Morgunblaðið - 08.07.1986, Side 24

Morgunblaðið - 08.07.1986, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986 Palme-skjölin: Innbrotið enn óupplýst Stokkhólmi, AP. ENN stendur sænska lögregl- an ráðþrota gagnvart þjófn- aði á skjölum, sem tengjast máli skattayfirvalda gegn Olof Palme, forsætisráð- herra, sem myrtur var í febrúar. Þjófnaðurinn var framinn fáeinum klukku- stundum áður en ráðherrann var myrtur á götu í Stokk- hólmi. Málið var á sínum tíma höfðað vegna greiðslu, sem Palme fékk fyrir fyrirlestur, er hann hélt við Harvard-háskólann í Bandaríkjun- um. Palme afsalaði sér greiðslunni, en skattayfirvöld sögðu, að greiðsl- unni hefði verið breytt í námsstyrk handa Joakim, syni Palmes og hefði því átt að skattleggjast. Fyrst var sagt frá þjófnaðinum í lok mars, en lögreglunni hefur fátt tekist að upplýsa ennþá. Talsmenn áfrýjunardómstólsins, sem fjallar um skattamálið, segja, að óþekktur maður hafi brotist inn í húsakynni dómstólsins og stolið tösku með málsskjölunum. Einnig hafi þjófurinn þurrkað út tölvuupp- lýsingar um málið. Ef ekki hefðu fyrir tilviljun ver- ið til afrit af skjölunum annars staðar, hefðu þau öll glatast. Aðeins tveir starfsmenn dóm- stólsins höfðu aðgang að tölvuupp- lýsingunum, en hvorugur þeirra liggur undir grun, þótt margt bendi Pólverji kveikti í sér í Hamborg Hamborgf, AP. PÓLSKUR maður beið bana er hann hellti yfir sig benzíni og bar síðan eld að klæðum sínum fyrir utan sovézku ræðismanns- skrifstofuna í Hamborg á laugar- dagskvöld. Starfsmenn ræðismannsskrif- stofunnar urðu mannsins varir og létu slökkvilið og lögreglu vita, en ekki tókst að bjarga honum. Hann var 26 ára og hét Marek Kucal. Hann fluttist frá Stéttin til Vestur- Þýzkalands í ársbyrjun og hefur búið síðan á hóteli. Lögregla segist ekki vita hvort einhver ástæða hafi verið fyrir íkveikjunni. A líkinu fannst vega- bréf og Kucal hélt á biblíu er hann kveikti í sér. til, að þjófurinn hafi þekkt vel all- ar aðstæður. Ástæður fyrir innbrotinu eru ókunnar, en hætt var við máls- höfðun gegn Palme eftir morðið. Talsmaður sænsku lögreglunnar fullyrti síðastliðinn laugardag, að morðið á Palme yrði upplýst innan tveggja mánaða. ERLENT Kólumbía: Hér sést páfi koma til útimessu í Medellin i Kólumbíu, en hana söng hann á laugardag. Páfi f ordæmir aðgerðir sandínista gegn kirkjunni Medeilin, Tegucigalpa og Cartagena, AP. JÓHANNES Páll páfi II. sagði á laugardag, að hann væri mjög sorgmæddur vegna brottrekst- urs Pablos Antonio Vega bisk- ups frá Nicaragua. Vega hefur um nokkra hríð verið einn helsti gagnrýnandi sandínistastjórn- arinnar í Managua. Páfi II. hélt um helgina áfram för sinni um Kólumbíu. Hann fór m.a. til Hljóp umhverf- isjörðinaá tveimur árum London, AP. HENRY Weston, sem lagði upp í hlaup sitt umhverfis jörðina fyrir tveimur árum, lauk því á sunnudag á Tower-brúnni i Lon- don, en þaðan hóf hann hlaupið á sínum tíma. Weston lagði að baki 17.600 kíló- metra, en hann er 24 ára gamall. Á ferðalaginu hugðist hann safna peningum fyrir Alþjóðlega náttúru- vemdarsjóðinn (Worid Wildlife Fund) og afhenti hann forsvars- mönnum sjóðsins 1.080 sterlings- punda ávísun er hann skokkaði yflr marklínuna. Upphæðin, sem Weston safnaði, jafngildir 64.000 krónum. Hann var tvisvar rændur aleigunni á ferða- laginu, í Ástralíu og í New York. Kiwami Dai tekur vígslu Nýjasti biskup áströlsku biskupakirkjunnar, Kiwami Dai, tók