Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 - Ferðaútvegnr, skattlagn- ing* á þjónustu bílaleiga eftir Sigfús Erlingsson Um íslenskt þjóðfélag fer alda endurskoðunar á lífsháttum og möguleikum þjóðarinnar til að auka fjölbreytni atvinnugreina. Þetta verður í kjölfar mikilla erfiðleika í hefðbundnum aðalatvinnuvegum landsmanna, fískveiðum og land- búnaði, sem hafa leitt til versnandi lífskjara um nokkurt árabil. Framsýnir menn hafa loks kom- ist að því að auka beri fjölbreytni útflutningsatvinnuveganna og he§a sókn á erlendum mörkuðum til að selja framleiðsluna. Það sem e.t.v. er athyglisverðast af þessu öllu er þó sú staðreynd að til að selja þess- ar hefðbundnu og nýju vörur og þjónustu þurfí sérmenntað fólk í markaðs- og sölumálum. Hér ber meðal annars að nefna áætlanir Stjómunarfélagsins og Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins um sérskóla í þessum fræðum. Ein er þó sú grein „útflutnings" sem hefír vaxið umtalsvert nú allra síðustu ár, eftir nokkra stöðnun, en það er innflutningur erlendra ferðamanna. Erlendum ferðamönn- um hefur fjölgað úr 65. 921 árið 1980 í 97.443 síðastliðið ár, eða um 47,8% á þessu árabili. Það sem er þó enn ánægjulegra við þessa þróun, er að talið er að gjaldeyristekjur hafí nánast tvö- faldast á sama tíma, og voru yfír þrír milljarðar á síðasta ári. Spár þeirra er að ferðaútvegi starfa, benda enn til aukningar á þessu og næstu árum miðað við að forsendur þær er spámar byggjast á, haldi. Mikilvægastar þessara for- senda em að sjálfsögðu stöðugt efnahagslíf og vaxandi markaðs- starfsemi erlendis, bæði einkageir- ans og hins opinbera. Treysta verður að ekki komi til skyndiákvarðana um viðbótarskatt- heimtu sbr. þreföldun flugvallar- skatts, eða niðurskurður á lögbundnu framlagi til Ferðamála- ráðs um allt að 60 af hundraði. Öll markaðsstarfsemi erlendis þarf langan skipulags- og vinnslu- tíma til að árangurs megi vænta, og em því tilskipanir af ofangreind- um toga afar slæmar. Má ætla að neikvæðra áhrifa gæti bæði innávið og útávið mun lengur en til stendur þegar verið er að taka hina pólitísku ákvörðun til lausnar skammtíma stjómunarvanda. Nú er mikill áhugi meðal lands- manna að efla þennan útveg veralega og sérstaklega ánægjulegt til þess að vita að þessi áhugi nær um land allt. Hótelbyggingar eða stækkanir hótela em áætlaðar víða um landið. Ferðaþjónustu bænda, sem aukabúgrein, vex fískur um brygg vítt um byggðir landsins og er það ánægjuleg viðbót við marg- þætta þjónustu í ferðaútvegi. Eitt af meginverkefnum þessa útvegs hlýtur að vera að sem flest- ir ferðamenn komi til landsins og dreifist sem mest um alla lands- hluta og njóti sem flestra þátta seldrar þjónustu. Lenging ferða- mannatfmans er hér og afgerandi þáttur. Sigfús Erlingsson. „Ein er sú grein „út- flutnings“ sem hefir vaxið umtalsvert nú allra síðustu ár, eftir nokkra stöðnun, en það er innf lutningur er- lendra ferðamanna.“ Ferðamenn dreifast um landið á ýrnsan hátt, í áætlunarflugi flug- félaga, með áætlunarbifreiðum sérleyfíshafa, f hópferðabifreiðum og síðast en ekki síst með bíla- leigubílum. Segja má að allvel sé staðið að þrem fyrstu dreifíngarkerfunum, þ.e. áætlunarflugi, áætlunarbifreið- um og hópferðum, en sama verður varla sagt um §órða meginþáttinn, þ.e. bílaleigubflana. Vitnað rangtí Biblíu eftir Jón Á. Gissurarson Margrét Björgvinsdóttir — blaða- kona að ég ætla — birti viðtal við David Amason, kanadískan rit- höfund, í Morgunblaðinu 6. júlí. Orð Jesú á krossi hljóða svo í þessu spjalli: „Guð minn Guð minn, því hefur þú yfirgefíð mig?“ Ég hrökk við. Hafði ég alla mína löngu ævi kunnað þetta brenglað? Ég fletti upp og í Markúsar guð- spjalli stendur: „Guð minn, Guð minn, hvíhefur þú yfírgefíð mig?