Morgunblaðið - 12.08.1986, Page 33

Morgunblaðið - 12.08.1986, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 33 - sagði Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar er hann veitti minnisvarðanum viðtöku Garðyrkjufélag íslands hefur afhent Reykjavíkurborg til varð- veislu, minnisvarða um Georg Scierbeck landlækni og fyrsta formann Garðyrkjufélagsins. Minnisvarðanum hefur verið val- inn staður 1 garði Scierbecks, á horni Aðalstrætis og Kirkju- strætis, og var hann afhjúpaður sl. sunnudag. Það var Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Grundar og forstöðumaður Rannsóknarstofunnar að Neðra- Ási, sem afhjúpaði minnisvarðann, en hann er gjöf frá Rannsóknarstof- unni til Garðyrkjufélags íslands í tilefni aldarafmælis þess, 25. maí 1985. Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar veitti lágmyndinni viðtöku fyrir hönd Reykjavíkur- borgar. I ræðu sinni sagði hann m.a.: „Þó Scierbeck hafi verið brautryðjandi á ýmsum sviðum heil- brigðismála er hans fyrst og fremst að minnast á íslandi fyrir brautryðj- andastarf hans í ræktunarmálum. Hann gerðist mikill hvatamaður á sviði matjurtaræktunar og beitti sér í því sambandi fyrir stofnun Hins íslenska garðyrkjufélags, nú Garð- Heimsmeistaramót unglinga í skák: Þröstur með 4 vinninga A LAUGARDAGINN vann Þröst- ur Þórhallsson Doissonnet frá Argentínu á heimsmeistaramóti unglinga í skák sem haldið er í Gausdal í Noregi. í dag tapaði hann fyrir Wahls frá V-Þýska- landi og hefur þá fjóra vinninga af sjö. Staðan í mótinu er þá þannig að fimm eru efstir og jafnir, þeir Zun- iga frá Perú, Ananb frá Indlandi, Bareev frá Sovétríkjunum, Howell frá Englandi og Dimitrov frá Búlg- aríu. Þessir hafa allir fimm og hálfan vinning af sjö. Rétt er að geta þess að Þröstur féll á tíma á móti Wahls í flókinni stöðu. Á alþjóðlegu móti keppenda undir 16 ára aldri teflir Sigurður Daði Sigfússon og er hann í öðru til þriðja sæti með fjóra og hálfan vinning af sex. Ráðstefna um vatn og berg ALÞJÓÐLEG ráðstefna um sam- spil vatns og bergs er haldin á vegum Orkustofnunar og alþjóð- legfra efnafræðisamtaka, er uefnast International Association of Geochemistry and Cosmochem- nstry, dagana 8.-17. ágúst 5 Háskóla íslands. Þetta er fimmta alþjóðlega ráð- yrkjufélags íslands, fyrir 101 ári og var fyrsti formaður þess. Það er ekki óeðlilegt þó þessi maður hafí fengið heiðursnafnið „faðir íslenskrar garðyrkju“. Hér í þessum garði standa tvö tré, sem blakta laufkrónum sínum, og talið er ör- uggt að séu elstu tré borgarinnar, þeim mun hafa verið plantað af Scierbeck vorið 1884. Það fer því vel á því að minnast mannsins sem það gerði með því að reisa honum virðulegan minnisvarða í þessum garði. Eg vil að lokum þakka Garð- yrkjufélagi Islands fyrir störf þess þau 101 ár sem félagið hefur starf- að. Allt frá stofnun félagsins hefur markmið þess verið aukin fræðsla og þekking á ræktun. Félagið hefur því haft ómetanlega þýðingu í upp- byggingarstarfinu og sjást þess merki víða um land.