðastlið-
inn, að við hittumst á heimili Önnu
Grétu og Ómars, þar sem hún var
að vanda hress og kát og hrókur
alls fagnaðar.
Anna Gréta lauk námi frá Kenn-
araskólanum í Reykjavík og stund-
aði kennslustörf af miklum áhuga,
enda voru kennslu- og uppeldismál
henni afar hugleikin. Það vildi svo
til, að í hópi okkar fimm skólasystr-
anna úr Hagaskóla og eiginmann-
anna, vom sex kennaramenntaðir,
svo kennslumál vom eðlilega oft á
dagskrá. Hún ræddi uppeldismálin
af mikilli alvöm og víðsýni og sá
alltaf fram á betri tíð. Þessi bjart-
sýni, sem fylgdi óbilandi viljastyrk-
ur, var það sem einkenndi hana við
allt sem hún tók sér fyrir hendur.
Það er sorglegra en nokkur orð
fá lýst að horfa á unga konu í blóma
lífsins, fulla af lífsgleði og starfs-
orku, láta undan afli þess sjúkdóms,
sem læknavísindin hafa enn svo fá
ráð við. Anna Gréta hélt reisn sinni
þar til yfir lauk og var það að-
dáunarvert hversu róleg og skyn-
söm hún var, þrátt fyrir vitneskju
um hvert stefndi.
Megi góður Guð gefa þeim feðg-
um, Omari og Nonna, móður henn-
ar, bróður og fjölskyldum þeirra,
styrk á þessari erfiðu stund. Um
leið og við vottum þeim öllum okkar
dýpstu samúð kveðjum við Önnu
Grétu og þökkum henni samfylgd-
ina.
Sigrún Sveinsdóttir,
Svanhildur Sigurðardóttir.
Það fer fyrir mér eins og sjálfsagt
mörgum öðmm, að ná illa tökum á
orðum þegar hugur er í uppnámi
og sársauki hvflir sem bjarg hið
innra.
Það á þó illa við að ég láti bugast
af slíku þegar ég kveð, fátæklegum
orðum, mína góðu vinkonu og nán-
asta vinnufélaga, Önnu Grétu.
Sárt var að fylgjast með því
hvemig banvænn sjúkdómur tók
miskunnarlaust völdin í líkama sem
var svo ungur, í hug sem var svo
kjarkmikill og þroskaður.
Hví þarf Anna Gréta að deyja
svo ung? Hún sem var svo lífsglöð
og glæsileg fyrirmynd manna. Svör
em engin. Raunvemleikinn er hins
vegar ískaldur. Hún er horfin aug-
um okkar. Undir þann harða dóm
beygir sig aum stúlka með hrópandi
huga um tilgang lífs á jörð.
Þegar ég byijaði kennslu við
Æfínga- og tilraunaskóla Kennara-
háskólans var Anna Margrét yfir-
maður sérkennslu við skólann. Á
hennar herðum hvfldi stjómun sér-
kennslunnar og skipulag. Ég man
vel hvemig hún tók á móti mér,
nýjum liðsmanninum. Þá strax
leyndust ekki sterk persónueinkenni
hennar, hlýtt og glaðlegt viðmót,
röskleg framganga, víðsýni í hugs-
un og hrein og bein samskipti.
„Við þurfum um margt að tala.“
Þannig man ég að Anna Gréta lauk
fyrsta samtali okkar. Það reýndust
orð að sönnu sem áttu vel við þau
sjö ár sem við unnum saman.
í krefjandi starfi er mikið lán að
eiga að þann samstarfsmann sem
auðvelt er að deila með áhyggjum,
spumingum og gleði. Hvað það er
í fari fólks sem laðar aðra að því
er mismunandi eftir einstaklingum.
Anna Gréta var leiðtogi, ótvírætt
en yfirlætislaus. Við hin löðuðumst
að henni og sóttumst eftir áliti
hennar á flestum málefnum. Það
var því sjálfsagt að einmitt henni
voru falin fjölmörg trúnaðarstörf
innan skólans.
Við Anna Gréta brölluðum
margt. Nú er ómetanlegt að láta
hugann reika því minningámar em
skýrar og sumar bráðfyndnar. Við
settum okkur það markmið eitt árið
að hafa það skemmtilegt. Við hlóg-
um dátt að þessu og ég játa að
okkur þótti markmiðið bæði eftir-
sóknarvert óg býsna frumlegt.
Það var mjög auðvelt fyrir mig
að hafa það skemmtilegt nálægt
Önnu Grétu, hvort heldur það var
í kröfuhörðu starfi eða utan þess.
Ríkt hugmyndaflug og fjölhæfni
Önnu Grétu nutu sín vel hvort sem
var með nemendum í kennslu eða
í öðrum störfum. Hún var ein þeirra
sem allir hlutir léku í höndunum á.
Það skipti ekki máli hvort verkefnið
var námsefnisgerð fyrir ólíka nem-
endur með mismunandi námsþarfir,
samneyti við kennara úti í skólum
eða kennaranema, hönnun fatnaðar
eða að sauma hústjöld.
