Morgunblaðið - 12.08.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
25
Stórveldin:
Ræða takmörkun víg-
búnaðar og geimvopn
Waahínnrlnn AP ^ JLm
Washington, AP.
VIÐRÆÐUR fulltrúa stórveldanna um kjarnorku- og geimvopn, sem
hófust í Moskvu í gær, geta að dómi fréttaskýrenda haft mikil áhrif
á samskipti Bandarikjanna og Sovétríkjanna, enda er eitt megin-
markmiðið að undirbúa ieiðtogafund ríkjanna tveggja.
Sovétmenn áttu hugmyndina að
fundinum og tóku Bandaríkjamenn
strax vel í hana. Sovétmenn segjast
ætla að leggja áherslu á að samið
verði um bann við tilraunum um
kjamorkuvopn. Bandarískir emb-
ættismenn segja hins vegar að
tilgangur fundarins sé að koma
skriði á afvopnunarviðræður
ríkjanna í Genf, en þær munu hefj-
ast þar að nýju 16. september.
Einnig er ætlunin að undirbúa fund
utanríkisráðherra stórveldanna,
Georges Shultz og Eduards Shev-
ardnadzes, sem hittast munu í
Washington dagana 19,—20. sept-
ember.
Sendinefnd Bandaríkjmanna er
skipuð öllum helstu sérfræðingum
Bandaríkjastjórnar um afvopnunar-
mál og þar er Paul Nitze, sérlegur
ráðgjafi um vígbúnaðarmál, í for-
sæti. Victor Karpov er forsvarsmað-
ur Sovétmanna á fundinum, en
hann er einnig formaður sovésku
nefndarinnar i afvopnunarviðræð-
um ríkjanna í Genf.
Haft er eftir bandarískum emb-
ættismönnum að Bandaríkjastjóm
sé nú að leggja síðustu hönd á ýtar-
legt svar við tillögu Sovétmanna,
sem þeir lögðu fram í afvopnunar-
viðræðum stórveldanna í Genf 11.
júní sl. Þó er ekki búist við því að
svarið verði lagt fram á fundinum
í Moskvu. í tillögunni, sem Gorb-
achev ítrekaði í bréfi til Reagans
23. júní sl., lögðu Sovétmenn til
stórfelldan niðurskurð á langdræg-
um eldflaugum gegn því að ýmis
ákvæði samkomulags stórveldanna
árið 1972 um takmörkun gagneld-
flaugakerfa yrði hert og vopnum
yrði ekki komið fyrir í geimnum
næstu 15—20 ár. Samkvæmt þessu
samkomulagi er Bandaríkjamönn-
um og Sovétmönnum bannað að
setja upp gagneldflaugakerfí, sem
geta varið allt landsvæði þeirra.
Sagt er að Reagan hafi boðist í
bréfí til Gorbachevs 26. júlí sl. til
að fresta uppsetningu geimvopna
a.m.k. sjö og hálft ár ef Sovétmenn
samþykktu fækkun langdrægra
eldflauga.
Það þykir nokkrum tíðindum
sæta að bæði Paul Nitze og Rich-
ard N. Perle aðstoðarvamarmála-
ráðherra Bandaríkjanna eigi sæti í
bandarísku nefndinni, en þeir eru
taldir vera á öndverðum meiði um
ýmis vígbúnaðarmál. Sumir frétta-
skýrendur telja þó að Bandaríkja-
stjóm hafí gert sér grein fyrir að
eina leiðin til að jafna ágreining
þeirra væri að þeir tækju báðir þátt
í viðræðum við Sovétmenn.
Yfírmaður geimvamaáætlunar
Bandaríkjamanna, James Abra-
hamson, sagði í gær að taka ætti
Drengimir fundust á laugardag-
inn er slökkviliðsmenn bmtu sér
leið inn í húsið vegna elds, sem þar
var, en síðar kom í ljós að einn
drengurinn hafði verið að leika sér
með kveikjara. Drengimir em 7
ára, 4ra ára og 2ja ára. Drengimir
höfðu verið sveltir og bám ör eftir
barsmíðar, auk þess sem þeir vom
svo skítugir að fíngur og tær höfðu
gróið saman. Er talin hætta á að
taka verði tær af einum drengnum
ínn
Vaidya var myrtur á Vestur-Ind-
landi, þar sem hann var á ferð í bíl
með konu sinni. Fjórir ungir menn
eltu bílinn uppi á vélhjólum og hófu
skothríð á hann með fyrrgreindum
afleiðingum. Kona Vaidya særðist í
árásinni, en ekki alvarlega og gat
verið viðstödd jarðarforina. Allshetj-
arverkfall var í borginni Pune, sem
er 120 kílómetra suður af Bombay,
í gær til þess að mótmæla morðinu.
