Morgunblaðið - 02.08.1986, Side 16

Morgunblaðið - 02.08.1986, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 16 Greinarhöfundur (t.h.) ásamt nokkrum gestum í vorgarðaskoðun GÍ 27. maí 1985. Yfir höfði þeirra skartar NELLY MOSER í allri sinni dýrð. CLEMATIS drottning klifurplantnanna BLÓM VIKUNNAR 14 Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Clematis, eða bergsóleyjar, eru allaigengar plöntur í nágranna- löndum okkar, af sóleyjarætt. Sumar þeirra eru fyllilega harð- gerar og þrífast hér ágætlega, t.d. Clematis tangutica (bjarma- sóley) og fleiri villtar tegundir, en aðrar eru viðkvæmari og dafna þess vegna betur í köldum gler- skálum, svo sem ýmis stórblómstrandi afbrigði. Frá einu slíku — Nelly Moser að nafni — sem undirritaður hefur átt í köld- um garðskála sínum, verður nú vikið örfáum orðum að. Bergsóley þessi var gróðursett í skálanum fyrir sex árum í alldjúpt moldar- beð, sem í raun er hluti af sjálfum garðinum. Hún virðist una hag sínum býsna vel þama, enda dafn- að og blómstrað með ólíkindum öll árin. Hún stendur nokkuð mið- svæðis nálægt stórum opnanleg- um draghurðum. Grannvaxnir stofnar hennar teygja sig fyrst upp í ca. 2 metra hæð, en þaðan Iiggja greinar hennar eftir strengdum snúrum í tvær áttir. Blómaklasar plöntunnar veltast þar um í allri sinni dýrð í litum, sem erfitt er að skilgreina, eða í ljósum dauf-rauðbláum lit, með bláleitum nokkuð breiðum strik- um eftir miðju hvers krónublaðs, en þau eru 6—8 á hveiju blómi. Hirðing þessarar plöntu hefst með því, að upp úr áramótum byijar allsheijar snyrting, sem er fólgin í því að fjarlægja gömul blöð, klippa hana, eða réttara sagt grisja hina alltof mörgu sprota og velja þá bestu til framræktun- ar, en ætíð verður að hafa í huga að þessi tegund bergsóleyja blómstrar á fyrra árs sprotum. Lifnun byijar síðan í febrúar/ mars og í fullan blóma er Nelly Moser vanalega komin í maí en sú blómgun endist að jafnaði í tvo mánuði. Eftir það er húsbóndi hennar vanur af afknúppa hana, þ.e. flarlægja alla fræpúðana svo að hún eyði ekki allt of miklu af lífskrafti sínum í fræsetningu. Eftir svo sem 4—6 vikna hlé fer hún að setja sig í stellingar á ný og eftir það má sjá stijáling af blómum á henni langt fram á haust. Bæði í upphafi vaxtartíma- bilsins og eftir miðsumarshvfldina er henni hyglað ríkulega hvað vatn og áburð snertir. Vatn á vaxtartíma sýnist vera mjög mik- ilvægt ekki síst þegar heitt er, sem eðlilega verður oft í slíkum garð- skálum. Óþrif, svo sem blaðlýs og aðrir kvillar, hafa ekki sótt á Nelly Moser, sem teljast verður mikill kostur þegar um garðskála- plöntu er að ræða. Að endingu má geta þess, að bergsóley þessi er nokkuð stórvaxin og fer þess- vegna tiltölulega best um hana í rúmum skálum þar sem hátt er til lofts. Þórhallur Jónsson n „Fólk notar föt til að undir- strika tilfinningar sínar“ - segir Bryndís Hilmarsdóttir í Flónni BRYNDÍS Halldórsdóttir starfar sem afgreiðsludama í fataverslun- inni Flónni, Vesturgötu 4. Hún hóf störf fyrir réttum tveimur árum. Síðan fór hún til Svíþjóðar þar sem sett var á laggimar eins konar útibú frá Flónni. Aðspurð þvemig henni hefði líkað í Svíþjóð svaraði hún að hún hefði kunnað vel við sig þar. „Svíar eru samt íhaldssamari í ídæðaburði en íslendingar. Svíamir fara svo mikið eftir tískunni og vilja alls ekki vera öðm vísi en íjöldinn. ís- lendingar þora að prófa nýja hluti og ganga í öðru vísi föturn," sagði Bryndís. — Hvað starfaðirðu við áður en þú fórst að vinna í Flónni? „Ég hef unnið mikið við af- greiðslustörf. Pabbi var kaupmaður og ég vann annað slagið hjá honum í búðinni allt frá 10 ára aldri. Svo hef ég afgreitt í Stuðbúðinni og fleiri verslunum. Ég hef meira að segja selt blóm á aðaltorgi Stokk- hólms, afgreitt á bar og í kjötvöm- verslun þannig að ég hef