Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986 45 \Ml?akandi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS mumssL'~' „Betra að vera óánægð- ur maður en ánægt svín“ Undirrituð var að lesa 2 bindi bókar Vilmundur Jónssonar þing- manns og landlæknis „Með hug og orði“. Margt er þar viturlegt og fróðlegt að finna t.d. eftirmæli í fyrra bindi, um konuna frá Hvammskoti sem bjargaðist á heim- leið frá kirkju 1874, en tvö systkin hennar drukknuðu í læk. I öðru bindi er m.a. fyrirlestur sem heitir „Að kunna að drekka." bls. 59. Talar Vilmundur um hófdrykkju svokallaða og skýrir merkilegar rannsóknir lækna, háskólakennara og vísindamanna í því sambandi bæði á dýrum og mönnum. Of langt er að segja frá rann- sóknum þessum og niðurstöðum þeirra, en sjálfur segir Vilmundur „Mér verður spum: Er hann til þessi gullni meðalvegur í áfengisnautn, þessi hálfdrykkja sem er aðeins til góðs en sakar ekki?“ Ekki svarar Vilmundur þessu sjálfur heldur skýrir frá svari vísindamannanna. En Vilmundur segir frá eigin bijósti að lokum: „Eitthvert æðsta vit, sem manninum er gefið, er að geta dæmt sjálfan sig og meta rétt. Það virðist svo sem áfengið leiti einmitt uppi æðstu svið skynsem- innar til þess að spilla þeim. Og svo mikið er víst, að jafnvel eftir hina minnstu skammta verða menn sér- staklega varir við það, að dóm- greind þeirra á sjálfum sér og gerðum sínum bilar og lamast. Þessi lömun lýsir sér hér um bil ævinlega í sjálfsánægju og tilfinn- ingu fyrir yfírburðum sínum. Og það er þetta, sem mörgum fínnst svo eftirsóknarvert. Enginn vill þó sjálfráður kaupa þessa ánægju fyrir ofdrykkju. Galla hennar sjá allir — nema ekki ævin- lega ofdiykkjumennimir sjálfir. En skaðsemi hófdrykkjunnar leynist meira fyrir mönnum og margur góður maður heldur, að gallar hennar séu engir. Henni fylgi ánægjan tóm. Ég læt það liggja milli hluta, hvort þessi drykkjuánægja er mönnum samboðin, eftir að þeim, er orðið ljóst, að hún er tóm blekk- ing og í rauninni hálf ógeðsleg blekking. Stuart Mill hefir sagt um þetta, að það sé betra að vera óánægður maður en ánægt svín. Hin skaðlegu áhrif áfengisins bæði á líkamlegt og andlegt heil- brigði manna, sýna við fyrstu til- raunimar, sem ég hef lýst, þó að lítils sé neytt af því, þá sýni þessi skaðlegu áhrif sig — og það greini- lega. Niðurstaðan af þessu verður ómótmælanlega sú, að það er gömul bábilja og kerlingabók, að nokkur hófdrykkja sé til, sem er skaðlaus. Og þá fer að vera heimskulegt skrafið um að kunna að drekka, þ.e. að drekka, án þess að nokkuð saki og fljótfæmislegt og fávíslegt af þeim foreldrum, sem vilja böm- um sfnum vel, að óska þeim til handa, að þau læri þá list. Því sú listerekkitil. Ef nokkur er hér inni, sem hefír óskað þess, ætti hann að hætta því, en óska hins með okkur og vinna að því með okkur, að bömin okkar læri að drekka ekki. í erindinu sem ég fór með áðan talar Hannes Hafstein um smána guðsgáfu. Engin gáfa, sem mönn- unum er gefin, er dýrmætari og æðri en heilbrigt vit og óbijáluð skynsemi. Við höfum séð, að hinir smæstu áfengisskammtar — hin sérstaka hófdrykkja — lamar vitið og skynsemina að miklu leyti. Það er þessi æðsta gáfa mannsins, sem ósæmilegt er að smána. Heilsuverndarhjúkrunarkona 6372-3495 Þakkir tilSÁÁ Kristinn Jónsson skrifar: Fyrir nokkmm árum vom sent út tíl landsmanna happdrættismiðar SÁÁ, sem átti að vera til byggingar sjúkrastöðvar að Vogi, þessi