Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 64
64 íþróttadagur á Selfossi LAUGARDAGINN 12. júlí nk. efna Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Suðurlandi, íþrótta- samband fatlaðra og hið nýstofnaða íþróttafélag fatl- aðra á Suðurlandi til íþrótta- dags á Seifossi. Dagskrá íþróttadagsins verður með þeim hætti að kl. 10.30. verður útitrimm sem hefst við íþróttahúsið á Sel- fossi. Þá gefst þátttakendum kostur á að hlaupa, ganga, hjóla eða keyra hjólastól 2,5 eða 5 km. Eftir útitrimmið verð- ur þátttakendum boðið upp á létta hressingu. Dagskráin hefst síðan aftur við íþróttahúsið kl. 14.00. Þá gefst þátttakendum kostur á að reyna sig í hinum ýmsu iþróttagreinum sem fatlaðir leggja stund á, t.d. hjólastóla- ralli, bogfimi, boccia, borð- tennis auk hefðbundinna íþróttagreina eins og sund og knattspyrnu. Af ofansögðu má Ijóst vera að hér verður mikið um að vera og allir ættu að geta fundiö eitthvað við sitt hæfi. Áætlað er að dagskránni Ijúki um kl. 17.00. Til að auövelda fólki úr Reykjavík og nágrenni að taka þátt í íþróttadeginum verður farin ferð frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 9.00 og til baka aftur um kl. 17.00. • Sverrlr Einarsson með jámið góða, en hann bættist í golfkiúbb Einherja um helg- ina Fór holu ■ hoggi MIKIÐ var um að vera í golfinu íVestmannaeyjum um síðustu helgi. Yfir 100 keppendur tóku þátt í Coca-Cola keppni, tann- læknakeppni, drengja-, stúlkna-, unglinga- og öld- ungakeppni, en í þeirri síðast- nefndu fór Sverrir Einarsson holu í höggi. Hinn landskunni tannlæknir, grínisti og stórgolfari, Sverrir Einarsson, sem hefur leikið golf í 3 ár, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 2. braut. Brautin er 133 m og notaði Sverrir járn nr. 5. Kári B. Sig- urðsson sigraði í öldunga- keppninni, en hann er afi unglingameistarans. Birgir Ágústsson sigraði í unglingaflokki á 148 höggum, Katrín Harðardóttir í stúlkna- flokki á 99 höggum og Sveinn Michelsson í drengjaflokki á 144 höggum. í Coca-Cola keppninni voru leiknar 36 holur. Þorsteinn Hallgrímsson sigraði í keppni án forqjafar á 143 höggum, en Birgir Agústsson með forgjöf á 134 höggum. Sigmar Pálma- son, umboðsmaður Coca-Cola í Vestmannaeyjum, gaf vegleg verðlaun til keppninnar. — Sigurgeir Borðtenniskúlur fljúgandi horna á milli á 180 km hraða Morgunblaðið fylgist með nokkrum af bestu borðtennisleikurum heims: • Spaðin er mikilvægur. Keppendur labba ekki út f búð og kaupa hvaða spaða sem er. Sumir nota harðan við, aðrir mjúkan, síðan þarf að finna rétt gúmmi. Allt eftir þvf hvort spilarinn er sókndjarfur, spilar varnarleik eða er mikið fyrir snúningsbolta. • Kúlan getur náð hátt f 200 km hraða, þegar hún fer hraðast og þá er betra að hafa sjónina í lagi. Hér rfður hörkuskot af eða „smass“ eins og borðtennismenn segja. • Einbeitnin er mikil þegar Kínverjar spila. Hér gefur Fan, sem er í kvennaliði Kínverja, upp kúluna með miklum snúning. Takið eftir hvernig hún heldur hægri hendi. niður í borðið hjá sér. Bestu borð- tennisspilararnir leika ýmist varnar- eða sóknarleik, geta spilað ákveðið eða rólega og beðið eftir tækifæri. Þegar Kínverjar spila á móti hvor öðrum og þekkja hvorn annan út í gegn, þá er málið að geta skyndilega breytt út af venj- unni. Tekið einhver furðuskot og um leið áhættu. „Það gerir leikinn skemmtilegan