prófað eitt og annað á þessu sviði." — Þurfa afgreiðslumenn ekki að vera mannglöggir? „Jú, því er ekki að neita að hér koma allar tegundir af fólki og maður þarf helst að geta gert sér grein fyrir eiginleikum' og óskum hvers og eins. Við fyrsta „góðan daginn" sér maður oft hvemig fólk- ið er að upplagi, hvort maður á að draga sig í hlé og láta viðskiptavin- ina um valið eða láta gamminn geysa og tína fram allar spjarir í búðinni." — Em íslendingar nýjunga- gjamir í klæðaburði? „Miðað við Svía em þeir það. Þegar ég seldi blóm í Stokkhólmi í vetur var allt fullt af fólki, milljón manns gekk fram hjá manni dag hvem en af þeim vom aðeins einn eða tveir sem maður sneri sér við til að horfa á, allir hinir vom ósköp venjulegir. Margir íslendingar fara „sínar eigin leiðir" í klæðaburði, kaupa ekki endilega nákvæmlega það sem er stillt út í búðargluggann heldur máta og reyna fyrir sér þar til þeir finna réttu lausnina. Þeir em kröfuharðir í viðskiptum miðað við útlendinga og vilja fá vandaða vöm. Mér finnst hér vera ákveðin lag- skipting á fatavali kaupenda ef svo mætti komast að orði. Strákar sem nú em um tvítugt þora að ganga í föturn sem em fyrir utan hið hefð- bundna mynstur, nokkuð sem kynbræður þeirra fyrir 10 ámm hefðu ekki getað fengið af sér. Fólk á þessum aldri er einnig fijáls- legra að öllu öðm leyti en það var fyrir 10 ámm, það er opnara og mýkra. Þá finnst mér karlremba ekki eins áberandi hjá strákum nú eins og áður. Fólk er líka farið að klæða sig eftir lundarfari sínu. Notar fötin til að tjá líðan sína og tilfinningar. Það er alls ekki út í hött því mismun- andi fatnaður getur undirstrikað viss karaktereinkenni. Það er til að mynda allt öðm vísi að vera í bað- mullarfötum en leðurgalla frá toppi til táar.“ — Er einhver ein ákveðin lína ríkjandi í fatavali um þessar mund- ir? „Ég held ég geti ekki sagt það. Nú em margar stefnur í gangi og ekki að sjá að nein ein standi upp úr. Mér finnst það mjög jákvætt. Mér leiðist þegar allir em eins.“ — Hvað er það við starfið sem heillar þig? „Mér finnst gaman að prófa eitt- hvað nýtt, það er leiðigjamt ef dagamir em hver öðmm líkir. Helst vil ég að eitthvað sérstakt gerist á degi hveijum. Að því leyti kann ég vel við þetta starf, maður getur bókað að eitthvað nýtt og óvenju- legt muni gerast þegar maður mætir í vinnuna á hverjum degi.“ Fer að veiða í Hörgsá Soffía Jóhannsdóttir, starfsmaður Amaro á Akureyri. - segir Soffía Jóhanns- dóttir í Amaro „VIÐ hjónin ætlum í veiði í Hörgá í Oxnadal á sunnudag og mánu- dag,“ sagði Soffía Jóhannsdóttir, starfsmaður Amaro á Akureyri, í samtali við blaðamann. „Við förum að veiða á hveiju sumri og oft í Hörgá. Þar veiðist silung- ur aðallega, en stundum fæst lax.“ Soffía sagði að undanfarin ár hefðu þau hjón verið mjög heppin með veður. „Ég geymi alltaf stærstu bleikjumar til jóla og set þær þá í hlaup. Þetta er mikið góð- gæti og er liður í okkar jólahaldi. Við sóttum útihátíðir á meðan bömin vom ung, en nú orðið emm við lítið fyrir slíkar hátíðir og fömm gjaman á rólega staði og jafnvel með bömum og bamabömum. Ann- ars eru öræfin efst á óskalistanum nú. Ég hef ferðast töluvert til út- landa, t.d. höfum við farið til Noregs fjórum sinnum, Kanada og Banda- ríkjanna, en það er af nógu að taka á Islandi. Ég hef farið suður Kjöl og að Herðubreið og dreymir mig um fleiri öræfaferðir." Soffía sagðist ekki ráðgera utan- landsferð í sumar, en færi líklega til Danmerkur nk. vor þar sem hún hefði fyrir stuttu unnið utanlands- ferð þangað í happdrætti SÁÁ. Hún sagðist vera að byrja í sumarfríi nú um verslunarmannahelgina og ætti frí fram f september þar sem starfsaldur hennar væri nú orðinn langur — eða alls 22 ár f búsáhalda- deild Amaro. ....ekki missa of ÖRKIN/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.