Morgunblaðið - 12.08.1986, Page 29

Morgunblaðið - 12.08.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 turinn? Hólmgeir Björnsson Niðurstaðan er sú, að tekjuskatti hljóti áfram að verða beitt til að afla fjár til opinberra þarfa og um leið til nokkurrar tekjujöfnun- ar. Hins vegar er núverandi skattstigi býsna rug’ling-slegnr og unnt ætti að vera að gera hann fagmann- legri.“ að sama skapi. Verður þessi breyt- ing á tekjubilinu 151,1-302,2 þús. og veldur því að í raun hækkar jað- arskattur giftra kvenna á þessu bili. Ef tekjur konunnar eru undir 151,2 þús. dragast 0,9x(30,3-19,5) = 9,9% af 151,1 þús. kr. eða um 15 þús. frá skatti eiginmannsins. Þessi skattívilnun eyðist með hækk- uðum tekjum konunnar að 302,2 þús. kr. og leggst við jaðarskatt hennar á þessu bili. Að lokum skal tekið fram, að eiginkonan og eigin- maðurinn geta skipt um hlutverk í skattlagningunni. Hér var gamalli hefð aðeins fylgt til hægðarauka, enda í samræmi við framsetningu á skattseðlinum. Hjón með börn Barnabætur og bamabótaauki dragast frá skattgjaldi á álagning- arseðli. Ekki verður séð, að bama- bætur hafi áhrif á jaðarskattinn, því að þær munu greiddar út, ef álögð gjöld em lægri en þeim nem- ur. Barnabótaaukinn, 20,4 þús. með hveiju bami, er hins vegar aðeins greiddur fjölskyldum með lágar tekjur, en skerðist við auknar tekj- ur. Skerðingin er sú sama hvort hjóna sem aflar tekna og er 8% af sameiginlegum tekjum umfram 374 þús. Við jaðarskattinn bætast því 8% á tekjubili sem nemur 255 þús. fyrir hvert bam. Það munu einkum vera fjölskyld- ur, þar sem konan aflar lítilla eða engra tekna, sem njóta bamabóta- auka. Áhrif barnabótaaukans á skattstigann, þar sem eiginmaður- inn aflar einn allra tekna, em sýnd í 3. töflu. í ljós kemur, að jaðar- skattur hjóna með tvö eða fleiri böm getur farið í rúm 62%. Einstætt foreldri Skattstiginn er gerður á svipaðan hátt og hjá hjónum, en upphæð bamabóta er önnur, lækkun barna- bótaauka, sem leiðir til hækkaðs jaðarskatts, hefst við 255 þús. kr. í tekjur, og mörk milli fasts frá- dráttar og 10%-reglu em við 833 þús. kr. í tekjur. Ekki þykir ástæða til að hafa um það lengra mál, en vísað í 4. töflu. Um tekjuskattinn Mikill áróður hefur nú um langt skeið verið rekinn gegn skattlagn- ingu og einkum tekjuskatti. Sumt er auðvitað hæft í þeim áróðri, en annað er býsna fjarri lagi eins og oft vill verða, þegar einhliða áróður er rekinn. Þannig kynnu menn að nota flóknar álagningarreglur sem rök fyrir afnámi skattsins. Eðlilegri leið er að lagfæra reglumar og sjá til þess m.a. að skatturinn sé aldrei stiglækkandi eins og nú á sér víða stað. Nú býsnast menn mjög yfir hækkun tekjuskatts umfram tekjur. Þó hélt ég einmitt, að tilefni væri til aukinnar skattheimtu, þegar tekjur hækka að raungildi, m.a. til þess að draga úr þenslu. Það sem innheimtist aukalega á að nota til að greiða niður skuldir ríkisins eða styrkja á annan hátt stöðu ríkis- sjóðs, svo að unnt verði að draga úr skattlagningu á ný, næst þegar harðnar í ári. Tekjuskattur er vissu- 3. tafla. Hjón með börn, konan tekjulaus. Fjöldi barna Tekjubil þús. kr. Jaðarskattur % 1 0-374 sjá 1. töflu 374-403 49,28 403-629 51,28 629-652 43,29 652-952 54,29 952- 51,94 2 0-629 sjá að ofan 629-884 62,29 884- 51,94 3 0-884 sjá að ofan 884-952 62,29 952-1139 59,94 1139- 51,94 4. tafla. Einstætt foreldri með 1 bam Tekjubil þús. kr. Jaðarskattur % Athugasemdir 0 -201,5 0,59 201,5-255 30,29 255 -349,8 38,29 8% viðbót vegna 349,8-403 49,29 skerðingar 403 -510 51,29 bamabótaauka 510 -604,4 43,29 604,4-833 54,29 833 - 51,94 lega óréttlátur skattur, m.a. vegna skattsvika sem viðgangast. En hvaða skattur er ekki óréttlátur? Óréttlætinu er hins vegar