Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 35 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í iausasölu 40 kr. eintakiö. Kosningar í haust? Töluverðar umræður hafa orðið á opinberum vett- vangi undanfamar vikur um það, hvort efna beri til þing- kosninga í haust í stað þess að þær fari fram næsta vor. Þessar umræður hófust í kjölfar sveitarstjómarkosn- inga og hafa staðið yfir með hléum síðan. Slíkar umræður verða gjaman, þegar lokið er þremur ámm af kjörtíma- bili ríkisstjómar. Haustið 1970 vom aðstæður að vísu mjög sérstakar í íslenzkum stjómmálum en þá urðu nokkrar umræður um það, hvort efna bæri til þing- kosninga þá. Sjálfstæðis- flokkurinn, sem þá veitti ríkisstjóm forystu í sam- starfi við Alþýðuflokk lýsti áhuga á því, að þing yrði rofíð og efnt yrði til kosn- inga. Því var hins vegar hafnað af hálfu Alþýðuflokks og kom ekki meira til um- ræðu. Margir töldu þetta mistök, ekki sízt hjá Al- þýðuflokknum og að líklegt væri, að Viðreisnarstjómin hefði haldið meirihluta sínum í haustkosningum, en hún tapaði honum, sem kunnugt er í kosningunum sumarið 1971. Haustið 1977 vom býsna háværar raddir um það í Sjálfstæðisflokknum, að efna bæri til þingkosninga þá í stað þess að bíða með þær til vors 1978. Ein af ástæðunum fyrir því var sú, að í sumarbyijun 1977 vom gerðir kjarasamningar, sem augljóslega fóm langt út fyr- ir öll skynsamleg mörk. Töldu menn, að hyggilegt væri að efna til kosninga strax um haustið til þess að ný ríkisstjóm fengi stöðu til þess að spyma við fótum. Þessar umræður komust þó aldrei á alvarlegt stig. Um haustið urðu hatrömm verk- föll af hálfu opinberra starfs- manna og veturinn 1978 hófu verkalýðsfélögin opið stríð á hendur þáverandi ríkisstjóm. Kosningamir sumarið 1978 enduðu í mikl- um ófömm fyrir báða stjóm- arflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Meginröksemd þeirra, sem nú mæla með kosningum er sú, að nauðsynlegt sé að kosningar fari fram og ný ríkisstjóm verði mynduð áð- ur en til nýrra kjarasamn- inga kemur. Aðstaða núverandi ríkisstjómar og stjómarflokka verði óþolandi næsta vetur, ef hún þurfí að stuðla að gerð skynsamlegra kjarasamninga með kosning- ar á næsta leiti og sú stað- reynd verði of mikil freisting fyrir verkalýðshreyfínguna og þá stjómmálaflokka, sem mest kenna sig við hana. Þess vegna sé borin von, að hægt verði að halda áfram þeirri tímamótastefnu í kjaramálum og efnahags- málum sem mörkuð var fyrr á þessu ári með þeim kjara- samningum er þá voru gerðir. Andmælendur kosn- inga segja, að ríkisstjómin eigi að ljúka ætlunarverki sínu, baráttunni gegn verð- bólgunni, með því að sitja til næsta vors og ekki hlaupast undan merkjum. Augljóst er að umtalsverð- ur áhugi er á kosningum í Sjálfstæðisflokknum en tak- markaður í Framsóknar- flokknum. Ætla má, að Alþýðuflokkur hafí áhuga á kosningum í haust, sem mundu gefa honum tækifæri til þess að notfæra sér byrinn frá því í vor. Hins vegar er ósennilegt að Alþýðubanda- lagið, sem á við mikinn og vaxandi innanhúsvanda að etja, hafí sérstakan áhuga á kosningum í haust, þótt áhrifamiklir verkalýðsleið- togar innan þess mæli með kosningum. Þessar umræður hafa ver- ið gagnlegar. Þær hafa skýrt línumar dálítið. Kjami máls- ins er þó sá, að það er alltof snemmt að slá nokkm föstu um það, hvort stefna beri að kosningum á haustmánuð- um. Það