vígslu hinn fyrsta þessa mánaðar. Hann kom til vígsluathafnar- innar íklæddur strápilsi og skrýddur fjöðrum af kasúa, en það mun vera strútfylgi nðkkurt. Að sjálfsögðu var hann með bein í nefinu. Kiwami Dai er af Sabai-ættflokknum á Fimmtudags- eyju í Arafura-hafi. Armero, og minntist þar fórnar- lamba náttúruhamfaranna, sem þar urðu í nóvember í fyrra, en þá létust um 23.000 manns í gífurlegri aurskriðu. Hann for- dæmdi einnig eiturlyfjavanda- málið harðlega. Páfí sagði að hann væri mjög hryggur vegna atburðanna í Nic- aragua, en ofsóknir stjómvalda á hendur kirkjunni færast nú í auk- ana. Vega biskup, sem var rekinn úr landi á föstudag, sagði við er- lenda fréttamenn í Hondúras að ástandið í landinu versnaði stöðugt og að því yrði ekki breytt meðan sandínistar nytu hemaðarstuðn- ings Sovétríkjanna. Miguel Obando y Bravo kardín- áli, æðsti maður kirkjunnar í Nicaragua, sagði að „tjáningar- frelsi [í Nicaragua væri] ekki lengur til“ og að brottreksturinn væri skýlaust mannréttindabrot. Á sama tíma sagði páfi að þessir atburðir minntu hann á myrka daga, sem ekki væru mjög fjarlæg- ir í tíma, en menn hefðu vonast til að væm allir, Talið er að páfi hafi átt við trúarbragðaofsóknimar i Mexíkó í upphafí aldarinnar. Hann skoraði á stjóm sandínista að sjá að sér, og sagðist myndi biðja guð um að aðstoða Vega og aðra klerka í Nicaragua. Páfi heimsótti eftirlifendur í Armero, og vottaði þeim samúð sína. Hann bað fyrir sálum þeirra sem fórast í náttúrahamföranum hinn 13. nóvember í fyrra. Eftir minningarathöfnina fór páfi til Cartagena þar sem hann fordæmdi eiturlyfjaverslun og sagði hana nýja tegund þrælahalds. Kólumbía er eitt helsta eiturlyfjaútflutnings- land S-Ameríku. Pólland: Hyggjast sleppa andóf smönnum Varsjá, AP. WOJCIECH Jaruzelski, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, segir að stjórnvöld muni skoða mál þeirra andófsmanna, sem nú sitja í fangelsi, í þeim tilgangi að athuga hvort óhætt muni að láta þá lausa. Jaruzelski lét þessi orð falla á fréttamanna- fundi sem boðað var til eftir að þingi pólska kommúnistaflokks- ins Iauk. Sagði hann að hvert einstakt mál yrði skoðað sérstaklega en neitaði að láta uppi hvort leiðtogar Samstöðu, hinnar óleyfilegu verkalýðshreyfingar, yrðu látnir lausir. f setningarræðu þingsins sjá ástæðu til að Pólveijar ættu síðasta sunnudag sagði Jarazelski að unnt væri að sleppa nokkrum andstæðingum stjómvalda vegna dvínandi fylgis Samstöðu. Þinginu lauk á fimmtudag og var Jaraz- elski endurkjörinn aðalritari pólska kommúnistaflokksins auk þess sem þrír hershöfðingjar vora kjömir í stjómmálaneftidina. Á þinginu var einnig lýst yfir að fímm ára tímabili pólitískrar ólgu væri lokið. Á fréttamannafundinum sagði Jarazelski stjómvöld vera reiðu- búin að eiga vinsamleg samskipti við öll ríki heims, einnig Banda- ríkin. Hann kvaðst hins vegar ekki beint framkvæði að bættum sam- skiptum þeirra og Bandaríkja- manna. Aðspurður hvort hann hygðist halda til Ítalíu á fund Jóhannesar Páls páfa, kvaðst Jarazelski ekki hafa fengið boð um það frá stjóm- völdum á Ítalíu. Hann sagði samband ríkisins og katólsku kirkjunnar í Póllandi hafa farið batnandi að undanfomu en gagn- rýndi kirkjuna fyrir að neita að horfast í augu við staðreyndir. Fundurinn með fréttamönnun- um var sá fyrsti sem stjómvöld í Póllandi hafa boðað til í rúmt ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.