Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 37 Skoðanakönnun Hagvangs: Breytingar ásjónvarps fréttum taldar til bóta „Mikilvægt að fá fram viðhorf fólks- ins í landinu,“ segir útvarpsstjóri YFIRGNÆFANDI meirihluti þjóðarinnar telur fréttaflutning ríkisfjölmiðlanna, útvarps og sjónvarps, trúverðugri en frétta- flutning dagblaða, ef marka má niðurstöður könnunar, sem Hag- vangur gerði fyrir Ríkisútvarpið. í könnuninni kom ennfremur í ljós, að mikill meirihluti telur að þær breytingar, sem orðið hafa á fréttaflutningi sjónvarps að undanförnu, hafi verið til bóta. í könnuninni var valið 1.000 manna úrtak úr þjóðskrá, sem tryggja átti jafna dreifingu varð- andi aldur, kynferði og búsetu. 739 þátttakenda svöruðu. Þátttakendur voru spurðir hversu ábyrgar og trú- verðugar þeir teldu að fréttir sjónvarps og útvarps væru í saman- burði við þau dagblöð sem viðkom- andi læsi yfirleitt. 71,2 til 75,8% þátttakenda töldu að fréttir ríkis- fj'ölmiðla væru frekar eða mjög ábyrgar og trúverðugar, en 21,1% höfðu sömu skoðun varðandi dag- blöðin. í könnuninni var sérstaklega spurt um fréttaflutning sjónvarps- ins og þær breytingar sem orðið hafa þar að undanfömu. 30,4% þátttakenda töldu þessar breytingar mjög jákvæðar, 54,5% töldu þær fremur jákvæðar, en 5,6% töldu þær fremur eða mjög neikvæðar. Meiri- hluti þátttakenda, eða 56,1%, töldu að fréttaflutningur sjónvarpsins hefði að undanfömu markast í ríkari mæli en áður af „æsifrétta- stíl“, eins og það var orðað í spummgunm. „Ég tel að það hafi verið ákaf- lega þýðingarmikið fyrir Ríkisút- varpið að fá með þessum hætti fram viðhorf notenda á fréttum útvarps og sjónvarps," sagði Markús Om Antonsson, útvarpsstjóri, er hann var spurður álits á niðurstöðum könnunarinnar. „Ekki síst vegna þeirra umræðna sem orðið hafa að undanförnu í útvarpsráði, þar sem hafa verið uppi þær skoðanir, að breytingar á framsetningu sjón- varpsfrétta hafi boðið heim vissum trúnaðarbresti vegna þess að þar hefði borið á miður trúverðugum fréttaflutningi upp á síðkastið. Þessi sjónarmið hafa verið túlkuð alloft í útvarpsráði að undanfömu. Það er því ákaflega mikilvægt fyrir okkur að fá viðhorf notendanna í þessum efnum, eigenda þessarar stofnunar, sem er fólkið í landinu,“ sagði útvarpsstjóri. HM í knattspyrnu: Heinarútsending- ar hæfilega margar — samkvæmt niðurstöðum könnunar Hagvangs Herm. Schepers í Sundahöfn. Morgunblaðið/Júlíus „ÞAÐ BER ekki á öðru en allmik- ið hafi verið horft á beinar útsendingar frá heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu í sjón- varpinu og að keppninni hafi verið gerð hæfileg skil,“ sagði Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins, í samtali við blaðamann, en Hag- vangur lauk í gær framkvæmd hlustendakannanar, sem unnin var fyrir sjónvarpið frá 29. júní, að kvöldi úrslitaleiksins, til 7. júlí. Eitt þúsund manna úrtak var tekið úr þjóðskránni sem á að tryggja aldursdreifingu, búsetu- dreifingu og kynjaskiptingu. 739 svöruðu í könnuninni. Hlustendakönnunin náði til fjög- urra síðustu leikjanna, sem sýndir voru. Tveir þeirra vom á dagskrá sjónvarpsins miðvikudaginn 25. júní sl., Vestur-Þýskaland - Frakkland og Argentína - Belgía. Þá kepptu Frakkland og Belgía um þriðja sætið laugardaginn 28. júní og úr- slitaleikurinn var á dagskránni sunnudaginn 29. júní milli Vestur- Þýskalands og Argentínu. Hlutfall þeirra er horfðu á leikina að öllu leyti eða að tiluta til er frá 51% og upp í 67%. Á úrslitaleikinn allan horfðu 51,8% og að hluta til 14,9%, sem er samtals 66,7%. Fleiri karlmenn horfðu á heims- meistarakeppnina en kvenmenn og voru