dreift með því að nota fleiri aðferðir til skattlagningar. Hættan á undan- drætti vex líka með þyngri skatt- heimtu, t.d. virðist 25% söluskattur vera alltof hár af þessum ástæðum. Mesta furðu vekur, að sumir for- svarsmenn ríkisstarfsmanna skuli krefjast afnáms tekjuskattsins. Þeim ætti þó að vera hugstætt, að helstu viðbrögð sumra fjármálaráð- herra við kröfunni um lægri skatt- heimtu hafa verið þau að þiýsta niður launum ríkisstarfsmanna. Það hefur svo lengi verið talað um spamað í opinberum rekstri, að þeim rejmist erfitt að finna annað ráð sem um munar. Niðurstaðan er sú, að tekjuskatti hljóti áfram að verða beitt til að afla fjár til opinberra þarfa og um ieið til nokkurrar tekjujöfnunar. Hins vegar er núverandi skattstigi býsna ruglingslegur og unnt ætti að vera að gera hann mun fag- mannlegri. Línulegur skattstigi I núgildandi kerfí vex álagningin í þrepum. Þetta er arfur frá þeim tíma, þegar skatturinn var reiknað- ur með blaði og blýant eða ein- földum reiknivélum. Eðlilegra virðist að láta skattlagninguna vera jaftit vaxandi hlutfall af jaðartekj- um, þar til því marki er náð, sem menn telja að eigi að vera hæsti jaðarskattur. Þetta má setja fram á einfaldan hátt í jöfnum, en til skýringar má setja upp töflur og línurit, því að það ætti að vera kappsmál að skýra skattlagninguna fyrir almenningi, ólíkt því sem nú er. Þá má fella niður skattafslátt, en láta þess í stað neikvæðan tekju- skatt koma til greiðslu á útsvari, ef tekjur eru undir ákveðnu marki, t.d. 200 þús. kr. miðað við núver- andi skattstiga. Fastur frádráttur er óþarfur, það má ná svipaðri nið- urstöðu með lagfæringu á skatt- stiganum. Með því má komast hjá stighækkandi skatti. Samsköttun hjóna ætti að leysa með öðrum skattstiga fyrir hjón en einstakl- inga. Gildar ástæður munu vera til þess að skattleggja tekjur hjóna ekki með sama hætti eftir því hvort annað hjóna eða bæði afla þeirra. Þær eru þyngra skattlagðar, þegar annað hjóna aflar þeirra að mestu. En er samt ekki stundum talað um að starf húsmóðurinnar sé van- metið? Þessi skattlagning hlýtur að Soffanías greiðir 2.383.242 krón- ur í gjöld á þessu ári. „Þætti gott í iðnað- inum, ef menn gætu framleitt og framleitt án þess að hafa áhyg-gjur af sölu“ — sagði Jón Friðgeir Einars- son byggingarmeistari í Bolungarvík „Þýðir nokkuð annað en að vera ánægður," sagði Jón Friðgeir Ein- arsson skattakóngur Vestfjarða- umdæmis, og var sæmilega bjartsýnn á að sér tækist að greiða skattana sína. Jón Friðgeir taldi sköttunum hins vegar ekki vera vel varið í niðurgreiðslur á landbúnað- arvörum. „Það þarf að fínna aðra lausn á vanda landbúnaðarins, en að vera sífellt að greiða niður land- búnaðarvörur. Það þætti gott í iðnaðinum að geta framleitt og framleitt án þess að þurfa að hafa áhyggjur af sölu,“ sagði Jón Frið- geir. Um misvísunina á skattvísitölu hafði Jón það að segja, að stjóm- völd þyrftu að skoða það mál og kæmi að sínu áliti vel til greina að endurgreiða oftekinn skatt eða a.m.k. veija honum á einhvem skynsamlegri hátt en til niður- greiðslna. Jóni finnst það vera ágæt tilfinn- ing að vera skattakóngur. Jón greiðir 1.439.136 í gjöld á þessu ári. t skynsam- ttatekjunum móti því að greiða sinn skerf til samneyslunnar og kvaðst hann lítið álit hafa á þeim aðilum, sem stöð- ugt væru að heimta allt frá ríki eða sveitarfélagi, en kvörtuðu síðan undan því að þurfa að borga skatt- ana sína. Um skattbyrðina almennt hafði Soffanías það að segja, að hún dreifðist ekki nægjanlega réttlátt. Þannig kæmu skattamir t.d. oft mjög illa við fiskvinnslufólk, enda kæmu flestar þeirra krónur vel fram í dagsljósið, en svo væm aftur margir, er mun meiri tekjur hefðu, en teldu aðeins hluta þeirra fram og borguðu því oft lægri skatta en fískvinnslufólkið. „Skattamir kæmu óbeint minna niður á hveij- um og einum, ef ailir borguðu rétt.