Morgunblaðið - 08.07.1986, Page 29

Morgunblaðið - 08.07.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986 29 „Ég hef veitt í Hofsá og Selá í 30 ár og hef aðeins einu sinni verið í líflegri veiði svona í opnun, það voru sumrin 1977 og 1978. Þetta gekk vægast sagt vel hjá okkur, við opnuðum Selána 1. júlí og veiddum 31 lax á tveimur og hálfum degi, allt stóra og fal- lega laxa, upp í 18 pund, en aðeins þrír voru undir 10 pundum. Við héldum síðan beint í Hofsá og fengum þar 73 laxa á þremur dögum, opnunarhópurinn hafði tekið 89 laxa og á hádegi í gær vissi ég að um 200 fiskar voru komnir úr ánni, meira og minna stórfiskur, yfir 10 punda meðal- þungi," sagði Eiríkur Sveinsson læknir á Akureyri í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann hef- ur sem fyrr greinir mikla reynslu að baki sem laxveiðimaður í Vopnafirði. Sagði Eiríkur um 100 laxa vera komna úr Selá, en þar er veitt á 4 stangir í bytjun. Eiríkur veiddi sjálfur stærsta laxinn, 22 punda hæng, á spón í Torfuhyl á svæði 2. Sama dag veiddi hann einnig 19 punda hæng á spón í Tunguselshyl og missti „hval“ í Beinagilsstreng. 19 punda laxinn var nokkuð leginn sem mun sjaldgæft í Hofsá á þess- um tíma sumars. Nær öll veiðin í Hofsá hefur verið tekin á spón, maðkur er þar bannaður og áin hentar illa til fluguveiða sökum vatnsmagns og skollitar. Eiríkur vissi um einn flugulax, Pálmi Gunnarsson söngvari hafði dregið hann. í Selá var stærsti laxinn 18 pund. Aflakóngar í Hofsá voru Veiði hefur gengið afar vel í Laugardalsá við Djúp að undan- förnu, en laxinn hefur „búnkast" á neðstu svæðunum vegna mikils vatnsmagns. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Magnús Jónas- son t.v. og Rögnvaldur Ólafsson, miklar veiðiklær, með fallega eftirmiðdagsveiði úr ánni 30. júní síðastliðinn. Sex laxar, 15'/2, 14, 12, 12, 10 og 8 punda. Það hefur verið líflegt við Norðurá að undanförnu. Hér hefur Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri sjónvarps, gripið inn í á réttu augnabliki og 18 punda liængur hefur tapað leiknum. feðgarnir Vigfús Ölafsson og Gunnar Vigfússon með 28 laxa, en kvótinn á þremur dögum er 33 laxar, 11 stykki á dag. Það gildir um báðar ámar, að lax er þar um allt, jafnt á efstu veiðistöð- um sem neðstu, en svo snemma veiðitímans er það í hæsta máta óvanalegt. Hörkubyrjun í Leirvogsá Laxveiðin byijaði vel í Leir- vogsá, 1. júlí síðastliðinn, lax reyndist vera kominn upp um allt, alla leið fram í gljúfur og var strax góð veiði. í gærmorgun voru komnir milli 50 og 60 laxar á land og höfðu þeir veiðst víðs vegar um ána, mest þó í Varma- dalsgijótum og næsta nágrenni. Þetta var yfirleitt feitur og patt- aralegur smálax, 4—6 punda, en stöku fiskar allt að 14 punda þungir og einn- mikill dreki var í Birgishyl, 17—20 punda fiskur, að mati kunnugra. Náist sá fisk- ur, yrði það vafalítið metlax í áraraðir í Leirvogsá, sem er ein af þessum „hreinu smálaxaám". Allur laxinn til þessa hefur veiðst á maðk. Mokstur í Asunum Á hádegi í fyrradag voru komn- ir um 360 laxar á land úr Laxá á Ásum og hefur óhemja af laxi gengið í ána síðustu vikurnar. Mesti dagsaflinn enn sem komið er var 41 lax, þá komu á aðra stöngina 27 laxar, en 14 á hina. Laxinn er kominn upp um allt í Laxá, en mest veiðist þó í Klapp- arstreng, Dulsum og þar í kring. Bæði stór og smár lax, stærst 18 pund, en meðalvigtin hefur lækk- að talsvert síðustu vikurnar, enda geysistórar smálaxagöngur á ferðinni um þessar mundir. Laxínn farinn að taka í Meðalfellsvatni „Laxinn er kominn og þeir fyrstu veiddust fyrir um 10 dög- um, þá veiddust tveir sama daginn, annar 12 punda og tveim- ur dögum seinna kom 16 punda lax á land og var sá tekinn úr landi. Síðan er talsvert gengið af laxi í vatnið," sagði Gísli Ellerts- son bóndi að Meðalfelli, aðspurður um veiðina