Morgunblaðið - 12.08.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
5
Hofsá: Byrjaðir á öðru
þúsundinu ...
Hofsá hefur verið jöfn og stór-
góð það sem af er, á hádegi í gær
voru komnir 1065 laxar á land úr
ánni, en veitt er á 6 stangir. Síðasti
sólarhringurinn þótti lélegur, en
þá veiddist þó 21 lax á stangimar
sex og ekki víst að það þætti léleg
veiði annars staðar. Algeng stærð
á laxi nú er 6-12 pund, en einn
og einn veiðist allt að 17 punda.
Stærsti laxinn er enn 22 punda
dreki Eiríks Sveinssonar læknis á
Akureyri, veiddur í bytjun veiði-
tímans. í veiðibatanum mikla í
fyrra fór Hofsá í 1219 laxa. Það
er því útlit fyrir að veiðin nú verði
miklu meiri, því mjög mikill lax er
í ánni og enn bætast í safnið ný-
renningar.
Selá verður líka betri
550 laxar voru komnir úr Selá
í Vopnafirði á hádegi í gær, en
þess má geta, að allt síðasta sum-
ar veiddust í ánni 627 laxar og
var þar um geysilegan veiðibata
að ræða, alveg eins og í Hofsá.
Af umræddum 550 löxum, höfðu
107 veiðst á „Fjallsvæðinu" og er
það hörkugóð veiði á þeim slóðum
miðað við tíma. Þar er veitt á 2
stangir og menn sem voru að koma
eftir tveggja daga úthald voru með
22 laxa, flesta stóra. Menn sem
voru að hætta á neðra svæðinu á
sama tíma höfðu fengið 33 laxa á
4 stangir. 20 punda hængur Rafns
Hafnfjörð úr Vaðhyl er enn sá
stærsti sem veiðst hefur, en miklu
stærri fiskar hafa sést og aldrei
að vita nema met Rafns fjúki fyrr
eða síðar.
Sogið betra ...
Sogið hefur gefið betur en greint
var frá í Morgunblaðinu fyrir
skömmu, veiðst hafa um eða rétt
yfír 200 laxar, en ekki um 100
fiskar eins og stóð. Þann 9. ágúst
höfðu 87 laxar veiðst í Alviðru, 70
í Ásgarði, 45-50 í Bíldsfelli og 12
stykki í Syðri-Brú, líklegast fáeinir
fiskar einnig í Þrastarlundi. Þann
dag fengu veiðimenn skemmtilega
töku í Ásgarði, settu í 12 laxa á
smáar flugur og lönduðu 9 þeirra.
Þetta er feykigott á Sogsvísu. Þess
má geta, að 25 af löxunum í Al-
viðru hafa veiðst á síðustu dögum,
það hefur því verið að lifna yfir
veiðinni nokkuð.
Miðá á uppleið
Þokkaleg veiði hefur verið í
Miðá í Dölum að undanförnu og
farið batnandi. Fyrir skömmu voru
60-70 laxar komnir á land, auk
þess sem 106 vænar bleikjur höfðu
verið skjalfærðar í veiðibókina og
trúlega ekki öll kurl þar komin til
grafar. Að sögn Friðriks D. Stef-
ánssonar hjá Stangveiðifélagi
Reykjavíkur, hafa Skarðafljót og
Strengir gefið best. Flestir laxam-
ir sem veiðst hafa að undanförnu
hafa verið með lús.
Breiðdalsá í þriggja
stafa tölu
Breiðdalsá er komin í rúma 100
laxa eftir því sem fyrrgreindur
Friðrik hjá SVFR tjáði Morgun-
blaðinu í gær, en þess má geta,
að allt síðasta sumar veiddust þar
78 laxar og sumarið þar á undan
aðeins 4 stykki. Já, 4 laxar. Laxinn
nú er af flestum stærðum allt upp
í 15,5 punda.
Stóra-Laxá enn slöpp
Stóra-Laxá í Hreppum er enn
slök, þó hefur hún skriðið upp í
þriggja stafa tölu. Fyrir um viku
síðan voru komnir 57 laxar af
svæðum 1 og 2, 24 af svæði 3 og
30 af svæði 4. Menn bíða bara og
vona að það rætist úr Stóru áður
en veiðitíminn er úti, en það ger-
ast þar oft ekki stórir hlutir fyrr
en bændur draga fyrir í klak eftir
veiðitímann.
