Morgunblaðið - 02.08.1986, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.08.1986, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 Herferð kínverskra stjórnvalda gegn fjármálaspillingn: Handtökum hefur fjölgað um 236% frá því í fyrra Peking, AP. KÍNVERSK stjórnvöld hafa látíð handtaka tæplega 19 þúsund manns og lagt hald á illa fengið fé, sem svarar til 85 milljóna Bandaríkjadala (um 3,6 milljarða ísl. kr.) á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Er þetta liður í víðtæk- um aðgerðum stjórnvalda til að kveða niður fjármálaspillingu. Flugslys í Mexíkóborg Mexíkóborg, AP. LÍTIL einkaflugvél hrapaði til jarðar og lenti á byggingu í miðri Mexíkóborg í gær. A.m.k. 16 manns slösuðust þegar vélin kastaðist á bygginguna og síðan á fimm bíla á einni mestu um- ferðargötu borgarinnar. Að sögn lögreglunnar, beið eng- inn bana í slysinu, en á meðal þeirra 13 vegfarenda sem slösuðust, var eins árs gömul stúlka. Auk þeirra slösuðust flugmaðurinn, aðstoðar- flugmaðurinn og einn farþegi. Flugvélin var af gerðinni Cessna 310 og var hún á leiðinni frá Pu- erto Vallarta, þekktum ferða- mannabæ í um 700 km fjarlægð frá Mexíkóborg. Ekki er Ijóst hvers vegna vélin hrapaði, en einn veg- farendanna sagði að hreyflar hennar hefðu ekki verið í gangi þegar hún rakst á bygginguna og hefði hann talið að hún væri bensín- laus. í dagblaðinu China Daily, sem er í eigu hins opinbera og gefíð út á ensku, sagði á fimmtudag, að handtökum vegna fjármálamisferlis hefði ijölgað um 236% frá sama tímabili í fyrra, en fjöldi kannana aukist um 130%. Stjómvöld tilkynntu fyrir einu ári, að hafin yrði herferð til að stemma stigu við fjárdrætti, mútum og hvers kyns annarri ijármálaspill- ingu, sem fylgdi í kjölfar endumýj- unar kínverska efnahagskerfisins. I fréttinni sagði, að kannanimar hefðu leitt í ljós 1.881 „alvarlegt" tilfelli fjármálamisferlis, og væri það þreföldun frá fyrra ári. Kínverskir saksóknarar telja auðg- unarbrot alvarlegt, ef sakarupphæð nemur sem svarar 8.100 Banda- ríkjadölum (ríflega 300 þús. ísl. kr.). Sama gildir, ef mútufé nemur sem svarar 5.400 dölum (ríflega 200 þús. ísl. kr.). Grindhvalavaða syntiá landí Vestur-Ástralíu Á annað hundrað grindhvalir syntu á land í Vestur-Ástralíu aðfaranótt sl. miðvikudags, og lágu dýrin ósjálfbjarga eftir í fjöruborðinu. Björgunarliðar, sem komu á vettvang, mynduðu raðir, létu vatnsfötur ganga á milli sín og jusu á hvalina í sífellu, svo að þeir mættu lífi halda. Á flóðinu átti svo að gera tilraun til að draga þá til sjávar. Sprengingin í næturklúbbnum í Berlín: Tilræðismaðurinn ox þjálfaður í Líbýu Berlín, AP. YFIRVÖLD í Vestur-Þýskalandi skýrðu frá því á fimmtudag, að Palestínumaðurinn, sem grunað- ur er um að hafa staðið að sprengingu i næturklúbbi i Leiðtogafundur um frið- arfrumkvæði í Mexíkó LEIÐTOGAR sex ríkja, sem í tvö ár hafa unnið að svonefndu Friðar- frumkvæði í afvopnunarmálum, munu funda í Mexikó dagana 6. og 7. ágúst. Að undanförnu hafa leiðtogarnir hvatt risaveldin til að hætta tilraunum með kjarnorkuvopn og boðist tíl að sjá um eftirlit á öllum tilraunasvæðum í Bandaríkjunum og Sovétrikjunum og tryggja þar með, að tilraunabann verði haldið. Leiðtogamir, sem hittast í Mexí- kó, eru Alfonsin, forseti Argentínu, de la Madrid, forseti Mexíkó, Pap- andreou, forsætisráðherra Grikk- lands, Gandhi, forsætisráðherra Indlands, Nyerere, fyrrum forsætis- ráðherra Tanzaníu og Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóð- ar. Auk þeirra munu koma til fund- arins ýmsir þekktir einstaklingar, sem barist hafa gegn vígbúnaðar- kapphlaupinu. Má þar nefna séra Alan Boesak frá Suður-Afríku, kjameðlisfræðinginn Hans Bethe frá Bandaríkjunum og Nóbelsverð- launahöfundinn Gabriel Garcia Marquez frá Kólumbíu. I fréttatilkynningu leiðtoganna kemur fram, að það hafí m.a. verið fyrir tilstuðlan þeirra, að Sovét- menn ákváðu nýlega að sætta sig við eftirlit á tilraunasvæðum risa- veldanna. Leiðtogahópurinn hélt sinn fyrsta fund í Nýju-Delhí í janúar 1985. í yfirlýsingu fundarmanna sagði m.a.: „Hægt er að hindra kjamork- ustríð, ef við sameinumst um alþjóðlega kröfu um réttinn til lífs“. 