er fyrst þegar kemur fram á haustið, sem tímabært er orðið fyrir for- ystusveitir flokkanna að taka afstöðu til málsins. Þá sjá menn betur, hvemig landið liggur í þjóðmálum en þá er líka nauðsynlegt að taka af- stöðu. Úrskurður í kjaradómi Kjaradóms í sérkjarasamningum BHMR gegn fjármálaráðherra: Kaflar úr dómí Kjaradóms Hér á eftir verða birtir annar og fimmti kafli dóms Kjaradóms í máli Bandalags háskólamanna hjá ríkinu gegn fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs: Annar kaf li Hinn 21. mars 1986 var undirrit- aður aðalkjarasamningur milli Launamálaráðs ríkisstarfsmanna innan Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra fh. ríkissjóðs. Samið var um sams konar launa- breytingar og skömmu áður hafði verið um samið milli Alþýðusam- bands íslands, Vinnuveitendasam- bands Islands o.fl., að öðru leyti en þvi, að almennt umsamin 2,5% launahækkun 1. desember 1986 var ekki tekin upp í aðalkjarasamning- inn. Þess í stað var ákveðið að þann dag tækju gildi nýjar reglur um mat starfsaldurs. Samið var um nýja launatöflu með byrjunarlaun- um 25.181 kr. í 128. launaflokki og hámarkslaunum 62.741 kr. í 148. launaflokki. Launaflokkar urðu nú 21 en höfðu verið 30 í 126. til 155. flokki. Ákvæði um heimild til að auka við launaflokk- um hélst óbreytt. Jafnframt aðalkjarasamningnum var gerð svofelld bókun 6: „Þar sem niðurstöður nefndar þeirrar, sem vinnur að því á vegum samningsað- ila að ljúka samanburði kjara háskólamanna á almennum mark- aði og hjá ríkinu liggja ekki fyrir við gerð aðalkjarasamningsins eru aðilar sammála um að niðurstöður nefndarinnar verði til umfjöllunar við gerð sérkj arasamninga. “ Niðurstöður nefndarinnar voru birtar í apríl 1986. Sérkjarasamn- ingar tókust ekki og var deilum um þá vísað til Kjaradóms. Endanlegar kröfugerðir og greinargerðir ein- stakra starfsmannafélaga Iágu fyrir 29. apríl en kröfugerðir og greinar- gerðir Qármálaráðherra 4. maí síðastliðinn. Munnlegur málflutn- ingur fyrir Kjaradómi hófst 5. maí og lauk 9. maí. Er hér var komið sögu voru að- eins tólf dagar eftir af þeim almenna fresti, sem Kjaradómi er settur til að ljúka dómum um sér- kjarasamninga, sbr. 17. gr. laga nr. 62/1985. Var því leitað heimild- ar til aukins frests þessu sinni. Með bráðabirgðalögum nr. 59, 21. maí 1986 var fresturinn lengdur til 15. júlí næstkomandi. Við gerð aðalkjarasamnings BHMR og ríkisins í ársbyijun 1984 var samanburðarnefnd falið að safna upplýsingum um kjör starfs- manna hjá öðrum en ríkinu. Nefndinni var ætlað að skila áfangaskýrslu um starfsemina fyrir árslok 1984, er greindi frá niður- stöðum varðandi þau atriði vinnu- áætlunar hennar, sem þá væri lokið, þannig að samningsaðilar gætu kynnt sér hana fyrir gerð næstu samninga eða lagt hana fram í Kjaradómi, yrði til hans leitað um úrskurð. Nefndin óskaði þess við Hagstofu íslands, að hún gerði könnun á launagreiðslum fyrir- tækja utan ríkiskerfísins. í janúar 1985 birti hún skýrslu, sem nefnd var „ÁFANGASKÝRSLA I: launa- könnun Hagstofu Islands." Þar var greint frá helstu upplýsingum og niðurstöðum, sem þá lágu fyrir, og tekið fram að áformað væri að heildarskýrsla birtist síðar með frekari upplýsingum. Við málflutning fyrir Kjaradómi um aðalkjarasamning 1985 túlkuðu aðilar upplýsingar áfangaskýrsl- unnar hvor með sínum hætti. Kjaradómur taldi rannsóknina gefá