Morgunblaðið - 12.08.1986, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
„Tónlistin er það sem gefur mér þá fyllingn sem ég sækist eftir. Stundum verður maður leiður á að æfa sig. Það koma upp og
niður-tímabil. En það hvetur mann til dáða að vera í jákvæðu umhverfi, eins og hér i Amsterdam.“
Músíkin fær mann til
að hugsa og finna til
— Rætt við píanóleikarann Vilberg Viggósson í Amsterdam
Fyrir tæpri öld skar Hollendingurinn Vincent van Gogh
af sér eyrað. Málaði síðan ódauðlega mynd af sjálfum sér
með höfuðið reifað. Isfirðingurinn Vilberg Viggósson yrði
illa settur ef hann missti af sér eyrað því hann leggur
stund á listgrein sem krefst næms eyra. Hann nemur píanó-
leik í landi málarans fræga, nánar tiltekið í Sweelinck
Conservatorium í Amsterdam.
Amsterdam er ekki bara borg málara. Þar lifa allar list-
greinar góðu lifi, enda sést strax að Amsterdam er lifandi
borg, hún ólgar af iðandi mannlifi. Þar er pláss fyrir alla
og slik skilyrði hafa yfirleitt laðað listafólk að.
Heimildamaður Morgunblaðsins er kominn til þessarar
heimsborgar þeirra erinda að taka viðtal við Vilberg Vigg-
ósson, þann efnilega píanóleikara sem fékk sinn grunn
hjá hinum landsfræga tónlistarfrömuði Ragnari H. Ragnar
á Isafirði.
Vilberg býr ásamt Heiðdísi
Hansdóttur konu sinni og tveim-
ur bömum í friðsælu hverfi í
útjaðri borgarinnar. Áður bjuggu
þau í miðbænum, en fengu nóg
af harkinu og gestaganginum
þar. Til Amsterdam komu þau
frá annarri heimsbo/g, Köln í
Þýskalandi, en urðu að hverfa
þaðan vegna þess að dóttir
þeirra, hún Guðrún Nanny, þoldi
ekki loftmengunina þar. „Þið er-
uð íslendingar, pakkið saman og
farið," sagði læknirinn einfald-
lega við þau. Og þrátt fyrir það
að Vilberg hefði verið hjá fyrir-
taks kennara, Rússa sem skildi
þarfir hans mjög vel, var ekki
annað að gera en að taka sig
upp. Þau fóru ekki lengra en yfir
í næsta land, en þar virðiast samt
blása ferskari vindar, a.m.k. hef-
ur Guðrún Nanný ekki kennt sér
neins meins síðan þangað kom.
Meíra gaman í
hjöllunum
Þótt Vilberg sé ekki nema rétt
liðlega aldarQórðungs gamall
hafa næstum 20 ára af ævi hans
snúist meira og minna um tón-
list. Hann var ekki nema 8 ára
gutti á gúmmískóm þegar hann
fór að ganga til Messíönu Mars-
ellíusdóttur píanókennarar á
ísafirði. Nennti ekkert að æfa
sig, ussum nei, spilaði bara lögin
eftir eyranu. En eitthvað hefur
Ragnar H. samt séð í þessum
gutta, því árið eftir tók hann
Vilberg undir sinn vemdarvæng.
„Síðan stóð baráttan þangað
til ég var 14 ára, en þá ákvað
ég að hætta. Það var aðallega
sökum leti og ómennsku, hafði
meiri áhuga á að leika mér í hjöll-
unum og spila poppmúsík," segir
hann og hlær. „En ég var svo
heppinn að hlé varð á æfingum
hjá hljómsveitinni sem ég var að
spila með svo mér fannst ég ekk-
ert hafa að gera. Ég féllst þá á
að fara í viðtal til Ragnars sem
taldi mig á að byija aftur. Og
eftir það fór ég að æfa mig.
Ragnar lét mig hafa skemmtilegt
lag til að spila á nemendatónleik-
um og í fyrsta skipti náði ég því
að æfi mig meira en einn klukku-
tíma fyrir tímana hjá honum. Því
fylgdi mikil sælutilfinning. Og
um leið og áhuginn kom náði ég
á skömmum tíma að vinna upp
það sem áður hafði tapast vegna
áhugaleysis."
Vilberg var síðan í læri hjá
Ragnari þar til hann lauk stúd-
entsprófi frá MÍ og þann tíma
var aldrei vælt um að hann æfði
sig ekki nóg.
Undir handar-
jaðri Ragnars
„Ragnar var fómfús kennari.
Hann gaf mér þann tíma sem ég
þurfti og það kom oft fyrir að
þessir 40 mínútna tíma tvisvar í
viku urðu að 2 klukkutímum og
rúmlega það. Aldrei var minnst
á þreytu eða matartíma, kennsl-
an gekk bókstaflega fyrir öllu
hjá honum og það er örugglega
eitt af einkennum góðra kennara.