“ Um það hvemig sköttunum væri varið, sagði Soffanías að sjálfsagt mætti betur fara, en sér virtist hins vegar ekkert veita af þessum fjár- munum, til þess að stoppa upp í fjárlagagatið. Úr afgreiðslusal skattheimtunnar í Reykjavík. __________________________29 vera álitamál, en það er engin lausnr að flækja málið eins og gert er með hinni svokölluðu sérsköttun. Barnabætur Einfaldast er að hafa bamabætur óháðar tekjum. Þó mun það almenn skoðun, að ekki sé ástæða til að styrkja vel stæðar bamaljölskyldur" af almannafé. Þetta sjónarmið var í raun í gildi meðan almannatrygg- ingar greiddu út fjölskyldubætur, sem síðan voru skattlagðar. Nettó- upphæð bótanna fór lækkandi með hækkandi tekjum. Bamabótaaukinn greiðist fyrst og fremst foreldrum með litlar telq- ur og er það í samræmi við ofan- greint sjónarmið. Hins vegar er fyrirkomulag hans slíkt, að jaðar- skatturinn kemst upp í rúm 62% þótt jaðarskattur af hátekjum sé ekki nema 52%. Ég efast um, að þeir þingmenn, sem samþykktu þetta ákvæði hafi gert sér grein fyrir, að þeir voru að samþykkja að jaðarskattur bamafjölskyldna með miðlungstekjur yrði hærri en annarra. Nú er stuðningur við bamafjöl- skyldur síst of mikill. Einkum er óeðlilega lítið tillit tekið til 1. bams, en því fylgir einmitt mest aukning á framfærslubyrði en ekki minnst eins og skattkerfið virðist gera ráð fyrir. Lausnin er sú að fella bamabæt- umar inn í skattstigann. Skattstigi verði breytilegur eftir íjölda bama. Við lágar og jafnvel meðalháar tekj- ur verði jaðarskatturinn lægri eftiF því sem bömin eru fleiri og nei- kvæður við lægstu tekjur, svo að bamabætur verði greiddar út. Síðan taki við bil, sem sé óháð bama- fjölda, og úr því, þegar komið er í raunverulegar hátekjur, verði jaðar- skattur bamafjölskyldna hærri. Loks, þegar komið er í mjög háar tekjur, yrðu allir komnir með sama hlutfall. Heildarskattgreiðsla slíkra hátekjumanna gæti orðið lítt eða ekki háð bamafjölda. Til að nefna einhveijar tölur mætti hugsa sérf" að skattstigi færi lækkandi með barnafjölda, ef tekjur hjóna eru undir 800 þús. kr. Á bilinu 800- 1200 þús. kr. væri skattstiginn óháður bamafjölda og úr því yrði dregið úr bamabótum með hærri jaðarskatti hjá bamaQ'ölskyldum þar til allir væru komnir í hámark jaðarskatts sem gæti verið 60% af tekjum yfir 2-2,5 millj. kr. hjá hjón- um. Höfundur er tölfræðingur. „Vildi sjá meira af þessum peningum 1 áSÍglufÍrði“ — sagði Guðleifur Svan- bergsson bakarameistari og skattakóngur Norðurlands- kjördæmis-vestra Guðleifur taldi skatta sína vera helst til mikla og meira en hann hafi reiknað með. Guðleifur starfar nú sem útibússtjóri KEA á Siglu- fírði, en meginorsök hinna háu skatta taldi hann vera söluhagnað af bakarínu, sem hann seldi á síðasta ári. Guðleifur taldi skattatekjunum ekki vera vel varið til niðurgreiðslu landbúnaðarafurða. „Bændumir verða að gera sjálfa sig samkeppn- isfæra og þeir myndu fljótlega aðlaga sig að aðstæðum sjálfir ef á reyndi." Guðleifur kvaðst vilja sjá meira af því sem hann borgaði í skatt vera varið t.d. til varanlegrar gatna- gerðar á Siglufirði og nágrenni og í hafnarframkvæmdir. „Ef litið er til hinna miklu verðmæta í formi loðnuafurða, sem runnu í gegnum Siglufjörð á síðasta ári og þess að engum fjármunum er varið til hafn - arframkvæmda, sést að Siglufjörð- ur er afskaplega afskiptur, miðað við það fjármagn, sem hann skilar í ríkiskassann. Sjálfsagt er sömu sögu að segja frá stöðum á landinu." Guðleifur borgar á þessu ári 1.188.258 krónur í gjöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.