Morgunblaðið - 12.08.1986, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
LBKaöa^rlan^
. ^^mthaður
gtiölaíidganaW
Á leiö til útlanda er gott að vita af verslun íslensks Markaöar í flug-
höfninni í Keflavík. Þar er mikið vöruval, miðaö við þarfir þeirra sem
eru að byrja utanlandsferðina. Allskonar minjagripir, gjafavara og
efni til afþreyingar.
Ullar- og keramikvörur, margskonar landkynningarbækur, blöð og
tímarit.
íslensk matvara vekur líka síaukna athygli. Ostar og mjólkurvörur,
lax og fjölbreyttar fiskafurðir. Hangikjöt og annað lambakjöt. Frá-
gangur og pökkun á matvælum er eins og best verður á kosið. Þá er
íslenska sælgætið vinsælt erlendis.
Þetta er þægileg þjónusta, prófaðu bara næst þegar þú átt leið úr
landi. - Þú getur greitt í íslenskum krónum eða með krítarkorti.
ÍSIENSKUR MARKAÐUR
FLUGHQFN
KEFLAVIK
Sími 92-2791
Heilsu-
skokk
Ábyrgðar og IR
9. vika
1. dagur:
- Upphitun
- Skokka 200 m + ganga 100 m
2 sinnum
- Skokka 300 m + ganga 200 m
2 sinnum
- Skokka 100 m + hlaupa 50 m +
ganga 100 m 4 sinnum
- Skokka 100 m + ganga 100 m
3 sinnum
- Hlaupa 50 m + ganga 50 m 3
sinnum
- Teygjur
2. dagur:
- Upphitun
- Skokka 3.800 m með 500 m
skokki og 200 m göngu á milli
- Teygjur
3. dagur:
- Upphitun
- Skokka 300 m + ganga 200 m
2 sinnum
- Skokka 200 m + ganga 100 m
3 sinnum
- Hlaupa 50 m + ganga 50 m 6
sinnum
- Skokka 100 m + ganga 100 m
5 sinnum
- Teygjur
Frá þjálfaranum
Einhver hafði á orði við mig um
daginn hversu þessar æfingar
væru góðar, en þær verkuðu bara
ekki megrandi. Hvað er hægt að
gera við því?
Þeir sem mig sjá vænta þess
varla að ég eigi til svör við spurn-
ingum um þyngdarvandamál.
Við uppbyggingu heilsuskokks-
ins var fyrst og fremst hugsað um
að fram kæmi aukin starfsgeta
hjarta og lungna og aukinn styrkur
gang- og hreyfilima. Fullyrða má
að sá árangur hefur nú þegar
náðst hjá þeim sem duglegastir
hafa verið við skokkið. Að hafa sig
í það að fara að skokka reglulega
eftir mismörg ár í hóglífi við litla
hreyfingu, kostar talsvert átak og
einbeitingu. Hvað varðar matar-
venjurnar, er efalaust þörf meira
átaks til að breyta þeim heldur en
hreyfingarvenjunum. Ef sá sem
æfir reglulega stenst það að borða
ekki meira heldur en hann gerði
áður en æfingar hófust og gætir
þess að fæðumagn og innihald
fæðu sé í samræmi við raunveru-
lega þö.rf líkamans koma fram
breytingar á líkamsþyngd. Fyrir
það fyrsta fer líkaminn að brenna
uppsafnaðri fitu um leið og vöðva-
þræðir gildna. Fitan minnkar en
vöðvar stækka sem leiðir til aukins
líkamsþunga. Ef einhver óskar eft-
ir að léttast, minnka i ummáli, er
eina ráðið það að auka brennslu
líkamans, hreyfa sig meira og
minnka matarneysluna. Þetta er
mjög erfitt sumum og líklega óger-
legt einstaka fólki af ýmsum
orsökum. Fyrir þetta fólk er aðeins
það ráð að auka hreyfinguna,
skokka til að mynda alla daga.
Ég vona að ykkur takist það
sem mér hefur mistekist með
auðsóðum afleiðingum.
Guðmundur þjálfari