vísbendingu um að meðallaun há- skólamanna við störf annars staðar en hjá ríkinu væru hærri en meðal- laun þeirra, er störfuðu hjá ríkinu. Voru gildar ástæður taldar til að taka launakerfi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna til endurskoðunar og ákveðinn nýr og breyttur Iauna- stigi. Tekið var fram, að í breytingu launastigans fælist ekki ákvörðun um launahækkun þó að röðun starfa í launaflokka kynni síðar að leiða til leiðréttinga á kjörum eða beinna launahækkana. Ekki tókst að ná samkomulagi um sérkjarasamninga eftir þennan dóm og^gengu þær deilur til Kjara- dóms. Aður en dómar væru á þá lagðir voru gefnar jrfirlýsingar þær, sem nú verða raktar: Hinn 12. mars 1985 lýsti ríkis- stjómin því jrfír, að hún væri reiðubúin til reglubundins sam- starfs á sviði kjararannsókna við samtök opinberra starfsmanna. Til- gangur slíkra rannsókna yrði að tryggja eðlilegt samræmi í kjörum milli ríkisstarfsmanna og manna í sambærilegum störfum á hinum almenna vinnumarkaði. í sama til- gangi lagði hún áherslu á, að lokið yrði sem fyrst þeirri samanburðar- athugun, sem nú væri unnið að samkvæmt samkomulagi ríkisins og Launamálaráðs BHMR. Fjármálaráðherra ritaði Launa- málaráði BHMR 21. mars 1985 og kvaðst fyrir sitt lejrti geta fallist á, að eftir að Kjaradómur hefði fyall- að um mál BHMR-félaganna yrði skipuð þriggja manna nefnd með fulltrúum aðila og formanni til- nefndum af þriðja aðila, t.d. Hagstofu íslands, til að halda áfram og ljúka verkefnum samanburðar- nefndar aðila eins fljótt og unnt væri. Yrðu niðurstöðumar birtar opinberlega og höfð hliðsjón af þeim við samningsgerð síðar. Sama dag ritaði forsætisráðherra Launamálaráði BHMR og dró sam- þykktir ríkisstjómarinnar saman í eftirgreind meginatriði: 1. „Tryggt verði eðlilegt samræmi í kjömm ríkisstarfsmanna og manna í sambærilegum störfum á hinum almenna vinnumarkaði. 2. í þeim tilgangi leggur ríkis- stjómin áherslu á, að lokið verði sem fyrst þeirri samanburðarat- hugun, sem nú er unnið að samkvæmt samkomulagi ríkis- ins og Launamálaráðs Banda- lags háskólamanna. 3. Ríkisstjómin lýsir því yfír, að hún er reiðubúin til reglubundins samstarfs á sviði kjararann- sókna við samtök opinberra starfsmanna. 4. í umræddum samanburði verði m.a. laun fyrir dagvinnu, að teknu tilliti til hlunninda, lögð til grundvallar. 5. Verði ágreiningur í samanburð- amefndinni, felst ríkisstjómin á að hlíta úrskurði nefndar, sem í sitji einn aðili frá hvorum og oddamaður skipaður af þriðja aðila samkvæmt samkomulagi. 6. Slík úrskurðamefnd verði skipuð þegar Kjaradómur sá, sem nú situr, hefur lokið störfum. 7. Niðurstöður af umræddum sam- anburði á kjömm verði lagðar til grundvallar við endurskoðun á samningum Bandalags há- skólamanna. Með ofangreindum samþykktum tel ég ljóst, að opinberum starfs- mönnum verði fljótlega tryggð þau kjör, sem em sambærileg við það, sem greitt er á hinum almenna vinnumarkaði. Hins vegar er mjög nauðsynlegt, og ölium fyrir bestu, að það verði gert þannig, að ekki verði vefengt. Því þarf að vanda þá vinnu. Ég vil jafnframt taka fram, að ég tel, að ríkisstjómin hafí með þessum samþykktum gengið mjög til móts við óskir Launamálaráðs Bandalags háskólamanna og frá ríkisstjóminni geti ekki orðið um frekari samþykkt að ræða um þetta efni.