Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 6

Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986 Til hamingju! Það er stöðug afmælisveisla í sjón- varpinu, SÍF nýbúið að eiga afmæli og var þess minnst veglega með nán- ast sjónvarpsmyndaröð er gerði prýðilega grein fyrir starfsemi þeirra samtaka og tel ég þá mynd eiga heima í myndasöfnum skólanna, þar sem grunnurinn er lagður að sölustarfí framtíðarinnar en það er svo aftur á móti önnur saga hvort hinn almenni sjónvarpsáhorfandi hefur nennu til að horfa á slíkar myndir í tíma og ótíma. Þannig hef ég ekki hina minnstu hug- mynd um hversu margir hafa horft á aftnælismynd Landsbankans frá síðastliðnum föstudegi en mig grunar að almenningur sé hér fullsaddur af bankarápi. Annars var myndinni lýst svo í dagskrárkynningu: Landsbank- inn 100 ára. íslensk heimildamynd. Rakin er saga þessa elsta banka lands- ins frá stofnun hans árið 1886 og sú öra þróun sem orðið hefur í allri starf- semi hans. Einnig er lýst hlutverki bankans nú á dögum og þjónustu hans við landsmenn. Framleiðandi: Saga fílm. Texti: Ólafur Ragnarsson. Myndin Mér fannst þessi afmælismynd Landsbankans bera nokkum keim af því að að baki standa fagmenn á sviði auglýsinga — gætti þannig nokkuð auglýsingahjóms við upphaf myndar- innar — en síðan var skipulega gengið til verks og saga bankans rakin all ítarlega. Fannst mér sá hluti myndar- innar er vék að hinum alþjóðlegu viðskiptum merkastur og satt að segja hafði ég ekki hugmynd um hversu víðtæk starfsemi Landsbankans er fyrr en ég barði augum þessa af- mælismynd. Það er nánast eins og starfsmenn alþjóðadeildarinnar séu í beinu sambandi við alla helstu fjár- magnsmarkaði heimsbyggðarinnar, slík eru undur tölvualdar. Ég gerði mér grein fyrir því að það er afar vandasamt að gera grein fyrir jafn flókinni starfsemi og fer fram í stórum banka á borð við Landsbanka íslands — í stuttri heimildarmynd. Kemur þar tvennt til: í fyrsta lagi er Lands- bankinn hvorki meira né minna en 100 ára og hefði að mínu mati þurft að gera sérstaka mynd er lýsti einvörð- ungu forsögu bankans, tilurð, fyrstu skrefum og áhrifum á þjóðlífíð. í þeirri mynd hefði að ósekju mátt rýna per- sónusögu þeirra manna er lögðu grunninn að þessum mikla banka er hefír valdið svo miklu í atvinnusögu vorri. f öðru lagi þá er starfsemi Lands- bankans nú svo viðamikil, tæknivædd og samslungin starfsemi annarra þjóð- banka að vel hefði mátt gera sérstaka mynd er lýsti einvörðungu nútíma- starfsháttum stórbanka. í þeirri mynd hefði gjaman mátt spjalla við banka- stjórana þrjá er flestu virðast ráða í þessum mikla banka, einnig við hina pólitískt kjömu bankaráðsmenn, er af myndinni að dæma virtust helst sinna ráðgjafar- og eftirlitstörfum svo og við hina ýmsu sérfræðinga á sviði nútímabankaviðskipta innlenda en ekki síður erlenda sérfræðinga pen- ingamála. Er ég raunar persónulega þeirrar skoðunar að í kjölfar tölvuvæðingar bankaviðskipta beri bönkunum að upplýsa hinn almenna borgara betur um hinn nýja heim sem nú hefir opn- ast á sviði alþjóðaflármagnsviðskipta. Ég held til dæmis að Landsbankinn ætti að gefa viðskiptavinum sínum — stórum sem smáum — kost á að leita beint eftir lánum til húsnæðiskaupa eða atvinnurekstrar á hinum alþjóð- lega lánamarkaði ekki síður en þeim okurmarkaði er hér ríkir nú og sligar margan manninn. Ég lít þannig á að Landsbankinn í dag sé fyrst og fremst tengiliður milli hins íslenska viðskipta- vinar og hins alþjóðlega peningamark- aðar, að hann eigi að leita eftir hagkvæmu Qármagni fyrir sína við- skiptavini, hvar sem er á jarðarkringl- unni og þar eigi skömmtunarsjónarmið stjómvalda hvergi að koma nærri. Slíkur banki þarf engrar auglýsingar við og hann er stjómmálaflokkum gersamlega óviðkomandi. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / SJÓNVARP „A hr ingveginum‘‘ ■i í dag er á dag- 20 skrá útvarps ~“ þátturinn „A hringveginum". Um þetta leyti eru útvarpsmenn á hringveginum komnir aust- ur á land, en það er Inga Rósa Þórðardóttir sem mun halda um hljóðnem- ann á austurslóðum. Útsending þaðan hófst mánudaginn 30. júní á Stafafelli í Lóni, en þaðan hélt Inga Rósa til Djúpa- vogs á þriðjudag, síðan til Fáskrúðsfjarðar og Eski- fjarðar fyrstu vikuna. Leitað verður efnis úr sögu og umhverfi Austurlands og ræðst það af fólki og aðstæðum á hverjum stað. Aðspurð kvaðst Inga Rósa ætla að bregða sér með hljóðnemann til Papeyjar í dag ef veðurguðirnir hindra ekki för hennar, en þeir hafa verið einkar blíðir á manninn undanfarið. Þann 25. júlí lýkur útsend- ingum Ingu Rósu frá Austurlandi á Bakkafirði, en þá tekur við fulltrúi Norðurlands sem er Om Ingi frá Akureyri. Aðstoð- armaður Ingu Rósu verður Öm Ragnarsson kennari á Eiðum. A framabraut ■I Bandaríski 00 framhalds- “ myndaflokkur- inn „A framabraut" er á dagskrá sjónvarps kl. 19.00 í kvöld. Þar munu skiptast á skin og skúrir, en sam- kvæmt venju verður þó dans, söngur og tónlist lát- in sitja í fyrirrúmi. Þýðandi er Kristrún Þórðardóttir. Dularfulla nunnan ■i í kvöld flytur 40 Ævar R. Kvar- an frásögu er heitir Dularfulla nunnan miskunnsama. Þar segir frá lítilli telpu úr fátækra- hverfi í New York, sem verður mjög veik og batnar ekki, en kemst síðan fyrir tilstilli félagsráðgjafa burt úr mengun og örbirgð og upp í sveit. Hún dvelst um skeið á munaðarleysingja- hæli sem nunnur reka og fær þar fullan bata. Þar er einkum ein nunna sem oft kemur til hennar og hjálpar henni mikið, en telpan sér hana þó aldrei í fylgd með hinum nunnun- um. í ljós kemur síðan að hér er um að ræða barn- góða nunnu, sem kölluð var hin miskunnsama, en hún hafði áður dvalið á hælinu og verið það börnum sér- lega góð. " ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 8. júlí 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Pétur Pan og Vanda" eftir J. M. Barrie. Sigríöur Thorlacíus þýddi. Heiödís Noröfjörðles(10). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesiö úrforustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir. Tónleikar. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Ég man þá tíö. Her mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum'. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn - Heilsu- vernd. Umsjón: Jón Gunnar Grétarsson. 14.00 Miödegissagan: „Katr- ín“, saga frá Álandseyjum eftir Sally Salminen. Jón Helgason þýddi. Steinunn S. Siguröardóttir les (6). 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar. Pálmi Gunnarsson. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum — Austurland. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir, örn Ragnarsson og Ásta R. Jó- hannesdóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Píanókvintett i A-dúr op. 81 eftir Antonín Dvorák. Smet- ana-kvartettinn leikur. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristín Helgadóttir. Aöstopðarmaöur: Sigurlaug M. Jónasdóttir. i17.45 í loftinu — Hallgrímur Thorsteinsson og Guðlaug María Bjarnadóttir. Tilkynningar. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þátt- inn. 19.50 Fjölmiölarabb. Ólafur Þ. Haröarson talar. 20.00 Ekkert mál. Sigurður Blöndal stjórnar þætti fyrir ungt fólk. Aðstoöarmaöur: Bryndís Jónsdóttir. 20.40 Dularfulla nunnan mis- kunnsama. Ævar R. Kvaran flyturerindi. 21.00 Perlur. Alfred Clausen og Sigrún Jónsdóttir. 21.30 Útvarpssagan: „Njáls saga". Einar Olafur Sveins- son les (21). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 22.20 Leikrit: „Elsku María” eftir Odd Björnsson. Leik- stjóri: Oddur Björnsson. Leikendur: Árni Tryggva- son, Inga Hildur Haralds- dóttir, Þóra Friöriksdóttir, Kristinn Hallsson, Steindór Hjörleifsson, Rúrik Haralds- son og Róbert Arnfinnsson. (Endurtekiö frá fimmtudags- kvöldi.) 23.35 Martin Gunther Förste- mann leikur orgelverk eftir Johann Pachelbel, Dietrich Buxtehude og Johann Se- bastian Bach. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SJÓNVARP 19.00 Áframabraut. (Fame 11-18) Bandarískur myndaflokkur, Þýöandi: Kristrún Þóröar- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Daginn sem veröldin breyttist. (The Day the Universe Changed) 9. Bylgjuhreyfingar. Breskur heimildamynda- flokkur í tíu þáttum. Umsjón- armaöur: James Burke. ( ÞRIÐJUDAGUR 8. júlí þessum þætti er fjallað um uppgötvanir á sviði raf- magnsfræöi, hljóöbylgjurog Ijósöldur. Þekkingu vísinda- manna á veröldinni og eöli hennar fleygir fram en um leiö eykst óvissan. Þýöandi: Jón O. Edwald. Þulur: Sig- uröurJónsson. 21.25 M-hátiöin á Akureyri. Svipmyndir frá menningar- dögum á Akureyri 12.—16. júní síöastliðinn ásamt viö- tölum viö hátiöargesti. Á málverkasýningu i Iþrótta- skemmunni voru sýnd verk norðlenskra myndlistar- manna en meginviðfangs- efni hátíöarinnar var islensk tunga. Á dagskrá voru ávörp, erindi, upplestur, söngur og tónlist. Úmsjón- armaður: Ólafur H- Torfa- son. 22.05 Kolkrabbinn. (La Piovra II). Fimmti þáttur. ítalskur saka- málamyndaflokkur i sex þáttum. Þýöandi: Steinar V. Árnason. 23.10 Fréttir í dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 8. júlí 9.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Ásgeir Tómas- son, Kristján Sigurjónsson og Gunnlaugur Helgason. Inn i þáttinn fléttast u.þ.b. fimmtán mfnútna barnaefni kl. 10.05 sem Guöriöur Haraldsdóttir annast. 12.00 Hlé 14.00 Blöndun á staönum Stjórnandi: Siguröur Þór Salvarsson. 16.00 Hringiðan Þáttur i umsjá Ólafs Más Björnssonar. 17.00 I gegnum tíöina Jón Ólafsson stjórnar þætti um íslenska dægurtónlist. 18.00 Dagskrárlok SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.