Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
Hann hækkaði í kræklu sem bognaði í keng
Þannig hlóðst múrinn
— eftir Ásgeir Jakobsson
í fyrri grein minni og þeirri fyrstu
af mörgum lýsti ég því hvernig
frystivinnslan hérlendis hefur þró-
azt í sósíalskt atvinnubótakerfi,
einokað sölukerfi, forvinnslu fyrir
fískréttavinnslu utanlands, fast
verðlagskerfi, keðjueignakerfi,
þjóðarmeinlokukerfí, áróðurskerfi
og pólitískt hallelújakerfi. Næst
segir af því hvemig þetta allt gerð-
ist, eitt af öðru, og alltaf ríkti
nauðsyn og að ráði margra hinna
beztu manna síns tíma.
Það var undir samtvinnuðu
markaðs- og atvinnubótasjónar-
miði, sem fyrstu frystihúsin voru
reist 1936 eftir nokkra tilrauna-
starfsemi. Tapazt höfðu beztu
saltfisksmarkaðimir vegna jafn-
virðiskaupastefnu, sem ríkjandi var
í heimskreppunni og henni fylgdu
innflutningshömlur í markaðslönd-
unum. Ekki þarf að lýsa hér því
atvinnuleysi sem þjakaði landverka-
fólk á kreppuárunum.
Eftir styrjöldina síðari komum
við okkur upp miklum fískiflota og
hann vantaði markaði, því að rétt
sem fyrstu skipin sigldu upp að
landinu hættu Bretar að kaupa af
okkur frystan físk og drógu stór-
lega úr ferskfískskaupum sínum.
Þeir hófust sjálfír handa um ný-
byggingu fískiflota síns og sóttu á
íslandsmið sem fyrrnm. Og svo
fylgdi í kjölfar þessa löndunar-
bannið 1952.
Að lokinni styrjöldinni horfði því
til mikilla vandræða bæði fyrir hinn
mikla flota báta og togara, og land-
verkafólk þegar hemámsvinnunni
lauk.
í uppbyggingu frystihúsanna eft-
ir styrjöldina var því áfram ríkjandi
hið tvíþætta sjónarmið markaðs-
og atvinnubóta.
Til að tryggja frystihúsunum
jafna vinnslu bæði við uppbyggingu
markaðanna, einkum þess banda-
ríska, og eins til að halda uppi
jafnri atvinnu, þótti sjálfsagt að
frystihúsin ættu fískiskipin. Þetta
gerðist oft svo, að bæjarfélög efndu
til þessa tvíþætta rekstrar í atvinnu-
bótaskyni, en einnig töldu hlutafé-
lög og einkaaðilar sér nauðsynlegt
að tengja þetta hvort tveggja saman
og standa þannig báðum fótum í
sjávarútveginum. Þetta leiddi fljót-
lega til þess að halla tók á útgerðina
t hinum sameiginlega rekstri fyrir-
tækjanna, vegna aðgerða stjóm-
valda, sem vemduðu frystivinnsl-
una sökum hinnar miklu atvinnu,
sem hún veitti, og útgerðarmenn
utan keðjunnar vom flestir smáir,
en keðjumenn héldu fremur til
frystihúsanna í verðákvörðun milli
veiða og vinnslu, vegna þess að sjó-
menn áttu hlut r' fiskverðinu og
eigendum hinna tvíþættu fyrirtækja
þá meiri hagur að lágu fískverði
en háu.
Frystihúsunum hafði fjölgað
mikið á stríðsámnum og vom orðin
45 1942, ogþá stofnuðu frystihúsa-
eigendur með sér landssamtök,
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Allar aðstæður kröfðust slíkra
landssamtaka í markaðs- og tækni-
málum.
Arið 1944 setti SH upp söluskrif-
stofu í New York og hún var gerð
að sjálfstæðu fyrirtæki 1947, Cold-
water Seafood Corpration. SÍSarar
komu nokkm síðar úr sauðfjár-
gæzlu sinni í sveitunum og tóku
að sæka í sjófangið. SIS stofnaði
söluskrifstofuna, Iceland Product
1950 (?).