45 ríki hafa lýst yfir stuðningi við Friðarfrumkvæðið. Frumkvæði þjóðarleiðtoganna var upprunalega komið á laggimar með aðstoð Þingmannasamtaka um hnattrænt átak. Félagar í samtök- unum eru um 600 talsins og frá 36 löndum. Forseti þeirra er Olafur Ragnar Grímsson, sem verður við- staddur fundinn í Mexíkó. Berlín 5. apríl, hafi verið þjálfað- ur i Líbýu. Tveir aðrir Palestínu- menn, sem stóðu að baki sprengingu í skrifstofum þýsk- arabíska félagsins 29. mars, hafi hins vegar fengið þjálfun sína á Sýrlandi. Yfirvöld á Sýrlandi og í Líbýu hafa neitað allri aðild að sprengjutílræðunum. Talsmaður vestur-þýska ríkis- saksóknarans, Volker Káhne, skýrði frá þjálfun hryðjuverka- mannanna, um leið og formlegar ákærur voru bomar fram á hendur Palestínumönnunum tveimur, sem taldir em hafa staðið að sprenging- unni 29. mars. Ahmed Nawaf Mansur Hasi, sem giunaður er um sprenginguna í La Belle næturklúbbnum 5. apríl, var einnig ákáerður fyrir aðild að sprengingunni í mars, þar sem níu manns særðust. Farouk Salameh var ákærður fyrir morðtilraun í tengslum við sprenginguna í mars, en ekki vom bomar fram ákæmr á hendur þeim þriðja, Nizar Hindawi, bróður Has- is. Hindawi er í haldi í Lundúnum, þar sem hann er ákærður fyrir að reyna að koma sprengju um borð í flugvél frá ísraelska flugfélaginu El Al. Ónæmistæringarveiran: Skaðlaust afbrigði vekur nýjar vonir Pasadena, Washington, AP. BANDARÍSKUM vísindamönn- um hefur tekist að búa til skaðlaust afbrigði alnæmisveir- unnar og binda menn vonir við að unnt verði að nota það tíl bólusetningar gegn sjúkdómn- um. Frá þessu var skýrt í tímariti Bandarísku krabba- meinsstofnunarinnar á föstu- dag.zRannsóknir þessar eru á frumstigi og vara vísindamenn- imir við óhóflegri bjartsýni. Nýja afbrigðið getur ekki ráðið niðurlögum alnæmisveimnnar en gæti aftur á móti dregið úr skað- legum áhrifum hennar. Ef alnæmissjúklingur fengi sprautu með hinu skaðlausa afbrigði myndi það sækja á fmmur ónæm- iskerfisins á sama hátt og alnæmisveiran gerir. Munurinn er sá að nýja afbrigðið myndi ekki skaða frumumar. Hins vegar tæk- ist alnæmisveimnni ekki að valda skaða þar sem hið skaðlausa af- brigði hennar væri þegar til staðar í fmmunum. Enn em þetta aðeins vísindalegar tilgátur og engar til- raunir em fyrirhugaðar á mönnum í nánustu framtíð. Vísindamennimir segjast ekki vita hvaða hliðarverkanir meðferð sem þessi gæti haft. Þá hafa vísindamenn í Pasa- dena í Kalifomíu fundið aðferð sem gerir þeim kleift að ákvarða nákvæmlega hvaða hluti tiltekinn- ar veim bindur sig við fmmur og skemmir þær. Þetta er talið auka líkurnar á að vísindamönnum tak- ist að búa til bóluefni gegn ónæmistæringu. Menn binda einnig vonir við að þessi aðferð geti hjálpað til að framleiða ódýr- ara og áhrifameira bóluefni gegn lifrarbólgu af B-gerð. Um 200 milljónir manna þjást af þeim sjúkdómi einkum í Asíu og Afríku. Káhne sagði að rannskóknarlög- reglan hefði komist að því að Hindawi og Salameh hefðu verið þjálfaðir í meðferð sprengiefna á Sýrlandi. Að sögn Kaehne, tóku Hindawi, Salameh og Hasi að fylgj- ast með skrifstofum þýsk-arabíska félagsins í byijun ársins. Þá hafi Hindawi talið að félagið væri of hliðhollt fsraelum og refsa bæri svikurunum. Hasi hafi verið fyrir- skipað að sækja tösku með sprengi- efni í sýrlenska sendiráðið í Austur-Berlín. Hann hafi geymt töskuna í farangursgeymslu á lest- arstöðinni í Austur-Berlín í viku, en síðan sótt hana og fengið Sal- ameh hana í hendur. Salameh og Hasi fóru með sprengiefnið að skrifstofum þýsk- arabíska félagsins að kvöidi 29. mars og sprakk sprengjan um 15 mínútum eftir að þeir yfirgáfu stað- inn. Káhne sagði að rannsókn á sprengingunni í La Belle nætur- klúbbnum yrði væntanlega lokið síðari hluta sumars. GENGI GJALDMIÐLA London.AP. DOLLAR féll gagnvart japönsku yeni á gjaldeyrispiörkuðum i gærmorgun. Hefur gengi dollars gagnvart yeni aldrei verið Iægra frá lokum síðari heimsstyrjaldar- innar. Ein ástæða lækkunarinnar er talin sú að bandaríska við- skiptaráðuneytíð frestaði um einn dag að gefa út tölur um efnahagslífið í Bandaríkjunum. Dollar lækkaði einnig gagnvart helstu gjaldmiðlum í Evrópu, nema breska pundinu. Gengi dollars var sem hér segir. 2,0900 vestur-þýsk mörk (2,0915), 1,6755 svissneskir frankar (1, 6785), 6,7855 franskir frankar (6, 8025), 2,3570 hollensk gyllini (2, 3600), 1.437,00 ítalskar lírur (1. 440,50), 1,38005 kanadískir dollar- ar (1,3790). Verð á gullúnsu í London var 360,50 dollarar, en var á miðviku- dag 359,20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.