“ Hinn 23. mars 1985 skrifaði for- sætisráðherra formanni Launa- málaráðs BHMR á þessa leið: „Þú spyrð hvemig ég skilji eftir- greint atriði í samþykkt ríkisstjóm- arinnan Tilgangur slíkra kjararannsókna yrði að tryggja eðlilegt samræmi í kjörum milli ríkisstarfsmanna og manna í sambærilegum störfum á hinum almenna vinnumarkaði. Með tilvísun til síðari samþykkta ríkisstjómarinnar, m.a. þess efnis að laun fyrir dagvinnu skuli lögð til grundvallar sýnist mér, að ekki þurfí vafí á að leika. Yfirlýsingar ríkisstjómarinnar ber að skilja svo að ætlunin er að tryggja ríkisstarfsmönnum sömu heildarkjör og menn hafa við sam- bærileg störf og ábyrgð, m.a. að dagvinnulaun verði hin sömu þegar borin em saman laun, sem em fyr- ir fulla dagvinnu aðeins og tekið tillit til hlunninda hverskonar." Loks gaf ijármálaráðherra eftir- farandi yfírlýsingu 24. mars 1985: „Ég hefí lesið bréf forsætisráð- herra frá 23.3. 1985, og tel það efnislega í samræmi við bréf mitt frá 21.3. 1985 til Launamálaráðs BHMR, enda sé við samanburð dagvinnulauna um sambærilegt vinnuframlag að ræða.“ I dómum um sérkjarasamninga aðildarfélaga BHMR 21. apríl 1985 taldi Kjaradómur, að félagsmenn BHMR ættu þá þegar rétt til nokk- urrar leiðréttingar launa umfram það, er fjármálaráðherra hefði boð- ið, þó að störf samanburðamefndar væm skammt á veg komin og fyrir- hugaðar frekari rannsóknir í því efni. Með bréfí íjármálaráðuneytisins 3. júní 1985 víu- svo skipuð sú þriggja manna nefnd, sem að fram- an getur. Hún skilaði áliti í apríl 1986, eftir að aðalkjarasamningur hafði verið gerður. I upphafí nefndarálitsins em dregnar saman eftirfarandi megin- niðurstöður: 1. „Tiltölulega fáir starfshópar há- skólamanna í ríkisþjónustu eiga sér beinar hliðstæður á almenn- um markaði, en þeir em einkum í verktæknilegum og viðskipta- legum starfsgreinum. Heildar- tekjur í þessum starfsgreinum vom í maí 1984 yfirleitt um 10—25% hærri á einkamarkaði, en frá því að vera jöfn upp í 16% hærri eftir að reiknað hefíir ver- ið með verðmætari lífeyrisrétt- indum ríkisstarfsmanna. 2. Hlutfallslegur fjöldi yfírmanna er mun meiri hjá ríkinu, 120 á móti hveijum 100 almennum starfsmönnum í viðmiðunar- hópunum, en 50 á móti 100 á almennum markaði, eftir því sem ráðið verður af starfsheit- um. Að nokkm skýrist þetta af eðli starfsvettvangs og starfs- aldri manna, en getur einnig verið kjaraatriði. Heildartekjur almennra starfsmanna, em til- tölulega hærri á almennum markaði en allra starfsmanna, sem að framan greinir, um 22— 30% hærri en hjá ríkinu, eða um 12—22% hærri eftir mat lífeyris- réttinda. 3. Sérstök óvissa ríkir um sam- bærileik dagvinnulauna, eftir því hvemig starfsskyldum og launa- kerfum er háttað á einkamark- aði. Munar miklu meiru á formlegum dagvinnulaunum en heildartekjum, upp í 50—60% á öllum starfsmönnum og meira á almennum starfsmönnum skv. skýrslunni frá 1984. Hins vegar bæta ríkisstarfsmenn sér þetta að hluta upp með yfirvinnulaun- um, sem námu 46% á dagvinnu- gmnn á móti 23% á almennum markaði 1984, eða með auka- greiðslum alls 66% á móti 37%. Að einhveijum hluta virðast dagvinnulaun á vegum ríkis- stofnana bætt upp með þessum hætti. Út frá þessu er gerð get- gátukennd tilraun til að meta samanburð dagvinnulauna. Er misræmi þar meira en á heildar- tekjum, nema gripið sé til þeirrar skýringar, að jrfírvinnugreiðslur séu í nokkrum mæli notaðar sem launauppbót. 