Morgunblaðið - 12.08.1986, Side 28

Morgunblaðið - 12.08.1986, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Berlínar- múrinn 25 ára Amorgun er aldarfjórð- ungur liðinn frá því stjórnvöld í Austur-Þýska- landi hófu að reisa Berlínar- múrinn til þess að koma í veg fyrir, að þau sætu uppi með ríki án þegna. En um leið og þau lokuðu borgara Austur- Þýskalands inni með stein- blokkum, gaddavír og jarð- sprengjum reistu þau sér, „Þýska alþýðulýðveldinu" og gervöllu stjómkerfi kommún- ismans einhvem nöturlegasta minnisvarða, sem sögur fara af. Berlínarmúrinn er í senn tákn og veruleiki. Hann er annars vegar tákn um þá ánauð, sem er óhjákvæmileg- ur fylgifiskur sósíalismans. Hins vegar er hann daglegur veruleiki milljóna Þjóðveija, sem fá ekki að fara frjálsir ferða sinna. Á þeim 25 áram, sem liðin era frá því Berlínarmúrinn var reistur, hefur tæplega fímm þúsund mönnum tekist að brjótast í gegn um hann. Það er nokkurt afrek, þegar tekið er tillit til þess, hversu rammger hann er. Vitað er um 73 menn, sem austur- þýskir landamæraverðir hafa skotið til bana við múrinn, en fómarlömbin kunna að vera mun fleiri. Á síðustu áram hefur verið unnið að því, að styrkja múrinn og efla eftirlit við hann með nýjum varðtumum og vopnum. Stefnan er augljóslega sú, að enginn skuli komast undan í heimildarleysi, og þeim fer líka fækkandi, sem sleppa eða reyna flótta. í fyrra fengu um 19 þús- und Austur-Þjóðverjar leyfí til að flytjast til Vestur- Þýskalands og árið 1984 fengu 30 þúsund manns slíka brottfararheimild. Þetta er fagnaðarefni, en því miður er skýringarinnar ekki að Ieita í því, að viðhorf ráða- manna í Austur-Þýskalandi séu orðin mannúðlegri en áður. Staðreyndin er sú, að það era stjómvöld í Vestur- Þýskalandi, sem keypt hafa flestu þessu fólki frelsi fyrir háar upphæðir. Hér er í raun- inni um að ræða mansal með öfugum formerkjum. Ágóða- sjónarmið ráða því einnig að hluta til, að Austur-Þjóðveij- ar hafa síðustu misserin haft milligöngu um að hleypa tug- um þúsunda flóttamanna frá Asíu og Afríku til Vestur- Þýskalands um Berlín, en austur-þýska ríkisflugfélagið er talið hafa hagnast vera- lega á þessum flutningum. Önnur, og ekki síður mikil- væg ástæða fyrir því, að hliðum Berlínarmúrsins er lokið upp fyrir hinu erlenda flóttafólki, er vafalaust sú, að austur-þýsk stjómvöld vita að þessi flóttamannastraum- ur veldur miklum vandræðum í Vestur-Þýskalandi. Vestur- Þjóðveijar eiga ekki auðvelt með að leggja stein í götu þessa útlenda flóttafólks. í fyrsta lagi era um það ákvæði í stjómarskrá Vestur-Þýska- lands, að þeir sem sæta pólitískum ofsóknum skuli eiga griðastað í landinu. í öðra lagi mundu aðgerðir gegn útlendingunum jafn- framt bitna á Austur-Þjóð- veijum og á því leikur naumast vafí, að til þess er leikurinn gerður. í þriðja lagi ber að hafa í huga, að vest- ur-þýsk stjómvöld líta ekki svo á að þýsku ríkin séu skil- in í sundur af landamæram í venjulegum skilningi. Með flóttamannastraumnum frá Asíu og Afríku era austur- þýsk stjómvöld vafalaust að knýja á um að hefðbundin landamæravarsla verði tekin upp af Vestur-Þjóðveijum. Ef til vill má segja, að Berlínarmúrinn sé ekki að- eins minnismerki um kommúnismann. Hann sé líka til vitnis um vanmátt lýðræð- isþjóðanna gagnvart yfír- gangi alræðis- og ofbeldis- stefna. Það er kannski til lítils að deila um það nú, þeg- ar múrinn hefur verið til staðar í aldarfjórðung, hvort mögulegt hefði verið að koma í veg fyrir byggingu hans. Hitt ætti ekki að þurfa að vera deiluefni, að Berlínar- múrinn er áhrifamikil áminn- ing til íbúa hins fíjálsa heims um að halda vöku sinni. Hann er í fæstum orðum sagt hið sýnilega ,jámtjald“, sem skil- ur að veröld