Morgunblaðið - 08.07.1986, Side 40

Morgunblaðið - 08.07.1986, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986 t Faðir okkar, GUNNAR STEINSSON frá Fossnesi, Gnúpverjahreppi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 27. júní. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Hjalti Gunnarsson, Ingi Steinn Gunnarsson, Helgi Már Gunnarsson, Jens Gunnarsson. t Elsku dóttir okkar og móðir mín, KRISTÍN ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR frá Setbergi, Kambaseli 85, Reykjavfk, lést af slysförum þann 4. júlí sl. Fyrir hönd bræðra, mágkvenna, annarra ættingja og vina hinnar látnu. Ólafía Þorsteinsdóttir, Jón Jónsson, Málfríður Mjöll Finnsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÚLFAR HENRIKSSON, Brattholti 5, Mosfellssveit, andaðist 3. júlí. Útförin verður gerð frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 10. júli kl. 14.00. Jóhanna Arthúrsdóttir, Regína Úlfarsdóttir, Valur Steingrímsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARTA JÓNSDÓTTIR, Marbakkabraut 24, Kópavogi, andaðist á heimili sínu laugardaginn 5. júlí sl. Jarðarförin fer fram í dag, 8. júlí, í Fossvogskirkju kl. 3.00 e.h. Lilla Stewart, Einar Einarsson, Una Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín og systir, KRISTJANA EINARSDÓTTIR LANGEDAL, Þórsgötu 15, Reykjavik, lést í gjörgæsludeild Landspítalans 5. júlí. Bertha Langedal, Rósa Einarsdóttir. t Móðir okkar, SALÓME ÓLAFS JÖRNSDÓTTIR, lést í Sunnuhlíð þann 4. júli. Kristin Karlsdóttir, Ólavía Karlsdóttir, Kristinn Ó. Karlsson. t Systir okkar, GUÐBJÖRG MARKÚSDÓTTIR, Valstrýtu, Fljótshlíð, andaðist laugardaginn 5. júlí. Ingólfur Markússon, Sigrfður Markúsdóttir. t Faöir minn, GUNNLAUGUR F. SIGURÐSSON, sem lést á Hrafnistu þann 6. þ.m. veröur jarðsunginn í Kapell- unni, Kirkjugarði Hafnarfjarðar föstudaginn 11. þ.m. kl. 13.30. Rafn Hafnfjörð. Minning: Gísli Arason verkamaður í dag verður kvaddur frá kirkju Óháða safnaðarins, Gísli Arason verkamaður, Sogavegi 132 í Reykjavík. Naumast verður það nefndur héraðsbrestur þótt níræður öldungur kveðji þetta líf, þrotinn að kröftum og saddur lífdaga. En það er sannarlega sjónarsviptir að mönnum eins og Gísla Arasyni. Mönnum, sem voru utan áhugasviðs fjölmiðlanna, en voru þó hinar raun- verulegu máttarstoðir og burðarás- ar þess þjóðfélags sem nú er Island og brautryðjendur þess félagslega réttlætis, sem allir nú eigna sér. Gísli Arason fæddist á Ragn- heiðarstöðum í Flóa 17. nóvember 1895. Hann hélt til Reykjavíkur árið 1914 í atvinnuleit, eins og títt var á þeim tíma. Það var ekki um margt að velja fyrir unga og fá- tæka sveitapilta á þeim árum, þó væntanlega fleira hér á mölinni, en kostur var á í fábreytni sveitanna. Reykjavík varð starfsvettvangur Gísla alla tíð síðan. Dijúgan hluta ævi sinnar starfaði hann hjá fyrir- tækinu Kol & Salt hf., sem var eitt af stórfyrirtækjum bæjarins á sinni tíð. Bílar þess fluttu kol um bæinn fyrir tíma hitaveitu og kolakarlam- ir, eins og þeir gjarnan voru nefndir, báru kolapoka á bakinu og losuðu úr þeim í kolageymslumar. Mér eru þessir menn minnisstæðir frá unga aldri. Fannst þeir hlytu að vera svo ógnarlega sterkir, sem ungum sveini þótti einkar eftirsóknarvert. Eg kynntist Gísla Arasyni er ég tengdist Ijölskyldu hans. Þá var hann kominn nokkuð á efri ár, rúm- lega hálfsjötugur, sýnist mér núna, er ég fletti almanakinu til baka. Hann var meðalmaður vexti, grann- ur og kvikur í hreyfingum. Svo keikur og teinréttur, og svo vel bar hann sig, að ekki var nokkur leið að gera sér í hugarlund, að hann hefði ámm saman borið þunga kola- poka á bakinu. Mér fannst hann eiginlega aldrei ganga, heldur næstum ævinlega hlaupa við fót, og fraumundir nírætt var hann svo sprækur í spori, að ekki var að sjá að þar færi neinn öldungur. Hef ég það fyrir satt, og raunar veit, að hann var víkingur til verka