í Meðalfellsvatni að undanförnu. Gísli sagði ýmsa kunna vel á urriðann í vatninu. en verr gengi að eiga við bleikj- una, sem mest er af, en grisjun hennar er fyrir nokkru hætt í vatninu. Hægt er að fá veiðileyfi hvenær sem er í vatninu, hálfan eða heilan dag, og eru veiðileyfin seld hjá Gísla á Meðalfelli og er veiðitíminn hinn sama og í ánum, 7.00—13.00 og svo aftur frá 15.00-21.00. Hér o g þar í Arnessýslu Það hefur lifnað aðeins í Stóru-Laxá, einkum á neðri svæð- unum, líklega eru komnir um 50 laxar á land í ánni allri. Góðar fréttir fyrir Stóru-Laxármenn eru, að nær dagviss veiði er nú á Ið- unni og talsvert af laxi þar á ferð og væntanlega fer eitthvað af honum í Stóru-Laxá. Laxá er reyndar enn geysimikil og fremur köld. í fyrradag voru 70 laxar komn- ir á land úr Hvítá fyrir landi Langholts, sá stærsti 24 pund og annar 22 pund. Mikið af laxinum er 15—18 punda og þó nokkuð af laxi á svæðinu. Á bakkanum á móti hefur veiðin verið með besta móti þó tölur liggi ekki fyrir. Er átt við Snæfoksstaðaveiðina. Á „Stólnum" á Selfossi og í Soginu hefur og verið reitingsveiði. 100 laxa holl í Norðurá Tvö síðustu holl í Norðurá hafa farið yfir 100 laxa og laxinn er auk þess farinn að ganga fram eftir öllu. Er hann farinn að veið- ast frammi við Krók og svo hratt gekk laxinn er hann rann af stað á annað borð, að hann fór að veið- ast við Glitstaðabrýr áður en nokkuð kom á land milli fossa. Smálax ber uppi aflann í Norð- urá, en eins og frá hefur verið greint, hafa óvenju stórir laxar læðst með, 20 punda og tveir 18 punda þeir stærstu. t Ljósmyndasam- keppni Vikunnar VIKAN heldur ljósmyndasam- keppni í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Eina þátt- tökuskilyrðið er að myndefnið sé úr eða í Reykjavík. Myndimar geta verið svart/ hvítar, í lit eða „slides“-myndir. Skilafrestur er til 18. júlí nk. og á að skila myndunum til „Vikunnar", Þverholti 11, 105 Reykjavík. Ætl- unin er að verðlaunamyndin piýði forsíðu sérstakrar Reykjavíkur- Viku sem á að koma út 14. ágúst nk. Fyrstu verðlaun eru myndavél af gerðinni Kodak AF2, sem er u.þ.b. 13.000 króna virði. Önnur verðlaun eru 6.000 krónur og þriðju verðlaun eru 4.000 krónur. Dómnefndina skipa: Davíð Odds- son borgarstjóri, Hildur Petersen framkvæmdastjóri og ljósmyndar- amir Gunnar V. Andrésson (DV), Páll Stefánsson (Iceland Review) og Valdís Óskarsdóttir (Vikan). Dómnefndin i (jósmyndasamkeppninni. Frá vinstri: Páll Stefánsson, Gunnar V. Andrésson, Davíð Oddsson, Valdís Óskarsdóttir og Hildur Petersen. Eyjólfur Pálsson tekur hér við skjali og heiðurspeningi úr hendi Henriks prins í danska sendiráðinu sl. sunnudag. Islendingur hlýtur „viður- kenningu Henriks prins“ Veitt fyrir innflutning og kynningu á danskri framleiðslu HENRIK prins afhenti Eyjólfi Pálssyni, eiganda verslunarinnar Epal, sérstaka viðurkenningu fyrir innflutning og kynningu á dönskum listiðnaði, þ.á m. hús- gögnum, við móttöku í danska sendiráðinu sl. sunnudag eftir ferðalag hans og Danadrottning- ar um Austfirði. Viðurkenning þessi er kennd við Henrik prins sjálfan og hefur hún alls verið veitt 150 aðilum í 43 lönd- um. Þetta er í þriðja skiptið sem hún kemur í hlut íslendings, en áður hefur sams konar viðurkenn- ing verið veitt Vélsmiðjunni Héðni fyrir kynningu á Danfoss-kerfunum og Hilmari Fenger hjá Nathan og Olsen fyrir að flytja inn danskan sykur og glervömr. Eyjólfur Pálsson er menntaður sem húsgagnaarkitekt í Danmörku og eru 10 ár liðin síðan hann opn- aði verslun sína, Epal, í Reykjavík. Viðurkenningin var fyrst veitt árið 1967 og er hún ein sú æðsta sem veitt er í Danmörku fyrir innflutn- >ng og kynningu á danskri fram- leiðslu. Sextán danskir framleið- endur komu hingað til lands til að vera viðstaddir afhendinguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.