4. Nálægt tveim þriðju háskóla- manna í ríkisþjónustu hafa hins vegar enga beina markaðsvið- miðun í sömu starfsgrein. Þetta eru starfsmenn mennta- og heil- brigðiskerfa, kirkju og ýmissa fræðastofnana. Kjarasaman- burður þessara starfshópa við almennan markað er þannig óbeinn og almennur og þar með háður fleiri álitamálum en varða fyrri hópana. Ljóst er að þau atriði, stöðuflokkun og auka- greiðslur, sem bæta upp tekjur viðmiðunarhópanna, koma hér mun minna við sögu. Kann það að einhveijum hluta að fela í sér kjaraatriði, notuð samkvæmt framansögðu til þess að jafna tekjur viðmiðunarhópanna við tekjur á almennum markaði. Dagvinnutekjur hópa án mark- aðsviðmiðunar nema nærri 93% af sams konar tekjum viðmiðun- arhópa, en aðrar víðtækari tekjuskilgreiningar sýna aðeins 80—82% af hliðstæðri viðmiðun. Hafa þessar hlutfallstölur hækk- að um 4% frá upphaflegri könnun í maí 1984. 5. Lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna eru mun verðmætari og traustari en hliðstæð réttindi starfsmanna einkaaðila. Héfur nefndin lagt mat á lífeyrisrétt- indin, en ekki treyst sér til mats annarra hlunninda, umfram þau sem felast í skýrsluefninu. Nið- urstaðan er sú, að rétt sé að svo stöddu að meta mismun lífeyris- réttinda til 9% álags á laun ríkisstarfsmanna, miðað við 3% varanlega raunvexti umfram launaþróun og gildandi almenna telgutryggingu." Tekið er fram, að í þessu yfirliti sé aðeins gripið á stærstu megin- dráttum og að baki þeim leynist fjölbreytilegar og flóknar afstöður og margháttaðir fyrirvarar, er komi fram í megintexta skýrslunnar. Gerð er grein fyrir séráliti fulltrúa BHMR í nefndinni og fyrirvörum og athugasemdum fulltrúa fjár- málaráðuneytisins, áður en kemur að megintexta skýrslunnar og ýms- um töflum. Aðildarfélög BHMR byggja í kröfugerð sinni fyrir Kjaradómi á þessari skýrslu og telja félagsmenn sína að jafnaði eiga rétt á meira en 60% launahækkun á grundvelli hennar. Vilja þau raða félagsmönn- um sínum í launaflokka í samræmi við það og auka í því skyni 29 iauna- flokkum við þann launastiga, sem um var samið í mars 1986. Á hinn bóginn telur svo íjármálaráðherra mega túlka skýrsluna svo, að ekki standi efni til sérstakra launahækk- ana til félagsmanna BHMR. Að þessu leyti standa aðilar í sömu sporum og fyrir ári. Hér við bætist svo ágreiningur um það, hvort leggja megi skýrsl- una - til grundvallar almennri launahækkun við gerð sérkjara- samninga, og þá jafnframt um það hvort Kjaradómur megi fjalla um almennar launahækkanir í dómum um sérkjarasamninga, nema báðir aðilar séu því samþykkir. Fimmti kafli Eins og að framan er rakið varð um það samkomulag á öndverðu ári 1984, að reynt yrði að sann- reyna, hvort munur væri á kjörum háskólamenntaðra manna við störf hjá ríkinu og öðrum. Var að því stefnt að niðurstöður lægju fyrir við næstu samningsgerð. Á árinu 1985 var svo efrit til nýrrar nefndar með hlautlausum oddamanni og því lýst jrfír af hálfu ríkisstjómarinnar, að niðurstöður nefndarinnar yrðu lagðar til grundvallar við endur- skoðun kjarasamninga. Þetta var áréttað með bókun 6. Kjaradómur lítur svo á, að með bókun 6 hafí verið ákveðið, að nið- urstöður samanburðamefndarinnar skyldu hafðar til hliðsjónar við gerð sérkjarasamninga. Var nefndarálit- ið enda rækilega reifað við munn- legan málflutning af hendi beggja aðila. Verður því að telja sóknarað- ila