Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 Á kvöldvökunum er faríð i margvísleg'a leiki og oft reynt að hafa leikina þannig að það er ekkert allt of auðvelt að taka þátt í þeim. um. Krakkarnir upplifi sumarbúðimar sem ævintýri Árni Karlsson og Helga Guð- mundsdóttir úr Reykjavík. Borg^arfirði. Á undanfomum árum hefur sum- arbúðum fjölgað að mun í landinu. Áður fyrr vom það einna helzt kristilegar sumarbúðir, sém störf- uðu. Nú hin siðustu ár hafa sprottið upp hinar margvíslegustu sumar- búðir vítt og breitt um landið. Þegar velja skal sumarbúðir fyrir böm ber ekki einungis að hafa það í huga að koma bömunum frá sér í ein- hvem tíma á einhvem stað. Heldur skal einnig hafa það vel í huga að það, sem fyrir bömunum er haft í sumarbúðunum, vari eftir að heim er komið. Það er fljótt að fymast yfir einhveija reiðtúra og bátsferð- ir, sem vissulega em skemmtilegar á meðan þær standa yfir. En þegar upp er staðið þá er innihaldið lítið. Þess vegna hlýtur markmiðið að vera það, að eitthvað sitji eftir sem vari áfram eftir að heim er komið. Með það að takmarki hafa sumar- búðir kirkjunnar og annarra kristi- legra samtaka starfað. Að krakkamir séu ekki bara í einhvers konar geymslustofnun í 12 daga heldur læri eitthvað sem sé þeim í huga eftir að heim er komið. Til að fræðast aðeins gerr um það, hvernig sumarbúðir með þetta markmið að leiðarljósi starfa, vom einar þessháttar heimsóttar við vestanverðan Borgaifyörð, nánar tiltekið f Laugargerðisskóla á Snæ- fellsnesi. Rekur Reylqavíkurpró- fastsdæmi þar sumarbúðir fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára og geta þar verið 40 böm í einu. Bjami Karlsson, einn sumarbúðastjó- ranna, fræddi okkur aðeins um það, hvemig dagur í sumarbúðum gengi fyrir sig. Svona líður sumar- búðadagurinn Dagurinn hefst með því, að liðið er ræst kl. átta á morgnana og morgunstímmar þvegnar í burtu úr andliti. Þá er farið í morgunbæn og sfðan árbítur þeginn úr hendi Hafdísar ráðskonu og Jóhönnu. Þar er m.a. hinn vinsæli hafragrautur til staðar ásamt öðmm miður holl- um mat, sem þó er ákaflega vinsæll meðal hinna yngstu, þannig að allir sumarbúðum sem eru í sveit verður að styrkja bændur vel með miklu áti af afurðum þeirra. Þarna eru nokkrir krakkamir að gæða sér á vellingi og skyri með Rúnu, einum foringjanum i sumarbúðun- Á kvöldin safnast börnin saman fyrír framan altaríð inni í kapellu. Þar er viðfang dagsins í uppfræðslunni um Krist áréttað og Guði falin nóttin og komandi dagur. fá eitthvað við sitt hæfi vitaskuld. Eftir morgunmat er tekið til í her- bergjunum og einkunn gefin fyrir tiltekt til að hvetja bömin að gera það sem bezt. Þá er komið að því, sem flestum þykir mest gaman að í sumarbúðunum, en það er að fara í sund. Sundlaug er við Laugargerð- isskóla og er hún óspart notuð. Er mjög almenn þátttaka í sundinu og fá mestu ærslabelgimir útrás fyrir orku sína við að synda kafsund og kappsund eða þá bara að kaffæra þann næsta, þótt það heyri nú frek- ar til undantekninga að gert sé. Eftir hádegismat er fræðslustund með bömunum. Þar er farið í grundvallaratriði kristindómsins. Jesús Kristur kynntur og til hvers hann kom á jörðina forðum daga. Er þar notuð leiklist, föndur, söngur og talað mál til þess að tjá þá upp- lifun. Að lokinni fræðslustund er farið í íþróttir, leiki og gönguferðir fram að kaffi og aftur eftir kaffi fram að kvöldmat. Allt eftir því hvemig veður er. Ef veður er leiðin- legt, þá er unnt að vera inni í skóla og leika sér þar. Nóg er húsplássið í skólanum til samfélagseflingar með krökkunum. Að loknum kvöldmat er kvöld- vaka, þar sem sungnir eru æsku- lýðs- og hreyfísöngvar. Sagði Bjami, að herbergin skiptust á um að sjá um efni kvöldvökunnar. Þau færðu upp leikrit, færu í leiki og fengju þannig alla til þess að vera virka á kvöldvökunni. Væri oft mik- il eftirvænting að sýna það, sem hefði verið undirbúið með margra daga fyrirvara. Að lokinni kvöldvöku er farið í kvöldbænir, þar sem viðfang dags- ins er enn betur útskýrt fyrir bömunum og endað með sambæna- stund. Þá er enn farið í borðsalinn og fengin kvöldhressing og síðan streymt í rúmið til að hlusta á fram- haldssöguna. Sofna gjaman sumir undir henni, enda ekki nema að vonum, þar sem mikið hefur gengið á yfir daginn og menn eðlilega þreyttir eftir langan og viðburðarík- an dag. Á sunnudögum er farið í bama- guðsþjónustu í einhverja nærliggj- andi sóknarkirkjuna við Laugar- gerðisskóla, þar sem sóknarprestur- inn, hann Hreinn Hákonarson, hefur stund með bömunum og þau auðvitað líka með honum, þar sem allir taka virkan þátt í guðsþjón- ustunni, syngja, klappa með og hreyfa sig í samræmi við innihald textanna, sem þau eru að syngja. Þannig líður hver dagurinn eftir annan í sumarbúðunum og sagði Hróbjartur Ámason, einn sumar- bústaðastjóranna, að tilgangurinn og markmiðið með dvöl krakkanna væri það, að þau kæmust í nýtt umhverfi, myndu öðlast þar ein- hveija nýja upplifun, að lífið væri eitt allsheijar ævintýri og með því að hafa daginn svona skipulagðan m.a. vonaðist hann til þess að það tækist. Til að fræðast dulítið gerr um upplifun sjna af sumarbúðunum vom þau Ámi Karlsson og Helga Guðmundsdóttir, bæði úr Reykjavík, tekin tali. Ámi sagðist hafa farið í sumarbúðimar í Lauga- gerði í hitteðfyrra og hefði ólmur viljað komast aftur, því þá var svo gaman. Helga sagði, að hún hefði frétt af þessum sumarbúðum og sig hefði langað til þess að prófa. Og hvemig er svo að vera í sum- arbúðunum? — Æðislega gaman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.