Morgunblaðið - 08.07.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986
7
Nauðlendingin
tókst jafnvel
og flugtakið
var klaufalegt
— sagði Ingólfur Eggertsson, flug-
maður sem nauðlenti á Reykjavíkur-
flugvelli á laugardagskvöldið
LITIL eins hreyfils flugvél af gerðinni Reims Rocket, TF-POL, nauð-
lenti á Reykjavikurflugvelli á laugardagskvöldið klukkan 20.20.
Fjórir menn voru i flugvélinni og sakaði þá ekki. Lendingin tókst
mjög vel og urðu tiltölulega litlar skemmdir á flugvélinni, hægri
stélvængur beyglaðist dálitið.
Óhappið varð í raun við flugtak
vélarinnar í Fljótavík á Homströnd-
um. Rétt áður en flugvélin sleppti
brautinni rakst hægra hjól hennar
í hindrun, moldarbarð, og brotnaði
hjólabúnaðurinn alveg af upp við
skrokk vélarinnar. Þegar blaðamað-
ur Morgunblaðsins hafði á orði við
flugmanninn, Ingólf Eggertsson,
að lendingin á tveimur hjólum, þ.e.
vinstra hjóli og nefhjóli, hafi gengið
vel og farizt honum vel úr hendi,
sagði hann: „Já líklegast hefúr hún
verið jafngóð og flugtakið fyrir
vestan var klaufalegt. Sennilegast
hefur vindur dottið niður rétt áður
en við komum á brautarendann í
flugtaki og því sluppum við ekki
við þessa hindrun. Lendingin var í
sjálfu sér ekki erfið, flugvélin leit-
aði aðeins til annarar hliðarinnar,
en við höfðum góðan vind á móti.“
Ingólfur sagði, að hann hafí strax
eftir flugtakið i Fljótavik tekið
ákvörðun um að fljúga suður til
Reykjavíkur, þar sem þar væru all-
ar aðstæður og búnaður betri til
nauðlendingar en á ísafírði, en
þangað var ferðinni upphaflega
heitið. Aðspurður um það hvemig
honum hafí verið innanbtjóstst við
lendinguna, sagði hann, að sér hafí
þótt verst að skemma flugvélina.
Sér hafí verið ljóst, að unnt væri
Við gamla flugturninn eftir nauðlendinguna. Frá vinstri: Ingólfur
Eggertsson flugmaður, Andrés Hermannsson, Hörður Ingólfsson og
Egill Óskarsson.
Askriftarsíminn er 83033
að lenda henni á svo litlum hraða,
að honum og farþegum hans hefði
ekki verið nein hætta búin. “Það
var aðeins spuming um skemmdim-
ar og ég vona, að þær séu ekki
miklar". Gert verður við flugvélina
í Reykjavík, þar sem vestra er eng-
inn flugvirki.
Farþegar í þessari ferð með Ing-
ólfí Eggertssyni vom sonur hans,
Hörður Ingólfsson, Andrés Her-
mannsson og Egill Óskarsson.
Morgunblaðið ræddi við Egil
Óskarsson, en hann ásamt Herði
hefur verið við flugnám vestur á
ísafirði. Egill sat hægra megin i
vélinni og sá þvi, þegar hjólabúnað-
urinn rakst í barðið og brotnaði af.
“Mér dauðbrá, auðvitað, “sagði
Egill, “en ég býst við, að þetta sé
eins konar áminning til okkar flug-
nemanna um borð. Við vomm rétt
að komast á loft, þegar hjólabúnað-
urinn rakst í barðið og ég gæti
gizkað á að það hafí ekki munað
nema svona hálfum metra, að við
slyppum. Þvi emm við nú óvænt
komnir til Reykjavíkur og ég býst
við að fljúga vestur til Isafjarðar i
kvöld, ef flogið verður," sagði Egill
og brosti við.
Flugvélin TF-POL er eign nokk-
urra einstaklinga og Pólsins hf. á
Isafírði.