heimilt að hafa að þessu sinni uppi kröfur um almennar launa- hækkanir við gerð sérkjarasamn- inga. Hins vegar vill dómurinn biýna fyrir málsaðilum að haga kröfugerð sinni og samningsgerð framvegis með þeim hætti, að um almennar launabreytingar verði samið eða dæmt í aðalkjarasamn- ingum en sérkjarasamningum beint að því, er þeim fyrst og fremst var ætlað að fjalla um og varðar hin einstöku félög. Samanburðarskýrslan er ekki auðlesin eða auðskilin. Þar eru, eins og segir í inngangsorðum hennar, „fjölbrejftilegar og flóknar afstöður og margháttaðir fyrirvarar". Þó er unnt að álykta, að enn sé óeðlilegur munur á kjörum háskólamanna í þjónustu ríkisins og þeirra, er starfa hjá öðrum en ríkinu. Skal í því efni vísað til þeirra meginniðurstaðna, sem að framan greinir, en auk þess vísað til tilraunar í skýrslunni til mats á hlutfalli hreinna dagvinnu- launa á almennum markaði og hjá ríki með leiðréttingu vegna betri lífeyrishlunninda ríkisstarfsmanna og vegna tilgátu um að minni álags- kvöð hvíli á ríkisstarfsmönnum en öðrum. Með þessari tilraun fæst sú nið- urstaða, að dagvinnulaun hópa með markaðsviðmiðun séu að meðaltali um 35% hærri á almennum mark- aði en hjá ríki, hvað almenna starfsmenn varðar, en sé litið til Benedikt Blöndal, Jón Finnsson og Ólafur NUsson skipuðu meirihluta Kjaradóms. allra starfsmanna verður hlutfalls- talan 26%. Lögð er áhersla á, að inn í þenn- an samanburð hafí verið blandað miklum matsatriðum og jafnvel getgátum. Tilgangurinn hafí fyrst og fremst verið að stilla upp hugs- unarramma fyrir staðrejmdir, sem vonandi eigi eftir að koma betur í ljós. Þá hafi í þessum yrirvegunum ekki verið skorið úr um það, hvort raunhæfara sé að gera kjarasaman- burð með tilliti til almennra eða allra starfsmanna og verði það álitamál að minnsta kosti að nokkru leyti að standa opið til mats eftir nánari upplýsingum og kringum- stæðum. Reynt hafí verið að tryggja samræmi í skilgreiningum almenn- ra starfsmanna en vafasamt hversu til hafí tekist, þar sem jrfirmenn séu tiltölulega fleiri hjá ríkinu og launa- ris meira. Af skýrslu samanburðamefndar- innar verður ekki dregin einhlít ályktun um það, hve mikinn launa- mun þurfí að jafna. Sé litið til dagvinnulauna einna og ályktað að laun viðmiðunarhópa geti orðið til leiðbeiningar um laun hinna, sem ekki eiga sér beina viðmiðun, er munur þessi hins vegar meiri en svo, að unnt sé að jafna hann í ein- um áfanga. Þegar heildarlaun eru borin saman verður munurinn minni og koma fram vísbendingar um, að viðmiðunarhópamir nái að jafna launamun með greiðslum fyrir aukastörf eða yfírvinnu, sem haldið er fram að ekki svari til þess vinnu- tíma, sem upp er gefínn, og séu þannig dulbúin uppbót á dagvinnu- laun. Fram er komið, að ríkisstarfs- menn í Bandalagi háskólamanna njóta ekki allir sambærilegra kjara og þeir menn með svipaða mennt- un, sérhæfni og ábyrgð, sem vinna hliðstæð störf hjá öðrum en ríkinu. Verður að ætla, að Kjaradómi beri að rétta hlut þeirra, en jafnframt er honum skylt að hafa hliðsjón af almennum afkomuhorfum þjóðar- búsins. í þessu sambandi skal ítrekað, að í ákvæðum 21. gr. laga nr. 62/1985 felst einungis almenn leiðbeiningarregla sem vísar bæði til menntunarkrafna og saman- burðar á störfum. Málflutningur hér fyrir dómi hefír leitt í ljós, að ekki er einfalt mál að kveða upp úr með