A þriðja hundrað
úr Leirvogsá
Leii-vogsá hefur gefið vel það
sem af er, ekki er hægt að segja
annað. 5. ágúst voru 210 laxar
komnir á land þrátt fyrir að marg-
ir sem með ánni færu teldu lítinn
lax vera í henni. Við Leirvogsá
hefur löngum loðað, að „vel“ sé
veitt úr hverri göngu, og áin stund-
um laxlítil á haustin eftir góð
veiðisumur. Stærsti lax sumarsins
til þessa vó 16 pund og veiddist í
júlílok í Ketilhyl.
150 úr Grímsá
á 2 dögum
Utlendingar eru nú famir úr
Grímsá og fyrsta íslendingahollið
reif upp 150 laxa á maðkinn. Var
talað um að laxinn tæki illa þrátt
fyrir að maðkur væri aftur í boði.
Mikill lax er í Grímsá, en þeir stóru
í Hörgshyl, Friðriksgjafa, Kokks-
hyl og Grafarhyl virðast hafa
staðist fyrstu freistingaholskefl-
una. Um 1400 laxar hafa veiðst
ef Tunguáin er talin með og það
er sjálfsagt að gera það, því þær
eru jafnan nefndar í sömu and-
ránni.
Morgunblaðið/Börkur
Skreiðarhjallar Granda hf. við Korpu hverfa brátt af sjónarsviðinu.
Jón R. Kristjánsson, fjármálastjóri, sagði að þar sem útséð væri um
að skreið yrði hengd upp næstu árin, væri eins gott að koma hjöllunum
í verð.
Skreiðarhjallarnir seldir í girðingarstaura:
„Ljóst er að við
hengjum ekki upp
skreið næstu árin“
- segir Jón R. Kristjánsson, hjá Granda hf.
GRANDI hf. hefur að undanförnu látið rífa alla skreiðarhjalla í eigu
fyrirtækisins. „Það er ljóst að hér verður ekki hengd upp skreið
næstu árin, og því alveg eins gott að koma hjöllunum í verð. Ef
nauðsyn krefur gætum við alltaf byggt nýja skreiðarhjalla," sagði
Jón R. Kristjánsson, fjármálastjóri. „Það sem nýtanlegt er af efninu
höfum við selt í girðingarstaura.
og onýtur, söfnum við saman og
ísbjöminn átti skreiðarhjalla á
Seltjamarnesi, og Bæjarútgerð
Reykjavíkur við Korpúlfsstaði. Jón
sagði að Grandi hf. ætti fmmkvæð-
ið að því að rífa hjallana. Heilbrigð-
isnefnd Seltjarnarness hafði þó bent
á að þeir væru til lýta í bænum. í
lok þessa mánaðar verða öll um-
merki um skreiðarþurrkun á vegum
þessara fyrirtækja horfm af sjónar-
sviðinu.
En bróðurpartinum, sem er fúinn
kveikjum í.“
I skreiðarhjöllunum liggur mikið
efni. Jón nefndi sem dæmi að
„spírurnar“ sem skreiðin er hengd
á hafi verið 36.000, og eru þá ásarn-
ir og stauramir ekki taldir. Meiri-
hluti timbursins er þó ónýtur.
Tæplega þriðjungur spíranna hefur
verið seldur í girðingarstaura, og
er söluverðmæti þeirra um 750.000
-krónur.
Afmælistilboð:
Kr. 32.900stgr.
VIDEOTÆKI
VX-510TC
• „Slimline"
(aðeins 9,6 cm á hæðj.
• Framhlaðið m/fjarstýringu.
• Skyndiupptaka
m/stillaniegum tíma,
allt að 4 klst.
• 14 daga minni
og 2 „prógrömm".
• 12 rásir.
• Hrein kyrrmynd
og færsla á milli
myndramma.
• Stafrænn teljari.
• Sjálfvirk bakspólun.
• Hraðspólun m/mynd
í báðar áttir.
Laugavegl 63 — Síml 62 20 25