“ Við afhjúpunina voru viðstaddir boðsgestir og aðrir velunnarar Garðyrkjufélagsins. Helgi Gíslason myndhöggvari gerði minnisvarðann. Morgunblaðið/Bjami Gísli Sigurbjörnsson afhjúpar minnisvarðann. Á myndinni er einnig Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar, sem veitti Eágmyndinni viðtöku fyrir hönd Reykjavíkurborgar. stefnan, sem fjallar sérstaklega um þetta efni. Þátttakendur verða frá 35 löndum og alls um 250, auk maka. Starfsmenn Orkustofnunar, Há- skóla íslands, Hafrannsóknastofnun- ar, Hitaveitu Reykjavíkur og Flugleiða annast undirbúning og framkvæmd ráðstefnunnar. (Úr fréttatilkynningu.) Ríkissaksóknari: Akærir 13 lega sölu á RÍKISSAKSÓKN ARI hefur gefið út ákærur í máli fyrrum starfs- manna Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og kaupmanna. Forsaga málsins er sú, að tiltekn- ir starfsmenn Mjólkursamsölunnar komust yfir mjólkurvaming, sem þeir seldu síðan sjálfir til kaup- manna á lægra verði en ella. Nú fyrir stuld og ólög- mjólkurvörum hafa verið gefnar út tvær ákærur og heimild til einnar dómssáttar. Fyrri ákæran er á hendur einum fyrrum starfsmanni MS og sjö kaupmönnum og er verðmæti sem sú ákæra nær til um 250 þúsund krónur. Hin ákæran er á hendur þremur fyrrverandi starfsmönnum Mjólk- ursamsölunnar og tveimur kaup- mönnum og hafa þeir átt viðskipti sín á milli fýrir um 150 þúsund krónur. Loks var gefin út dómssáttar- heimild og er það mál minna en hin. Verðmæti í því máli eru um 2.600 krónur. Raunvirði þessarar mjólkurvöru mun vera nærri einni milljón króna, en hún var seld á nálægt hálfvirði. Minnisvarði um Georg Scierbeck: Hann var faðir ís- lenskrar garðyrkju Jafntefli er líklegasta niðurstaða í 7. skákinni Skák Margeir Pétursson SJÖTTA einvígisskák þeirra Kasparovs og Karpovs fór í bið i London í gærkvöldi. Hér í London voru sérfræðingar al- mennt sammála um að líkleg- asta niðurstaðan væri jafntefli þótt Karpov hefði heldur betra endatafl. Þetta var fyrsta skák- in sem tefld var eftir fimm daga hlé, því Kasparov tók sér frest eftir að hafa tapað fimmtu skákinni á miðvikudag- inn var. g Kasparov fékk heldur meira lófaklapp frá áhorfendum er hann mætti til leiks í sjöttu skákina klæddur gráum jakkafötum. Karpov, sem var í bláum fötum, kom ekki til leiks fyrr en á slag- inu fimm. Keppendur tókust í hendur og heilsuðu einnig yfir- dómaranum, dr. Lothar Schmitt, sem einnig var yfírdómari þegar Fischer og Spassky tefldu í Reykjavík 1972. Er þessu var lokið hringdi bjalla og skákklukkan var sett í gang. Kasparov, sem hafði hvítt, kom nokkuð á óvart með því að leika kóngspeðinu fram í fyrsta leik, en í annarri og §órðu skák lék hann drottningarpeðinu með góð- um árangri. Karpov svaraði með Petrovs-vöm, eða rússnesku vöm- inni, eins og hún er stundum kölluð. Sú byijun er fræg fyrir að leiða oft til stuttra jafntefla. Fljótlega varð þó ljóst að báðir keppendur ætluðu að gera sitt til að blása lífi í stöðuna. P Karpov þáði peðsfórn í tíunda leik, fyrir fómina fékk Kasparov biskupaparið og hraða liðsskipan. Framan af skákinni tefldi heims- meistarinn mjög hratt, það var greinilegt að peðsfórnin hafði ver- ið undirbúin heima í Bakú. Flest- um stórmeisturunum í blaða- mannaherberginu leist mjög vel á sóknarfæri Kasparovs, en Karpov sem tefldi mun rðlegar barðist af hugkvæmni. Eftir 19 leiki hafði hann notað klukkutíma, en Kasp- arov aðeins hálftíma. Þá snerist tímanotkunin gjörsamlega við. Kasparov hugsaði um 20. leik sinn í hvorki meira né minna en 70 mínútur, en tókst samt ekki að finna leið til að halda áfram sókninni. 