Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 Rallakstur: Sjö eiga góða mögrileika á íslandsmeistaratitlinum ÞEGAR íslandsmeistara- keppnin í rallakstri er tæplega hálfnuð eru nokkrir ökumenn líklegri en aðrir til að beijast iiiii titilinn. Keppt er bæði til Islandsmeistara ökumanna og aðstoðarökumanna, en vegna mannabreytinga eru horfur á jafnri keppni. Yfirleitt keppa sömu áhafnir á sömu keppnis- bUum, en mismunandi aðstoð- arökumenn hafa fylgt sumum ökumönnum, sem ruglar stöð- una þegar spáð er í möguleika keppenda á titlinum eftirsótta. Fyrir næstu keppni á Húsavík, dagana 19,—20. júlí, standa feðg- amir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson best að vígi, báðir eru í efsta sæti í stigakeppninni. Árangur þeirra frá því þeir byij- uðu að aka saman á síðasta ári er stórkostlegur. Aldrei hafa þeir orðið að hætta keppni og alltaf náð einu af efstu sætunum. Þeir sigruðu í Ólafsvíkurrall fyrir nokkrum vikum og státa því af glæsilegum árangri. Er engin ástæða til að ætla annað en fram- hald verði á velgengninni. Jón er í fyrsta skipti kominn með sigur í sarpinn sem ökumaður, sem gæti kynnt hann upp í grimmari akstur, sigur verði eina markmið- ið í röllum hér eftir. Það gæti ýtt undir bilanir eða mistök í akstri. Ford Escort Jóns er traustur, bú- inn 260 hestafla vél og hann hefur Morgunbladið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Þórhallur á leið til sigurs í fyrstu keppni ársins á Talbot Lotus. Hann er í öðru sæti. Stórhuga voru Hafsteinn Aðal- steinsson og Birgir Viðar Hall- dórsson á Ford Escort fyrir keppnistímabilið og eftir að hafa náð þriðja sæti í fyrstu keppn- inni. Birgir meiddist í umferðar- óhappi fyrir næstu keppni og Sigurður Jensson fór með Haf- steini til Ólafsvíkur. Þar hættu þeir keppni vegna bilunar, sem hefti frekari stigasöfnun Haf- steins. Óljóst er hver fara mun með Hafsteini, en 200 hestafla Escort hans er nánast öruggur í toppsæti og verður Hafsteinn að ná góðum árangri í Húsavík elleg- ar missa af lestinni í baráttunni um titilinn. Fjarlæga möguleika eiga tveir aðrir ökumann. Eiríkur Friðriks- son á Ford Escort og Steingrímur Ingason á Nissan eru jafnir að stigum í sjötta sæti, en nokkuð langt frá toppnum. Steingrímur verður á heimaslóðum á Húsavík og ekur því örugglega grimmt, en óljóst er hvort Eiríkur heldur áfram keppni ásamt félaga sínum Þráni Sverrissyni. Þeir hafa ekki ákveðið hvort þeir keppa á Húsavík. Einnig hyggur Júlíus Vífíll Ingvarsson, aðstoðaröku- maður Steingríms, á hvíld vegna Seigla og áræði hafa skilað Þorvaldi Jenssyni og Pétri Sigurðssyni í fjórða sætið á lítt breyttum Opel Kadett. Hjörleifur Hihnarsson á Toyota kom á óvart og náði öðru sæti í Ólafsvíkurrallinu. Hann gæti orðið ofarlega i íslandsmeistarakeppn- „Allt á síðasta snúningi“ - segir Gunnlaugnr Rögnvaldsson, sem keppir 1 rallakstri í Tékkóslóvakíu „ÞETTA er allt á seinasta snúningi. Ég var hættur við að fara til Tékkóslovakíu því ekki fékkst leyfi fyrir því að ég æki bílnum hjá einhveijum kerfisköllum þar í landi. Það bjargaðist skyndi- lega um helgina, en timi til undirbúnings hefur ekki verið neinn. Það þýðir samt ekkert annað en að kýla á þetta,“ sagði Gunnlaug- ur Rögnvaldsson i samtali við Morgunblaðið. Um næstu helgi, dagana 11.—13. júlí, keppir hann á Skoda 130 L í rallkeppni í Tékkóslóvakiu. Er það bíll sem hann fær lánaðan hjá Chemopet- rol Skoda Team, sem er framarlega í flokki þar í landi. „Fyrir tveimur mánuðum var ákveðið að ég færi til Tékkóslóv- akíu og keppti á þessum bíl. Síðan kom bakslag á það í síðustu viku og ég var hættur við að fara, fékk ekki tilskilið léyfí til að aka bílnum. Síðan hringdi aðstoðar- ökumaðurinn, Tékkinn Pavle Sedivy, í mig um helgina og sagði að allt væri klárt! Það er bagalegt að fara undirbúningslaus út, en ég keppti þó þama í fyrra og þekki sumar leiðimar sem allar em á malbiki. Sedivy þekkir allar leiðimar, hefur keppt þama í mörg ár og varð m.a. í ellefta sæti í stórri keppni fyrir tveimur vikum á eins bíl og ég mun aka. Það er um 100 hestafla Skoda.