Hann lagði áherslu á að nemand-
inn slægi aldrei feilnótu og það
varð til þess að ég lærði verkin
hægt en rétt og varð mjög örugg-
ur. Það má segja að hann hafi
kennt manni að æfa sig. En hann
lagði Iíka mikla áherslu á að það
væri andi í verkunum sem verið
var að flytja. Oft var ansi mikill
andi í þeim, maður hamraði eins
og herforingi!"
Vilberg segir að mikið hafi
verið lagt upp úr því að spila
fyrir aðra í skólanum hjá Ragn-
ari. „Það gaf mikla reynslu í að
koma fram og ómetanlega. En
oft voru verkin sem ég var að
spila, heilu sónötumar síðustu
árin, yfir eigin getu. Þau voru
ekki orðin nógu þroskuð hjá
manni, voru nýlærð utan að.
Annars þykir mér best að spila
fyrir fólk, finna straumana frá
því. Erfiðast er að æfa, þá er
verið að leggja inn. Það er alltaf
skemmtilegast að taka út.“
Aðspurður segir Vilberg and-
rúmsloftið á ísafirði hafa verið
uppbyggilegt fyrir tónlistamema.
Hann hafi aldrei fundið annað
en hlýja strauma frá umhverfinu.
Nær kjarna lífsins
Eftir stúdentspróf hleypti Vil-
berg heimdraganum og settist í
Tónlistarskóla Reykjavíkur.
„Ég ákvað að fara í frekara
nám af því ég fann að mig vant-
aði í músíkina og til að víkka
sjóndeildarhringinn."
En af hveiju fór hann ekki
í eitthvert fag sem gefur pen-
inga og pottþétta virðingar-
stöðu í þjóðfélaginu?
„Af því að tónlistin er það sem
gefur mér þá fyllingu sem ég
sækist eftir."
- Finnst þér músíkin færa þig
nær kjama lífsins?
„Já, því sem mér finnst vera
kjami lífsins."
- En hvað er það við þessa
tóna sem er svona merkilegt?
„Tónamir einir og sér em
kannski ekki merkilegir, en þegar
þeim er raðað saman í form,
skynjar maður eitthvað. Tónlistin
fær mann alltaf til að hugsa og
finna til. Annars mundi fólk til
dæmis ekki tárast undir tón-
verki, eins og oft hefur komið
fyrir. Tónlistin getur gagntekið
mann. Þegar maður er í venju-
legri vinnu er maður laus allra
mála þegar heim er komið, en
ef maður er að æfa verk til flutn-
ings hvílir undirbúningurinn á
manni nótt og dag. Maður hugs-
ar ekki um annað."
- Hvort færðu meira út úr
því að spila eða hlusta á tón-
list?
„Það má kannski svara þess-
ari spumingu þannig að ég hlusti
með því hugarfari hvort ég geti
spilað verkið. Konan mín kvartar
undan því að ég spili með þegar
ég hlusta."
Þúsund túlkunarleiðir
Vilberg segir að hver kennari
hafí sínar ákveðnu skoðanir og
að hann sem nemandi sé bundinn
af þeim. Þess vegna sé mikilvægt
að hafa góðan kennara, eins og
hann telur sig hafa haft. í Tón-
listarskóla Reykjavíkur var
Vilberg undir handleiðslu Hall-
dórs Haraldssonar.
„Halldór er mjög víðlesinn í
tónlist og lagði mikið upp úr að
maður vissi að hægt væri að
túlka sama verk á þúsund vegu.
Maður hefur gott af að hafa það
í huga.“
- En þótt þú sért að spila
verk eftir annan, ertu þá saiiit
að fást við listsköpun?
„Já, það er svo margt sem
höfimdur lætur manni eftir að
túlka. Tónverk er ekki nema
„hálfur maður“ ef það er ekki
túikað á sannfærandi hátt, það
er, að túlkandinn gefi svo mikið
af sér að áheyrandinn hrífist
með. Það þarf ekki að tákna að
verkið sé slæmt, heldur að tón-
skáldið láti flytjandanum það
mikið eftir að það velti á honum
hvort útkoman verður gott verk
eða lélegt. Það má kannski líkja
hljóðfæraleikaranum við leik-
stjóra sem er að fara að setja
upp leikrit, það er undir honum
komið hvort andi verksins kemst
til skila til áhorfandans."
- Áttu þér uppáhalds tón-
skáld?
„Það er misjafnt frá mánuði
til mánaðar hvað ég hlusta á.
Til að mynda hreifst ég mikið
af Mussorgsky þegar ég var 8
ára og í heilt ár hlustaði ég varla
á annað en píanómúsík Debuss-
ys. Chopin og Prokofiev lagði ég
Iíka í einelti. Upp á síðkastið
hafa Stravinsky og Béla Bartók
verið á fóninum hjá mér. Ég nýt
þess núna að þegar ég var ungl-
ingur fóru allir mínir peningar í
kaup á klassískum plötum; keypti
þá mikið af alls konar plötum,
en er fyrst núna að læra að meta
sumar þeirra. Það þarf nefnilega
að byggja upp skilning á músík,
maður þarf að læra að meta
hana. Mér finnst ágæt regla að
þegar maður er búinn að finna
áhrifin af ákveðnu tónskáldi sé
kominn tími til að hlusta á eitt-
hvað annað."
