Morgunblaðið - 08.07.1986, Qupperneq 52
f
Viðræður við
Bandaríkjamenn:
Talsvert
ber í milli
um hval-
veiðar
Washingfton, frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
TALSyERT ber í milli sjónar-
miða íslendinga og Banda-
ríkjamanna um það, hvernig
beri að túlka samþykkt Al-
þjóða hvalveiðiráðsins um
nýtingu á afurðum hvala.
Þetta kom fram í samtali við
Halldór Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, I gærdag.
Til að fyrirbyggja misskilning
á samþykktum Alþjóða hvalveiði-
ráðsins var ákveðið á fundinum í
Malmö f síðasta mánuði að fulltrú-
ar íslands og Bandaríkjanna
skyldu eiga viðræður um nýtingu
afurða _af hvalveiðum. Viðræðu-
nefnd íslendinga, með sjávarút-
vegsráðherra í forsvari, átti síðan
► í gærdag fund með bandarísku
nefndinni, sem lítur stjóm Negro
Ponte, utanríkisráðherra, sem
einnig hefur með sjávarútvegsmál
að gera, og dr. Anthony Calio,
aðalfulltrúa Bandaríkjanna í Al-
þjóða hvalveiðiráðinu. Viðræðum-
ar í gær stóðu í 5 klukkustundir.
„Við kynntum okkar sjónarmið
í sambandi við rannsóknarveið-
amar og Bandaríkjamenn kynntu
sín. Talsvert bar í milli, en þetta
vora vinsamlegar viðræður og
ákveðið að halda þeim áfram á
morgun," sagði Halldór Ásgríms-
son, sjávarútvegsráðherra, í gær.
■s-
Siglingaleið um
Húnaflóa lokuð
LANDFASTUR hafís er nú á
nokkrum stöðum á Ströndum og
er siglingaleið á þessum slóðum
talin afar varhugaverð, að sögn
Kristjáns Þ. Jónssonar, sem
stjórnaði könnunarflugi Land-
helgisgæslunnar úti fyrir Vest-
Mallaig í Skotlandi:
Islenzk-skozk
fisksala stofnuð
fjörðum og á Húnaflóa í gær.
Norðvestur af Vestfjörðum var
isröndinni fylgt eftir í ratsjá
vegna þoku og var fjarlægð
hennar þá um 50 sjómílur vestur
af Bjargtöngum og um 20 sjómil-
ur norður af Kögri.
Mikil) ís er á Strandagrunni og
Kolkugrunni norður af Húnaflóa.
ísrönd var um 12 sjómflur norð-
austur af Homi, en sveigði inn að
landi þegar sunnar dró og náði landi
við Drangaskörð. Is var í fjörunni
sunnan við Drangaskörð, á Munað-
amesi, í Norðurfírði og Trékyllisvík.
Ekki sást ís á Ófeigsfirði eða Ing-
ólfsfirði.
Að sögn Kristjáns Þ. Jónssonar
var ísinn út af Homströndum um
6/io að þéttleika og víða þéttari, en
gisnaði aðeins við Amdrapsboða og
Selsker. Siglingaleið á þessum slóð-
um hefur nú verið lokað enda talin
afar varhugaverð að dómi Krist-
jáns. Vél Landhelgisgæslunnar, TF
SYN, vísaði tveimur togurum,
Björgúlfi EA-312 og Ólafi Bekk
ÓF-2, í gegnum ísinn í gær, um 9
sjómílur Norð-norðaustur af Sel-
skeri.
Sjá bls. 4: Við höfum svo sem
séð hann áður.
Morgunblaðið/Rafn Óiafsson
í hafís út af Horai þar sem sigl-
ingaleið hefur verið lokað. Myndin
er tekin um helgina um borð í
Bjaraa Sæmundssyni. í gær leið-
beindi Landhelgisgæzlan tveimur
togurum í gegnum ísinn 8 sjómílur
norðaustur af Selskeri. Myndin
fyrir neðan sýnir Ólaf Bekk ÓF 2
fikra sig í gegnum ísinn.