“ „Það var mikið ævintýri að keppa þama í fyrra og þó liftiaðar- hættir séu mun fátæklegri en í Vestur:Evrópu er fólkið hjálp- samt. Áhugi á rallakstri er mikill, enda lítið um að vera dags dag- lega á þessum slóðum. Rallið er í Mlada Boleslav, framleiðsluborg Skoda-bflanna. Það er því stutt að sækja varahlutina," sagði Gunnlaugur. Gunnlaugur fór með Skoda frá tslandi til keppni i fyrra í Tékkóslóvakíu og þá var þessi mynd tekin. Nú ekur hann lánsbO frá Chemopetrol Skoda Team. inni. peninga til að halda bflnum í topp- standi. Að því leyti stendur hann betur að vígi en margir rallöku- mann, það gæti vegið þungt á vogarskálunum. Þórhallur Kristjánsson á Talbo Lotus er í öðru sæti. Hann hefur haft tvo aðstoðarökumenn á ár- inu, Sigurður Jensson ók með honum til sigurs í fyrstu keppni ársins, en á Ólafsvík varð hann þriðji með Úlfari Eysteinssyni. Fór hann þar rólega yfír miðað við fyrri keppnina, enda með nýjan mann sér við hlið. Bíll hans bilaði líka á mikilvægu augnabloki. Þeg- ar Þórhallur tekur sig til við aksturinn standa honum fáir á sporði. Talbot hans er með 200 hestafla vél og er dálítið léttari en bfll Jóns. Hann hentar því bet- ur á erfíðar leiðir Húsavíkurralls- ins, en spumingin er hvort Þórhallur nær upp hraða þar. Hjörleifur Hilmarsson lék á aðra ökumenn á fyrsta degi Ól- afsvíkurrallsins, náði forystu í sinni annarri keppni. Ók hann með Ara Amórssyni og saman em þeir þriðju að stigum til íslands- meistara. En Ari fer ekki með Hjörleifi í næstu keppni, það gerir Sigurður Jensson sem er þriðji til meistara í keppni aðstoðaröku- manna. Toyota Hjörleifs hentar vel á Húsavík og verður gaman að sjá hvort hann nær að halda sama hraða og setti allt á annan endann á síðustu keppni. Báðir ökumenn eiga góða möguleika á titlinum. Seigla Opel Kadett og ákveðni ökumannanna hafa komið Þorvaldi Jenssyni og Pétri Sig- urðssyni í ijórða sætið. Þeir hafa náð fjórða og fímmta sæti í keppn- um ársins, ekki síst vegna trausts bfls. Rekstrarkostnaðurinn fór þó Iangt fram úr áætlun; þegar þeir tóku reikningana saman vom þeir að spá í að pakka saman og hætta. Þeir halda áfram en spum- ingin er hvort þeir eigi raunhæfa möguleika á efsta sæti, en ofar- lega verða þeir ömgglega. anna. Úlfar Eysteinsson aðstoðar- ökumaður Þórhalls er fímmti að stigum ásamt Birgi Viðari Hall- dórssyni. Úlfar verður í fullu Qöri á Húsavík, en Birgir er enn meidd- ur og keppir því ekki. Allir kappamir sem taldir hafa verið hér eiga fræðilega mögu- leika á sigri. Suma vantar tilfínn- anlega peninga sem sannarlega skipta máli í þessari íþrótt, en samkeppni eykst með hveiju árinu og bflamir batna. Má ætla að rekstrarkostnaður góðs keppn- isbfls sé milli sjöhundmð þúsund til ein milljón króna og keppendur reyna að íjármagna það með aug- lýsingum. Sumir ökumenn hafa látið að því liggja að hraðinn hafí aukist hættulega mikið og spum- ing sé hvort bflar og ökumenn haldi áreynsluna út án óhappa. Keppnin á Húsavík gæti orðið vendipunktur í íslandsmeistara- keppninni, en líklegra er að baráttan standi alveg fram á haust, þegar fímmta og síðasta keppnin fer fram. Á milli verður síðan erfíðasta og dýrasta rallið, Ljómarallið alþjóðlega. G.R. Staðan í íslandsmeistara- keppninni I rallakstri Ökumenn stig Jón Ragnarsson 35 Þórhallur Kristjánsson 32 Hjörleifur Hilmarsson 21 Þorvaldur Jensson 16 Hafsteinn Aðalsteinsson 12 EiríkurFriðriksson 10 Steingnmur Ingason Aðstoðarökumenn 10 Rúnar Jónsson 35 Ari Amórsson 21 Sigurður Jensson 20 Pétur Sigurðsson 16 BirgirV. Halldórsson 12 Úlfar Eysteinsson 12 Júlíus V. Ingvarsson 10 Þráinn Sverrisson 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.