Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986
H
áster...
. . .uppspretta alls
TM Reg. U.S. Pat. Otl —all rights reserved
O 1986 Los Angetes Times Syndicate
Ég fer ekki ef Gréta fær ekki
að koma með?
Með
morgnnkaffinu
Þó svo kókoshnetan sé þín
megin á ég að fá helminginn!
HÖGNI HREKKVÍSI
Bee Grees á Listahátíð
Tónlistaráhugamaður skrifar:
Velvakandi góður.
Tilefni þessara skrifa eru popp-
tónleikamir sem haldnir voru á
vegum Listahátíðar nú 16. og 17.
júní. Þessir tónleikar voru að mínu
mati þokkalega heppnaður listvið-
burður, en þó vil ég leggja til að
val á hljómsveitum verði vandað
betur í framtíðinni. Simply Red er
auðvitað sæmileg hljómsveit og það
sama má segja um Madness. En
þessar hljómsveitir eru aðeins góðar
til síns brúks, að flytja fólki linsoð-
ið léttmeti, sem gleymist strax eftir
að á það hefur verið hlýtt. Það er
vart vetjandi að kalla meðlimi
hljómsveitanna listamenn, því listin
er langlíf, en það eru þessar hljóm-
sveitir alls ekki.
Ef ég hefði ráðið nokkru um val
á hljómsveit hefðu The Bee Gees
Templari skrifar:
Heiðraði Velvakandi.
„Ö1 er böl,“ sagði hún amma mín
ávallt við mig þegar ég var lítill
hnokki. Nú hefur hún fyrir löngu
sagt skilið við þennan heim, en orða
hennar minnist ég ávallt með mik-
illi virðingu. Þess vegna fer það
fyrir brjóstið á mér, þá sjaldan ég
geri mér ferð til miðborgar
Reykjavíkur, að sjá drukkna menn,
slangrandi eftir götunum í afeng-
isvímu, illa þefjandi og illa til fara.
tvímælalaust orðið fyrir valinu. Þar
kemur margt til. Bæði hafa þeir
Gibb-bræður staðið lengi í eldlín-
unni og jafnan staðið sig með
mikilli prýði, og eins það að þeir
voru og eru enn gífurlega vinsæl
hljómsveit, bæði meðal barna, ungl-
inga og fullorðinna. Þeir eru
skapandi listamenn, sem leggja
metnað sinn og sálu í verk sín, til
að mynda eru textamir hreinustu
perlur og ávallt má fínna í þeim
mikinn boðskap. Þannig eru Gibb-
bræður ekki einasta tónlistarmenn,
heldur og andlegir leiðtogar Qölda
hugsandi manna um heim allan.
Eg vona að þeir sem næst munu
sjá um þessi mál láti skallapoppara
eins og Madness eiga sig, en velji
þess í stað hljómsveitir eins og Bee
Gees, K.C & The Sunshine Band
og Sugar Hill Gang til tónleika-
halds. Þær hafa aldrei verið betri
Sumir abbast jafnvei upp á blásak-
laust fólk í ölæði sínu, og eins hef
ég orðið vitni að því er sumir þeirra
reyndu að betla sér peninga.
Er ekki til einhver staður þar sem
svona menn eru geymdir og látnir
sofa úr sér vímuna? Hvar er lögregl-
an? Hvers vegna lætur hún svona
hluti viðgangast? Mér fínnst þetta
orðið ansi hvimleitt, að sjá þessa
menn bjargarlausa innan um fjöl-
mennið. Þessu fólki verður að
hjálpa.
eða vinsælli en einmitt nú og hafa
margsannað að þar fara skapandi
listamenn sem vita hvað þeir eru
að gera.
Fyrirspurn
til SVR
6123-2230 hringdi:
„Mig langar til þess að leggja
eina fyrirspum fyrir forstjóra SVR.
Sem kunnugt er býr margt aldraðra
í og í grennd miðbæjar Reykjavík-
ur, þ. á m. á Fjólugötu. Þrátt fyrir
þetta eiga margir aldraðir borgarar
í mestu erfíðleikum með að komast
niður í miðbæ. Hvers vegna eru
ekki fleiri stoppistöðvar á þessum
slóðum? Mig langar til þess að gera
það að tillögu minni að bætt verði
við stoppistöð við Sóleyjargötuna,
þannig að unnt verði að fara f og
úr vagninum áður en hann fer yfír
á Hringbraut. Það kæmi sér áreið-
anlega vel fyrir aldrað fólk í þessu
hverfí".
