Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 Norsk-íslensk hátíð á heima- slóðum Ingólfs Arnarsonar í HRÍFUDAL í Fjölum, Noregi, heimabyggð Ingólfs Arnarsonar, verður dagana 9-11. águst nk. haldin Norsk-íslensk hátíð í til- efni þess að 25 ár eru liðin síðan íslendingar gáfu ibúum Hrifu- dals styttu af Ingólfi. Fyrir íslands hönd verða við- staddir hátíðina þeir Sverrir Hermannson, menntamálaráðherra og Guðmundur Benediktsson ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu. Skipulagsnefnd hátíðarinnar hafði bundið vonir við að fá Vigdísi Finn- bogadóttur á mótið en því reyndist ekki hægt að koma við. Dagskrá hátíðarinnar er all fjöl- breytt. Haldnar verða ræður og boðið upp á skemmtiatriði. Hátíðarguðsþjónusta verður sunnudaginn 10. ágúst og mun Káre Melstad sóknarprestur þjóna fyrir altari, að því loknu verður safnast saman á þeim bæ í dalnum sem Ingólfur bjó á forðum. Loka- deginum verður svo varið í skoðana- IQell Ask og Torres Lunde við styttuna af Ingólfi Amarsyni. ferð um héraðið. Sverrir Hermannson og Guð- mundur Benediktsson halda að mótinu í Hrífudal loknu til Hareid þar sem haldið verður upp á 1000 ára minningu Hjörungavogsbar- dagans. í honum barðist Hákon Jarl Sigurðarson gegn Jómsvíking- um og var vald þeirra þar brotið á bak aftur. í bréfi sem Morgunblaðinu barst frá þeim Kjell Ask og Törres Lunde, en þeir hafa borið hitann og þungan af skipulagningu vinamótsins, bera þeir kveðju til Islendinga frá íbúum Hrífudals. „Það er von okkar að sem flestir, bæði íslendingar og Norð- menn, sjái sér fært að mæta til heimabyggðar Ingólfs Amarsonar í ágúst og að vináttubönd þjóðanna styrkist við þetta", segja þeir Kjell og Törres. „Við í Hrífudal höfum sterkar taugar til eyjunnar í vestri- íslands“. Frá Hrífudal. Séð út Dalsfjörðinn, en þar sigldi Ingólfur út er hann hélt til íslands. íslandsmót í sjóstangaveiði í ísafjarðardjúpi: Stærsta lúða sem f engist hefur á stöng við Island ísafirði. LOKAKEPPNI íslandsmótsins í sjóstangaveiði fór fram í ísa- fjarðardjúpi á föstudag og laugardag. 53 þátttakendur tóku þátt í mótinu aðallega frá Isafirði, Akureyri og Vestmanna- eyjum, en þar eru hin sjóstanga- veiðimótin haldin en einnig frá Reykjavík, Englandi og Svíþjóð. Róið var á 9 bátum frá Bolung- arvík báða dagana. Mjög gott veður var en afli frekar smár. Bogi Sigurðsson frá Vestmanna- eyjum dró 86 kg lúðu í upphafi seinni veiðidagsins. Eftir því sem næst verður komist er þetta stærsta lúða sem veiðst hefur á stöng hérlendis. Aflahæsta karlasveitin á mótinu var sveit Magnúsar Ingólfssonar frá Akureyri, með 451,4 kg. Með hon- um í sveitinni voru, Júlíus Snorra- son, Birgir Snorrason og Kjartan Snorrason, en þeir þrír em bræður. Aflahæsta kvennasveitin var Bandídó sveitin frá ísafirði, en í henni vom Kolbrún Halldórsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Guðrún Halldórsdóttir, en þær em systur, og Björg Thorlacius. Þær veiddu samtals 368,9 kg. Mestan afla fékk Kristinn H. Jóhannsson, Akureyri 192 kg. Flesta físka Júlíus Snorrason, Ak- ureyri 93, flestar tegundir Birgir Snorrason, Akureyri 6 tegundir. Stærsta þorskinn dró Pétur Jón- asson, Isafírði, stærstu ýsuna Agnes Karlsdóttir, ísafírði, stærsta Ljósm. Útfar Ágústsson Bretar tóku nú í fyrsta sinn þátt í móti á ísafirði. Hér slappa þeir af eftir seinni veiðidaginn í heita pottinum í sundlaug Bolungarvikur. En sú hefð hefur skapast að þátttakendur fari saman í þessa skemmtilegu laug í lokin. Ljósm. Úlfar Ágústsson Mikil eftirvænting rikir meðal þátttakenda i sjóstangaveiðimótinu við ísafjarðardjúp, þegar flotinn leggur úr höfn kl. sjö að morgni. Eftir 9 til 10 tima veiðiferð er komið aftur að landi. ufsan J. Atkins, Englandi, stærsta steinbítinn Júlíus Snorrason, Akur- eyri, stærstu lúðuna Bogi Sigurðs- son, Vestmannaeyjum, stærsta kolann Páll A. Pálsson, Akureyri og stærsta karfann Jónas Þór Jóns- son, Reykjavík. Samtals aflaðist 3.655 kg báða dagana. Mestan meðalafla á bát hafði m.b. Páll Helgi, Bolungarvík, skipstjóri Benedikt Guðmundsson. Við útreikning á stigagjöf í íslands- meistarakeppninni kom í ljós, að Matthías Einarsson frá Akureyri var stigahæstur með 18 stig og hafði hann unnið þau öll á mótinu á Akureyri sl. haust. Þetta er í fjórða skiptið sem keppt er um ís- landsmeistaratitilinn og hefur hann alltaf fallið í hlut Akureyringa. Nú komu útlendingar í fyrsta skipti gagngert til Ísaíjarðar til að taka þátt í þessu árlega sjóstanga- veiðimóti. Þama voru á ferðinni 4 þekktir sjóstangaveiðimenn, sem hafa veitt víðsvegar um heiminn og tveir sænskir fjölmiðlamenn, blaðamaður og ljósmyndari frá stærsta sportfiskveiðitímariti á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.