og vel munaði um handtök hans, hvar sem hann lagði hönd að verki. Gísli Arason var af þeirri kyn- slóð, sem stundum er kennd við aldamótin og varð vitni að stórstíg- ari framförum og tæknibyltingum í landi okkar og samfélagi en nokk- ur önnur kynslóð. Sá þjóðina rétta úr kútnum og sækja fram. Það er þessi kynslóð umfram aðrar, sem hefur byggt og mótað það velferð- arþjóðfélag, sem nú er við lýði á íslandi. Gísli Arason þekkti kreppu og kröpp kjör. Hann þekkti atvinnu- leysi og erfiðleika, en átti dugnað og seiglu, - hina íslenzku þijósku. Honum var ekki lagið að gefast upp, heldur beijast til þrautar, - og sigurs. Oftlega er við hittumst barst talið eins og ósjálfrátt að þjóð- málum, - pólitík. Þá fann ég að Gísli Arason átti heitt skap, stolt og ríka réttlætiskennd. Hann var einlægur verkalýðssinni, - og alla tíð málsvari þeirra sem minna máttu sín gegn ofurefli auðs og valds. Gísli var kvæntur Magneu Magn- úsdóttur, en hún lést 1980. Þeim varð fimm bama auðið. Af þeim eru §ögur á lífi, Haraldur, Guðríð- ur, Ari og Sverrir. Erla, sem eftir lát Magneu hélt heimili fyrir föður sinn, lést fyrir tæpum þremu árum. Nokkur síðustu misserin átti Gísli við vanheilsu að stríða og dvaldist þá á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann naut góðrar umönnunar. Þar lést hann laugardaginn 28. júní síðastliðinn. Lokið er langri ævi og löngu og farsælu starfi. Guð blessi minningu Gísla Arasonar. Eiður Guðnason Björn Þórólfsson Akureyri — Minning Fæddur 2. október 1910 Dáinn 30. júní 1986 I dag verður gerð frá Akureyrar- kirkju útför Bjöms Þórólfssonar er lést af slysforum þann 30. júní síðastliðinn. Mig langar aðeins að minnast hans í örfáum orðum. Ég rnan eftir Bimi frá því í bamæsku en hann var góður ijölskylduvinur. En kynni mín af honum vom mest síðustu 10 árin er ég og fjölskylda mín + Útför konunnar minnar og móöur okkar, MÁLFRÍÐAR G. MAGNÚSDÓTTUR, Langholtsvegi 187, fer fram frá Fossvogskirkju 9. júlí kl. 13.30. Svanur Jónsson, Kristfn Marfa Nfelsdóttir, Níels Birgir Svansson, Ágústa Valdfs Svansdóttir, Hulda Svansdóttir. Þökkum af alhug auösýnda samúö og hlýju vegna fráfalls RAGNHILDAR EINARSDÓTTUR, Helguvfk, Álftanesi. Þóröur Jóhannesson, Þórður Þórðarson, Hildur Guðmundsdóttir, Einar Þórðarson, Bergljót Jóhannsdóttir, Matthildur Þórðardóttir, Lárus Einarsson. Jóhannes Þórðarson, Margrót Sigmarsdóttir, og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúö og vinsemd við andlát og útför SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR, áður Barmahlfð 25. Sérstakar þakkir sendum við stjórnendum og starfsfólki Elliheimil- isins Grundar. Guörún H. Högnadóttir, Valur Magnússon, Eyjólfur Högnason, Kristjana Heiðdal, barnabörn og barnabarnabörn. fómm að fara norður á sumrin til að hitta Emil, móðurbróður minn, en þeir héldu heimili saman ásamt móður Bjöms, Sæbjörgu, er hafði nánast gengið Emil í móðurstað á hans unglingsárum en hún lést 1979 háöldmð. Eftir það fór Bjöm að koma oftar til Reykjavíkur og dvaldi hann þá oftast hjá foreldmm mínum þannig að ég kynntist hon- um betur og ekki breyttist álit mitt á honum við það. Bjöm var skemmtilegur og ræðinn maður, hann þekkti landið okkar vel og kunni frá mörgu að segja. Hann unni líka gróðri og starfaði meðal annars í Lystigarðinum á sínum yngri ámm. Hann gaf okkur oft góð ráð er við vomm að rækta garðinn okkar. Dauða hans bar skjótt og óvænt að eins og stundum gerist. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst honum og hvað hann var mér og mínum alltaf góður. Ég vil fyrir mína hönd, foreldra minna, bróður, systur og hennar fjölskyldu þakka honum samfylgd- ina. Nánustu aðstandendum hans votta ég mína innilegustu samúð. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Haf þú þökk fyrir allt og allt. Adda, Björgvin og dætur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.