“ Ekki er við David Amason að sakast. Hann er ekki mæltur á fslensku þótt upp við hana æiist en taldi hana einungis mál fuliorðinna og ei við hæfí bama. Sjálfur yrði hann að bíða uns honum yxi fískur um hrygg. Þess skal getið að Biblía mín er gömul útgáfa. Vel má vera að vor- ir 8kriftlærðu menn hafí hnikað orðum þessum til og þóst vera að betmmbæta fyrri þýðingar. Ganga þeir svo langt að Tíu boðorð Guðs birtast með nýju svipmóti. Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup taldi brýnt að yrkja upp sálma Hallgríms Péturssonar á þeim for- sendum að treglega gengi að kenna prestlingum að beygja nafn Jesú og þyrfti því að íslenska það. Menn kynnu að ætla að í guð- fræðideild sæktu tossar einir. Það er öðru nær, þangað veljast gáfna- ljós. Áratug, 1966 tii 1976, luku 48 embættisprófi úr guðfræðideild Háskóla íslands, einungis þrír með annarri einkunn, hinir hlutu fyrstu eða ágætiseinkunn. Flón álpast í lögfræðideild og falla þar líkt og flugur. Látum iiggja milli hluta að prest- ar ráðskist með Biblfu og sálma að vild. Þar em þeir á heimavelli. Verra tel ég er þeir yrkja upp Sólarljóð. Ég er á þeim aldri aið öðra hvetju Gabríel HÖGGDEYFAR NÝ STÓRSENDING! Zl G ” SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 BRAGÐMIKIL NYJUNG frá ora $ £ Lítiar sætar mjúkar góðar Fást í heilum, hálfum og 1/4 dósum í næstu verslun. Þessi ferðaháttur sem er í mörgu tilliti mjög góður við þær aðstæður sem íslenskur ferðaútvegur býr við og er fijálslegur fyrir neytandann, ferðamanninn. Ferðafólk í bílaleigubíl ræður sér sjálft, getur staðið við þar sem nátt- úran og/eða veður hentar, eða duttlungar þess sjálfs ákvarða hveiju sinni. Þessir smáhópar, oft- ast 2—4 saman, henta vel litlum hótelum og veitingastöðum, eða gistiaðstöðu á bændabýlum, og veita mun jafnara álag en 20—50 manna hópferðir. Þetta er sá ferða- máti, sem nýtur vaxandi vinsælda erlendis. Hér tengist þessi ferða- máti þar að auki mjög vel öðmm samgöngum, áætlunarflugi og áætlunarbifreiðum, því ekki er nauðsyn að hefja ferð í bílaleigubíl í Reykjavík. Það má gera í öllum landshlutum. Einnig getur þetta hentað mjög vel til að jafna álag á ákveðnum dögum í millilandaflugi og þar með bætt samgöngur að og frá landinu. En hvernig er búið að þessari „búgrein" í ferðaútvegi? Mikið fijálsræði ríkir um stofnun bíla- leiga, enda hefír það orðið svo, að mikill fjöldi hefír farið af stað og margar bflaleigur hafa orðið gjald- þrota, enda til fárra stofnað með nauðsynlegum gmnni. Skattheimta á bflaleigum er einn- ig grimm. Enginn tollaafsláttur og fullur söluskattur á selda þjónustu. Rekstur bílaleigu ætti í raun að vera undanþegin skatti hvað varðar „útflutningsþáttinn", sbr. aðra út- flutningsverlun. Mikill fjöldi er- lendra ferðamanna greiðir fyrir þessa þjónustu fyrirfram í erlendri Jón Á. Gissurarson „Látum liggja milli hluta að prestar ráðsk- ist með Biblíu og sálma að eigin vild. Þar eru þeir á heimavelli. Verra tel ég er þeir yrkja upp Sólarljóð.“ fer ég í kirkju að fylgja vinum og vandamönnum til grafar. Þá kvfði ég tvennu: prestur kveðji þann an- daða meðSáð er dauðlegu ... f stað hinna fomu kveðjuorða Af jörðu ertu kominn ... og brengli Sólarljóðum í þessa vem: Drottinn minn gefðu dánum ró ... Sjálfur herra Pétur Sigurgeirsson biskup orðar þetta svo: Drottinn minn gef þú dánum ró... Ekki eiga allir klerkar hér hlut að máli. Heyrt hef ég dr. Jakob Jónsson fara kórrétt með Sólarljóð við líkbömr, enda hans von og vísa. Eíkræðum ættu prestar að sleppa. Þeir sem á hlýða þekkja tíðast þann dauða miklu nánar en klerkur sjálfur. Þeirra vegna er æviminningu ofaukið. Prestum hlýtur og að vera mikili vandi á höndum, því að ei em allir jafnokar séra Bjama Jónssonar vígslubisk- ups. Eitt sitt jarðsöng hann mmmungsþjóf. Að þessu vék séra Bjami með þessum orðum: Það sem aðrir misstu fannst oft í fómm hans. Ef til vill hefur séra Jóhann Þorkels- son dómkirkjuprestur komist næst því að sleppa líkræðum. Að sögn varð vart ráðið af orðum hans hvort um karl eða konu væri að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.