hlutföll kynjaskiptingarinnar 63,2% til 73,3% karla á móti 47,6% til 60,2% kvenna. „Það sem kom mér mest á óvart í niðurstöðunum var hversu fólk í dreifbýli, þ.e. staðir með undir 300 íbúa, horfðu miklu minna á keppn- ina en höfuðborgarbúar og annað fólk í þéttbýli úti á landi, sem hélst nokkurn veginn að,“ sagði Pétur. Til þess að fá samanburð á milli áhorfendahóps heimsmeistara- keppninnar og annars efnis þessa umræddu helgi þegar úrslitaleikim- ir fóru fram, var annarsvegar spurt um hversu margir hefðu horft á bandarísku bíómyndina „Ljón á veginum", sem var á dagskrá á laugardagskvöldinu og hinsvegar um tónlistarþátt frá þýska sjón- varpinu, Annelise Rothenberger og ungu söngvaramir, sem var á dag- skrá á sunnudagskvöldinu, 29. júní. í ljós kom að á þessa dagskrárliði var miklu minna horft en á fót- boltaleikina. Þá var spurt um hvort beinar útsendingar frá keppninni í Mexíkó hefðu mátt vera fleiri, færri eða hvort þær hefðu verið hæfílega margar. 5,3% vildu fleiri leiki, 53,3% töldu útsendingar hæfilega margar, 17,1% sögðu að þeir hefðu mátt vera eitthvað færri, 15,9% vildu aðeins fáeina leiki, 1,6% vildu enga leiki og 6,6% vissu ekki. Sem kunnugt er sýndi sjónvarpið 29 leiki í beinni útsendingu af þeim 52 leikj- um er fram fóm á heimsmeistara- mótinu. Eftir að komið var að 8-liða úrslitum, vom allir þeir leikir sýnd- ir sem eftir vom, en leikjum framan af keppninni var sleppt. „Mér sýnist í fljótu bragði að mikið hafí verið horft á þessa heimsmeistarakeppni og kannski meira en maður bjóst við í upp- hafí. Ég býst við að áhorfendafjöldi hafí farið vaxandi er á leið keppn- ina og það sýnir að keppnin hafí verið vinsælt sjónvarpsefni. Einnig virðist fólk telja leikina hafa verið hæfílega marga sem sýndir vom beint frá keppninni, en tala leikj- anna var á sínum tíma nokkuð umdeilt mál,“ sagði Pétur. Lyftu skut skips- ins og losuðu skrúfuna af í höfn ÞÝSKA skipið Herm Schepers, sem Eimskipafélag íslands hef- ur á leigu, braut skrúfublað á svokallaðri olíusparnaðar- skrúfu í hafís norður af Hornbjargi aðfaranótt laugar- dags. Skipveijar tóku skrúfuna af á meðan skipið lá í Sunda- Athugasemd frá Sambandinu: Könnumst ekki við drátt á afgreiðslu á varahlutum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Sam- bandinu þess efnis, að í varahluta- deild Sambandsins kannist menn ekki við drátt á afgreiðslu vara- hluta í þær vélar, sem Sambandið hafi umboð fyrir. Athugasemdin er vegna fréttar í Morgunblaðinu á miðvikudag, þar sem haft er eft- ir bónda i Mýrdal, að skortur á varahlutum frá Sambandinu hafi valdið bændum verulegum erfið- leikum við heyskap. Athugasemdin fer hér á eftír: „Sambandið hefur ekki lengur um- boð fyrir heybindivél Erlings Sigurðs- sonar bónda í Sólheimakoti í Mýrdal og þess vegna kannast menn ekki við að pöntun frá honum á varahlutum hafí beðið afgreiðslu hjá varahluta- deild Sambandsins. Hann verður því að snúa sér til réttra aðilja með beiðni um varahluti. Menn kannast heldur ekki við neinn drátt á afgreiðslu á varahlutum i þær vélar og tæki, sem Sambandið hefur umboð fyrir, en vilja svo sannarlega bæta úr, ef svo er og það hefur farið framhjá starfsmönnum deildarinnar. Sambandsmenn vilja líka benda á, að þeir hafi reynt að hafa opna á laug- ardögum sérstaka þjónustu fyrir bændur til að koma í veg fyrir tafír yfír hásláttinn. Sambandið metur það reyndar að teljast illskárst, en metur sig þó standa sig betur en það og vill gera það.