Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 55 Minning: Halldór Eiríks- son, Reyðarfirði Fæddur 17.janúar 1904 Dáinn 30. júní 1986 Enn á ný er í góðvina hóp höggv- ið. Með Halldóri Eiríkssyni er horfinn okkur einn þessara glöggu og eðlisgreindu alþýðumanna, sem þekkti hvorki hálfvelgju né hik, í öllum andsvörum var hann ákeðinn og skýr, athugasemdir hans um lífið og tilveruna hittu í mark, hnyttinn var hann þegar hann vildi við hafa, sagnaþulur góður með trútt minni og mikla frásagnarhæfiieika og lék sér gjaman að ferskeytlum af fæmi, en flíkaði því aldrei. Hann var maður harðgerr og hugnaðist lítt vol né vil, erfið fötlun um fjölda ára hindraði hann ekki f að róa til fiskjar, þegar færi gafst og iðn sína, skósmíðina, stundaði hann af elju og vandvirkni og vildi hvers manns götu greiða. Hann annaðist afgreiðslu á benzíni og olfuvörum um langt ára- bil, arðurinn mun hafa verið hæpinn, en ónæðið þeim mun meira, því til Halldórs mátti leita jafnt á nótt sem degi og vel brást hann við vanda manna, enda eðlislægt að gera öðrum greiða. Fastmótaðar skoðanir hans á mönnum og mál- efnum kunni ég mæta vel að meta, þó ekki værum við sammála um allt, hann var í senn sanngjam og hélt þó sínu striki. Ungur hreifst hann af kenning- um jafnaðarstefnunnar og var jafnaðarmaður í beztu merkingu þess orðs. Hann fylgdi Alþýðu- flokknum einiæglega að málum, trúr meginstefnu, en gat líka gagn- rýnt það, þegar honum þótt misvís- un verða um of á áttavita foringjanna. Hann vildi sjá alla þá, er samieið ættu um grundvallaratriði jafnaðar- stefnunnar í einni öflugri fylkinugu, sem verið gæti íhaldi og afturhaldi öllu verðugt mótvægi. Oft furðaði hann sig á því, að slíkt skyldi ekki takast hér eins og víða annars stað- ar og um það skiptumst við oft á skoðunum, en aldrei kastaðist illa í kekki. Vissulega hafði hann oft mikið til síns máls, hafði enda víðan sjónhring, setti hlutina í rétt sam- hengi og kom mér oftlega á óvart, en hann var býsna víðlesinn og samfara skarpri dómgreind gerði það hann víðsýnni en gengur og gerist. Ég kynntist honum bezt nokkrar vetrarvikur á Reykjalundi fyrir sjö ámm, þegar hann átti við mig tal daglega og fór oft á kostum í frá- sögn og sannaði mér ærið yfir- gripsmikla innsýn í ýmis málefni. Ekki þótti mér síðra að kynnast vænum vísnasjóði hans, en úr hopn- um jós hann ótæpilega og oftlega fylgdi vei gerðri vísu hógvær at- hugasemd um, að ekki vissi hann nú um höfund hennar þessarar — en brosti við. Lífsreynsla hans var ærin, allt ftá harðsóttum róðrum æskudaga, áfaJlinu mikla og örðugri baráttu æ síðan við þungbæra fötlun og margvíslega bögun og óþægindi af henni, en ævinlega var horft fram og áfram siglt lífsknerrinum af ein- urð og tápi þess, sem aldrei gefst upp, heldur herðist við hveija raun. Halldór var vinur vina sinna og í handtaki hans, hlýju og þéttu, var mikil einlægni og vinátta fólgin. Þess alls er nú ágætt að minnast. Halldór fæddist á Eskifirði 17. janúar 1904 og voru foreldrar hans hjónin Guðný Halldórsdóttir frá Haugum í Skriðdal og Eiríkur Daní- elsson frá Eskifirði. Hann ólst upp á Eskifirði og víðar fór snemma að stunda sjóinn, en það var einmitt á vertíð í Eyjum, sem hann varð fyrir því slysi, sem hann bar menjar um æ síðan. Þá var það að hann réðist í skósmíða- nám í Reykjavík, en þar bjó hann um árabil eða þar til hann fluttist að Krossanesi við Reyðarfjörð, en þar var hann í fímm ár. Árið 1945 flyzt hann svo inn á Reyðarfjörð og stundaði þar iðn sína ásamt fleiru og átti þar heima til hinztu stundar. Eftirlifandi eiginkona hans er Kristín Guðnadóttir, nú á Elliheimil- inu í Neskaupstað. Kristín var á árum áður atorkukona, glaðsinna og hress, greiðvikin og viðræðugóð. Einkadóttir þeirra hjóna, Guðný, er gift kona á Akureyri, mesta myndarkona. Afabömin áttu