hugsun kom upp í huga minn nú fyrir stuttu, þegar ég fór með son minn til meðferðar á sjúkrastöð SÁÁ. Þá kom ég þar í anddyrið og sá bygg- inguna úr nálægð og spurði sjálfan mig: Hvert hefði ég getað farið? Hefði sjúkrastöð þessi ekki verið byggð. Þeir menn sem þá vom f stjóm SÁÁ, og nú eiga þakkir skilið, fyrir mikinn dugnað .og bjartsýni. Það veit enginn hvenær þarf að fá hjálp fyrir nánustu ættingja, út úr þeim ljóta heimi sem fylgir áfengi og vímuefnum. Hjálpin sem þá þarf að sækja verður sótt til SÁÁ, þeirra sem hafa verið í sukkinu og svínaríinu og þekkja hörmungamar úr ná- lægð. Enn á ný hafa þau samtök sýnt að ekki mun slakað á og stofnað samtökin Vímulaus æska. Hörm- ungum þeim sem verða þegar unglingar ánetjast hassi eða öðram vanabindandi efnum, sér ekki fyrir endann á, og öllum foreldmm og uppalendum ætti að vera ljóst að ógæfan getur komið til þeirra fyrir- varalaust. Persónulega vil ég þakka SÁÁ góða hjálp, og hvet fólk til að sýna þeim samtökum velvild. Orðsending til Keflvíkings Sá sem fann litjð svart seðlaveaki fyrir utan eitt af þíóhúsúm Kefla- víkur annan i páskupi og 'tóngdi í mig er vinBariTlegast •beðmn " áð hringjáaftur-ísamánúmer, 15357. Þessir hringdu .. Rautt seðlaveski tapaðist Melkorka Ágústsdóttir hringdi og sagðist hafa týnt rauðu seðla- veski með 131 krónu í á Laugaveg- inum sl. föstudag. Finnandi er beðinn um að hafa samband við hana í síma 20601 eða á Frakka- stíg 5. Orðsending til Davíð er ekki kattaeigenda ómerkilegnr Svanlaug Löve hringdi með orðsendingu frá Kattavinafélag- inu: „Orðsending til kattaeigenda. Sá tími fer nú í hönd sem ungar fugla koma úr eggjum sínum. Það em því vinsamleg tilmæli til katta- eigenda að þeir haldi köttum sfn- um sem mest inni við uns ungamir verða fleygir. Tilmælum þessum er beint til þeirra sem búa í þétt- býli svo og þeirra sem búa í nám- unda við varplönd mófugla. Þá skal þeim kattaeigendum sem láta ketti sína vera úti um nætur. Á það bent að kettir em hejmilisdýr og eiga að vera inni um nætur.“ Óánægja með kosninga- sjónvarpið Kona á Tálknafirði hringdi: „Mig langar til að koma á fram- færi óánægju minni með kosn- ingasjónvarpið aðfaranótt sunnu- dags. Þar var eingöngu sagt frá úrslitum í kaupstöðum, eins og kosningar á smærri stöðum kæmu málinu ekki við. Ég er mjög óánægð með þetta. I útvarpinu var hins vegar öllum gert jafn hátt undir höfði og úrslit birt jafnóðum hvaðanæva af landinu." Armbönd í óskilum Guðmundur hringdi og sagð- ist hafa ' funthð tvö, Armbönd. Eigendur 'em beðhir að hringja í hahn í síma25497. 1534-0223 hringdi: „Ég var að hlusta á lestur úr leiðumm vinstri dagblaðanna núna rétt í þessu. Ósköp em þeir nú aumir, þeir hafa ekkert að segja nema svívirðingar um Davíð. Þetta er eins og á ámm áður þegar Jónas frá Hriflu átti að vera bijálaður, en hann er nú álitinn af mörgum einhver mesti stjómmálamaður aldarinnar. Ég hef þekkt Davíð frá því hann var bam og veit að hann er ekki ómerkilegur, líklega fremur full sannur fyrir marga." Góðþjónusta hjá nælonhúðun 4982-1905 hringdi: „Ég vil koma á framfæri þakk- læti til fyrirtækis í Kópavogi sem nefnist Nælonhúðun, og er að Yesturvör 26 fyrir frábæra þjónutu. Ég var á leið út úr bænum og þeir smíðuðu fyrir mig gijótgrind á mettíma, hröðuðu þessu eins og kostur var vegna þess að ég var að fara úr bænum, nælonhúðuðu hana og settu undir bílinn." Ódýrara bensín úr sjálfsölum Bíleigandi