Framkoman var alúðleg. Hand-
bragð hennar þannig að listhneigð,
fæmi og smekkvísi nutu sín vel.
Og í öllu sat vandvirknin í fyrirrúmi.
Það er ótrúlegt til þess að vita að
fárveik afrekaði hún að sauma
mynd sem hafði að geyma hvatn-
ingarorð hennar sjálfrar. Þessa
mynd færði hún starfsfólkinu sem
annaðist hana að gjöf.
Þær eru ófáar stundimar sem ég
og fjölskylda mín nutum gestrisni
Önnu Grétu, Ómars og Nonna á
hlýlegu og fallegu heimili þeirra.
Tilefni heimsókna var margvíslegt:
kræklingaleit í §öm, afbragðs
kvöldverður, þar sem Ánna Gréta
bar á borð forvitnilegar krásir, rabb
eftir leikhúsferð eða einungis óvænt
innlit til vina sem svo gott var að
hitta.
Það var ekki bara vegna þess
að vel fór um okkur í mjúkum stól-
unum, að við gerðum okkur oftast
sek um að dvelja lengi og skrafa
margt. Stundum er erfitt að ijúfa
samverustund.
Þegar litið er til baka og minn-
ingar liðinna ára birtast sem leiftur
í huganum, hvflir einn skuggi yfir.
Það er sú minning þegar við starfs-
félagar vissum að Anna Gréta
þurfti óvænt að gangast undir
mikinn uppskurð, rétt eftir að skóla
lauk að vori. Þau þijú ár sem liðin
em höfum við fylgst með duttlung-
um óvægins sjúkdóms reyna á kjark
mikillar konu. Sveiflur hans til
vonar eða vonbrigða vora miklar
og kvalafullar. Það veit sá einn sem
reynir.
Anna Gréta bar svo sterka trú
um von til lífsins, að hún gat meira
að segja deilt með sér af lífsþrótti
sínum, til okkar sem hjá stóðum.
Það gleymist engum okkar sem
umgengumst hana þennan sárs-
aukafulla tíma.
Það er verðmæt gjöf að eiga
þess kost að njóta samvista við
manneskju sem er gædd mannkost-
um í slíkum mæli eins og Anna
Gréta. Að samvistimar urðu ekki
lengri fengum við engu um ráðið.
Ég og fjölskylda mín fæmm þér
Ómar, kæri Nonni og öllum ástvin-
um dýpstu samúðarkveðjur í óbæri-
legri sorg.
Það er þungt högg að hljóta, að
fá ekki lengur að njóta sín sem blíð-
asta móðir, sem hæfði Önnu Grétu
svo vel. Að fá ekki lengur að taka
þátt í lífi þeirra sem kærastir em.
Kjarkur hennar og þol fram á
síðustu stund í baráttunni við að
halda lífi verða kraftur dýrmætrar
minningar minnar um Önnu Grétu.
Hún gaf svo mikið, hún Anna
Gréta. Ég þakka henni fyrir alit.
Rannveig A. Jóhannsdóttir
Hinlangaþrauterliðin
nú loksins hlaustu fiiðinn,
ogallterorðiðrótt
(Vald. Briem.)
Fátt hryggir okkur mannfólkið
meira en fráfall góðs vinar.
Við stöndum máttvana gagnvart
þeirri staðreynd að Guð einn ræður
gangi lífsins.
Við spyijum okkur hvers vegna
hún? Hluti svarsins er trúlega sá
að þeir sem guðimir elska deyja
ungir.
Að minnsta kosti trúum við því,
félagamir í JC Görðum, sem sitjum
hér saman og reynum að sætta
okkur við þá staðreynd að hún
Anna Gréta sé farin frá okkur í
bili. Hún sem allt virtist leika í
höndunum á. Allt sem hún tók sér
fyrir hendur, sagði og gerði, virtist
okkur fullkomið, sjaldan eða aldrei
sagði hún nei, þegar verk þurfti að
vinna og allt virtist svo innilega
einfalt hjá henni, þó okkur hafi
vaxið það í augum.
Anna Margrét gerðist félagi í JC
Görðum árið 1980 og var ávallt
einn ötulasti og virkasti maður fé-
lagsins. Framlag hennar var ætíð
til fyrirmyndar.
Áð leiðarlokum kveðjum við góða
vinkonu og biðjum henni blessunar
Guðs. Einnig þökkum við fyrir allar
góðu samverastundimar.
Kæm feðgar, Ómar og Jón
Guðni, við vottum ykkur okkar
dýpstu og innilegustu samúð og
biðjum góðan Guð að styrkja ykkur
í mikilli sorg.
Blessuð sé minning hennar.
Farþúífriði,
friðurGuðsþigblessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
GekkstþúmeðGuði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(Vald. Briem.)
Félagar í JC Görðum
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minniagargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins
á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í
Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki em
tekin til birtingar frumort ljóð um
hinn látna. Leyfilegt er að birta
ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gjldir sú regla, að aðeins em birtar
greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegar em birtar
afmælisfréttir með mynd í dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.