það, hver séu sambærileg kjör. Svipuðu máli gegnir um samanburð á því, hver séu hliðstæð störf. Þá er heldur ekki gefið, að lögmál einkarekstrar og opinbers rekstrar séu þau sömu. Við gerð kjarasamninga í vetur tókst almennt samkomulag þar sem bæði verkalýðsfélög, vinnuveitend- ur og ríkisvaldið lögðust á eitt um ráðstafanir til að draga úr verð- bólgu og auka kaupmátt launa. Þessa njóta ríkisstarfsmenn í Bandalagi háskólamanna sem aðrir og tók aðalkjarasamningur þeirra mið af þessari þjóðarsátt, sem nefnd hefur verið. Ollum er ljós þýðing þess að árangur verði svo sem að var stefnt og ber Kjaradómi að hafa það í huga. Mjög mikilvægt er, að launakerfi ríkisins sé með þeim hætti, að störf hjá ríkinu séu eftirsóknarverð. Þeg- ar litið er til dagvinnulauna einna er ljóst, að laun félagsmanna BHMR eru yfírleitt talsvert lægri en laun ýmissa starfshópa á hinum almenna vinnumarkaði. Af þessu hefur leitt að farið hefur verið inn á þá braut að greiða yfirvinnu- og aukalaun sem uppbót á kjarasamn- ingslaun, einkum til þeirra ríkis- starfsmanna sem hafa markaðsvið- miðun eða eru í stjómunarstörfum. Aðrir ríkisstarfsmenn sem ekki hafa markaðsviðmiðun og eru fyrst og fremst menntaðir með tilliti til starfa hjá ríkinu hafa flestir setið eftir. Launakerfí sem neyðir ríkisstofn- anir til að greiða alls kjms aukalaun í uppbót á kjarasamningslaunin er til þess fallið að ýta undir mismun- un og óánægju. Frá þessu verður að hverfa, en það verður ekki gert nema með samningum aðila. Kjaradómur getur ekki fallist á þann skilning sóknaraðila á saman- burðarskýrslunni, sem hann miðar kröfugerð sína við, að fram sé kom- in sönnun um 60% launamun háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu og öðrum, en eins og að fram- an er rakið er skýrslan háð margs konar fyrirvörum og getgátum. Því er hæpið að draga af henni slíkar ályktanir. Kjaradómur getur ekki heldur fallist á kröfu vamaraðila um algera synjun löngu lofaðrar leiðréttingar. Með þetta í huga og með vísan til þess, sem að framan hefur verið rakið, telur Kjaradómur rétt að halda áfram á þeirri leið, er mörkuð var í dómum hans á síðasta ári, og rétta enn hlut ríkisstarfsmanna í Bandalagi háskólamanna á þessu samningstímabili. Þetta kemur fram við hækkaða röðun starfsheita í launaflokka. Jafnframt er nauðsjmlegt, að strax verði endurskoðaðar greiðslur fyrir jrfírvinnu hjá þeim sem slíkar greiðslur kunna að hafa fengið án tilsvarandi vinnuframlags. Mikil- vægt er, að samningsaðilar vinni saman að gagngerri endurskoðun launakerfisins, sem miði meðal ann- ars að því að auka hlutdeild dagvinnulauna í heildartekjum á kostnað jrfírvinnutekna. Með því yrðu dagvinnulaun félagsmanna BHMR færð að raunverulega greiddum launum og er það reyndar hliðstætt því sem önnur heildarsam- tök á vinnumarkaði sömdu um að gera í síðustu samningum. Ekki þykir ástæða til að verða við kröfu um nýtt starfsheiti yfír- lögfræðings 2. Hins vegar þykir rétt að taka aftur í sérkjarasamn- inginn ákvæði um heimild til launahækkunar vegna sérstakrar hæfni í starfí. Ekki verður á það fallist, að reglugerð nr. 32/1971 gefí tilefni til sérstakrar launa- hækkunar eða að þörf sé ákvæðis um fjarvistaruppbót í þessum sér- kjarasamningi. Þá standa ekki efni til, að Kjaradómur dæmi greiðslu fyrir yfírvinnu án þess að vinnu- framlag komi á móti. Samkvæmt þessu