Síðan 1930, að þjóðin varð fyrir
miklum skelli í markaðsmálum,
vegna offramboðs og einnig að því
er menn töldu, vegna of margra
söluaðila og misjafnra að ágæti, þá
hefur ekki hérlendis mátt nefna
frelsi í fisksölumálum og gilt einu
í því efni, hveijar aðstæðumar
væm á hveijum tíma.
Með veitingu útflutningsleyfa
fengu SH og SÍS allan útflutning
á frystum físki í sínar hendur og
var þetta gert til að fírra sam-
keppni, einkum á bandaríska
markaðnum, þar sem sölusamtökin
stóðu í ströngu við að ná fótfestu
á þeim markaði. Og sýnist flestum
þetta rétt ráðið, sem það trúlega
var við ríkjandi aðstæður.
Þá gerðist það næst í þessari
sögu að með mönnum vaknaði sú
spuming hvort ekki væri vænlegast
til árangurs I markaðsbaráttunni á
bandaríska markaðnum að hafa
lokavinnslu físksins í
markaðslandinu, Bandaríkjunum
sjálfum.
Nokkur átök urðu um það mál.
Það vom til menn, sem vom ugg-
andi um þessa stefnu, vildu heldur
beijast við að koma fullvinnslunni
upp hérlendis, en hinir vom fleiri,
sem töldu þetta hagkvæmt og varla
um annað að ræða. Bandaríski
markaðurinn var viðkvæmur og
nauðsynlegt að fylgjast þar vel með
öllum hræringum. Þama myndi
okkur ekki duga hið hefðbundna
Ásgeir Jakobsson
2. grein
„Með veitingu útflutn-
ingsleyfa fengu SH og
SIS allan útf lutning á
frystum fiski í sínar
hendur og var þetta
gert til að f irra sam-
keppni, einkum á
bandaríska markaðn-
um, þar sem sölusam-
tökin stóðu í ströngu
við að ná fótfestu á
þeim markaði. Og sýn-
ist f lestum þetta rétt
ráðið, sem það trúlega
var við ríkjandi aðstæð-
ur.“
framleiðslulag okkar, að hafa vör-
una eftir okkar höfði fremur en
kaupandans. Auk þess væri miklum
vandkvæðum bundið að flytja vör-
una inn í neytendapakkningum.
SH breytti söluskrifstofu sinni í
sölu- og fískréttaverksmiðju sem
reist var í Nanticoke í Maryland
1954. SÍS hafði sama háttinn á
1958, breytti söluskrifstofu sinni,
Iceland Product, í sölu- og fískrétta-
verksmiðjuna Iceland Seafood
Corporation, sem reist var í Harris-
burg. Bæði þessi fyrirtæki störfuðu
sem sjálfstæð fyrirtæki, þótt eig-
endumir væm SH og SÍS.
Jafnhliða þessari sókn á banda-
ríska markaðinn hófst 1953 vöm-
skiptaverzlun með frystan físk við
Sovétta. íslenzka ríkið og sovézk
ríkisstofnun sömdu um þau við-
skipti og einnig seldu SH og SlS
allan físk á þennan markað.
Þegar búið var að treysta sölu
frysts fisks á þessum tveimur mörk-
uðum með fiskréttaverksmiðjum í
Bandaríkjunum og vöruskiptum við
Sovétríkin var næst að tryggja
frystivinnslunni viðráðanlegt fis-
kverð miðað við verðlag á þessum
föstu mörkuðum.
