Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 34

Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986 . \ *v /S§S ^ *NA1 S it ■ .Cj) \ .... Gillian Rós Foulger, upphafsmaður rannsöknarleiðangursins, fyrir framan kort af íslandi sem á eru merktir þeir staðir þar sem mæling- ar verða framkvæmdar. Ef myndin prentast vel má sjá á lithi kortunum að punktarnir eru tengdir saman með línum sem mynda fer- hyrninga. Hver ferhyrningur sýnir eina mælingu, en hægt er að gera tvær mælingar á sólarhring og eru fjögur tæki sem taka við merkjum frá gervitunglum notuð við það. Alþjóðlegur leiðangur mælir Island með gervihnattatækni ALÞJÓÐLEGUR hópur visinda- X manna, um 30 talsins, mun nú í sumar nota gervihnattatækni til að mæla fjarlægðir milli staða á Islandi. Jarðeðlisfræðingar, landmælingamenn, tæknifræð- ingar og verkfræðingar munu taka þátt í þessu verkefni sem er eitt hið merkasta á þessu sviði í heiminum í ár, að sögn Gillian Rós Foulger, sem er upphafs- maður þessarar rannsóknaráætl- unar og annar aðalskipuleggj- andi hennar. Mælingamar hefjast 13. júlí og standa til 24. júlí. Verkefnið felst í því að notuð eru sérstök móttökutæki til að ákvarða fjarlægð milli staða með mun meiri nákvæmni en áður þekktist. Tækin taka við boðum frá bandarískum gervihnetti, sem er hluti af stað- setningarkerfi heraflans. Kallast það Global Positioning System (GPS). Með þessu er í fyrsta sinn hægt að mæla beint fjarlægð milli staða sem ekki eru í sjónmáli hvor frá öðrum, með miklu meiri ná- kvæmni en áður þekkist, og á miklu skemmri tíma en áður. Er áætlað að þær mælingar sem verða fram- kvæmdar á 12 dögum hér í sumar hefðu tekið um tvö mannár með hefðbundnum aðferðum. Einnig er hluti af áætluninni að mæla fjar- lægðir svona heimshorna á milli. Verða athugunarmenn einnig í Fairbanks í Alaska, Haystack í Massachusetts í Bandaríkjunum og í Onsala í Svíþjóð. Hér er líka á ferðinni nýjung í mælitækni og hafa því tæknimenn sýnt þessu mikinn áhuga. Gillian R. Foulger átti frumkvæðið að þessu og fékk mjög góðar undir- tektir. Sagði hún að menn hafí streymt að úr öllum áttum sem vildu taka þátt í þessu. Auk mannanna í Alaska, Svíþjóð og Massachusetts, sér maður í Sviss um tölvuúr- vinnslu úr gögnunum. En til íslands koma 13 erlendir vísindamenn. í þeim hópi eru þrír Ástralíumenn, Nýsjálendingur, Þjóðveiji og Kan- adamaður sem eru við nám í Bandaríkjunum, fimm Bandaríkja- menn, auk verkefnisstjóranna tveggja, Gillian Rós Foulger, sem er bresk að uppruna en íslenskur ríkisborgari og Roger Bilham sem er Breti sem líka hefur bandarískan ríkisborgararétt. Einnig taka þátt í þessu níu ís- lendingar. Axel Bjömsson frá Orkustofnun og Páll Einarsson frá Raunvísindastofnun Háskólans eru þar í fyrirsvari, en þar að auki taka Landmælingar íslands og Lands- virkjun þátt í verkefninu. Þessi áætlun kostar nú í sumar um 15 milljónir króna, en tækin sem eru notuð eru metin á u.þ.b. 12§ milljónir króna. Margir aðilar standa straum af kostnaðinum af rannsóknunum. Bandaríska fyrir- tækið Texas Instruments, sem er einn fremsti framleiðandi tölvubún- aðar í heiminum, leggur fram nokkur móttökutæki og tölvu til frumvinnslu gagnanna hér á landi. Einnig senda þeir tvo tæknimenn til Islands til að annast tækjabúnað- inn. Þá sendir dótturfyrirtækið Geophysical Services Inc. mann og tæki til landsins. Fyrirtæki sem Verbatim heitir leggur fram af sinni framleiðslu segulbönd sem mælingamar eru teknar upp á og sendar til úr- vinnslu, fyrst í Reykjavík og seinna í Sviss. Islensku aðilamir, Orku- stofnun, Raunvísindastofnun HÍ, Landmælingar og Landsvirkjun leggja hvert um sig fram bíl og menn til að fara um landið með mælitækin. Durham háskóli í Eng- landi, þar sem Gillian Foulger er dósent, kostar hana og einn bfl. Þá lagði bandarískur vísindasjóður, National Science Foundation, fram fé, 80 þúsund dollara. Fleiri aðilar lögðu fé af mörkum, má t.d. nefna að Ástralíumennimir kosta sig sjálfir bara til að fá að vera með. „ísland er eitt skemmtilegasta landið í heiminum fyrir jarðeðlis- fræðinga þar sem það er á hreyf- ingu. Bretland er á fjárska lítilli hreyfíngu," sagði Gillian Foulger í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. „Allir vildu fá að vera með þegar menn fréttu af þessu, það er svo gaman að vinna á íslandi. ísland er stórt land á þessu sviði, en menn þyrftu helst að kunna íslensku, það birtist svo mikið á því máli. Eg er svo heppin að kunna málið. Þá vantar erlenda vísinda- menn íslenska