Graf ík og klassík
Vilberg var einn af stofnend-
um hljómsveitarinnar Grafík og
lék með á fyrstu tveimur plötum
hennar, auk þess sem hann hefur
komið til liðs við sveitina á hveiju
sumri hingað til. Ég spyr hvemig
popp og klassík fari saman.
„Það fer ekki mjög vel saman,
því annað tekur frá hinu og það
er mjög erfitt að gera hvort
tveggja vel. Vinnubrögðin eru
líka mjög ólík, til dæmis tekur
það um hálftíma að æfa venju-
legt popplag meðan maður er
marga mánuði eða ár að vinna
með klassískt verk. Poppið krefst
mikils tíma sem ekki kemur
músík beint við, en í klassíkinni
er maður allan tímann að vinna
músíkina út úr verkunum. Mér
fínnst alltaf gaman að spila popp
og djass en lít á það sem afslöpp-
un frá hinu. En það var
skemmtileg reynsla að spila inn
á plötumar með Grafík."
- Nú sló Grafík I gegn en
þú valdir að hætta sem virkur
félagi og fara utan til náms,
sérðu eftir framanum í popp-
bransanum?
Texti og myndir:
Rúnar Helgi Vignisson
„Nei, ég sé ekki eftir valinu.
En ég tel mig samt enn part af
Grafík af því að ég hef verið að
spila með þessum strákum meira
og minna í 10 ár og svo hef ég
aldrei verið formlega rekinn! Ég
hefði alveg verið til í að spila
með þeim í sumar og það að mig
skuli enn langa til þess segir mér
að þessir strákar séu góðir."
Snauður, samt ríkur
„Nei, það hvarflar aldrei að
mér að ég sé að eyða tíma mínum
til einskis. Sú reynsla sem ég hef
fengið út úr þessu námi er ómet-
anleg. Það er ekki hægt að kaupa -
hana fyrir peninga, þó það kosti
peninga af afla hennar. Ég kem
þess vegna slyppur og snauður
af veraldlegum gæðum úr nám-
inu, en það er ekki aðalatrðið.
- Nú ert þú með fjölskyldu,
hvemig gengur ykkur að lifa
af námslánunum?
„í Hollandi dugar lánið ekki
til að framfleyta fjölskyldu. Við
megum heldur ekki vinna hér,
þannig að við getum ekki orðið
okkur úti um aukatekjur. En við
eigum góða að og það hjálpar.
Hinu má samt ekki gleyma í allri
umræðunni um Lánasjóðinn að
án hans hefði maður aldrei getað
farið út í þetta nám, þó oft hafi
hann líka skapað mörg vandamál
hjá okkur."
- Hvemig fer fjölskyldulíf
og músík saman?
„Það verða vissulega árekstrar
af og til, en það að eiga fjöl-
skyldu hefur þroskað mig á allan
hátt og kennt mér betur að meta
tímann. En auðvitað er visst
umstang sem fylgir þvi að vera
með fjölskyldu, umstang sem
maður losnaði kannski við sem
einstaklingur, en þá kæmu bara
einhveijar aðrar þarfir í staðinn."
Metnaður gagnvart
músíkinni
— Að hverju stefnirðu með
þessu námi sínu?
„Ég stefni að því að þroska
mig sem listamann til að geta
verið boðlegur hvar sem er.“
- Ertu þá með einleikara-
feril í huga?
„Það er allt í lagi að stefna
að því að verða einleikari, en það
er ekki raunhæft. Hins vegar
vantar alltaf píanókennara heima
og ég verð eiginlega að geta
hugsað mér að kenna ef ég ætla
að lifa af músíkinni.“
- Ertu hræddur um að
þurfa að fara að vinna í t.d.
fiski þegar þú lýkur námi?
„Nei, ég held að ég geti haft
nóg að gera við mitt fag þegar
ég kem heim. En ef mig skyldi
einhvem tímann langa til að fara
að vinna í fiski sé ég ekkert því
til fyrirstöðu!"
- Ertu metnaðargjarn?
„Ekki veraldlega, heldur gagn-
vart músíkinni sjálfri."
Semurðu?
„Ég hef alltaf verið að krukka
í að semja síðan ég var 9 ára,
en þá samdi ég mitt fyrsta lag,
sem var auðvitað fyrir píanó.
Seinna fór ég í tónsmíðatíma hjá
Jónasi Tómassyni á ísafirði og
síðan einn vetur hjá Þorkatli Sig-
urbjömssyni fyrsta veturinn
minn í Reykjavik. Eitthvað samdi
ég svo á Grafíkplötuna „Sýn“.
Tónsmíðar eru tímafrekar og ég
hef haft mjög lítinn tíma aflögu
eftir að við fluttum út, en ég
býst við að semja meira í framtíð-
inni, í hvaða formi sem það nú
verður."
Og á þessum framtfðamótum
kveðjum við þennan unga músík-
ant, enda maðurinn önnum
kafinn við próflestur. Hann verð-
ur þó kannski farinn að teyga
besta loft í heimi þegar þessi
grein birtist.