oft dtjúga dvöl á Reyðarfirði og voru sannir ljósgeislar í lífi þeirra hjóna. Fleiri verða þær ekki vísumar frá honum Halldóri, ekki eigum við oftar tal um ráðgátur og rök mann- lífsins. Hollt var að hafa af Halldóri kynni, njóta samfylgdar hins ein- læga og sanna alþýðumanns, sem var mörgum sér lærðari svo miklu fremri. Ég kveð hann með þökk nú þeg- ar hinzta báran hefur brotnað. Helgi Seljan Ulfar Hinreks- - Minning son Úlfar Hinreksson, verkstjóri á Álafossi, varð bráðkvaddur á heim- ili sínu fímmtudaginn 3. júlí sl., aðeins fimmtugur að aldri. Ferill þessa manns er um ýmis- legt sérstæður, en hann var einn í hópi þeirra íjóðverja sem komu til íslands til landbúnaðarstarfa eftir stríðið. Nokkuð af þessu fólki sneri heim, en margt af því settist að og gerðust góðir íslendingar. Wolf- gang Meyer var einn af þeim sem gerðist íslenskur ríkisborgari og tók sér íslenskt nafn. Úlfar fæddist 1. maí 1931 í Liibeck í Þýskalandi og var næst- yngstur sjö systkina, ólst þar upp með foreldrum sínum og lauk skóla- göngu sinni 1945. Lífsbaráttan var hörð og miskunnarlaus í stríðslokin í Þýskalandi, og þegar sá möguleiki opnaðist að komast úr landi með von um betra líf gaf hannsig fram og kom til íslands 8. júní 1949, þá nýlega orðinn 18 ára. Volli hóf störf á Reykjum í Mosfellssveit eftir kom- una og starfaði þar í eitt ár, kom sér ágætlega og varð fljótlega góð- ur starfsmaður, enda þótt hann væri ekki vanur sveitastörfum. Þessi ungi piltur var illa á sig kom- inn í byijun, en náði sér fljótt á strik og samlagaðist umhverfinu og fólkinu. Eftir árs vist að Reykjum réðst hann að Álafossi og starfaði þar til dauðadags. Hann kvæntist þann 8. desember 1953 Jóhönnu Arthúrs- dóttur, en hún var einnig í hópnum sem kom til íslands 1949 og bjuggu þau alla tíð í Mosfellssveitinni. Þau eignuðust eina dóttur, Reginu, en hún er gift og á þijú böm. Úlfar var viðmótsgóður og lipur- menni, enda mjög vinsæll og eignaðist marga góða vini, sem nú kveðja hann á annað tilverustig. Við vinir og kunningjar vottum dóttur hans og eiginkonu samúðar- kveðjur, en Jóhanna liggur veik í sjúkrahúsi og hefur ekki heilsu til að fylgja manni sínum til grafar. Blessuð sé minning hans. Kunningi NÝTT SÍMANÚMER 68-11 -OO Augýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 Dagbókog minningargreinar 691270 Erlendar áskriftir 691271 Erlendarfréttir 691272 Fréttastjórar 691273 Gjaldkeri 691274 Hönnunardeild 691275 Innlendarfréttir 691276 íþróttafréttir 691277 Ljósmyndadeild 691278 Prentsmiðja 691279 Simsvari eftir lokun skiptiborðs ....... 691280 Tæknideild 691281 Velvakandi (kl. 11 — 12) 691282 Verkstjórariblaðaafgreiðslu 691283 Viðskiptafréttir 691284 ÞESSI böm efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða Kross ís- lands. Krakkarnir söfnuðu 530 krónum. Þau heita: Rósa Bjarnadóttir, Eva Dögg Benediktsdóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir, Rakel Björk Benediktsdóttir og Davið Bergþór Sverrisson. Á myndina vantar Tinnu Ómarsdóttur sem farin var í sveit er myndin var tekin. FYRIR nokkru var Skjóli afhent peningaupphæð, rúmlega 1.000 krónur, sem var ágóði af hlutaveltu, sem þessir strákar efndu til. Þeir heita Róbert, Jens og Sigurður. ÞESSIR krakkar efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Biindrabóka- safn íslands að Torfufelli 27, í Breiðholtshverfi. Þar söfnuðu þau rúmlega 2.000 krónum. Krakkarair heita Þórhildur Rún Guðmunds- dóttir, Stella Ingibjörg Sverrisdóttir, Kolbrún Ágústa Guðnadóttir og Sigurður Grétar Ágústsson. FYRIR nokkru efndu þessir krakkar til hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða Kross íslands. Þau heita Guðgeir Sverrir Kristmundsson, Valdís Fjölnisdóttir og Elisabet Áraadóttir. Þau söfnuðu 780 krónum til RKÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.