20. leikur heimsmeistar- ans var að vísu mjög óvæntur og fól í sér laglega gildru, en hann dugði ekki til að koma Karpov úr jafnvægi. Svar hans kom eftir skamma umhugsun, en var þó sennilega eini leikurinn sem hélt stöðunni. Hápunktur skákarinnar var þar með liðinn, Kasparov sá að honum myndi ekki takast að vinna með kóngssókn og sætti sig við að fara út í heldur lakara endatafl. Þótt staðan yrði afar einföld eftir uppskiptin var Karpov greinilega ákveðinn í að tefla til vinnings. Síðasta klukku- tímann gerðist ákaflega lítið. Karpov náði að halda betra enda- tafli allt þar til skákin fór í bið. Sálfræðilega kom hann því vel frá skákinni, honum tókst að sýna fram á að byijanarannsóknir and- stæðingsins hefðu ekki verið nægilega djúpar og Karpov náði jafnvel undirtökunum með svörtu og teflir til vinnings. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Petrovs-vörn 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rf6, 3. Rxe5 — d6, 4. Rf3 — Rxe4, 5. d4 - d5, 6. Bd3 - Rc6, 7. 0-0 - Bg4. Karpov var nú búinn að hugsa sig um í 24 mínútur. Byijunarval Kasparovs virðist því hafa komið honum á óvart. 8. c4 - Rf6, 9. Rc3 - Bxf3, 10. Dxf3 — Rxd4, 11. De3+. í fimmtándu einvígisskákinni í fyrra lék Kasparov hér 11. Hel+ — Be7, 12. Ddl og úr varð lit- laust jafntefli. 11. — Re6, 12. cxd5 — Rxd5, 13. Rxd5 - Dxd5, 14. Be4 - Db5, 15. a4 - Da6. Þessi staða hefur ekki komið upp áður í kappskák, en báðir hafa þó þekkt hana vel. Á Hast- ings-mótinu um síðustu áramót kom hún upp hjá þeim Jóhanni Hjartarsyni og sovéska stórmeist- aranum Mikhailchisin er þeir skoðuðu skák sína. Rússanum leist ekkert á þetta afbrigði, var til dæmis hræddur við 16. b4!? 16. Hdl - Be7, 17. b4 - 0-0. Karpov íhugaði ekki einu sinni þann möguleika að taka annað peð, en hrókaði strax. 18. Dh3 - g6, 19. Bb2 - Dc4! Karpov lék þessum rökrétta leik eftir 22ja mínútna umhugsun. 19. — Bxb4 var hinsvegar slæmt vegna 20. Hd3 og hvítur hótar hreinlega 21. Dxh7+! — Kxh7, 22. Hh3+ og mátar. Nú bjuggust flestir við því að Kasparov myndi leika 20. Bd5 — Dc2, 21. Be5 - Had8, 22. Hdcl, en eftir miklar vangaveltur kom- ust menn að þeirri niðurstöðu að bæði 22. - Dd2, 23. Bxe6 - fxe6, 24. Dxe6-I— Hf7 og drottningar- fómin 22. — Dxcl+, 23. Hxcl — Hxd5 væru vel viðunandi á svart. 20. Hd7!? - Hae8!. Karpov mátti alls ekki leika 20. — Bxí>4?, 21. Bxg6! og vinnur, eða 20. - Dxe4?, 21. Dc3! - f6, 22. Hxe7 með vinningsstöðu. 21. Bd5 — Dxb4,22. Bc3 - Rf4! Nú leysist skákin upp í enda- tafl sem er hagstæðara á svart vegna þess að hvítur hefur tvípeð á h-línunni. Vegna þess hversu staðan er einföld bjuggust samt flestir við því að samið yrði fljót- lega um jafntefli, en Karpov ákvað að tefla til þrautar. 23. Bxb4 — Rxh3+, 24. gxh3 — Bxb4, 25. Hxc7 - b6, 26. Hxa7 - Kg7, 27. Hd7 - Hd8, 28. Hxd8 - Hxd8, 29. Hdl - Hd6, 30. Hd3 - h5, 31. Kfl - Hd7, 32. Kg2 - Bc5, 33. Kfl - h4, 34. Bc4 - He7, 35. Hf3 - Bd6, 36. Kg2 - Hc7, 37. Bb3 — f5, 38. Hd3 - Bc5, 39. Hc3 - Kf6, 40. Hc4 - g5, 41. Hc2 - Ke5 ■ il wm. wrn. m í þessari stöðu fór skákin í bið og Kasparov, hvítur, lék biðleik. Staðan er því áfram 2*/2— 2l/z, hvor hefur unnið eina skák, en 3 hafa orðið jafntefli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.