alræðis og lýðræðis. Hver er — eftir Hólmgeir Björnsson Nýleg skattlagning hefur einkum vakið athygli vegna óvæntrar hækkunar tekjuskatts. Hver og einn einstaklingur þurfti þó ekki að láta sér bregða, því að auðvelt er að reikna út væntanlegan skatt um leið og talið er fram, eða hvað? Því miður fylgja ekki upplýsingar um væntanlega skattlagningu í leið- beiningum um framtal, heldur þarf að fylgjast með því, þegar þær birt- ast í blöðum eða hringja í Skattstof- una. Og svo eru álagningarreglum- ar fremur sundurlausar, þetta em nokkur stök ákvæði, sem mynda ekki eina heild. Hér á eftir er reynt að sýna skatt- stigann, eins og hann er í raun, með því að tengja saman álagning- ar- og frádráttarákvæðin sam- kvæmt upplýsingum á baksíðu álagningarseðilsins. Ef eitthvað reynist missagt er þess vænt, að það verði leiðrétt, en svo verður það matsatriði, hvort um verður kennt vanhæfni greinarhöfundar eða óljósum reglum. Sú leið er valin að sýnajaðarskattinn, þ.e. það hlut- fall, sem menn þurfa að greiða af viðbótartekjum eða jaðartekjum. Auk heildampphæðarinnar er þetta sú stærð, sem mestu máli skiptir. Hún sýnir, hve mikið aukatekjumar hafa verið skattlagðar, eða hve mikið muni verða eftir, ef auka- tekna er aflað (og svo geta menn líka séð, hve miklu menn hafa stol- ið af náunga sínum með því að gefa ekki allt upp til skatts). Ekki er hér gerður greinarmunur á því, hver skatturinn er. Allir skatt- ar, sem leggjast á tekjur eru lagðir saman, þ.e. tekjuskattur, útsvar, kirkjugarðs- og sóknargjald. Þijú síðast töldu gjöldin eru misjöfn eft- ir sveitarfélögum. Notuð er álagn- ingin í Reykjavík, útsvar 10,2% og kirkjugarðs- og sóknargjald 0,59% Tiltölulega fáir skattgreiðendur munu nú geta talið fram svo háa frádráttarliði, að fari fram úr 10% af tekjum. Með því að takmarka efnið við þá, sem nota 10%-regluna eða lágmarksfrádráttinn 47,6 þús. kr., er óþarft að gera greinarmun á tekjustofni til álagningar útsvars og tekjuskatts, heldur nægir að halda sig við þann fyrrtalda og umreikna tekjuskattstigann til sam- ræmis. Lengd skattþrepanna verður þá 302,2 þús. í stað 272 þús. þegar lagt er á skattstofn telguskatts. Sleppt er að taka með gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og áhrif þess, að útsvar undir 890 kr. er fellt niður. Jaðarskatturinn í 1. töflu er skattstigi einhleypra manna og kvæntra karla (annars hjóna) bamlausra. Við tekjur undir 201,5 þús. em fastir frádráttarliðir hærri en reiknaður skattur. Jaðar- skatturinn er aðeins kirkjugarðs- og sóknargjald. Fastur frádráttur, 47,6 þús., hækkar mörkin milli 1. og 2. skattþreps um þá upphæð í 349,8 þús. úr 302,2 þús., þar sem þau væru ef 10%-reglan gilti. Jaðar- skatturinn lækkar við 476 þús. kr. tekjur, því að þá tekur 10% reglan við. Hún hefur þau áhrif að tekju- skattur af jaðartekjum lækkar um einn tíunda úr 30,5% í 27,45%. Hjá kvæntum körlum tekur 10%-reglan þó seinna við en fram kemur í 1. töflu, ef eiginkonan er tekjulægri eins og algengast er. Reyndar ber upplýsingum á framtalseyðublaði ekki saman við áiagningarseðilinn um þetta atriði, en gert er ráð fyr- skal ir að meiri nákvæmni sé gætt á álagningarseðlinum og því er leitast við að fara eftir því sem þar stendur. Samsköttun hjóna Fyrir nokkrum ámm vom uppi háværar raddir um sérsköttun hjóna. Býsna undarleg krafa það, því að tekjur, og þar með skattlagn- ing, em í raun sameiginlegar þar til kemur að skiinaði. Samsköttunin er því orðin hálfgerður feluleikur, sem veldur því að erfíðara er að átta sig á skattlagningunni heldur en væri, ef samsköttunin væri op- inská. Skattstiginn er sá sami og hjá tveimur einstaklingum, ef bæði hjón hafa tekjur yfir 476 þús. Við lægri tekjur