Morgunblaðið - 02.08.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986
7
tímann. Nú er fiskur um alla á off tekur vel enn sem komið er.
Veiðimaður kastar hér á Brotið með Laxfoss í baksýn.
Norðurá verður miklu
betri en í fyrra
Norðurá hefur nú þegar gefíð
tæpa 1400 laxa, en alllt síðasta
sumar veiddust þar milli 1100 og
1200 fiskar og voru menn þó
ánægðir, enda áin þá á leið upp úr
öldudal. Veiðin gekk upp og niður
framan af, en er laxinn fór að
dreifa sér hefur brugðið til hins
betra og að undanfomu hafa hollin
ekki farið undir 100 laxa. Mest er
þetta fallegur smálax, en vænir
innan um eins og vera ber og sá
stærsti er enn 20-pundari Sigmars
Jónssonar úr Myrkhylsrennu . . .
Mokstur í Blöndu ...
Veiðimenn við Blöndu hafa varla
haft undan að aföngla laxa af tækj-
um sínum í sumar og margir verið
furðusnöggir að taka 14-laxa kvót-
ann. Er ekki ofsagt að áin sé
kjaftfull af laxi og er heildarveiðin
nú milli 1300 og 1400 laxar sem
gæti orðið undirstaðan að metveiði
ef ekki dregur úr mokstrinum. 24
punda lax er sá stærsti eins og
áður hefur verið greint frá, en fáein-
ir aðrir hafa vegið 20—21 pund og
meðalþunginn er býsna góður þó
smálax hafí blandað sér í aflann í
vaxandi mæli að undanförnu.
Með fréttum af Blöndu má skjóta
með síðustu fregnum af hliðaránni
Svartá, hún hefur gefið milli 70 og
80 laxa og hefur verið að lifna við
að undanfomu, enda hennar tími
að renna upp.
Þær litlu í Borgarfirði
Flóka hefur verið prýðilega lífleg
ef á heildina er litið, þó kvarta
menn undan leti laxanna í sólinni
sem hefur bakað allt og alla á Suð-
ur- og Vesturlandi alllengi. Á land
eru komnir milli 160 og 180 laxar.
Lax er að fínna í flestum hyljum
sem eitthvað mega sín í langvar-
andi þurrkum, þó verður að segja,
að sjaldan verður Flóka mjög vatns-
lítil.
Gljúfurá hefur gefið um 150 laxa
og em menn kátir mjög, því það
er meira en áin gaf allt síðasta
sumar og þó á eftir að veiða í eina
45-50 daga. Talsvert er af laxi víða
um ána, en þyrfti annað hvort
ferskar göngur eða mikil veðra-
brigði til að rífa veiðina virkilega
upp.
Reykjadalsá veltir sér í doðanum
eitt árið enn, þar hafa aðeins veiðst
milli 20 og 30 laxar, en allt getur
gerst ef það rignir eitthvað nú
síðsumars, enda hafa ágúst og sept-
ember löngum verið mesti upp-
gripatíminn í ánni ef hægt er að
nota það orð um aflasæld árinnar
á seinni ámm.
Laxá í Þing-. nálgast
2000 laxa ...
„Við tökum líklega tvöþúsund-
asta laxinn á sunnudags- eða
mánudagskvöldið," sagði Orri Vig-
fússon formaður Reykjavíkurdeild-
ar Laxárfélagsins í samtali við
Morgunblaðið í gærdagl Hann tjáði
oss að 1816 laxar væm komnir á
land, þar af 1446 á svæðum Laxár-
félagsins, en til samanburðar sagði
hann að toppsumarið 1978 hefðu
1299 fískar verið komnir á land af
sömu svæðum á sama tíma. Á
móti kæmi nú, að önnur svæði í
ánni væm heldur lakarí nú en á
sambærilegum tíma metsumarið. í
Laxá hafa veiðst í sumar um 50
laxar sem vegið hafa 20-27
pund.QL
Stefán Bjarna-
son ráðinn
sveitarsljóri
Miðneshrepps
STEFÁN Bjarnason hefur verið
ráðinn sveitarstjóri í Miðnes-
hreppi. Ráðning Stefáns var
samþykkt mótatkvæðalaust á
fundi hreppsnefndar á fimmtu-
dag með 6 atkvæðum, en fulltrúi
frjálslyndra sat hjá við atkvæða-
greiðsluna.
Fulltrúar Alþýðuflokks og óháðra
og Framsóknarflokks mynduðu
meirihluta í hreppsnefnd Miðnes-
hrepps að loknum kosningum í vor.
í upphafí komu þeir sér ekki saman
um ráðningu sveitarstjóra þar til
samstaða náðist um Stefán Bjarna-
son, með stuðningi fulltrúa Sjálf-
stæðisflokks. Stefán Bjamason var
áður bæjarstjóri á Dalvík.
Tjaldstæðin
eru opin á
Varmalandi
TJALDSTÆÐIN á Varmalandi í
Borgarfirði verða opin alla versl-
unarmannahelgina, en mishermt
var í blaðinu í gær að þau yrðu
lokuð vegna ættarmóts.
Á Varmalandi er sundlaug og
verslun, sem opin er alla helgina.
Þar er einnig farfuglaheimili, þar
sem hægt er að fá svefnpokapláss.
Aðstaða öll fyrir ferðamenn þykir
góð, að sögn heimamanna.
Auöveld. stjömun:
Öll vinnuaöstaöa og stjómbúnaður er
geröur meö þœgindi og vellíöan
gröíustjórcms í huga enda aírakstur
ábendingó frá yíir 500 reyndum
vinnuvélstjórura sem vita að slíkt
hefur bein áhrif á aíköstin.
Lœgri rekstrarkostnaöui:
Vandað vökvaþrýstikeríi meö sjálí-
virka samrœmingu milli vinnuhraða
og orkunýtingar, sem leiöir til allt aö
25% minni eldsneytiskostnaðar miðað
við sambœrilegar traktorsgröíur.
Mikil ending og gangöryggl:
Nýja traktorsgraían er sérstaklega
sterkbyggð, enda eru gerðar háar
gœðakröfur við framleiðslu hennar,
t.d. er rafkeríið í sama gœðaílokki og í
risajarðýtunni Caterpillar D ÍO.
Calerpillar. Cdl og
Laugavegi 170-172 Simi 695500
Höíum fyrirliggjandi loftverkfœri frá
INGERSOLL-RAND
í hœsta gœdatlokki
Oife* Loíthamiar 18 ■ 45 kg.
Spiengiholuborai 37 kg.
Loítþjöppui 30 L/S(65 cím)
og 60 L/S(125 cím)
hIheklahf
( Laugavegi 170—172 Sími 695500
HAGSTÆTT
VERÐ