Lögregla hefur ekki getað haft
hendur í hári morðingjanna. Hún
segir að þeir hafí auðsjáanlega elt
hann dögum saman áður en þeir létu
tillit til áætlunarinnar í afvopnunar-
viðræðum risaveldanna. Þó ættti
ekki að gera stefnu Bandaríkja-
manna varðandi geimvamaáætlun-
ina opinbera.
„Ég er ekki þeirrar skoðunar að
unnt sé að skilja að afvopnunarmál
og geimvarnaáætlunina," _ sagði
Abrahamson hershöfðingi. I viðtali
við bandarísku sjónvarpsstöðina
NBC á sunnudag vísaði hann aftur
á móti á bug ásökunum um að rann-
sóknir í tengslum við geimvama-
áætlunina bijóti í bága við
Victor Karpov er i forsvari Sov-
étmanna í viðræðunum.
samkomulag stórveldanna um tak-
mörkun gagneldflaugakerfa.
Búist er við því að viðræður full-
Paul Nitze formaður bandarísku
sendinef ndarinnar.
trúa stórveldanna standi yfír tvo
daga, en alger fréttaleynd hvílir
yfír fundinum.
Ástralía:
Foreldrar kærð-
ir fyrir illa með-
ferð á börnum
Sydney, Astralíu, AP.
FORELDRAR um fertugt voru í gær kærðir fyrir illa meðferð á
þremur sonum sínum ungum. Segir lögreglan að hún hafi aldrei
áður séð slíka meðferð á börnum og lífsskilyrðin sem börnin hafi
verið neydd til þess að lifa við séu ekki einu sinni „bjóðandi svinum".
vegna þessa. 4ra ára drengurinn
hafði verið bundinn við eldhúsdyr í
tvö ár. Var honum hegnt þannig
fyrir að hafa tekið mat úr ísskáp í
leyfisleysi. Drengurinn vó 11 kíló
og bar djúp merki eftir böndin.
Foreldrarnir eiga tvö börn fyrir,
sem komið var fyrir á fósturheimili
er þau voru lítil.
Um helgina var sett alþjóðlega
ráðstefna í Nýja-Suður-Wales um
slæma meðferð á börnum.
Sikhar myrða fyrr-
um yfirhershöfðingja
Pune, Indlandi, AP.
FYRRUM yfirmaður indverska hersins, Arun S. Vaidya, var jarðsung-
gær, en hryðjuverkamenn sikha sátu fyrir honum og myrtu á
sunnudaginn. Þeir hafa lýst á hendur sér morðinu og segja að hann
hafi verið myrtur fyrir að fyrirskipa árásina á Gullna musterið,
helgasta stað sikha-trúflokksins, í júnímánuði 1984. A annað þúsund
manns féllu í árásinni.
til skarar skríða og séu kunnugir
svæðinu í kringum Pune. Þaðan hafi
og komið nokkrir hermenn sikhatrú-
ar, sem hafi sagt sig úr hemum eftir
árásina á musterið.
Vaidya hafði frá því árásin var
gerð fengið ótal morðhótanir, þá
síðustu fáeinum dögum áður en hann
var myrtur. Hann sagði af sér emb-
ætti yfirhershöfðingja í upphafi
þessa árs. Tilræðið er talið meirihátt-
ar áfall fyrir indversku öryggis-
gæsluna, því það var vitað að Vaidya
var einna efstur á „dauðalista" öfga-
manna sikha.
MANOTA
HVAR SEM ER
CHGAR SHÚRUR, EKKCRT VCSCH
11213.
Höggborvél með 24
volta rafhlöðu, 780
snúninga á mín., borar
í stein með 3000 slög-
um á mín., í 14 mm stál,
20 mm tré, með
hleðslutæki fyrir 220
volt. Þyngd aðeins 3,5
kg. Verð kr. 24.328.-
stgr.
Borvél, 9,6 volt, með
stiglausri hraðastillingu
í báðar áttir, tveggja
gíra. 1. gír: 0-400 snún.
á mín. 2. gír: 0-900
snún. á mín. Skrúfjárns-
endar fyrir stjörnu og
venjulegt skrúfjárn
fylgja. Með hleðslutæki
fyrir 220 volt. Hleðslu-
tími ca 1 klst. Þyngd
aðeins 1,4 kg. Verð kr.
10.469,-
1922
Stingsög, 12 volta, með
um 45° hallanlegu
landi. 1700 slög á mín-
útu, 18 mm sláttur á
blaði, þyngd aðeins 2,
25 kg, taska, hleðslu-
tæki, aukablöð o.fl.
fylgir. Verð aðeins kr.
12.928.- stgr.
Skrúfjárnsborvél með
átaksstillingu, stiglausri
hraðastillingu í báðar
áttir, tveggja gíra, 1. gír:
0-400 snúningar á
mín., 2. gír: 0-900
snúningar á mín. Skrúf-
járnsendar fyrir stjörnu
og venjulegar skrúfur
og hleðslutæki fylgja,
hleðslutími ca 1 klst.
Þyngd ca 1,5 kg. Verð
aðeins kr. 11.204,-
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200