samstarfsmenn. Það má eiginlega segja að vegna þess- ara rannsókna virki ísland eins og segull á erlenda jarðeðlisfræðinga og landmælingamenn í ár. Móttökutækin eru nýjasta nýtt á tæknisviðinu. Flest okkar, sem þó höfum sum verið í svipuðu áður, emm að sjá þetta í fýrsta sinn. Tækin em það dýr að þau em send hingað með flugi og fara strax að notkun lokinni til útlanda aftur. Við höfum 11 móttökutæki til umráða. Þijú verða erlendis, en átta koma hingað. Eitt verður til vara, þijú verða sett upp á föstum stöðum, eitt á Akureyri, annað í Búrfells- virkjun, en það þriðja verður fyrst LOFTSTÝRIBÚNAÐUR JJiU** CcP*. f 1 Allt samkvæmt Veitum tækniráðgjöf og þjónustu Allar nánari upplýsingar gefur Höfum fyrirliggjandi: * Loftstrokka * Loftstýriloka * Tengibunaö stöðlum LANDSSMIÐJAN HF. SÖLVHÓLSGÖTU 13-101 REYKJAVlK - ÁRMÚLA 23 -108 REYKJAVÍK SÍMI (91) 20680 ■ TELEX 2207 GWORKS - PÓSTHÓLF 1388 í Vestmannaeyjum en svo smátíma norður í Grímsey. Hin fjögur verða flutt um landið á bflum. Gervitungl- ið fer yfir tvisvar á dag, og er því hægt að gera tvær mælingar á dag. Það var mikill höfuðverkur að raða akstrinum saman, því að menn verða að hafa einhvem tíma upp á að hlaupa ef eitthvað bregður útaf. Reiknað er með að þau verði komin á mælingarpunktinn einum og hálf- um tíma fyrir mælinguna. Þetta þýðir að þar sem lengst er milli mælingarpunkta verða menn að keyra linnulaust og eru því þrír hafðir á hveijum bfl. Við emm með mælipunkta frá Vestmannaeyjum norður í Grímsey og frá Snæfellsnesi austur á Seyðis- fjörð, en mestan áhuga höfum við samt á Suðurlandi og Kröflusvæð- inu. Það er talið að undir landinu sé svokallaður „heitur blettur", þar sem kvika streymir úr iðmm jarðar og er miðjan talin undir Kverkfjöll- um. Þessi blettur og þar með gosbeltið er á leiðinni austur. Það hefur teygst á landinu um u.þ.b. 10 metra, á gossvæðinu fyrir norðan en það hefur þjappast sam- an við jaðrana þannig að gliðnunin hefur ekki öll komið fram. Hugsan- lega tekur það spennuna nokkur ár að flytjast út í plötumar. Á Suð- urlandi emm við að huga að n.k. jarðskjálftaspá. Það er búist við stómm skjálfta þar og kenningin segir að á undan safnist fyrir spenna þegar landið þjappast sam- an og strekkist. Með því að mæla reglulega má finna þær breytingar sem kunna að verða. Gervihnattatæknin er mun ná- kvæmari en eldri tækni. Við fáum nákvæmni sem samsvarar skekkju upp á 1 cm á hveija 100 kflómetra, en það er nóg til að hægt er að mæla landrek heimsálfa á milli. Við vonumst til að þegar við verðum búin að vinna úr gögnunum verði skekkjan komin niður í 1 cm á hveija 1000 kflómetra. Það er einn- ig mikilvægt að geta mælt án þess að þurfa að hafa beina sjónlínu milli mælipunkta. ísland er fjöllótt og erfitt til mælinga. Til að mæla landið milli punkta í sjónmáli þarf marga punkta og þá safnast fyrir skekkjur." Gillian Rós Foulger er 33 ára að aldri, fædd og uppalin í Englandi. Hún lærði í háskólunum í Cam- bridge og Durham í Englandi. Hún var á þeim árum í enska landsliðinu í róðri. „Að lokum varð ég að velja milli róðursins og jarðeðlisfræðinn- ar. Ég var of smá til að komast lengra í róðrinum, og jarðeðlis- fræðin gefur manni kost á að vinna bæði úti og inni. Eiginlega er ég jarðskjálftafræðingur. Ég kom til íslands 1977 og vann á Raunvís- indastofnun háskólans til ársloka 1984, en þá bauðst mér dósent- staða við háskólann í Durham í Englandi. Ég varð íslenskur ríkis- borgari 1983. Frá 1979 til 1983 rannsakaði ég smáskjálftavirkni á Hengilssvæðinu, og komst að því að þar var um tvær eldstöðvar að ræða. Önnur í Henglinum en hin, sem varð óvirk fyrir um 500 þúsund árum, var rétt fyrir norðan Hvera- gerði. 1984 rannsakaði ég svo smáskjálftavirkni við Kröflu. Framtíðin? Ef fjármagn fæst verður farið til Himalayafjalla á næsta ári til mælinga eins og við erum að hér í sumar. Það er mikið undir því komið hvemig þeim sem leggja fram fé í ár finnst til tak- ast. Núna er kreppa í breskum háskólum. Þeir fá fé eftir því hve merkar rannsóknir þeir eru taldir stunda, og þess vegna leggja þeir fé í sem mest áberandi verkefni. Eins er með fyrirtækin. Þau veita fé í það sem gefur þeim mesta aug- lýsingu. Þess vegna er gott fyrir okkur ef blöðin segja frá okkur. Tvö ensk blöð hafa þegar sagt frá leiðangrinum. Að lokum vil ég nota tækifærið til að koma á framfæri þökkum mínum til þess fjölda fólks sem hefur liðsinnt okkur og á eftir að veita okkur liðsinni sitt við þetta verkefni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.