Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 15
3R(>r Liín. .or rruoAfiuTMMi'*! .aiaAJaMUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
meiri nú til þessara framkvæmda
en oftast áður, en lán þessi eru
veitt gegn fasteignatryggðum
skuldabréfum húseigenda. Einnig
að tilboð Loftorku hf. sé hagstætt
og að ástand gatna sé óviðunandi.
Fréttaritari Morgunblaðsins
ræddi við Vilhjálm Grímsson, ný-
ráðinn sveitarstjóra, um gatnagerð-
arframkvæmdimar og nýja starfíð.
Hann sagði: „70-80% alls gatna-
kerfísins verða tekin í einu átaki,
alls um 28.000 fermetrar, sem er
framkvæmd sem er ævintýri líkust
í sveitarfélagi af þessari stærð og
jafnvel þótt um tíu sinnum stærra
sveitarfélag væri að ræða.
Fyrir utan yfírborðsfrágang
gatna er um nokkra jarðvegsskipt-
ingu að ræða. Áætlað er að þetta
verk hefjist fyrir lok þessa mánaðar
og verði að fullu lokið fyrir miðjan
. október. Gert er ráð fyrir að verkið
^kosti 11 til 12 milljónir króna.“
- Hvemig leggst það í þig að
taka við sveitarstjórastarfí hér?
„Það verður mjög ólíkt mínu
fyrra starfí sem bæjartæknifræð-
ingur í Keflavík. Keflavík er um tíu
sinnum stærra sveitarfélag en
Vatnsleysustrandarhreppur, en að
mörgu leyti em verkeftiin væntan-
:lega hliðstæð þó þau séu heldur
fininni í sniðum hér. Ég vona auðvit-
að að sú rejmsla sem ég hef aflað
,:mér í Keflavík komi að gagni héma
sambandi við þær framkvæmdir
;sem nú standa fyrir dymm.
cj Það er ljóst að starf sveitarstjóra
. ,er miklu víðtækara en starf bæjar-
.tæknifræðings. Sveitarstjóri sinnir
.miklu stærra sviði í sambandi við
margskonar samskipti við íbúana
sem ég hlakka til að fást við. Það
em hér á dagskrá ýmis mjög spenn-
andi verkefni sem eiga vonandi eftir
að líta dagsins ljós. Bera þar hæst
að sjálfsögðu hugmyndir um físk-
eldi í stómm stíl á ýmsum stöðum
í hreppnum. Einnig má nefna að í
gögnum staðarvalsnefndar er
Vatnsleysustrandarhreppur oft
nefndur um staðsetningu stóriðju
þó svo þær hugmyndir séu lengra
undan en hugmyndir um fískeldi.
Vatnsleysustrandarhreppur er
mjög vel í sveit settur með tilliti til
nálægðar við höfuðborgarsvæðið og
Keflavíkurflugvöll, landrými er nóg
og orka er til staðar í iðmm jarðar
þannig að hér ættu að vera forsend-
ur fyrir blómlegu atvinnulífí og
góðu mannlífí," sagði Vilhjálmur.
EG
__________________________
Mikil þátttaka var í Reykjavík-
urmaraþoni 1985.
Reykjavíkur hefur skipulagt heilsu-
skokk fyrir alla reynda hlaupara
og leiðbeinendur fólki til aðstoðar
og kennslu. Leiðbeinendumir verða
við sundstaðina í Reykjavík á eftir-
töldum dögum og tímum: Sundlaug
Vesturbæjar á mánudögum og mið-
vikudögum kl. 17.30—18.30,
Sundhöllina þriðjudaga og fímmtu-
daga kl. 18.00—19.00 og Sundlaug
FB þriðjudaga og fímmtudaga kl.
18.00—19.00. Við Sundlaugamar í
Laugardal gengst Ábyrgð hf. og ÍR
fyrir samskonar átaki.
Fjörufram-
kvæmdír í
Grafarvogi
EKKl ER allt sem sýnist á þessi
mynd. Það sem virðist vera
vegur, fyrir utan Gullinbrú við
Grafarvoginn, er í raun frá-
gangur á skolplögninni frá nýja
hverfinu þar.
Á hún að liggja með fjörunni
út á Gufunes og þaðan á haf út.
Þetta er hluti af framkvæmdará-
ætlun sem á að vera lokið 1992,
og miðar að því að hreinsa strend-
umar og koma skolpinu á haf út.
Byijað er á þessu verki í Grafar-
voginum og einnig er unnið að
lögn skolplagnar með fjömnni frá
krikanum við Ingólfsgarð inn á
Laugames. Af þeim sökum verður
Sætúnið lokað fram á haust, að
sögn Inga Ú. Magnússonar gatna-
málastjóra.
Skelltu þér á nýja
PHI Ll PS-ÞVOTTAVÉ L
VIÐ TÖKUIUIÞÁ GÖMLU
UPP í Á KR. 3000.-
Philips-þvottavélar hafa
verið ófáanlegar um alllangt
skeið, mörgum til mikils
ama. En nú færum við
viðskiptavinum okkar þá
gleðifregn að þær eru
fáanlegar á ný.
Til þess að auðvelda
fólki að endurnýja þá
tökum við gömlu
þvottavélina uppí á kr.
3000.-
Reynsla og þekking er
undirstaða framleiðslu
Philips-þvottavéla. Þæreru
sérhannaðartil að standast
öll gæðapróf og bjóða
aðeins það besta eins og
Philips er þekkt fyrir.
NOKKRAR UPPLÝSINGAR UM NÝJU VÉLARNAR:
• Tekur inn á sig heitt eða kalt vatn • Með því að nota nýtni-stillinguna
sparast um 30% af orku • Allt að 1000 snúninga vinda • Sérstakur „stuttur"
þvottur fyrir föt sem eru aðeins lítils háttar óhrein • 9 stillingar fyrir viðkvæman
þvott • Tekur 4.5 kg af þvotti
PHILIPS
ERUM SVEIGJANLEGIR
Heimilistæki hf ísamningum
SÆTÚNI 8, SÍMI 27500. HAFNARSTRÆTI 3, SÍMI 20455.