Árið 1956 var stofnaður Útflutn-
ingssjóður, sem hafði því hlutverki
að gegna að styrkja frystivinnsluna,
en lögin um þann sjóð vom ekki
talin duga í þessu efni og 1961 var
stofnað Verðlagsráð. í lögum þessa
ráðs er það skýrt tekið fram, að í
verðskiptum milli veiða og vinnslu
skyldi ráðið hafa „hliðsjón af mark-
aðsverði sjávarafurða og fram-
leiðslukostnaði þeirra." Ríkisstjóm-
in átti oddamann í þessu ráði og
þar sem lögin voru sett bókstaflega
til að gæta hagsmuna frystivinnsl-
unnar, hlaut það að verða hans
hlutverk að þessu ákvæði laganna
um markaðsverð og framleiðslu-
kostnað væri framfylgt. Gangurinn
í þessu ráði hefur því verið og er
sá, að áætlað er útflutningsverð
fyrir komandi verðlagsár, frá þessu
útflutningsverði er svo dreginn
kostnaðurinn við frystivinnsluna og
þá fengið verð, sem hún getur
greitt fyrir „hráefnið" eins og farið
var að kalla fiskinn um þessar
mundir og frá því verður sagt í
næstu grein, að nú var það orðið
að íslenzka þjóðin hafði eignazt
„hráefni" og „iðnað“, og „hinn dýr-
asta markað" og vantaði nú ekkert
nema „verðmætisaukninguna".
Framh.
Höfundur er rithöfundur
Skemmtileg Skepna
Hilmars Oddssonar
Hljómplötur
Árni Johnsen
Á plötunni Skepnan eftir sam-
nefndri kvikmynd, Eins og skepnan
deyr, eru sjö lög öll eftir Hilmar
Oddsson, en í tveimur lögum koma
aðrir til liðs við hann. Þessi sjö laga
syrpa er bráðskemmtileg og fjöl-
breytt, allt frá ljúfustu ballöðum
og til þungarokksins. Það er engin
tilviljun að nokkur laganna hafa
náð miklum vinsældum á öldum
ljósvakans, því lög eins og t.d. Allur
lurkum laminn og Önnur sjónarmið
eru gullfalleg og skemmtilega flutt
af Bubba Mortens og Eddu Heið-
rúnu Bachmann, sem hefur áunnið
sér sess sem sérstakur sólargeisli í
söng- og leiklistarlífi landsins.
Skepnan ber þess merki að það
eru þrautþjálfaðir og snjallir tónlist-
armenn sem koma við sögu í
hljómflutningi, Tómas Tómasson á
bassa og hljómborð, Pétur Hjalt-
ested á hljómborð, Ásgeir Óskars-
son á trommur, Þorsteinn
Magnússon á gítar, Rúnar Georgs-
son á saxófón, Friðrik Karlsson á
gítar og Hilmar Oddsson leikur
einnig á gítar auk söngs og bakrad-
dasamspils. Á plötunni syngja auk
þeirra sem fyrr er getið þeir Jóhann
Sigurðarson og Karl Roth. Það er
Tómas Tómasson sem annaðist út-
setningar ásamt Hilmari Oddssyni,
en Tómas stjórnaði jafnframt upp-
töku sem er fagmannlega unnin.
Eins og skepnan deyr hefur get-
ið af sér góða „skepnu" í þágu
sönglífsins í landinu, hún er
skemmtileg og vönduð og hefur
persónulegan svip og til meira er
nú ef til vill ekki hægt að ætlast.
Til athugunar fyrir
framkvæmdamenn á tæknisviðinu
ANTARIS HF., Grensásvegi 8, Reykja-
vík, sérhæfir sig í innflutningi mæli-
tækja, teikniborða, teiknivéla og ým-
issa áhalda fyrir teiknistofur, verk-
fræóistofur, byggingameistara, verk-
taka og sveitafélög.
ANTARIS HF. býöur upp á mælitæki,
teikniborö og teiknivélar frá Japan. —
Vinsamlegast hafió samband viö sölu-
mann í síma 8 20 55 og tryggið yöur góö
tæki á góóum kjörum.
Höfum í umboðssölu
THEODOUTE TM6
frá Sokkisha á hag-
stæðu verði og kjörum.
ANTARIS HF
GRENSÁSVEGI 8 . 105 REYKJAVÍK . SÍMI 82055
A A
09
00
Auglýsingar
22480
Afgreiðsla
83033