Morgunblaðið/Kristján Jónsson
Rannsókn RLR til ríkissaksóknara:
ÍSLENZKIR og skozkir aðilar hafa nú stofnað fyrirtækið Icescot í
Mallaig á vesturströnd Skotlands. Hyggjast þeir flytja um 300 lestir
af ferskum fiski vikulega frá ýmsum höfnum hér á landi til Mal-
leig. Einn stjórnenda fyrirtækisins sagði í samtali við Morgunblaðið,
að með þessu væri ætlunin að lækka flutningskostnað á ferskum
■'•Tiski frá íslandi, fiskseljendum þar til hagsbóta; halda sem hæstu
verði með sem minnstum kostnaði. Búizt er við að flutningarair
hefjist innan mánaðar.
Til þessa hefúr ferskur fískur
héðan nær eingöngu verið seldur í
Hull og Grimsby á austurströnd
Englands, en verði fískinum landað
í Malleig, styttist siglingatíminn
fram og til baka um þrjá sólar-
hringa. Stjómendur fyrirtækisins
hyggjast síðan flytja fiskinn land-
leiðina til Hull og Grimsby eða
annarra þeirra markaða, sem hugs-
j^anlega borga betur. Síðar meir
'kemur til greina að vinna fiskinn
að einhveiju leyti í Malleig.
Fyrirtækið Icescot er stofnað í
samvinnu við skozku byggðastofn-
unina og tekur það meðal annars
yfir eignir Associated Fisheries,
verksmiðju og frysti- og kæli-
geymslur. Talið er að fyrirtækið
muni veita um 20 manns atvinnu.
Fulltrúar sjómanna á staðnum telja
stofnun fyrirtækisins til bóta. Það
muni auka umsvif í höfninni og svo
lengi, sem íslendingar fiski ekki
innan lögsögu Evrópubandalagsins,
hafi þeir ekkert við þetta að athuga.
Vic Morrow hjá islenzka fyrir-
tækinu ísberg í Hull telur að þarna
sé um mistök að ræða. Hann segir
allar aðstæður til fisklandana og
fisksölu í Hull og Grimsby mjög
góða og líklega endi þetta með því,
að fiskinum verði landað þar.
Nú era 6 fyrirtæki í Hull og
Grimsby, flest í eigu íslendinga,
sem selja íslenzkan físk þar.
Varðar pening-agreiðslur,
afslátt og ferðagjaldeyri
Saksóknari ætlar að hraða ákvarðanatöku eftir megni
RANNSÓKN Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem fram fór að beiðni
Guðmundar J. Guðmundssonar á tilkomu þeirra peningagreiðslna
til hans sem Albert Guðmundsson hafði milligöngu um að afhenda
honum, er lokið og hafa gögn málsins verið send ríkissaksóknara
til ákvörðunar, að sögn Þóris Oddssonar, setts rannsóknarlögreglu-
stjóra. Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari segist að svo stöddu
ekki geta sagt til um hvenær ákvörðun embættisins muni liggja
fyrir, hvort rannsóknin telst fullnægjandi eða hvort krafist verður
framhaldsrannsóknar, en athugun á gögnum og ákvarðanatöku verði
hraðað eftir megni.
„Rannsókn á öðram atriðum sem
varða Albert Guðmundsson, sem
tengjast afsláttargreiðslum til hans
og ferðagjaldeyri, er sömuleiðis lok-
ið og hafa þau gögn einnig verið
send til ríkissaksóknara," sagði
Þórir Oddsson í samtali við Morgun-
blaðið. Þórir sagði að aðrir þættir
Hafskipsmálsins sem væra til rann-
sóknar hjá RLR væra margir vel á
veg komnir, og rannsókn á sumum
þeirra þegar lokið. Það sem eftir
væri yrði þó sent til ríkissaksóknara
í einu lagi.
„Þessi mál eru nú rétt komin
hingað til embættisins, þannig að
nú mun athugun á þessum gögnum
hefjast," sagði Hallvarður. Hann
sagðist ekki treysta sér til þess að
segja til um hvenær ákvörðun gæti
legið fyrir, en reynt yrði að hraða
því.
Hallvarður var spurður hvort
hann teldi að ákvörðun yrði tekin
í þessari viku: „Ég veit það nú
ekki,“ sagði Hallvarður, „því það
er í mörg horn að líta hér á þessum
bæ.“
Hallvarður var spurður hvort
þeir Albert og Guðmundur fengju
niðurstöður rannsóknar RLR frá
embætti ríkissaksóknara: „Það er
nú eingöngu þannig að þessi gögn
eru send hingað til ákvörðunar og
þau verða tekin hér til afgreiðslu.
Meira er ekki um málið að segja
að svo stöddu," sagði Hallvarður.