gildir 10%-reglan ekki nema sameiginlegar tekjur séu und- ir 952 þús. Ef tekjur annars hjóna em undir 300 þús. kr. lækkar þetta sameiginlega tekjumark nokkuð. Skattstigi giftra kvenna er í 2. töflu, annars vegar án fasts frá- dráttar og hins vegar með. Best hefði verið að sýna samsköttunar- töflu, en ég hef ekki komið auga á einfalda leið til þess. Hjónum nýtist allur frádráttur konunnar með milli- færslu. Að auki lengist lægsta skattþrep eiginmannsins, ef telq'ur eiginkonunnar em undir 302,2 þús., en annað skattþrep hans styttist 1. tafla. Jaðarskattur einstaklinga og kvæntra karla, barnlausra. Tekjubil, þús. kr. Jaðarskattur % Athugasemdir 0-201,5 0,59 Aðeins kirkjugarðs- og sóknar- gjald 201,5-349,8 30,29 349,8-403 41,29 403 -476 43,29 Sjúkratryggingagjald bætist við 476 -604,4 40,24 10%-reglan tekur við 604,4- 51,94 2. tafia. Jaðarskattur giftra kvenna, barnlausra Tekjubil þús. kr. Jaðarskattur án Jaðarskattur með fasts frádráttar. % föstum frádrætti. % 0 -151,1 28,34 30,29 151,1-302,2 38,24 41,29 302,2-349,8 38,24 30,29 349,8-403 38,24 41,29 403 -604,4 40,24 43,29 604,4-652 51,94 43,29 652 - 51,94 54,29 Hvað segja skattakóngarnir um skattana? Niðurgreiðslur var leg ráðstöfun á skai SKATTAKÓNGUR er sá ein- staklingur kallaður, er greiðir hæstu skatta í sínu skattaum- dæmi. Sá einstakiingur, er greiðir hæst gjöld á landinu þetta árið, eins og svo mörg önnur, er Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk. Morgunblaðið ræddi lítil- iega við hann og fleiri skatta- kónga um skattana og hvernig því fé er innheimt er með þeim er varið. „Ætli ég fari ekki að komast á eftirlaun sem opinber starfsmaður“ — sagði Þorvaldur Guð- mundsson í Síld og f isk Þorvaldur kvaðst svo sem ekki vera óánægður með skattana, enda hefði hann ekkert á móti því að greiða sinn skerf til samneyslunn- ar. Þorvaldur var hins vegar þeirrar skoðunar, að það mætti að mörgu leyti veija skattinum betur. „Eg hef ekkert á móti því að aðstoða bænd- ur í öðmm búgreinum," sagði Þorvaldur, og átti þá við niður- greiðslumar, „en íslensk landbún- aðarpólitík er hins vegar langt á eftir tímanum. Sú miðstýring, sem viðgengist hefur í t.d. framleiðslu kindakjöts, hefur verið til mikils vansa fyrir þá búgrein, því að öllum er best að athafna sig á hinum fijálsa markaði, í stað þess að láta fýrrverandi bændur sem við stjóm- völ em stjóma markaðnum." Þorvaldur kvað svínaframleiðsluna standa vel að vígi, þeir greiddu öll sín gjöld og þægju enga styrki frá hinu opinbera; „en ef við getum aðstoðað bændur í öðmm búgrein- um, er það ágætt, en um leið og ríkið fer að skipta sér af svínafram- leiðslunni, þá er ég hættur." Aðspurður um það hvort hann gerði sér grein fyrir því, hversu mikið hann hafi í áranna rás lagt til ríkisins í formi skatta, sagði Þorvaldur að væri sjálfsagt einhver slatti, „ætli ég fari ekki að komast á eftirlaun sem opinber starfsmað- ur?“ Þorvaldur greiðir 15.040.624 krónur í gjöld á þessu ári og greið- ir meira í gjöid til ríkisins en t.d. Reykjavíkurborg. „Skattarnir koma illa niður á fisk- vinnslufólki“ — segir Soffanías Cecils- son útgerðarmaður á Grundarf irði „Ég hef aldrei þurft að kvarta undan sköttum og núna virðast mér skattamir vera með svipuðu sniði og áður,“ sagði Soffanías og bætti því við, að frá því er hann bytjaði að borga skatta, hefði hann ávallt verið skattahæstur í sinni sveit og allflest árin frá því að Vesturland varð sérstakt skattaumdæmi hafi hann verið hæstur í umdæminu. Ástæðuna fyrir þessu, kvað hann einfaldlega vera þá, að hann væri einn af þeim örfáu, sem stæðu í atvinnurekstri á eigin reikning. Soffanías kvaðst ekkert hafa á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.