ákveðst sér- kjarasamningur málsaðila þannig: Sératkvæði Jóns Jón G. Tómasson skilaði sérat- kvæði í Kjaradómi. Það er svohljóðandi: í dómi Kjaradóms um aðalkjara- samning 16. febrúar 1985 var talið, að kjararannsókn sú, sem aðilar höfðu þá hafið, gæfí vísbendingu um, að meðallaun háskólamennt- aðra manna, sem starfa hjá öðrum en ríkinu, væru hærri en meðallaun þeirra, sem þar vinna. Taldar voru gildar ástæður til að taka launa- kerfí háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna til endurskoðunar. Eins og rakið er í forsendum dómsins nú gerði ríkisstjómin sam- þykktir og einstakir ráðherrar gáfu út yfírlýsingar í marsmánuði 1985, sem hnigu í þá átt, að fljótlega yrðu ríkisstarfsmönnum tryggð þau kjör, sem sambærileg eru við það, sem greitt er á hinum almenna vinnu markaði, þ. á m. „að dag- vinnulaun verði hin sömu þegar borin eru saman laun, sem em fyr- ir fulla dagvinnu aðeins og tekið _ tillit til hlunninda hverskonar". Áhersla var lögð á, að við saman- burð dagvinnulauna verði um sambærilegt vinnuframlag að ræða og þannig að rannsóknum staðið, að niðurstaðan verði ekki vefengd. Á grundvelli þessara samþykkta og jrfirlýsinga, sem gefnar voru í framhaldi af dómi Kjaradóms 16. febrúar 1985, hafa háskólamennt- aðir ríkisstarfsmenn haft réttmætar væntingar um leiðréttingu á launa- Iqörum sínum. Þeim mun bagalegra.. er, að niðurstöður nefndarinnar, sem sett var á stofn til að úrskurða um ágreiningsefni, eru ekki svo skýrar, að af þeim verði dregnar ótvíræðar ályktanir. Á þetta sér- staklega við um samanburð á dagvinnulaunum þeirra tiltölulega fáu starfsmanna, sem hafa sam- svörun við almennan markað. Af hálfu nefndarinnar er tekið fram, að sérstök óvissa ríkir um sambæri- leik dagvinnulauna og að inn í samanburð hafí verið blandað mikl- um matsatriðum og jafnvel get- gátum. Niðurstöður með slíkum fyrirvörum eru lítt til þess fallnar að byggja á kröfugerð og því síður dóma. Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna hafa skýr ákvæði um, að í aðalkjarasamningi skuli m.a. kveðið á um meginreglur til viðmið- unar um skipan í launaflokka og föst laun. Um þessi atriði sömdu fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og launamálaráð BHMR 21. mars sl., aðeins rúmum mánuði áður en að- ildarfélög BHMR settu fram kröfugerðir sínar um tæplega 65% almenna launahækkun í sérkjara- samningum, sem aðallega er ætlað að §alla um skipan starfsheita og manna í launaflokka innan ramma aðalkjarasamnings. Þrátt fyrir orðalag í bókun 6, sem fylgdi að- alkjarasamningi, verður ekki talið," að Kjaradómi sé að lögum heimilt að ákveða almennar launahækkanir í sérkjarasamningum nema báðir aðilar séu um það sammála, en þá greinir á um túlkun á framan- greindri bókun. Það heyrir undir Félagsdóm að skera úr ágreiningi um skilning á kjarasamningi. Með vísan til þessa og skírskotun til þeirrar lagaskyldu Kjaradóms að hafa við úrlausnir sínar hliðsjón af almennum afkomuhorfum þjóð- arbúsins, hefur Kjaradómur í þetta sinn farið út fyrir þann lagaramma, sem honum er ætlað að starfa eft- ir. Er þá sérstaklega vísað til víðtækrar samstöðu launþega og vinnuveitenda, ríkis og sveitarfé- laga um kaup- og verðlagsmál, sem varð við gerð kjarasamninga stærstu launþegasamtakanna í lok febrúar 1986 og efnahagsráðstaf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.