hringdi: „Mig langar til að koma með fyrirspum varðandi bensínsrjálfsal- ana. Er ekki eðlilegt að bensínlítrinn - kosti minna úr þessum sjálfsölum 'þar sem þjónustugja.ld er venjulega meðtalið í útreiknuðti verði ii böns-" ínlítranum?"" * . * r * Morgunblaðið/Ólafur í fjósinu brann allt sem brunnið gat — en hlöðuna tókst að verja. Egilsstaðir: 24 nautgripir brunnu inni . á Ketilsstöðum á Völlum Egilsstöðum. FJOSIÐ á Ketilsstöðum á Völlum brann tU kaldra kola á laugar- dagsmorguninn og drápust þar 24 nautgripir, 17 mjólkurkýr og 7 kvigur. Þegar fólkið á Hreiðarsstöðum í Fellum, handan Lagarfljóts, hugðist ganga til morgunverka á laugar- dagsmorgninum varð það eldsins vart og kom þegar boðum til slökkviliðsstjórans á Egilsstöðum. Hann brá skjótt við og var kominn í Ketilsstaði laust fyrir kl. 8 — en þá var fólk enn í fasta svefni á Ketilsstöðum og hafði því ekki orðið eldsins vart. Hægur andvari var af norðaustan svo að reyk lagði frá íbúðarhúsinu. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var §ósið brannið og naut- gripimir dauðir — en slökkviliðs- menn gátu þó varið áfasta hlöðu og bjargað 8 kálfum sem þar vom inni auk nokkurs heyfengs — sem enn var í hlöðunni, en ekki mátti þó tæpara standa. Eldsupptök em enn ókunn að sögn stökkviliðsstjóra, Sigfúsar Ámasonar. -Ólafur Leiðrétting Prentvilla varð neðst í 2. dálki greinar Þóris H. Óskarssonar í blaðinu f gær. Þar átti að standa: „... og höfum við gefið verulega eftir af starfskröfum okkar .. .“ en ekki starfskröftum eins og mis- ritaðist. — Biðst blaðið velvirðingar áþessu. AUGLYSING Hljómsveitin Bobby Rocks spilar f ÞÓRSCAFÉ i sumar. Mikið að gerast í Þórscafé 4.6. Frá Gunnólfi Ásbrandssyni, fnéttarit- ara okkar f Reykjavfk. Héðan úr höfuðborginni er ýmislegt að frétta. Vorfagurt var hér með eindæmum og horfa borgarbúar björtum augum til sumarsins, sem nú er gengið í garð. Margt athyglisvert gerist í borginni í sumar á þessu 200 ára afmæli hennar. T.d. stendur núna yfir heilmikil listahátíð, en þar koma fram margir heims- frægir listamenn. Skemmtanalíf- ið lofar einnig góðu. í því sam- bandi er nærtækast að minna á elsta starfandi skemmtistað í Reykjavík, ÞÓRSCAFÉ. Hann er 40 ára um þessar mundir. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á þessum rótgróna skemmtistað og er hann aliur mjög nýstárlegur. Til að mynda hefur diskótekinu verið gjörbreytt. Skemmtileg hönnun, blikandi Ijós f öllum regnbogans litum, öfiugar reyk- vélar og stórköstlég hljómflutn- ingstæki.valda því, aðþSðVct^pr vintýri líkast að fá sér snúniqg í þessu tilkomumesta diskóteki landsins. Enn frekari umbætur á staðnum em á döfmni. Borgarbúar og ferðamenn sækja nú ÞÓRSCAFÉ í síaukn- um mæli, enda berast fregnimar um ágæti staðarins sem eldur í sinu um landið. 1 sumar verður það hljómsveitin BOBBY ROCKS sem skemmtir gestum. BOBBY ROCKS er ný og hressileg hljómsveit skipuð val- inkunnum tónlistarmönnum, þeim Birgi Hrafnssyni, Bobby Harrison, Eddu Borg og honum Bjama. Þau nýmæli, að bjóða upp á vandaða ostabakka ásamt glæsilegu úrvali af smurðu brauði, hafa mælst vel fyrir og verður því haldið áfram í sumar. Fólk ætti að geta notið góðrar kvöldstundar í ÞÓRSCAFÉ í sumar því að það er á allra vit- orði að þar sé góð hljónisveit, góð þjónusta og góður staður. ÞÓRSCAFÉ verður opic 22:00 - 03:00 um. sumar, en á fimmtuápg 22:00-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.