“ Olafur Ragnar Grímsson: „Hef ekki ákveðið hvort ég stefni að þingsæti“ Segir vangaveltur um næsta formann Alþýðubandalagsins ótímabærar „ÉG Á ekki von á því,“ svaraði Ólaf- ur Ragnar Grímsson þegar blaða- maður Morgunblaðsins spurði hann hvort hann teldi að Össur Skarp- héðinsson ritstjóri Þjóðviljans reyndist sannspár i viðtali við Heimsmynd, þar sem hann spáir þvi að Ólafur Ragnar og Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ muni beijast um þingsæti i Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það hvort eða hvaða viðhorf verða ríkjandi þegar þar að kemur," sagði Ólafur Ragnar þegar hann var spurð- ur hvort hann væri með þessu að segja að hann hygðist ekki stefna á að ná kjöri sem þingmaður Alþýðubanda- lagsins í næstu þingkosningum. Ólafur Ragnar sagðist telja þessa umræðu algjörlega ótímabæra á þessu stigi og aðspurður um hvort hún væri ekki einmitt tímabær núna í ljósi þeirrar miklu umræðu sem nú á sér stað í þjóðfélaginu um væntanlegar haust- kosningar, svaraði Ólafur Ragnar: „Mér sýnist nú sem Framsóknarflokk- urinn og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra vilji alls ekki haust- kosningar. Þannig að þótt að einstaka menn í Sjálfstæðisflokknum vilji haustkosningar, þá hef ég enga trú á því að þeir hafí dug til þess að knýja það í gegn. Ég hef því enga trú á að það verði." Ólafur Ragnar var spurður hvað hann vildi segja um vangaveltur Þjóð- viljaritstjórans þess efnis að hann og Ásmundur muni berjast um for- mennsku í Alþýðubandalaginu, þegar kemur að formannsskiptum: „Það tíðkast mjög framtíðarskrif í þessum tímaritum sem gefin eru út í landinu. Össur er með framtíðarvangaveltur í Heimsmynd, kollega minn Svanur Kristjánsson er með framtíðarvanga- veltur í Þjóðlífi, þannig að það er ljóst að þessi tímaritamarkaður virðist telja svona framtfðarvangaveltur einkar vænlegar til þess að auka söluna. Hins vegar þá hallast ég meira að þeirri góðu og gömlu kenningu sem Harold Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta setti fram, að vika væri langur tími í pólitík, hvað þá heldur heilt ár. Síðasta lq'örtímabil Svavars Gestssonar er ekki einu sinni hálfnað, þannig að það er algjörlega ótímabært að fara að hugsa um, hvað þá heldur ræða þessa hluti.“ höfn. Fóru þeir þannig að að stefni skipsins var þyngt þar til skutur þess stóð upp úr sjó og er ekki vitað til að það hafi verið gert hér á landi áður. Magnús Kjæmested, stýrimað- ur, sem er fulltrúi Eimskipafélags- ins um borð, sagði að skipið hafí verið þyngt að framan með því að lesta 300 tonn í fremstu lest skipsins og síðan hefði sjó verið dælt framan í skipið, svo rista þess yrði sem mest að framan. Þetta hefði dugað til að lyfta skrúfuöxlinum úr sjó, þannig að skrúfan hafí komið öll upp úr. Skipveijar tóku hana síðan af og athöfnuðu sig á stórum fleka frá Reykjavíkurhöfn, sem lánaður hafði verið til þess ama. Olíuspamaðarskrúfan, sem brotnaði, er fyrir aftan aðalskrúf- una, á sama öxli. Hún snýst þó ekki með öxlinum, heldur af straumvatni skipsins. Sagði Magnús, að olíuneysla minnkaði um 10-15% ef þess konar skrúfa væri á skipum, en ekkert íslenskt skip er búið skrúfu sem þessari. Einnig sagði Magnús að það hefði engin áhrif haft á siglingu skips- ins þegar blað skrúfunnar brotn- aði. Ástæðu þess að blað þessarar skrúfu brotnaði, en aðalskrúfan _ slapp, kvað hann vera þá að blöð olíuspamaðarskrúfunnar eru stærri en blöð aðalskrúfunnar. Eina ókost skrúfunnar kvað Magnús vera þann, að hún drægi lítillega úr ferð skipa og þau bökk- uðu ekki eins vel, ef þau væm útbúin henni. Á siglingu Herm Schepers í gegnum hafísinn kom gat á stefni skipsins, en Magnús sagði þær skemmdir hafa verið smávægileg- ar. - ö INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.