Skrifið eða
hringið til
Velvak-
anda
Velvakandi hvetur les-
endur til að skrifa þættin-
um um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til
- eða hringja milli kl. 11
og 12, mánudaga til föstu-
daga, ef þeir koma því
ekki við að skrifa. Meðal
efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspurnir og
frásagnir, auk pistla og
stuttra greina. Bréf þurfa
ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að
fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundar óski
nafnleyndar.
Víkveiji skrifar
IÞjóðviljanum núna um helgina
birtist viðtal við Ásmund Reyk-
dal, meindýraeyði hjá hreinsunar-
deild Reykjavíkurborgar, þar sem
hann ræðir m.a. um baráttuna gegn
rottum og músum í höfuðborginni.
Hann segir m.a. í þessu viðtali, að
þessi barátta gangi vel og að kvört-
unum hafi fækkað um meira en
helming á einum áratug. Ásmundur
segir ennfremur:
„Raunar virðist rottan hafa borið
skarðari hlut frá borði en músin
hin síðari ár, sem verður þó að
skoða í því ljósi, að sífellt byggjast
ný úthverfí; þar eru mýs aðgangs-
harðari en rottur, sem helzt hetja
á íbúa eldri hverfa...“
Loks segir Ásmundur: „Fólk á
skilyrðislaust að tilkynna okkur á
hreinsunardeildinni rottur eða mýs
í hýbýlum eða við þau.“
Víkvetji vill verða við þessum til-
mælum ásmundar. Um kl. 8.30 sl.
laugardagsmorgun, er Víkvetji var
á leið til vinnu, varð hann að stöðva
bifreið sína á gatnamótum Sóleyjar-
götu og Skothúsvegar. Ástæðan?
Jú, rotta var á gönguferð yfir göt-
una frá Hljómskálanum og yfír í
garðinn við hús Thors Jensen! Von-
andi kemur hreinsunardeildin til
skjalanna og gerir viðeigandi ráð-
stafanir. Þetta er satt að segja
heldur óvenjuleg sjón í höfuðborg-
inni.
XXX
að er kannski ekki mjög geð-
felld lesning að hverfa frá
rottum yfír á öskuhaugana í Gufu-
nesi! — en gerum það nú samt. Með
því að aka út á öskuhaugana getur
fólk séð Reykjavík, sundin og eyj-
arnar frá skemmtilegu og óvenju-
legu sjónarhomi. Þar sem
öskuhaugamir standa nú á áreiðan-
lega eftir að verða skemmtilegt
byggingar- eða útivistarsvæði í
framtíðinni, um eða eftir næstu
aldamót og jafnvel fyrr. Ef ein-
hvetjum þykir það ólíklegt að
öskuhaugamir eigi slíka framtíð
fyrir sér þarf ekki annað en benda
á húsin, sem standa við Eiðs-
granda. Þegar Víkvetji man fyrst
eftir sér í Vesturbænum, þessum
eina og sanna, vom öskuhaugar
Reykjavíkur, þar sem byggðin við
Eiðsgranda stendur nú með stór-
kostlegu útsýni yfír Faxaflóa. Hvað
skyldi annars valda því, að ösku-
haugum er fundinn staður í slíku
umhverfí?
XXX
Fyrir skömmu hafði Víkveiji
nokkurra daga viðdvöl vestur
í Dölum og þurfti þá stöku sinnum
að hafa símasamband við
Reykjavík. Athygli vakti hversu
erfítt var að ná símasambandi með
því að hringja beint. Það var hægt
að sitja við símann upp undir
klukkutíma en ómögulegt að ná
sambandi. Ef þetta er sú símaþjón-
usta, sem landsbyggðinni er boðið
upp á, má furðu gegna, að ekki sé
meira um kvartanir. En vafalaust
fást góð og skjót svör frá Pósti og
síma um ástæður þessa. Eftir að
sú stofnun tók upp starf blaðafull-
trúa stendur ekki á rökföstum og
skorinorðum skýringum eins og les-
endur Morgunblaðsins hafa vafa-
laust tekið eftir!