fyrir alla,“ sagði Weng Tong, þjálfari kínverska liðs- ins. Usti yfir bestu borðtennisleikara heims frá 1985 Karlmenn 1. Jiang Jialiang, Kína 2. Chen Longcan, Kína 3. Xie Saike, Kína 4. Wang Huiyuan, Kína 5. Teng Yi, Kína 6. Andrzej Grubba, Póllandi 7. Lo Chung, Hong Kong 8. Cheng Xinhua, Kína 9. Mikael Aplegren, Svíþjóð 10. Jan Ove Waldeer, Svíþjóð Kvenmenn 1. Cao Yanhua, Kína 2. Geng Lijuan Kína 3. Dai Lili, Kína 4. Qi Baoxing, Kína 5. Tong Ling, Kína 6. Ni Xialian, Kína ÞAÐ var nánast ótrúlegt að sjá leikni kepp- enda á opna bandarfska meistaramótinu á borðtennis, sem fram fór f júní f Miami í Flórída. Sérstaklega voru Kfnverjar, Svíar og Japanir með leikna spilara, enda eiga þessar þjóðir marga af bestu keppendum í þessari íþrótt. Kínverjar sigruðu á mótinu í öllum flokk- um, í einliðaleik karla og kvenna og f tvíliðaleik karla og kvenna. Velgengni Kínverjanna byggist á því hve mikill fjöldi þeirra stundar þessa íþrótt í Kína og hve mikil rækt er lögð við þá sem æfa borð- tennis. Skólar hjálpa til við uppbyggingu krakka sem þykja líkleg til að ná árangri og þegar þeir byrja að æfa með keppnislið- um kunna þau öll undirstöðuatriðin upp á hár. Síðan er það bara keppnisreynslan sem gerir þá enn betri og hæfari i stórum mótum. Það þarf mikla leikni til að komast í röð þeirra bestu, tækni leikmanna er mikil. Borðtenniskúlan er aðeins rúm þrjú grömm að þyngd, en getur engu að síður náð rúmlega 180 km hraða í föstustu skotunum en venjulega er hún á ferðinni á 80 km hraöa. Keppendur hafa ýmsar gerðir af spöðum, og mis- munandi leikaðferðir. Varnarleikmaður spilar t.d. bolt- anum alltaf án áhættu og vonast eftir mistökum mótspilarans, þreytir hann af fremsta megni. Margir varnarleikmenn sækja aldr- ei, en fæstir ná árangri á þann hátt, og því beita margir varnarleik og skyndisóknum, líkt og í knatt- spyrnu. Ef færi gefst þá slær leikmaður kúlunni eins fast og mögulegt er, eða reynir að finna stað á borðinu sem er erfiður and- stæðingnum. Sóknarleikmenn er skemmtileg- ast að horfa á í keppni. Margir slíkir gera allt til að slá boltann fast og hratt, sum skot mistakast en venjulega tekst að ná rúmlega 50% skotanna þannig að and- stæðingur getur ekki svarað. Að sjá góðan sóknarleikmann gegn varnarmanni er stórkostlegt. Þá „smassar" sóknarmaðurinn af al- efli, en varnarmaðurinn er kannski kominn 4-5 metra frá borðinu og svarar ætíö skotunum. Þegar Kínverjar spiluðu saman í einliða- leik karla tók í eitt skiptið fimm mínútur að fá úr því skorið hvor keppandinn hlyti stig, eftir upp- gjöf. Þá hamraði annar Kínverjinn kúlunni margsinnis í borðið en hinn svaraði alltaf og tókst svo að lauma óvæntum snúningsbolta til baka, þannig að hinn féll flatur við að reyna að teygja sig eftir kúlunni. Keppendur notuðu ýmis sál- fræðibrögð, horfðu í augu and- stæðinga fyrir uppgjafir, reimuðu skóna í miðjum leik, þurrkuðu svit- ann eða gáfu frá sér torkennileg búkhljóö í miðjum skotum. Nær allar uppgjafir og skot voru þannig að kúlan var á snúning sem gerir leikmönnum erfitt fyrir. Bogaskot nokkuð hátt upp í loft eru vinsæl meðal Kínverjanna, en þá verður snúningur kúlunnar óútreiknanleg- ur þegar hún skellur á borðinu hjá mótspilaranum. Þeir sem geta svarað mega svo vænta þess að í næsta skoti verði kúlan „negld"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.